Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 13. nóvember 1975. TÍMINN 11 „ÁN ÞEIRRA GETUM MANCHESTER UNITED FÉLL Á MAINE ROAD ~ — segir Viðar Símonarson, landsliðseinvaldur í handknattleik, um handknattleiksmennina okkar í V-Þýzkalandi — AN ÞEIRRA getum við ekki verið, sagði Viðar Slmonarson, lands- liðseinvaldur i handknattleik, þegar við spurðum hann, hvort strák- arnir i V-Þýzkalandi — Ólafur Jónsson, Einar Magnússon, Axel Axels- son, Gunnar Einarsson og Ólafur Einarsson — yrðu kallaðir heim til 'þess að leika með landsliðinu. Nú eru framundan mörg verkefni hjá landsliðinu — sem mætir Júgóslövum I undankeppni Ólympluieikanna I LaugardalshöIIinni i desember. Við höfðum samband við Viðar til að grennslast fyrir um, hvernig landsliðið yrði undirbúið fyrir átökin gegn Júgóslövum, sem unnu yfir- burðasigur (54:13) i leik gegn Luxemborgarmönnum um helgina i und- ankeppni ÓL. VIÐAR SÍMONARSON.... sést hér skora mark I landsleik. — Það má segja, að þar sé munurinn einna mestur á islenzk- um handknattleik og þeim, sem er leikinn af austantjaldslöndun- um. Það er ekki nema eðlilegt, þar sem i þessum löndum hafa leikmenn nægilegan tima til að heims æfa i hálfan mánuð i einu. Óneitanlega er það mikill kostur, og það er hægt að gera mikið. Þetta er aftur á móti erfitt fyrir okkur, þar sem margir af okkar sterkustu leikmönnum eru er- lendis, og eiga þess vegna erfitt — Hvenær byrjar landsliðið að undirbúa sig fyrir átökin gegn Júgóslövum? — Landsliðsæfingar byrja af fullum krafti 20. nóvember, en siðan mætum við Luxemborgar- mönnum i Laugardalshöllinni 30. nóvember i undankeppni ÓL. Þá koma Norðmenn hingað og leika 2. og 3. desember. Eftir það verður farið i æfingabúðir i Dan- mörku, þar sem við leikum einn landsleik gegn Dönum, og þá tök- um við einnig þátt i fjögurra liða keppni, sem danska landsliðið og tvö félagslið frá Austur-Evrópu taka þátt i. Eftir það komum við heim, og þá verður lokaundirbún- ingurinn fyrir leikinn gegn Júgó- slövum i undankeppni ÓL, sem Stutt spjall við Viðar Símonarson fer fram i Laugardalshöllinni 18. desember. Að sjálfsögðu stefnum við að þvi að leggja Júgóslava að velli. — Hvernig verður æfingum landsliðsins háttað á þessum tima? — Við munum æfa daglega á milli landsleikjanna, og þar að auki munum við leika marga æf- ingaleiki. — Nú eru Júgóslavar frægir fyrir leikaðferðir og ýmsar leik- fléttur. Hvar stöndum við á þvi sviði? undirbúa og æfa leikfléttur — og eru Austur-Evrópuþjóðirnar frægar fyrir að ná góðu valdi á ýmsum leikfléttum. — Aftur á móti höfum við ekki nógu mikinn tima til að ná fullkomnu valdi á ýmsum leikaðferðum, þar sem mikill timi fer i að æfa leikfléttur, svo að þær heppnist fullkomlega, En viljinn er fyrir hendi, og ef nægileg samstaða næst hjá strák- unum, þá er ég bjartsýnn á að við verðum með ýmislegt i pokahorn- inu, þegar út i slaginn er komið. — Flestar sterkustu þjóðir með að æfa með landsliðinu. — Verður kallað á strákana heim, sem eru i V-Þýzkalandi? — Já, alveg tvimælalaust, þvi að án þeirra getum við ekki verið. Handknattleikurinn hjá okkur er i öldudal um þessar mundir — staðnaður, og mér virðist sem margir af okkar beztu leikmönn- um hér heima séu ekki i nærri nógu góðri æfingu. Betur má ef duga skal. — Ertu bjartsýnn á landsleik- ina framundan? — Já, það er ég — það er ekki ástæða til að vera annað. Það má ekki búast við árangri, ef maður er ekki bjartsýnn, sagði Viðar að lokum. Það verður gaman að fylgjast með landsliðinu, þegar það verður komið i slaginn. Það er greinilegt, að mjög athyglisverð tilraun við æfingar landsliðsins cr framundan. Framvegis verður ekki um æfingar til langs tima að ræða — þ'.e.a.s. einu sinni i viku allt keppnistimabilið — heldur verður landsliðið tekið i strangar æfingar u.