Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 13. nóveniber 1975. Fimmtudagur 13. nóvember afhenda fulltrúa Lúörasveitar SÍÐAST liðinn laugardag var haldin hátiðasamkoma I Þjóö- leikhúsinu, aö viðstöddum ýms- um ráðamönnum islenzku þjóöarinnar og heiðursgestum, sem boöið hafði verið hingað til lands úr Vesturheimi, en þeir voru Stefán J. Stefánsson, forseti Þjóðræknisfélags islendinga i Vesturheimi, Ólafia Stefánsson, Ted K. Arnason, formaður ís- lendingadagsncfndar, Marjorie Arnason, Sigurður Hjartarson, forstöðumaður Betels, Johann Jóhannsson, Markcrvilie og Ro- bert J. Arnason, Vancouver. Allir þessir gestir áttu mikinn þátt i hátiðahöldunum i sumar vestur i íslendingabyggðum, þar sem haldið var upp á 100 ára af- mæli landnámsins i Kanada. Samkoman i Þjóðleikhúsinu hófst með þvi að Þjóðleikhússkór- inn söng þjóðsöngva íslands og Kanada, en siðan flutti séra Bragi Friðriksson, forseti Þjóðræknis- félags tslendinga, ávarp. Þar á eftir voru flutt dagskráratriði sum sem flutt höfðu verið i heim- sókninni til Vesturheims i sumar. Skemmtiatriðin annaðist Þjóð- leikhússkórinn og leikarar Þjóð- leikhússins, Þjóðdansfélag Reykjavikur og glimumenn frá Glimusambandi íslands. Lúðra- Ted Arnason og Stefán Stefánsson Reykjavikur heiðursskjal. Vilhjálmur Iljálmarsson mennta- málaráðherra ávarpaði vestur- islenzku gestina. Timamyndir: G.E. ...Elskusemi fólksins h va rvetna söm við sig... Hátíðarsamkoma f Þjóðleikhúsinu sveit Reykjavikur lék, en hún fór tónleikaför i sumar til Vestur- heims, og er það i annað skipti, sem sveitin fer slika för. Þá söng Karlakór Reykjavikur, en kynnir var Gunnar Eyjólfsson leikari. Þá var sýnd kvikmynd frá Is- lendingabyggðum, en myndin var frá árinu 1945. Tveir erlendu gestanna fluttu ávörp, þeir Stefán J. Stefánsson og Ted K. Arnason, og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra ávarpaði samkomuna. Sagði hann meðal annars á þessa leið i ræðu sinni: ,-,Við höfum upplifað tvö af- mælisár, sem ekki gleymast. — Hvort árið eftir annað hafa Is- lendingar minnzt afreka land- námsmanna austan hafs og vestan. Hafa þeir atburðir orðið beint tilefni — og ekki óvelkomið — að treysta vináttubönd landa beggja megin hafsins. Margir að vestan sóttu okkur heim á 1100 ára afmælinu. Og á þessu ári hafa fleiri íslendingar farið kynnis- ferðir til Vesturheims en dæmi eru um áður. Móttökurnar þar munu seint gleymast. Það er trúa min, að viðhorf mitt sé dæmigert fyrir vesturfarahópinn. En þvi er raunar erfitt að lýsa með orð- um. Hver er sú taug, sem er svo sterk, að við fyrstu komui þessa fjarlægu heimsálfu stendur mað- ur sjálfan sig að þvi að gleyma staðnum gersamlega. Þúsundir milna að baki þurrkast út. Svo likur var andblærinn, sem sveif yfir vötnunum þarna þvi sem bezt gerist með vinum heima á Fróni. Þessi tilfinning greip mig sterk- ast á heimilum bændanna, en gerði sannarlega einnig vart við sig i borgum. Elskusemi fólksins var hvarvetna söm við sig, þótt umhverfiö væri breytilegt.” Enn fremur sagði ráðherrann þetta að lokum: ,, — Vestur i Ameriku er nú fjöldi fólks af islenzku bergi brotið, sem fullt er af áhuga á Is- landi og Islendingum, að hluta mælt.