Tíminn - 27.11.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.11.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 27. nóvember 1975. TÍMINN 11 r Axel og Olafur á ferð og flugl: ..Hann c i eftir i að kvnn- ast öðru. kar linn sá rv Bradd hetja Notts County sem skellti Everton í deildarbikarkeppninni ★ Celtic tapaði í Birmingham Landsliðsmennirnir Axel Axelsson og Olafur H. Jónsson hafa verið á ferð og flugi að undanförnu — þeir komu til Reykjavíkur frá Salzburg í Austurríki, þar sem þeir léku með Dankersen í Evrópukeppni bikarhafa. Axel og Ólafur leika með landsliðinu gegn Luxemborgarmönnum á sunnudaginn, en á mánu- daginn halda þeir til V- Þýzkalands, þar sem þeir leika gegn Gummersbach á miðvikudaginn, og siðan leika þeir aftur í ,,Bundes- ligunni" laugardaginn 6. desember. Eftir þann leik halda þeir til Danmerkur, þar sem þeir munu dvelj- ast i æfingabúðum með landsliðinu. — Þaðeralltaf gaman að koma heim og taka þátt i baráttunni með strákunum i la-ndsliðinu, sagði Axel, þegar við náðum taki á honum, eftir að hann hafði verið á æfingu með félögum sinum úr landsliðinu, ólafi Jónssyni, Björgvin Björgvinssyni og Ólafi Benediktssyni, i hádeginu i gær. — Það er ekki hægt annað en vera bjartsýnn fyrir leikinn gegn Luxemborgarmönnum. Við höf- um tvisvar sinnum leikið gegn þeim og sigrað glæsilega — fyrst 35:12 hér heima, en siðan 29:14 i Luxemborg. Luxemborgarmenn eru ekki sterkir, það sést bezt á þvi, að Júgóslavar sigruðu þá með 41 marka mun (54:13) fyrir stuttu, sagði Axel. — Ertu búinn að ná þér eftir nieiðslin, sem hafa háð þér undanfarið? — Ég er ekki búinn að ná mér fullkomlega — má ekki taka of mikið á, og verð að leika með handlegginn allan plástraðan. Þannig get ég leikið á fullu. — Hvernig hefur Pankersen- liðinu gengið á keppnistimabil- inu? — Okkur hefur ekki gengið sem bezt — tapað 5 stigum á útivelli gegn liðum, sem við hefðum átt að vinna að öllu eðlilegu. Annars höfum við átt við erfiðleika að striða — landsliðsmennirnir hjá Dankersen hafa verið mikið i æfingabúðum með v-þýzka landsliðinu, þannig að þeir hafa litið getað æft með okkur og tekið þátt i undirbúningnum. Þetta hefur komið niður á liðinu. — Þú fékkst litið að leika með i byrjun keppnistimabilsins. Tvenn óvænt úrslit í 1. deild í gærkvöldi: Armann - FH 23:22 Þróttur - Haukar 19:18 Liverpool vann Slash Varsjav 2:1 í UEFA- keppninni í gær. Leikurinn fór fram í Varsjó LES BRADD........skoraði bæði mörk Notts County. LES BRADD var hetja Notts County, þegar 2. deildar liðið gerði sér litið fyrir og laði Ever- ton að velli (2:0) i ensku deildar- bikarkeppninni, þegar liðin mætt- ust á Meadovv Lane i Nottingham. Þessi marksækni leikmaður skor- aði bæði mörk County-liðsins, scm tryggði sér sæti i 8-liða úr- slitunum. Notts County mætir Newcastle á Meadow Lane i 8-liða úrslitun- um, en aðrir leikir verða þessir: Man.City — Mansfield Tottenham — Doncastle Burnley — Middlesborough Jóhannes Eðvaldsson og félag- ar hans i Celtic voru i sviðsljósinu i Birmingham á þriðjudagskvöld- ið, þegar þeir léku vináttuleik gegn Birmingham-liðinu, sem sigraði — 1:0. Trevor Francis skoraði sigurmarkið á St. And- rews. — Já, ég var litiö notaður, enda kannski ekki nema eðlilegt, þar sem ég hef átt við meiðsl að striða. En nú hafa orðið þar breytingar á — ég er farinn að geta leikið á fullu og er kominn i þann hóp (7 leikmenn), sem byrja inni á. — Ertu bjartsýnn fyrir leikinn gegn Gummersbach? — Ég er ekki of bjartsýnn, en við förum til Gummarsbach til að sigra. Ef okkur tekst að hamra gegn Hansa Schmidt, sem hefur alltaf átt góða leiki gegn Danker- sen, þá getur allt gerzt. — Hann er eftir að kynnast öðru, karlinn sá, sagði Axel, þeg- ar við sögðum honum frá þeim ummælum hins snjalla mark- varðar Gummersbach, Klaus Kater að Axel hefði verið miklu betri, þegar hann lék hér á fs- landi, heldur en i V-Þýzkalandi. Axel fær tækifæri til að sýna Kat- er, að hann hefur ekki rétt fyrir sér, þegar Dankersen mætir Gummersbach á miðvikudaginn. Ef ég þekki Axel rétt, þá á hann eftir að gera Kater lifið leitt, með þrumuskotum sinum og linusend- ingum. — SOS AXEL AXELSSON...sést hér senda knöttinn i netið hjá Dönum. Árni lndriðason sést á linunni. Betur má ef duga skal Aðeins 7 mættu á landsliðsæfingu ÖNNUR æfing landsliðsins i handknattleik fyrir leikina gegn Luxemborgarmönnum og Norðmönnum var á þriðju- dagskvöldið — en þá var leikinn æfingaleikur gegn ÍR. Aðeins 7 landsliðsmenn mættu á æfinguna — 5 útispilarar og 2 markverðir. Þeir sem mættu voru markveröirnir ölafur Benediktsson og Guðjón Erlendsson, sem lék á linu i æfingaleiknum, Jón Karlsson. Björgvin Björgvinsson, Páll Björgvinsson, Árni Iiulriðason og Stefán Gunnarsson. Þeir sem ekki mættu voru llauka- leikntennirnir Hörður Sig- marsson. Gunnar Einarsson og Ingimar Iiaraldsson. sem fengu fri frá æfingunni vegna' leiks Hauka gegn Þrótti i gær- kvöldi — FURÐULEGT ÞAÐ! Viggó Sigurðsson komst ekki austan af Laugarvatni, þar sem hann stundar nám við iþróttakennaraskólann, og „útlendingarnir” Axel Axels- son og Ólafur Jónsson komu seint i gærkvöldi frá V-Þýzka- landi. Þriðja æfing landsliðs- ins verður i kvöld. —SOS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.