Tíminn - 27.11.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.11.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. nóvember 1975. TÍMINN 3 Harðar deilur um breytingar útvarpsins á auglýsingum MÓ-Reykjavik. Miklar umræður uröu utan dagskrár i upphafi fundar i sameinuðu þingi i gær um þá ákvörðun útvarpsins að breytaauglýsingum um útifundinn á Lækjarto'gi i dag. Samkvæmt Texti auglýsingarinnar, sem ASl vildi fá lesna i rikis- Utvarpinu i gær: „Alþýðusamband Islands hvetur fólk til að verða við áskorun Samstarfsnefndar um verndun landhelginnar, um að taka sér fri frá störf- um á morgun og mæta á þeim fundum, sem haldnir verða til að mótmæla innrás Breta og samningum við út- lendinga um veiðar innan landhelginnar. Alþýðusamband íslands.” Þannig fékkst auglýsingin lesin: „Alþýðusamband tslands hvetur fólk til að mæta á úti- fundinn á Lækjartorgi kl. 14.00 á morgun útaf land- helgisdeilunni.” Vísir vann gerðardóms- mólið vegna Blaðaprents FB-Reykjavík. Vlsir vann gerð- ardómsmál það, sem fjalla átti um stöðu Visis annars vegar og Dagblaðsins hins vegar i Blaða-/ prenti. Dómurinn var birtur I gær, en upphaf málsins er það að eigendur Dagblaðsins kröfðust þess i ágúst, að blað þeirra yrði prentað i Blaðaprenti, en ekki Visir. Málið var lagt I gerðardóm 8. september, en þar til hann lægi fyrir var ákveðið að prenta bæði blöðin I Blaðaprenti. I forsendum gerðardómsins segir m.a.: „Hvorki i stofnsamningi né samþykktum Blaðaprents hf. er að finna ákvæði, sem beinlinis leysa úr þvi, hvernig fara skuli með ef eigandi eins hlutabréfa- flokks óskar eftir að svifta dag- blað það, sem hlutabréfaflokkur- inn er tengdur við, réttindum i fé- laginu. Fjögur dagblöð eru sér- staklega nafngreind i- þeim grundvallarskjölum sem Blaða- prent hf. er reist á, þ.e. sam- starfsyfirlýsingu, stofnsamningi og samþykktum, og er dagblaðið Visir eitt þeirra. Samkvæmt stofnsamningi á dagblaðið Visir rétt á að njóta prentunar i Blaða- prenti, en þar er þó ekkert rætt um sérstök viðskiptakjör. Hins vegar er það gert i þriðja tölulið 5. máls. 18. gr. félagssamþykkt- anna, sem til tekur að stefnt skuli aðþvi, að sömu viðákiptamenn og rétt eiga á prentun samkvæmt stofnsamningi, þ.e. áðurgreind fjögur dagblöð njóti tekna, sem verða kunni, umfram arðgreiðslu i hlutfalli við viðákipti þeirra við Blaðaprent hf. Samþykktum þessum hefur ekki verið breytt. Verður ekki séð, að efnisrök leiði til þess að vikja frá þvi orðalagi, sem þar kemur fram. Rétt er þvi og eðlilegt að skýra umræddan þriðja tölulið fimmtu málsgrein- ar 18. gr. samþykktar Blaða- prents hf. samkvæmt orðanna hljóðan, þannig að þar sé átt við dagblaðið Visi, þ.e. eigendur þess dagblaðs. Ber að taka kröfu Reykjaprents hf. til greina i sam- ræmi við þetta. Gerðarorð: Reykjaprent hf. fyrir hönd dagblaðsins Visis á að njóta viðskiptakjara samkvæmt þriðja tölulið fimmtu málsgrein- ar 18. gr. samþykktar Blaða- prents hf. i samræmi við framan- ritað.” Þorsteinn Pálsson ritstjóri Visis sagði i tilefni af þessum úr- slitum, að þetta væri i sjálfu sér mjög eðlileg niðurstaða að þeirra mati. Niðurstaðan hefur nú það i för með sér, að Visismenn þurfa ekki að vera bundnir inni með Frh. á bls. 15 upplýsingum auglýsingastjóra útvarpsins var auglýsingunum breytt i samráði við auglýsendur en tvær felldar niður, þar sem ekki náðist i auglýsendur. Mikil gagnrýni kom þarna fram, og töldu sumir þingmenn, að þetta væri til komið vegna óeðlilegs þrýstings stjórnvalda. Vilhjálmur