á islenzka tungu. Enginn vafi er á þvi, að kynni við þetta fólk eru okkur góð og gagnleg og gefa lifi okkar hér heima meiri breidd og fyllingu — af fjöl- skylduástæðum — ef svo mætti segja. Það mun og mat okkar vesturfaranna nýju, sem og ann- arra þeirra, sem eitthvað hafa kynnzt háttum og menningu fólks i breiðum byggðum Kanada, að gott sé að efla kynni við slika, einnig af almennum ástæðum. Það skiptir þjóðir miklu, alveg eins og einstaklinga, að vanda val vina sinna. Gildir það ekki sizt um þær þjóðir, sem minna mega sin fyrir fámennis sakir. Hér ber allt að sama brunni: Okkur er það hagstætt að treysta tengslin yfir hafið. Viö skulum þvi fylgja eftir sigrunum frá liðnu sumri, auka eigið frumkvæði og mæta jafn- framt með þéttu handtaki fram- réttum höndum vina og ættingja vestra. Hér eru i kvöld sem sérlegir gestir okkar sjö Vestur-lslending- ar, búsettir á svæðinu frá Winni- peg til Vancouver. — Verið öll ævinlega velkomin i okkar hóp! Við vonum að þið fáið notið dval- arinnar hér á sama hátt og við vestur frá i sumar. Ég veit ég mæli fyrir munn okkar allra heimamanna, sem hér erum samankomnir, þegar ég segi: Færið beztu þakkir vestur um haf ig berið öllum Vestur-lslending- um innilegar kveðjur.” Samkoman fór hið bezta fram, og var gerður góður rómur af skemmtisýningaratriðunum og máli ræðumanna. Jónas Guðmunússon. Grænfóður- verksmiðja Með iðnaði er hráefnum breytt i fullunnar vörur. Iðnaður eykur fjölbreytni i vöruvali og verðgildi þeirra efna, sem unnin eru. Ýms efni,. er i fljótu bragði virðast ónot- hæf, geta með iönaöi orðiö verð- mæt. Grasrækt og heyöflun er undirstaða landbúnaðar. Reynslan sýnir, að ekkert fóöur jafngildir nýgræðingnum, og að grasið hefur mest fóðurgildi meðan það er aö vaxa. Það er vandamál, sem sifellt er leitazt við aö ráða bót á, en hefur samt ekki tekizt að leysa til fullnustu, hvernig hægt er að varðveita sem bezt fóðurgildið frá þvi að grasið er slegið og þangaö til fóðrið er gefið búfénu. Einn þáttur þessarar viðleitni er fóðuriðnaöur. Grasmjöls-, gras- köggla- eða grænfóður- verksmiðjur hafa veriö reistar á nokkrum stööum, einkum á Suðurlandi. Að þvi hafa staöið einstaklingar eða félög. Sú reynsla, sem fengin er af slikum fóðuriönaði, bendir til þess, að þar sé stefnt I rétta átt. Löggjafarvaldið hefur þvi ekki látiö slikar tilraunir og framkvæmdir frarn hjá sér fara. I lögum segir, að eitt af verkefnum Landnáms rikisins sé stofnun grænfóður- verksmiðja. Landnámsstjórn skal, I samráöi við Búnaðar- félag Islands, láta gera áætlun um , hversu margar grænfóður- verksmiðjur sé hagkvæmt og eðlilegt að stofna i landinu og gera tillögur um staðarval. Aætlun þessi skal lögð fyrir landbúnaðarráðherra, sem tekur endanlega ákvörðun um stofnun verksmiðju og staðar- val, svo og um skipun stjórnar. Hver verksmiöja, sem stofnuð er á vegum Landnáms rikisins, skal hafa þriggja manna stjórn. Tveir skulu vera úr heima- byggð, en landnámsstjóri, eða fulltrúi hans, þriðji maður, og sé hann formaður. Þegar græn- fóðurverksmiöja er fullgerð og fer aö hefja vinnslu, annast stjórn hennar reksturinn og ræður starfsfólk. Hver græn- fóöurverksmiðja skal rekin sem sjálfstætt fyrirtæki og að þvi stefnt, að rekstur hennar beri sig og að framleiðslan verði samkeppnisfær við annað fóður um verð og gæði. A grundvelli þessara laga hefur Landnám rikisins og Búnaðarfélag íslands lagt til, að á allra næstu árum verði komið á fót þremur grænfóðurverk- smiðjum. Landbúnaðarráð- herra hefur tekið þessa tillögu til greina og ákveðið þetta. Einni þessara verksmiðja er valinn staöur i Austur-Skafta- fellssýslu, annarri i Þingeyjar- sýslu, og þeirri þriðju i Skaga- firði. í verksmiðjunni i Flatey i Austur-Skaftafellssýslu var i sumar hafin starfsemi. Hverjum bónda ber aö kapp- kosta að afla heyja, svo aö nægi handa bústofni hans. Eigi aö siöur getur heyskapur brugðizt að meira eða minna leyti á ýmsum stöðum og tiöarfar orðið þannig að vetri og vori, að fóðureyðsla verði sérstaklega mikil, enda er