Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 13. nóvember 1975. TÍMINN 3 FYRIRBYGGJANDI AÐGERÐIR NAUÐSYNLEGAR Gsal—Reykjavfk — Viö sjáum þegar fólkið kemur illa slasað inn til okkar og við sjáum afleiðing- arnar. A þeirri forsendu gengum við á fund ráðherra og bárum fram okkar athugasemdir, sagði dr. Ásgeir B. Eilertsson, læknir, sem var einnhinna þriggja lækna sem gengu á fund Ólafs Jóhann- essonar i gærmorgun fyrir hönd iækna Borgarspitalans. — Við erum engir sérfræðingar I umferðarmálum og getum ekki bent á neinar ákveðnar leiðir þar til úrbóta, sagði dr. Ásgeir. — Engu að siður teljum við nauðsyn beri til að gera ýmsar úrbætur i umferðarmálum og bendum I þvi sambandi á, að ai^ka þurfi al- menna löggæzlu i umferðinni, og komi til refsandi aðgerða, von- umst við til að slikar lagabreyt- ingar geti gengið hratt fyrir sig. Dr. Ásgeir sagði að fyrst og fremst legðu þeir þó áherzlu á hinar fyrirbyggjandi aðgerðir. „Læknisfræðin geturmikið hjálp- að til, bæði hvað varðar skurðað- gerðir, lyf, sjúkraþjálfun, iðju- þjálfun og annað, en hinar fyrir- byggjandi aðgerðir eru nauðsyn- legastar”, sagði hann. Dr. Ásgeir kvað þá leggja áherzlu á meiri fræðslu, bæði til handa ökumönn- um og gangandi vegfarendum, svo og aukið umferðareftirlit. Dr. Ásgeir sagði,að slysin væru orðin það tið og mörg hver mjög alvarleg, að þeir hefðu ekki leng- ur getað setið hjá athugasemda og aögeröalaust. — I dag eru rúmlega þrjátiu sjúklingar á Borgarspitalanum sem þar liggja af völdum umferð- arlysa. Sumir þessara sjúklinga eru það mikið slasaðir að þeir bera þess aldrei bætur, en aðrir eru litið skaddaðir og geta fengið fulla meina bót. — Er það stór hluti þessara sjúklinga sem þið teljið að nái aldrei fullum bata? — Nei, sem betur fer eiga þess- ir sjúklingar flestir batavon, en engu að siður er sá hópur nógu stór sem bíður varanlegt heilsu- tjón af þessum sökum. Dr. Asgeir nefndi að það væri áberandi að þeir sjúklingar sem hvað mest væru skaddaðir eftir umferðarsly s, væri ungt fólk — og I flestum tilvikum hefði heilinn og/eða mænu- og taugakerfið skaddast, en það leiðir til lömun- ar. Hér fer á eftir bréf það til dómsmálaráðherra sem 51 læknir við Borgarspitalann undirritaði: „Við undirritaðir læknar Borg- arspitalans teljum okkur ekki lengur geta setið hjá athuga- semda og aðgerðalaust til varnar og upprætingar þess alvarlega þjóðfélagsmeins, sem hin tiðu umferðarslys bera vitni. Atvinnu okkar og aðstöðu vegna höfum við e.t.v. betri möguleika en flestir aðrir þjóðfélagshópar til að meta og sjá það óbærilega böl og lik- amstjón, auk mannlifsmissi sem af umferðarslysum leiðir. Við beinum hér með þeim tilmælum til yðar, hr. dómsmálaráðherra, að þér beitið áhrifum yðar, nú þegar, tii að hert verði á umferð- arkennsku, umferðareftirliti og viðurlögum við umferðarlaga- brotum, ásamt almennu kæruleysi i umferð. Okk- ur er ljóst, að e.t.v. þurfi lagabreytingu til þess að auka valdsvið og áhrif löggæzlunn- ar og dómsvalds, en teljum að nauðsyn krefjist tafarlausrar stefnubreytingar i þá átt að tryggja næga og virka löggæzlu, með fyrirbyggjandi og refsandi aðgerðum, sem séu nægilega sterkar, til að stöðva núverandi agaleysi i umferðinni.” um húsfriðunarmál JÓN SÓLNES: ENGIN UAABOÐ í FJÖLSKYLDUNNI Ráðstefna gébé—Rvik — Tveggja daga ráö- stefna um húsfriðunarmál veröur haldinn f Reykjavfk dagana 22.-23. nóvember, en það er Um- hverfismálaráð Reykjavikur- borgar, Samband fslenzkra sveit- arfélaga og Arkitektaféiag fs- lands, sem hafa i samvinnu við Söguféiagið ákveðið að gangast fyrir umræddri ráðstefnu, sem haldin verður i Hátiðarsal Há- skóla íslands. Ráðstefnunni hefur verið vaiið kjörorðið: „Að fortíð skal hyggja....”. Dagskrá ráðstefnunnar er mjög fjölbreytt, en það er ósk þeirra sem að henni standa að kynnt verði nútima sjónarmið i húsfrið- unarmálum hér á landi og i ná- grannalöndunum, að fram fari nokkurs konarúttekt á stöðu okk- ar í þessum efnum og að vekja áhuga sem flestra á þeim menn- ingarverðmætum, sem þjóðin kann að eiga á sviði byggingar- listar. Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri mun setja ráðstefn- gébé— Rvfk—- Samband islenzkra sveitarfélaga efnir til tveggja daga ráðstefnu dagana 18. og 19. nóvember nk. um fjármál sveit- arfélaga. Lögð verður fram og kynnt greinargerð um búskap sveitarfélaganna, eftir Jón Sig- urðsson, forstöðumann þjóðhags- stofnunar, og kynntar verða til- lögur, sem uppi eru um stað- greiðslukerfi gjalds og virðis- aukaskatts. Þá verður kynnt nýtt form fjárhagsáætlana og árs- reikninga sveitarfélaga og leið- beint um uppgjör bókhalds sveit- arfélags og skólareikninga. Síöari dag ráðstefnunnar verð- ur sérstaklega fjallað um gerð una, en siðan mun forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, flytja ávarp. Þá munu tveir erlendir gestir, sem boðið var til ráðstefn- unnar, flytja erindi. Vibeke Fischer Thomsen arkitekt, mun ræða um endurnýjun gamalla borgarhluta og verndunarsjónar- mið og Einar Hedén borgar- minjavörður i Stafangri mun ræða um hagnýta húsavernd. Auk fyrrnefndra taka til máls: ÞórMagnússon þjóðminjavörður, Björn Þorsteinsson sagnfræðing- ur, Páll Lindal borgarlögmaður, Nanna Hermannsson forstöðu- maður Árbæjarsafns, Þorsteinn fjárhagsáætlunar sveitarfélaga 1976, og rætt verður um samstarf fjárveitinganefndar við sveitar- stjórnir. Siðari fundardaginn verður haldinn fundur um mál- efni hitaveitna með fulltrúum sveitarfélaga, sem þar eiga hlut að máli. Margt bendir til, að fjármál sveitarfélaga verði i brennidepli næstu vikur, og má búast við að margir sæki ráðstefnuna um fjár- mál að þessu sinni. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Sögu i Reykjavik, og verður hún með svipuðu sniði og hlið- stæðar ráðstefnur tvö undanfarin ár. Gunnarsson arkitekt, Jón Páll Halldórsson formaður stjórnar Byggðasafns Vestfjarða, Guðrún Jónsdóttir arkitekt og Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Eftir fundarhlé seinni dags ráð- stefnunnar, mun Halldór Laxness rithöfundur flytja ræðu og Bald- vin Halldórsson leikari mun tala um reynslu sina af endurnýjun timburhúss. Þá fara fram al- mennar umræöur og borgarstjór- inn i Reykjavik býður þátttak- endum að Höfða og munu arki- tektar sem stóðu að endurbygg- ingu hússins sýna það. Ráð- stefnustjóri er Unnar Stefánsson, ritstjóri Sveitarstjórnarmála. Gsal-Reykjavik — Um tveggja ára skeiö hefur verið unnið að Höfundar Vatnajökuisbókar- innar, dr. Sigurður Þórarins- son og Gunnar Hanncsson skoða útkomuna. Timamynd: Gunnar Ný spítala- saga eftir Guðmund Daníelsson KOMIN ER út hjá Almenna bóka- félaginu ný bók eftir Guðmund Danielssonrithöfund, en bók sfna nefnir höfundur Öratoria 74 — saga úr sjúkrahúsi. Bókin fjallar um það, sem raunverulega hefur gerzt, ýmistumhverfis höfundinn eða innra með honum, mannlif, serrt viða liggur á mörkum vits og óvits, lifs og dauða. En hvernig sem allt veltist og hvernig sem horfir, bregzt skopskynið höfund- inum aldrei, og sizt þegar hann fjallar um sjálfan sig, lesandinn veitoft ekki hvort hann á að hlæja eða gráta upp úr lestrinum, þvi-að hið broslega og hryggilega er hvarvetna fléttað saman á mjög óvæntan, en engu siður trúverð- ugan hátt. Fyrri bækur Guðmundar Daníélssonar eru Landshorna- menn (1967) og Spitalasaga (1971). MÓ—Reykjavík — Það er svo al- gengt að svona boð fylgi stórum samningum, að um það þarf ekki að tala, sagði Jón Sólnes i viðtali við Tirnann. För okkar feðga og eiginkvenna okkar til Japans var að sjálfsögðu Kröflunefnd alger- lega að kostnaðarlausu, og mér finnst ekkert óeðlilegt að okkur sé boðið, af fyrirtæki, sem við erum að gera svona stóra samninga við. — Nú er ljóst, að búið var að gera samninga við fyrirtækið og gerð bókar um Vatnajökul, með myndum Gunnars