Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 7
Fiinmtudagur 13. nóvember 1975. TiMINN 7 /■ Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I AOalstræti 7, sími 26500 — afgreiðslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaöaprenth.f. Hefja Bretar stríð? í dag rennur út sá timi, sem landhelgissamning- ur Breta og íslendinga frá 1973, er i gildi. Þvi má segja, að nú hefjist aftur það ástand, sem var áður en samningurinn var gerður. Bretar telja nú sem þá, að þeir hafi sögulegan rétt til veiða á íslands- miðum, og muni hagnýta sér hann, þrátt fyrir mótmæli íslendinga. Þeir segja ennfremur, að úr- skurður Haagdómstólsins hafi staðfest þennan rétt þeirra, og sé réttarstaða þeirra nú þvi öllu sterkari en 1973. Þvi muni þeir verja þennan rétt sinn með hervaldi, ef þörf krefur. Þótt brezkir stjórnmálamenn tali þannig harla borginmannlega, er hitt þó liklegra, að þeir sjái að staða þeirra er nú á flestan hátt önnur og lakari, en hún var fyrir tveimur árum. Jafnvel úr- skurður Haagdómstólsins, sem íslendingar ekki viðurkenna, er Bretum litilvægur stuðningur. Úr- skurðurinn segir greinilega, þótt hann viðurkenni sögulegan rétt Breta, að íslendingar hafi for- gangsrétt. Þetta þýðir, að þegar takmarka verður veiðar til að vernda fiskstofnana, vikur sögulegur réttur aðkomurikisins fyrir forgangsrétti strand- rikisins. Bretar geta þannig ekki einu sinni notað þennan úrskurð,sem var byggður á úreltum venj- um, til að rökstyðja yfirgang á íslandsmiðum. En það er fleira, sem hefur gerzt á þessum tveimur árum en það, að Haagdómstóllinn hafi fellt umræddan úrskurð. Hafréttarráðstefnan hefur leitt greinilega i ljós sivaxandi fylgi við þá stefnu, að strandriki hafi rétt til að taka sér allt að 200 milna efnahagslögsögu, þar sem það hefur fullkominn einkarétt. Þessi viðurkenning er orðin svo sterk, að jafnvel þótt hafréttarráðstefnan mis- heppnist, munu mörg riki byggja á henni einhliða útfærslu efnahagslögsögunnar i tvö hundruð milur. Jafnvel Bretar sjálfir eru liklegir til að gera það innan skamms tima. Sennilega liða ekki nema 1-2 ár þangað tibað öll helztu strandriki við Norð- ur-Atlantshaf hafa tileinkað sér 200 milna efna- hagslögsögu. Sú hraða réttarþróun, sem orðið hefur i þessum málum siðustu tvö árin, gerir stöðu íslands miklu sterkari nú en hún var 1973. Á sama hátt hefur staða Bretlands veikzt til yfirgangs á íslandsmið- um. Það, sem skiptir þó langmestu máli, er enn ó- talið. Rannsóknir og niðurstöður fiskifræðinga sýna ótvirætt, að aðalfiskstofninn á íslands- miðum, þorskstofninn.er ofveiddur og þarfnast þvi mikillar friðunar. Þessi friðun verður ekki veitt, nema útlendingar dragi stórkostlega úr veiðum sinum. Forgangsréttur íslendinga til að hagnýta það, sem veiða má, er ótviræður. Þar fer saman lagalegur og siðferðilegur réttur. Ef Bretar veita togurum sinum herskipavernd til að halda áfram ofveiði á íslandsmiðum, myndi það verða með ljótari þáttum i nýlendusögu þeirra. Þeir væru þá með ofbeldi að eyðileggja af- komugrundvöll fámennrar og fátækrar þjóðar, sem lifir fyrst og fremst á fiskveiðum. Það er alveg vist, að samúð annarra þjóða myndi verða með íslendingum i sliku striði. Þvi biða ís- lendingar þess ókviðnir að Bretar hefji slika styrjöld. Endanleg úrslit geta ekki orðið nema á einn veg. Vegna Breta