mönnum i fersku minni, að hey var flutt milli landsfjórðunga til að rétta hlut þeirra, sem fyrir áföllum höföu orðið. Ef þörf krefur að fóður sé flutt milli héraða, þá eru gras- kögglar ákjósanlegir til þess, fremur en hey. Hitt er þó meira um vert, sem að er stefnt, að graskögglar geti komið I stað kjarnfóöurs. Til þess að ná fullum afuröum og láta kynbætur fjár bera góðan árangur, verður að gefa kjarnfóður með heyi, einkum kúm, sem mjólka vel. Að undnanförnu hefur innfluttur fóðurbætir numið um 50 þúsund smálestum árlega að meðaltali. Þennan innflutning verður að greiða með erlendum gjaldeyri. Talið er, að á þessu ári verði varið til fóðurbætiskaupa um 2000 milljónum króna. Þaö er afar mikilvægt, einkum þegar halli er á gjaldeyrisviðskiptum þjóðarbúsins, að spara erlendan gjaldeyri meö þvi að framleiöa sem flestar nauðsynjavörur I landinu. Aukin starfsemi innan- lands eykur og atvinnu lands- manna. Gerðar hafa verið tilraunir i Laugardælum og viöar með fóðurgildi innflutts kjarnfóðurs annarsvegar og grasköggla hinsvegar. Niðurstööur benda til þess, að graskögglar geti að verulegu leyti komið i stað fóðurbætis. Hægt er að auka fóðurgildi grasköggla meö þvi að við vinnslu i verksmiðju sé blandað saman við grasið ýmsum öörum næringarefnum. 1 viðtali, er Morgunblaðið átti i sumar við Gunnar Bjarnason hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins, segir hann svo: „Það er hægt að búa til svana fóöur (þ.e. fóðrublöndur) viða á landinu, t.d. i Flatey I Austur- Skaftafellssýslu, en þar hafa fengizt 5 tonn af grasmjöli af hverjum hektara. Samkvæmt rannsóknum ætti að vera hægt að framleiða 25 þús. tonn af grasmjöli á þessum stað, og skammt frá er sildarbræöslan á Höfn i Hornafirði, sem gæti látiö I té lýsi og mjöl.” G.B. segir enn fremur: „Viö getum blandað allri tólgarfeiti eða mör, sem til fellur i landinu, I grasmjöl og notað það óhikað allt upp i 10% af fóðurblendingnúm með gras- mjöli handa nautgripum, sauðfé og hrossum. Þvi meiri feiti sem við notum, þeim mun meira fiskimjöl getum við sett i blöndurnar vegna próteinþarf- anna (eggjahvituþarfanna). Við getum notað 4-6% af fiski- feiti (sildar- eða loðnulýsi) i grasmjölsfóðurblöndur handa sauðfé og hrossum, en handa nautgripum þó með þeirri undantekningu, að mjólkurkýr mega ekki fá nema 1-2 kg af lýsisblöndunni, ef mjólkin er notuð til smjörframleiðslu, vegna þess að smjörið veröur of lint. Sé lýsið hinsvegar hert, má nota það handa mjókurkúm eins og tólgina.” Rannsóknastofnun land- búnaðarins hefur látið fram- leiða fóðurblöndu, þar sem blandað er saman næringar- efnum þannig: Grasmjöl Grasmjöl 86% Sildar- eða loðnum jöl 6% Sildareða loðnulýsi 5% Fóðursalt 3% 100% Taliö er, að þetta fóður jafn- gildi hinni þekktu B-blöndu, sem margir bændur kaupa. Mælt er, að mikill iþrótta- maður hafi haft aö orðtæki þetta: Það stekkur enginn lengra en hann hugsar. Svipað gildir viöar en á iþróttavelli. Framtak manna vex, ef sótt er fram að ákveðnu marki og kostað er kapps um aö ná þvi sem fyrst, þó að það virðist stundum fjarlægt. Það er vissu- lega vel farið, að keppt sé að þvi marki að framleiða að mestu eða öllu leyti innanlands þann fóðurbæti, sem bændur þurfa að nota, spara þannig gjaldeyri fyrir innflutt kjarnfóður, auka atvinnu með nýjum þætti I land- búnaðarframleiðslu og tryggja, að ávallt séu nógar fóðurbirgðir i landinu. Landbúnaðarland skerðist viða i heiminum vegna aukins iðnaöar, mengunar og vaxandi þéttbýlis. Fiskafurðir þarf að hagnýta betur til manneldis, þar sem mannfjöldi i heiminum vex, en ýmsir fiskstofnar eru þegar