Iljálmarsson menntamálaráðherra taldi ákaf- lega óviðfcldið af þingmönnum að telja að útvarpsstjóri hafi iátið kúga sig til að misbeita valdi sinu. Svava Jakobsd. (Ab) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og gerði mál þetta að umtalsefni. Kvað hún það mjög alvarlegt og spurði menntamálaráðherra, hvaða ástæður lægju að baki þessari ákvörðun. Siðan skoraði hún á menntamálaráðherra að fá þess- ari ákvörðun breytt þegar i stað. Björn Jónsson (A) sagði, að auðsætt væri, að kippt hefði verið i spottann, þvi að það sem leyft hefði verið i gær, væri ekki leyft i dag. Ekki hefði gerzt áður, að ekki væru lesnar auglýsingarnar frá A.S.l. eða félögum innan sam- bandsins um réttmætar aðgerðir. Kvaðst hann óttast, að næsta skref yrði að banna fréttir af fundum og aðgerðum i málinu. Vilhjálmur Iljálmarsson (F) menntamálaráðherra vitnaði fyrst til 5. og 6. gr. útvarpslag- anna. Siðan sagði menntamála- ráðherra, að framkvæmd þessara laga væri i höndum yfirmanna út- varpsins. Sagðist hann ekki hafa vitað um þessa ákvörðun fyrr en kl. 13,20, og væri þvi litt kunnugt um málið.. Það kvaðst hann þó vilja taka skýrt fram, að hann myndi hvorki nú né i framtiðinni, rifta ákvörðunum stjórnenda út- varpsins með skyndiaðgerðum. Enda væri sér ekki fullljóst, hvort hann hefði til þess vald. Stefán Jónsson (Ab) staðhæfði að sl. þrjátiu ár, eða siðan hann hefði hafið störf hjá útvarpinu, hefði aldrei til þess komið, að synjað hefði verið um birtingu auglýsinga frá stéttarfélögum. Ragnhildur Helgad. (S)taldi að launþegasamtök ættu frekar að berjast fyrir hagsmunum launa- fólks, en að beita sér i stórpóli- tisku máli. Þórarinn Þórarinsson (F) formaður útvarpsráðs, sagðist ekki vera viðbúinn að svara þvi á þessari stundu, hvaða afstöðu hann myndi taka til málsins i út- varpsráði, enda hefði hann ekki vitað um þessa ákvörðun fyrr en um það bil sem umræðurnar hóf- ust. Ekki sagðist hann trúa þvi, að þarna hefði verið beitt pólitisk- um áhrifum, enda kvaðst hann þekkja útvarpsstjóra það vel7 að hann gerði ekki annað en það sem hann teldi rétt. Væri hann þess fullviss, að Benedikt Gröndal gæti borið honum sömu sögu. Varð- andi fréttir af aðgerðum þessum taldi Þórarinn hér vera um frétt að ræða, sem sjálfsagt væri að segja frá, enda héfði i gærkvöld verið sagt frá áskorun samstarfs- nefndarinnar til landsmanna i sjónvarpsfréttum. Karvel Pálmason, Sighvatur Björgvinsson, Ellert B. Schram, Helgi F. Seljan og Eðvarð Sigurðsson tóku einnig þátt i um- ræðunum. REGLUR ÚTVARPSINS TtMINN hafði i gær samband við lögfræðing rikisútvarpsins, prófessor Þór Vilhjálmsson, og lét hann blaðinu i té eftirfarandi reglur um flutning auglýsinga i útvarpi, en ákvörðunina um breytingu auglýsinganna sagði Þór byggða á 5. og 6. grein reglnanna: 1. gr. Rikisútvarpið tekur auglýs- ingar til flutnings i hljóðvarpi. Skai þess gætt, að þær séu lát- laust orðaðar, lausar við skrum og hæpnar fullyrðingar, en segi það eitt, sem er satt og rétt i öli- um greinum. 5. gr. Auglýsingum skal um efni og lengd haga samkvæmt óskum auglýsanda eftir þvi sem unnt reynist. Þó skal hafna auglýs- ingum, ef á þeim eru eftirfar- andi annmarkar: 1. Ef auglýsing brýtur i bága við islenzk lög. 2. Ef auglýsing (eða heiti aug- lýsanda) er mengað ádeilu eða hlutdrægri umsögn um stjórn- málaflokka, stefnur i almenn- um málum, félagsheildir, stofn- anir eða einstaka menn. 3. Ef auglýsing brýtur i bága við almennan smekk eða vel- sæmi. 4. Ef auglýsing er ekki á réttu, islenzku máli. 5. Ef auglýsa á áfengi eða tóbak. 