sjálfra verður að vænta þess, að þeir hugsi sig vel um, áður en þeir hefja nýtt þorskastrið við ísland. Það getur aldrei orðið þeim til annars en niðurlægingar. AAichael Kostikov, ritstjóri APN á íslandi Hvers vegna kaupa Rússar korn? Kornakur i úkrainu Höfundur þrssarar greinar, Michael Kostikov, er ritstjóri fréttastofu APN á tslandi. Hann er fæddur i Moskvu árið 1946. Lauk námi við blaðamennsku- deild Moskvuháskóla. Hefur einnig stundað nám við Oslóarháskóla i tungumál- um. stjórnmálum, atvinnu- Ilfi og menningu Norður- landa. Hann hefur unnið að blaðamennsku frá 1966, fyrst sem fréttaritari við Moskvuútvarpið, siðan i APN. Aðalritstjóri frétta- stofu APN i Reykjavik frá 1974. ÝMSIR gagnrýnendur sósialisma hafa að undan- förnu reynt að gera sér mat Ur svonefndri „kornkreppu”. Þessir menn láta sem þeir hafi af þvi nokkrar áhyggjur, að sovétmenn kaupa korn er- lendis. Þeir láta sig litlu varða, að mörg önnur lönd flytja inn korn (til dæmis flyt- ur Vestur-Þýskaland inn að meðaltali fimm milljónir smálesta á ári hverju), og leggja sig mjög fram um ill- kvittnar athugasemdir i þa veru, að við séum „ekki færir um” að sjá landinu fyrir nægu brauði. Þeir segja sem svo, að á keisaratimum hafi Rússland flutt út korn, en á timum sósialisma verði að kaupa kom. En þá er gleymt að bæta þvi við, að Rússland keisarans seldi brauð fyrir gull sem bændur sáu litið af, þúsundum saman nærðust þeir meðfram á grösum og þvi fór fjarri að hvert barn i Rússlandi fengi nægju sina af brauði. Þeir, sem hafa áhyggjur af versn- andi mataræði Rússa undir sósialisma, minnast ekki á það, að fyrir byltingu var framleitt á hvert mannsbarn i landinu 500 kg af korni, 30 kg af kjöti, 180 kg af mjólk og 75 egg, en i fyrra kom i hlut hvers sovétborgara 780 kg af korni, 364 kg af mjólk, 58 kg af kjöti og 220 egg. Yelunnarar keisaratimans munurekja það nákvæmlega hve mikið af korni við kaupum I Bandarikjunum, hve mikið i Kanada eða Ástraliu, en þeir munu gleyma að bæta þvi við, hve mikið af korni við sendum sama ár til Kúbu, Þýzka al- þýðuveldisins, Póllands, Kóreska alþýðuveldisins, Vietnams og til annarra landa. Ég get sagt þeim, sem hafa mætur á nákvæmni, að i fyrra keyptum við 10,5 milljónir smálesta á Vesturlöndum, en meira en helmingur þess magns fór til annarra sósial- iskra landa. VIÐ DRÖGUM alls ekki fjöður yfir kornkaup okkar. Þvert á móti — við reynum að útskýra fyrir þeim, sem i raun viljakomasttil botns í málinu, að vegna gifurlegra fjarlægða i landinu er hagkvæmara að flytja korn til Kyrrahafs- héraðanna frá Ameriku en að flytja það yfir allt landið frá Úkrainu, tiu þúsund km. vega- lengd. Og úr þvi við eigum gull — er það þá ekki betra að kaupa fyrir það korn handa vinnandi fólki en að selja það frá verkafólki og bændum til þess að þeim riku bætist enn gróði? Landar minir eiga enn þann dag i dag erfitt með að skilja, hvernig á þvi stendur, að enn kemur það fyrir, að korni er brennt i rikum lönd- um til þess að halda uppi verði, eða hvers vegna finna má, jafnvel á góðum upp- skeruárum, ófáar manneskjur sem dreymir um að seðja hungur sitt innan um kapital- iska auðlegð. Þeir, sem andvarpa yfir hinu rika Rússlandi keisarans og hinum snauða sósialisma, munu varla gera það að um- ræðuefni, að fyrir byltingu byggðist tækjakostur Rússa i landbúnaði einkum á 17 