Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 13. nóvember 1975. Sjö gullpeningar furstafjölskyldunnar í AAónakó 25 ár eru libin siðan Rainer III settist i hásætið sem rikjandi fursti i Monakó. t tilefni af af- mælinu hefur furstafjölskyldan ákveðið að gefa út sérútgáfu af sjö gullpeningum. A fyrstu sex peningunum eru myndir af þýðingarmestu furstum Monakó og byrjað er á Honoré II, sem var sá fyrsti, sem bar furstatitilinn. Sjöundi peningur- inn ber meistaralega gerða mynd hins rikjandi fursta Rainers III og konu hans, Grace furstaynju. Auk myndanna bera peningarnir á framhliðinni upphafsstafina ásamt furstakórónunni og á bakhliðinni skjaldarmerki og titil hvers fursta fyrir sig. Þar sem þessi sérútgáfa hinna opinberu gullpeninga furstafjöl- skyldunnar i Monakó var gerð að nokkru leyti eftir fyrirmynd- um gamalla mynta og heiðurs- peninga úr einkasafni fursta- ættarinnar, bar sérstaka nauðsyn til að gæði myntslátt- unnar yrðu sem mest. Peningarnir eru tvislegnir með upprunalegum handskornum mótum, en það er sjáldgæf og sérstök aðferð, sem setur þá í röð glæsilegustu mynta I heimi. Þess vegna eru myntirnar og mótin höfð til sýnis i hallarsafni furstaættarinnar fyrir núver- andi og komandi kynslóðir. Hverju setti fylgir tölusett skjal 5» m í **» 00001 . C'VUuov undirritað af Rainer III fursta og stutt sögulegt yfirlit yfir furstana i Monakó. Nöfn fyrstu eigendanna verða færð inn i eig- endaskrá I höllinni. Ef fyrsti eigandi lætur settið af hendi eru eigendaskiptin tilfærð á eig- endaskjali sem fylgir með. Út- gáfan er stranglega takmörkuð og rann fresturinn til að panta eintak út 3. nóv.,en fyrsta myntin kemur út i desember- byrjun og hinar siðan á mánaðarfresti. Myndirnar þrjár, sem hér fylgja með eru af furstahjónunum. Siðan er mynd af myntinni: Stærð myndar- innar i gulli er 28mm, i silfri 50 mm. Gullið er 24 karata en silfrið 999 hreint silfur, hvort tveggja án nokkurrar blöndu. Sérhver kaupandi fær svo fag- urt hylki og skjal undirritað af furstanum, eins og sjá má á einni myndanna. — Elskulegt, ekki satt? Hann ætlar að fara i tollinn, þegar hann verður stór! DENNI DÆMALAUSI lleyrðu, ég held ég sé sammála Denna, ættum við ekki að geyma þetta Iram á næstu helgi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.