6. Ef auglýsa á peningalán, hjónabandsmiðlun, hverskonar spádóma eða dulrænar lækning- ar. 7. Ef flytja á afmæliskveðjur til einstakra manna. Auglýsingaskrifstofu er heim- ilt að gera breytingar a texta auglýsingar, ef nauðsynlegar eru til þess að hún samrýmis þessum reglum, enda skulu breytingarnar gerðar i samráði við auglýsanda. Ef ekki næst til auglýsanda, skal auglýsingu skotið á frest eða hún felld niður fremur en að efni hennar sé verulega raskað eða gildi henn- ar rýrt án samþykkis hans. 6. gr. Gæta skal þess stranglega, að auglýsingar frá stjórnmála- flokkum eða stjórnmálafélögum eða auglýsingar i þágu slikra samtaka séu með öllu iausar við áróður eða árásir. Slikar auglýsingar mega vera: 1) um fundi eða aðrar samkomur og má þá nefna fundarstað og tima, ræðumenn, fundarefni (sbr. þó 1. mgr.) 2) um skrifstofur, heiti skrif- stofu, stað og simanúmer, og 3) leiðbeiningar til kjósenda um kosningu, t.d. utan kjörstað- ar. Auglýsingar um efni blaða, timarita, bæklinga eða bóka skulu vera með öllu lausar við áróður eða árásir. Sérfræðingar afneita bréfi til sjávarútvegsráðuneytisins FB-Reykjavik. Fjórtán sér- fræðingar hjá Hafrannsókna- stofnuninni hafa sent frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir neita algjörlega að hafa átt þátt i að semja bréf frá stofnuninni til sjávarútvegsráðuneytisins, þar sem m.a. er talað um að sam- komulagsdrögin við Vest- ur-Þjóðverja séu skásti kostur frá fiskifræðilegu sjónármiði, sem um hafi verið að ræða. Bréfið var undirritað af Jóni Jónssyni, forstöðumanni stofn- unarinnar. Jakob Jakobsson fiskifræð- ingur, sem er einn þeirra, sem undir yfirlýsingu sérfræðing- anna skrifar, sagði i viðtali við Timann, að hann vildi itreka það sjónarmið, sem fram kemur i henni, að fiskifræðileg sjónarmið og fiskifræði- leg rök hafi verið notuð til þess að reikna út þann hámarks- afla, sem leyfilegt væri eða eðlilegt að taka af þorsk- stofninum. t.d. 230 þús. lestir, eins og fram hefur komið i skýrslu fiskifræðinga. — Að minu áliti þrýtur þar með fiski- fræðileg rök, sagði Jakob. — Þau gilda að sjálfsögðu ekki um það, hvernig þessum lestafjölda er skipt milli þjóða. Þar.gilda auðvitað ailt önnur rök, hag- fræðileg og stjórnmálaleg. Timinn hafði samband við Jón Jónsson, forstöðumann Haf- rannsóknastofnunarinnar, sem sagði, að áðurnefnt bréf hans væri svar við beiðni sjávarút- vegsráðuneytisins um umsögn stofnunarinnar frá fiskifræðu- legusjónarmiði um aflamagnið, sem Þjóðverjar eiga að fá að veiða við ísland. Sagðist hann hafa tekið fram i bréfinu, að ef gerðar væru friðunarráðstafan- ir i samræmi við tillögur stofn- unarinnar, væri nauðsynlegt að draga úr veiðum útlendinga, svo sem frekast er kostur. Hann sagðist telja, að samningsdrög- in væru sérstök að þvi leyti, að svo til eingöngu væri um að ræða veiðar tveggja fiskteg- unda, ufsa og karfa, sem ekki væru i eins mikilli hættu og þorskurinn. Það mikilvægasta i samningunum við Vestur-Þjóð- verja væri, að þeir skuldbindi sig til þess að taka ekki meira en 5000 tonn af þorski á næsta ári. Þá væru þarna þýðingar- mikil atriði um lokun uppeldis- og hrygningarstöðva, lág- marksstærð fisks, sem landa megi, og möskvastærð. — Allt eru þetta hrein fiski- fræðileg atriði, sem ég tel miklu varða og eðlilegt er að metin séu af hálfu stofnunarinnar, sagði Jón. — Ég tel, að þetta sé hreint faglegt mat á þeim valkostum, sem fyrir hendi eru, og mótmæli eindregið, að annað liggi að baki, sagði hann að lokum. Hér fer á eftir yfirlýsing sér- fræðinganna 14, sem send var Alþingi, sjvarútvegsráðherra og f jölmiðlum: „ Yfirlýsing t tilefni af bréfi Hafrann- sóknastofnunarinnar til Sjáv- arútvegsráðuneytisins, sem Morgunblaðið birtir 26. nóvem- ber, viljum við undirritaðir sér- fræðingar taka fram eftirfar- andi: 1. Við höfum ekki átt neinn þátt i að semja nefnt bréf, enda endurspeglar almennt efnis- innihald þess ekki sjónarmið okkar. 