milljónum tréplóga, en nú eru i Sovétrikjunum 2,3 milljónir dráttarvéla og meira en 600 þúsund stórar uppskeruvéla- samstæður, að þá nam árs- framleiðslan af korni 72,5 milljónum smálesta, en 209 milljónum smálesta að meðal- tali árin 1973-74. FRÁ bernskuárum er mér minnisstæður siður, sem hefur gengið frá kynslóð til kynslóð- ar i hinu gamla Rússlandi: ekki mátti skilja minnstu brauðmylsnu eftir á borðinu. ——Það var mikil synd að henda brauði, það var heilagt, þvi það kostaði erfiði og var jafnan af skornum skammti. Enn i dag umgangast menn brauð með virðingu, enda þótt fjölskyldur hafi nóg og muni heldur kaupa nýtt brauð en ljúka við það sem farið er að harðna. Bakaðar eru meira en hundrað tegundir brauðs, og hver borg og hvert þorp á sér sina ágæta bökunarmeistara. Sum ár hefur uppskeran brugðizt, og þá höfum við keypt mikið af korni erlendis, viðhöfum séð fyrir eigin þörf- um og vina okkar, en aldrei hefur verð á brauði verið hækkað. Þeir, sem henda gaman að kornkaupum okkar erlendis, gleyma þessu atriði, og minnast vart á það i skrif- um sinum, að kiló af brauði kostar 15 kópekur (90 kópekur eru 200 isl. krónur). Og þetta hefur verðið verið i tiu, fimm- tán og tuttugu ár. Þeir sem reyna að koma við viðkvæman blett hjá okkur þekkja illa Rússa og sögu þeirra. Við finnum til stolts yf- ir þvf, að við erum mettir einnig þegar uppskera bregzt og að hver okkar greiðir litið fyrir brauð, sem hefur orðið rikinu dýrkevpt. Og þótt nóg sé af brauði einnig hjá þeirri fjölskyldu sem lægstar hefur tekjur, þá gleymum við ekki, að þetta ódýra brauð hefur kostað okkur mikið. t Rúss- landi keisarans skutu óðals- eigendur á bændur i hungur- uppþotum, og margir afar létu lifið i byltingunni i baráttunni um jarðnæði. Á árum borgarastyrjaldarinnar földu stórbændur kornið og létu það heldur rotna en að það kæmist til sveltandi verkamanna. BORGIRNAR sendu i sveitirnar tækni og ýmsa beztu verkamenn sina til að koma á fót samyrkjubúskap, sem stóð þar á veikum fótum. Samyrkju var komið á á tólf árum (1926-1937). Við höfðum ekki fengið fjórar heilar sam- yrkjuuppskerur i hús þegar striðið hófst og allt kornlandið Úkraina og mikill hluti Rúss- lands I Evrópu voru hernumin i þrjú ár. Fasistar brenndu mikið af uppskerunni 1941, en fluttu margar lestir af korni til Þýzkaiands 1942 og 1943. Leningrad var i 900 daga um- setin, brauðskammturinn var 100 grömm á dag. Þetta var ekki nóg þeim 632 þúsundum borgarbúa sem dóu úr hungri, en samt nóg til að standast umsátrið, gefast ekki upp. Ég man langarbiðraðir eftir brauði á árunum eftir strið, þegar ég, smápatti, stóð með móður minni timunum saman i mannþröng, sem reyndi að geta sér til, hvort komið yrði með brauð i dag og hvaða brauð þá — úr rúgi eða mais kannski. Þegar menn hafa lif- að slik tiðindi á æviskeiði að- eins einnar kynslóðar, er ekki nema von að okkur finnist. að enginn fái betur sagt frá okkar daglegu brauði en við sjálfir. Það er rússnesk þjóðtrú, að hvorki fái illgjörn hendi né bölbænir spillt brauði, enda er það helgur dómur. Og þvi er góðum gestum enn i dag heils- að i Rússlandi með brauði og salti. Við kaupum ekki korn af illri nauðsyn heldur af þvi blátt áfram að við höfum efni á þvi. Við deilum þvi okkar i milli og með vinum okkar. -Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.