þ.b. 10 dögum fyrir landsleiki. Með þessu hvilir aukin ábyrgð á félögunum vegna þjálf- unar leikmanna sinna — a.m.k. hvað þrek sncrtir. Það verður fróðlegt að vita, hvernig þessi til- raun tekst. —sos Punktar —þar sem liðið var í hlutverki músarinnar og tapaði fyrir City 0:4 í deildarkeppninni ★ Jóhannes og félagar á skotskónum í Skotlandi LEIKMENN Manchester City léku sér af strákunum hans Tommy Docherty, eins og köttur að mús, þegar Manchesterliðin mættust á Maine Road I gær- kvöldi I ensku deildarkeppninni. — Leikmenn Manchester United máttu bita I það súra epli, að Dynamo Kiev í 8-liða úrslit — í Evrópukeppni landsliða RUSSAR urðu fyrstir til að tryggja sér rétt til að leika I 8-liða úrslitum Evrópukeppni landsliða i knattspyrnu. Dynamo Kiev-lið- ið, sem leikur fyrir hönd Rúss- lands I keppninni, vann öruggan sigur (4:1) i leik gegn Svisslend- ingum I Kiev i gærkvöldi. Þeir Konkov, Onishchenko (2) og Veremeyev skoruðu inörk Kiev-liðsins. Staðan er nú þessi i 6. riðli, þeg- ar Rússar eiga eftir að leika gegn Tyrkjum: Rússland.........5 4 0 1 10:5 8 trland...........6 3 1 2 11:5 7 Tyrkland.........5 1 2 2 4:10 4 Sviss............6 114 5:10 3 hirða knöttinn fjórum sinnum úr netinu hjá sér, án þess að geta svarað fyrir sig -— sem sagt, 4:0 fyrir City, sem tryggði sér sæti i 8-liða úrslitum deildarbikar- keppninnar. Newcastle skellti Queens Park Rangers á Luftús Road i Lundún- um. Q.P.R. náði óskabyrjun — Mike Leatch skoraði gott mark strax eftir 8 minútur. Leikmenn Newcastle gáfust ekki upp við þetta mótlæti, þeir svöruðu fljót- lega með tveimur mörkum — Mike Burnsog Malcolm MacDon- ald—-og staðan var orðin 1:2 eftir 15 min. fyrir Newcastle. Siðan innsiglaði fyrirliði Newcastle — Geoff Nulty sigur (1:3) New- castle-liðsins. MacDonald átti mjög góðan leik — hann skoraði sitt 11. mark á keppnistimabilinu. Annars urðu úrslit þessi I 16- liða úrslitum ensku deildarbikar- keppninnar: Burnley—Leicester.........2:0 Doncastle—Hull...........2:1 Everton—Notts C...........2:2 Middlesb.—Petersb........3:0 Man.City—Man.Utd..........4:0 Q.P.R.—Newcastle..........1:3 Tottenham—West Ham........0:0 Mansfield—Wolves..........1:0 John Hickton, Stuart Boam og Dave Armstrongskoruðu mörkin fyrir Middlesbrough, en þeir Willie Morgan og Ray Hankin tryggðu Burnley sigurinn á Turf Moor. Doncastle tryggði sér sæti i 8-liða úrslitunum með góðum sigri — þetta er i fyrsta skipti i sögu félagsins, sem það kemst svona langt i deildarbikarkeppn- inni. Einn leikur fór fram i gær- kvöldi i 2. deildarkeppninni ensku: Oxford—W.B.A..............0:1 Jóhann Eðvaldsson og félagar hans úr Celtic voru á skotskónum i Skotlandi — þeir unnu stórsigur (7:2) yfir Ayr i „yfirdeildinni” skozku. Urslit i henni urðu þessi i gærkvöldi: Ayr—C eltic..............2:7 Rangers—Dundee Utd.......4:1 SOS GEOFF NULTY........fyrirliði Newcastle, innsiglaði hinn óvænta sigur á Luftus Road Knattspyrnu- kappinn frá V-Þýzkalandi, Gúnther Netzer.f sem leikur með spánska stórlið- inu Real Madrid, hefur tilkynnt, að hann gefi ekki framar kost á sér i v-þýzka lands- liðið. Astæðan 1 fyrir þessari ákvörðun er sú,að hann var ekki valinn i landslið V- Þjóðverja, sem mætir Búlgörum i Evrópukeppni landsliða i næstu viku. NETZER • HUNTER í ÞRIGGJA LEIKJA BANN NORMAN HUNTER úr Leeds, sem ásamt Francis Leeúr Derby lét hnefana tala á Basebaíl Ground, þegar Derby og Leeds léku þar fyrir stuttuihefur verið dæmdur i þriggja leikja keppnis- bann. • AAORGAN TIL BRIGHTON? PETER TAYLOR.framkvæmda- stjóri Brighton, er nú á höttunum eftir nýjum miðherja. Taylorhef- ur áhuga á n-Irska landsliðs- manninum Sammy Morgan hjá Aston Villa, sem hefur ekki kom- izt i Villa-liðið að undanförnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.