2. Við teljum, að i bréfi þessu séu fiskifræðileg rök mjög svo undir áhrifum persónulegra skoðana semjenda á þvi, hvernig standa skuli að stjórnmálalegri lausn land- helgismálsins. 3. Við teljum, að sú skoðun, sem fram kemur i umræddu bréfi, að samkomulagsdrögin við V-Þjóðverja sé skásti kostur- inn sem við eigum völ á i dag frá fiskifræðilegu sjónarmiði, sé rökleysa. Hafrannsóknastofnunin hefur i skýrslu sinni um á- stand fiskistofna gert grein fyrir hvaða valkostir séu skástir fyrir fiskistofnana, frá fræðilegu sjónarmiði. Af þessum sökum er engan veginn hægt að fullyrða, að samningsdrögin við V-Þjóð- verja sé skásti fiskifræðilegi valkosturinn, þar sem það kemur fyrst I ljós þegar allar stjórnmálalegar ákvarðanir hafa verið teknar i þessu máli. Reykjavik, 26. nóv. 1975. Jakob Jakobsson Eyjólfur Friðgeirsson Sólmundur Einarsson Ingvar Hallgrimsson Guðni Þorsteinsson Ólafur K. Pálsson Þórunn Þórðardóttir Gunnar Jónsson Sveinn Sveinbjörnsson Kjartan Thors Unnur Súladóttir Jón Ólafsson Unnsteinn Stefánsson” Óbreytt verð á gasolíu Gsal-Reykjavik. — Verð á gas- oliu til islenzkra fiskiskipa verður um sinn óbreytt, þrótt fyrir að út- söluverð á gasoliu til fiskiskipa hafi hækkað þann 19. þ.m. úr 20,20 á hvern litra i 24,20. Samkvæmt fréttatilkynningu frá sjávarút- vegsráðuneyti i gær um reglu- gerðarbreytingu, hefur verið á- kveðið að auka niðurgreiðslu Oliusjóðs, sem þessari hækkun nemur. 1 tiíkynningu ráðuneytisins seg- ir, að miðað við útsöluverð kr. 20,20hefði verð til fiskiskipa, eftir niðurgreiðslu Oliusjóðs, verið kr. 5.80 á hvern litra gasoliu. Að ó- breyttu hefði þvi niðurgreidd gas- olia á fiskiskip átt að hækka þann 19. þ.m. um fjórar krónur eða i 9.80 kr. Með reglugerðinni eru hins vegar niðurgreiðslur auknar, sem þessu nemur. Svanur 45 ára Lúðrasveitin SVANUR er fjörutiu og fimm ára um þessar mundir, og af þvi tilefni verða haldnir hljómleikar i Háskólabiói laugardaginn 29. nóvember kl. 14:00. Stjórnandi verður Sæbjörn Jónsson.ená efnisskrá er m.a. Göngulag Reykjavikur eftir Arna Björns- son, i útsetningu Ellerts Karls- sonar, en það er frumflutningur á verkinu. Auk þess verða verk eftir Karl O. Runólfsson, Jó- hann Gunnarsson, J.P. Sousa, E. Osterling og fleiri. Könnun á ferðamdlum á íslandi lokið: Brýn þörf á að kanna, hversu mikinn dtroðning ndttúra SJ-Reykjavik.Lokið er könnun á ferðamálum á tslandi og framtið- arskipulagi þeirra sem fram hefur farið á vegum Sameinuðu þjóðanna. 1 niðurstöðum hennar er bent á, að brýn þörf sé á að gera úttekt á þvi, hve mikið álag viðkvæm náttúra hálendisins þol- ir, áður en lengra er haldið i skipulagningu ferða þangað en isins þolir þegar er orðið. Könnun þessa annaðist fyrir- tækið Checci & Co. Stjórnandinn, Albert J. Gomes, skýrði könnun- ina og hvernig að henni hefði ver- ið unnið á Ferðamálaráðstefn- unni 1975, sem haldin var á Húsa- vik 15. og 16. nóvember. Mikið rit i tveim bindum um niðurstöður Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.