Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 13. nóvember 1975. TÍMINN MilflOR Vill Lúðvík semja um 100 þúsund tonn? Nokkrar umræöur urðu utan dagskrár i neðri deild Alþingis i gær um landhelg- ismálið. Krafðist odd- viti stjórnar- andstöðunnar, Lúövik Jósepsson, afdráttarlausra svara um það, hvað rikis- stjórnin hefði hugsað sér að ganga langt i samningavið- ræðum, og hvernig Landhelg- isgæzlan myndi haga störfum sinum, þegar samkomulagiö við Breta rynni út. Svör ráðherra voru eðlilega á þá iund, að á þessu stigi væri ekki hægt að svara þvi, hvort samningar tækjust. En ef samkomulag næðist, yrði það vitaskuld lagt fyrir Alþingi til samþykktar eða synjunar. Það vakti athygli i þessu sambandi, að Lúðvik Jóseps- son nefndi sjálfur töluna 100 þúsund tonn sem hugsanlegan aflakvóta fyrir útlendinga. Ekki verður önnur ályktun dregin af þvi en sú, aö Lúðvik . telji óhjákvæmilegt aö leyfa veiðar erlcndra fiskiskipa inn- an landhelginnar að einhverju marki. Hins vegar eru um- mæli af þessu tagi ógætilcg, og aðeins til þess fallin aö veikja samningsaðstöðu okkar, ekki sizt þegar það er athugað, að þarna talar helzti talsmaður stjórnarandstöðunnar. Upplýsingamiðstöð erlendra veiðiþjófa? Annars eru umræður um þcssi mál á þessu stigi óheppi- Iegar. Ráðherrar eiga mjög ó- hægt um vik aö upplýsa á hvaöa grundvelli þcir telji sig geta samið um einhverjar undanþágur. Komi hins vegar til samninga, verða þeir auð- vitað lagðir fyrir Alþingi, og þá fyrst er hægt að ræða þessi mál fyrir alvöru. A sama hátt er fjarstæðu- kennt að krefjast þess, að það verði upplýst i smáatriðum, hvernig Landhelgisgæzlan muni haga störfum sinum, eins og Lúðvik kraföist. Með þvi gerðist Alþingi nokkurs konar upplýsingamiðstöð fyrir erlenda veiðiþjófa. ólafur Jó- hannesson dómsmálaráð- hcrra svaraði þessari spurn- ingu almenns eðlis, og sagði, að gæzlan yrði með venjuleg- um hætti. Enn væri ekki vitað, hver viðbrögð Breta yrðu, en vona yrði i lengstu lög, að þeir fylgdu fordæmi Vestur-Þjóð- verja og færðu sig út fyrir 200 milurnar. Það er ckkert ncma ævin- týramennska, þegar stjórnar- andstaöan hagar sér meö þessum hætti i viðkvæmu máli. Lúðvik Jósepsson og aðrir Alþýðubandalagsmenn ættu að minnast þess, að þeg- ar samningarnir við Breta voru gcrðir i nóvember 1973, mat þjóðin meira ábyrga af- stöðu i landhelgismálinu er fólst i samningunum, heldur en striðsöskur á forsiðu Þjóð- viljans. —a.þ. commodore VASA- TÖLVUR VERÐ FRA 3.990 Til sölu diesel, léngri gerð, árg. 1973. Ekinn 60 þús. km. Upplýsingar gefur Jón Sigurðsson, Teiga- seli Jökuldal. íbúð óskast íbúð óskast til leigu í nokkra mánuði. Upplýsingar í símum 14669 og 83714. Aðvörun til bifreiða- eigenda í Reykjavík Hér með er skorað á bifreiðaeigendur i Reykjavik, sem enn eiga ógoldinn þunga- skatt af bifreiðum eða önnur bifreiðagjöld fyrir árið 1975 að ljúka greiðslu þeirra nú þegar, ella verði bifreiðar þeirra teknar úr umferð og ráðstafanir gerðar til upp- boðssölu á bifreiðunum nema full skil hafi áður verið gerð. TOLLSTJÓRINN I REYKJAVÍK rÖKUMl ■EKKia iJTANVEGAl jjl Samkeppni Hugmyndasamkeppni um aðalskipulag Seltjarnarneskaupstaðar. Bæjarstjórn Seltjarnarneskaupstaðar hefur ákveðið að efna til hugmyndasam- keppni um endurskoðun aðalskipulags Seltjarnarneskaupstaðar samkvæmt 5. grein 01 b. samkeppnisreglna Arkitekta- félags íslands. Keppnisgögn verða afhent hjá Bygginga- þjónustu Arkitektafélags íslands, Grens- ásvegi 11, ánudaga — föstudaga kl. 17.00-18.00 frá og með 14. nóv. 1975, gegn kr. 5.000.00 skilatryggingu. Bæjarstjórinn Seltjarnarnesi. ICIBIEJ — HALOGEN aðalljós samfellur þokulj ós Ármúla 7 - Simi 8-44-50 AUGLÝSIÐ I TIMANUAA AUGLÝSING UM INN LAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓDS FLOKKUR INNLAUSN ARTÍ M ABIL INNLAUSNARVERÐ*’ 10.000 KR. SKÍRTEINI 1965 - 2. FL. 20.01.76 - 20.01.77 KR. 130.094,00 1966 - 2. FL. 15.01.76 15.01.77 KR. 110.891,00 1968 - 1. FL. 25.01.76 25.01.77 KR. 91.267,00 1968 - 2. FL. 25.02.76 25.02.77 KR. 86.319,00 1969 - 1. FL. 20.02.76 20.02.77 KR. 64.569,00 1970 - 2. FL. 05.02.76 05.02.77 KR. 43.927,00 *) Innlausnarveró er höfuóstöll, vextir, vaxtavextir og veröbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreióslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, nóvember 1975. SÍA^> SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.