Hannessonar og texta Sigurðar Þórarinssonar. Nú er þessi langþráða bók loks komin út i tveimur útgáfum, á is- lenzku og ensku. Á islenzku nefn- ist bókin „Vatnajökull — tignar- heimur frosts og funa” en titill ensku útgáfunnar er „GLACIER — Adventure on Vatnajökull, Europe’s Largest Ice Cap.” Það er Kynning h.f., fyrirtæki það, sem um langt skeið hefur gefið út Iceland Review, sem stendur að útgáfu bókarinnar — og er enska útgáfan sjötta bókin i bókaflokknum Iceland Review, Books. Hins vegar hafa Mál og menning og Heimskringla keypt islenzku útgáfuna. Höfunda bókarinnar er óþarfi að kynna: Gunnar Hannesson hefur um iangt árabil getið sér mjög gottorð fyrir ljósmyndir, og nafn Sigurðar Þórarinssonar þekkja velflestir Islendingar. Þeir eru fáir, sem eiga jafnmörg spor á Vatnajökli og Sigurður, enda var hann um langt árabil fremstur I flokki jöklamanna, sem fóru flest sumur til rannsókna á jökiinum. A fundi, sem útgefendur efndu til með fréttamönnum, sagði Gunnar Hannesson að Vatnajökull væri sérstæðasti staður jarðar. Kvað hann jijkulinn hafa heillað sig mjög, og til marks um það má nefna að litmyndir Gunnars af jöklinum skipta þúsundum, enda kom fram, að það sem hvað erfið- ast var i sambandi við útgáfu bókarinnar, var að velja myndir úr þessu stóra safni Gunnars. Sögðu útgefendur, að auðveldara hefði verið að setja saman tiu bækur en eina. Umsjón með vali og útliti bók- arinnar hafði Gisli B. Björnsson, i .samráði við Gunnar og Harald J. Hamar, sem hafði heildarstjórn verksins með höndum. Allar myndir i bókinni eru i lit- um, en i texta bókarinnar gerir Sigurður Þórarinsson grein fyrir tignarheimi Vatnajökuls, marg- breytileika náttúrunnar á þessum mestu fannbreiðum landsins. semja um verð og annað, áður en þið fóruð. Hver var þá tilgangur- inn með ykkar för? — Tilgangurinn var fyrst og fremst að kynnast fyrirtækinu og forsvarsmönnum þess og fá að fylgjast með framleiðslunni. Og auðvitað var okkur tekið eins og taka á góðum gestum. — Hefur þú, eða einhver úr þinni fjölskyldu, umboð fyrir jap- anska fyrirtækið, og þvi beinna hagsmuna að gæta i sambandi við þessi kaup? — Nei, nei. Hvorki ég né minir synir hafa nokkur umboð, en mér finnst ekkert óeðliiegt, þótt syni minum hafi verið boðið með mér, þar sem ég er orðinn gamall maður, og einnig vegna þess að hann hefur unnið margháttuð verkfræðistörf fyrir Kröflunefnd. Stal bíl og skipti um númer Gsal-Reykjavik — í fyrrinótt sá Keflavikurlögreglan til ferða ungs ökumanns á stoln- um bil sem henni var kunnugt um að hafði ekki ökuréttindi. Eftir litilsháttar eltingarleik gátu lögreglumennirnir stöðv- að bílinn, en ökumaðurinn hvarf hins vegar sjónum þeirra út i náttmyrkrið, og hefur enn ekkert tii hans spurzt. Lögreglunni er hins vegar fullkonnugt um hver piiturinn er, og þvi mun hún eflaust hafa hendur i hári hans innan skamms. Piltinum hafði tekizt að skipta um skrásetn- ingarnúmer og i stað G-8015 var komið Ö-1027. Pilturinn hafði tekið bil þennan ófrjálsri hendi s.l. mánudagskvöld, þar sem hann stóð fyrir utan Flókagötu 331 Reykjavik. Að sögn Braga Einarssonar prentara, eig- anda bilsins, hafði pilturinn ekið bilnum á sjötta hundr- að kilómetra á þessum tima. Lögreglan i Keflavik hefur það eftir farþega, sem var með piltinum i bilnum, að pilt- urinn hafi ætlað að stinga af á bilnum, er sást til ferða lög- reglunnar, en þá hefði billinn brætt úr sér, — og þvi hefði hann gripið til tveggja jafn- fljótra. Farþeginn, sem er 14 ára piltur, staðfesti, hver ekið hefði bilnum. Bragi sagði aö billinn veeri illa farinn að innan, teppum hefði verið hent út og ýmislegt hefði verið skemmt. Hann gat þess einnig að i bilnum hefðu fundizt bensinslöngur, og þvi virtist sem pilturinn hefði stol- ið bensini af öðrum bilum. „TIGNARHEIAAUR FROSTS OG FUNA" Ráðstefna um f jár- mál sveitarfélaga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.