ofveiddir. Aörar þjóðir veröa oft fyrir áföllum af völdum náttúruafla, eigi siður en Islendingar, svo að uppskera þar rýrnar eða bregzt. Að þvi getur komið, að Islendingar verði færir um að hefja út- flutning á fóðurblöndum, þar sem aöalefnið er gras eða græn- fóður. íslendingar eiga mikla orku i jarðhita og fallvötnum. Það væri sannarlega réttmætt að selja við lágu verði raforku til fóðuriðnaðar, eigi siður en til áburðarvinnslu eða álbræðslu. Páll Þorsteinsson TÍMINN 9 Robert Stefón Olla Marjorie Sigríður Jóhann Ted Við komuna ó Keflavíkurflugvöll 5. nóvember. FUF í Árnessýslu: Engar veiði heimildir innan 50 mílna Mó—Reykjavik. — Aðalfundur FUF i Árnessýslu var haldinn að Flúðum fyrir nokkru. 1 skýrslu stjórnar kom m.a. fram, að fjöl- breytt starf hafði verið hjá félag- inu á liðnu ári. Var t.d. efnt til veglegrar hátiðar i tilefni 25 ára afmælis félagsins, og að venju var haldin sumarhátið i Arnesi. Þá voru fulltrúar sendir á mörg þing og fundi, þar sem félagið átti rétt til fundarsetu. Á aðalfundin- um voru ýmis mál rædd og m.a. samþykkt ályktun, þar sem FUF i Árnessýslu fagnar 'útfærslu landhelginnar i 200 milur og skor- ar á stjórnvöld að semja ekki við aðrar þjóðir um veiðar innan 50 milna landhelginnar. I stjórn FUF i Árnessýlu voru kjörnir: Guðmundur Stefánsson Túni, formaður, en meðstjórn- endur þeir Hrafnkell Karlsson Hrauni, Garðar Gestsson, Egill Örn Jóhannsson, Dalbæ, og Kjartan Bjarnason Hveragerði. íhaldið á undan- haldi í Háskólanum — tapaði verulegu fylgi í félagi laganema Gsal-Reykjavik Vaka, útibú i- haldsins i Háskólanum, tapaði verulegu fylgi i kosningum, sem fram fóru i félagi laganema sl. fimmtudagskvöld. Ekki var boðið fram i nafni Vöku við þær kosningar, sem fram fóru á fundinum, en þeir Vökupiltar hafa jafnan haft meirihluta i stjórn félagsins og bjóða fram i nafni fráfarandi stjórnar. Við kjör til stjórnar fé- lagsins náðu aðeins tveir yfir- lýstir Vökumenn kjöri, þ.e. for- maður og varaformaður, en meðst.jórnendurnir munu allir úr hópi frjálslyndari stúdenta. Þá bauð Vökuliðið fram þrjá menn til setu i deildarráði laga- deildar, en einungis einn af þeim þremur náði kjöri. Hinir tveir fulltrúar nemenda, sem kjörnir voru til setú i deild- arráði, munu úr hópi róttækari stúdenta við deildina. Nú er svo komiö, aö eina deildarfélagið innan Háskólans, þar sem Vaka hefur veruleg itök, er félag viðskiptafræði- nema. Fiskifélagið neitar, að því hafi verið falið að hafa eftirlit með síldveiðum hér við land gébé Rvik — 1 forsiðufrétt i Timanum s.l. sunnudag um eftirlit með sildveiðum hér við land, var sagt að upphaflega hefði Fiskifélagi Islands verið faliö að fylgjast með veiðunum. Hjá Fiskifélaginu fékk blaðið hinsvegar þær upplýsingar, að Fiskifélaginu hefði ekki verið falið sérstaklega að sjá um að fylgjast með sildveiðunum hér viö land, og þvi siður að hafa eftirlit með þeim. Fiskifélag Islands safnar mánaðarlega skýrslum um það frá fiskkaupendum, hvar þeir fá aflann og hvað þeir gera við hann. Þá hefur félagið trún- aðarmenn'f hverri verstöð, og senda þeir bráðabirgðaskýrsl- ur, annað hvort á hálfsmánaðar eða mánaðar fresti til skrifstofu Fiskifélags Islands. Amerísk HRÍSGRJÓN (HMana) RIVER hrísgrjón þekkir húsmóöirin og veit hve hagkvæm þau eru, sérstaklega í grauta. RIVIANA býöur nú einnig: AUNT CAROLINE hrisgrjón, sem eru vítamínrik, drjúg, laus i sér, einnig eftir suöu og sérstaklega falleg á boröi. SUCCESS hrisgrjón koma hálfsoðin i poka, tilbúin í pottinn. RIVER brún hýóishrisgrjón holl og góö. X $ KAUPFÉLAGIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.