Tíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.12.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. desember 1975. Rftirlitsskipið Miranda. Þeirbrutu reglurnar með vilja Gsal—Reykjavík. — Þaö var ekki fyrr en eftir hádegið að okkur bárust fregnir af þvf, að brezkur fréttamaður hefði farið hér i land i leyfisleysi, sagði Böðvar Bragason, bæjarfógcti á Neskaupstaö i gær. Þegar kom i ljós, aö mað- urinn hafði orðið hér eftir, voru gerðar ráðstafanir til að sækja hann, en þá var hann lagöur af stað til Egilsstaða á leið til Reykjavikur og ætlaði með flugvél. Böðvar sagði, að maðurinn hefði verið stöðvaður á Reyðarfirði. Honum var siðan ekið aftur til Neskaupstaðar, þar sem hann mun verða i gæzlu lögreglu unz eftirlits- skipið kemur og sækir hann. — Maðurinn kemur hér á land án leyfis, og án þess að gera nokkra grein fyrir sinum ferðum. Hann kemur þvi hing- að á algjörlega röngum for- sendum. Bretar vita um þær reglur sem i gildi eru um komu útlendinga inn i landið, og jafnframt skipstjörnar- menn á Miröndu, sem hleyptu honum af skipsfjöl. Miranda kom um kl. 9 til Neskaupstaðar og þvi hefur maðurinn verið um þrjá tima á Neskaupstað án vitundar lögreglu. Þann tima dvaldist fréttamaðurinn hjá umboðs- manni brezku togaranna á Neskaupstað. Böðvar kvaðst myndi krefja fréttamanninn sagna um það, af hverju hann fari hér i land án þess að láta nokkuð af sér vita. Ætíabí bara komast heim Gsal-Reykjavik — Tíminn hafði I gærkvöldi tal af Guð- mundi Sigfússyni, uniboðs- manni brezku togaranna á Norðfirði, en hjá honum dvaldist brezki fréttamaður- inn i nokkrar stundir i gær- morgun. Timinn innti Guö- mund eftir þvi, hvaða skýr- ingu maðurinn hefði gefiö á ferðum sinum. — Hann ætlaði bara að komast heim. Hann sagði mér, að hann vildi komast til Egilsstaða i dag og siðan ætl- aði hann sér að komast til Bretlands á föstudag. — Var þér ekki kunnugt um, að fréttamaðurinn hefði ekki tilskilin leyfi til að koma inn I landið? — Nei, það vissi ég ekki. Miranda hringdi i mig kl. 8.30 i gærmorgun og sagði að það væri að koma með veik- an sjómann hingað, og sögðu mér jafnframt frá þessum manni. Þeir á Miröndu sögð- ust hafa beðið varðskipið um leyfi til þess að maðurinn fengi að fara inn i landið, en þeir væru þó ekki búnir að fá leyfið. Þegar ég leit út um gluggann var skipið komið og rétt siðar kom varðskipið. Maðurinn kom siöan hingað og fór með flugfélagsbilnum áleiðis til Egilsstaöa. Timinn spurði Guðmund, hvort fréttamaðurinn hefði gert tilraun til að koma frétt- um áleiðis til Bretlands frá Neskaupstað. — Nei, hann hafði komið öllum sinum fréttum með togara og gerði þvi enga til- raun til þess. TÍMINN 3 Æskulýðsfélög 14 Evrópulanda: LÝSA YFIR EINDREGNUM STUDNINGI VID OKKUR í LANDHELGISMÁLINU EVROPUSAMBAND frjáls- lyndrar og róttækrar æsku, E.F.L.R.Y., hélt ráðstefnu i Vestur-Berlin 28.-30. nóvember s.l. Fjallaði ráðstefnan um stjórnmálayfirlýsingu samtak- anna auk annarra mála. Á ráð- stefnunni var lögð fram álykt- unartillaga frá fulltrúa sam- bands ungra framsóknarmanna um stuðning við útfærslu fisk- veiðilögsögunnar við tsland i 200 sjómílur. I tillögunni var einnig skorað á aðildarfélög E.F.L.R.Y., sem eru frá 14 Vestur-Evrópulöndum að vinna að kynningu á málstað Islands i landhelgismálinu i heimalönd- unum. Miklar umræður urðu um tillöguna, sem var samþykkt einróma, Meðal aðildarfélaga E.F.L.R.Y. eru unghreyfingar Frjálslynda flokksins i Bretlandi og Deutsche Jungdemokraten i Þyzkalandi. Á ráðstefnunni var dreift kynningarriti utanrikis- ráðuneytisins um útfærslu fisk- veiðilandhelginnar við tsland i 200 sjómilur. Þess má geta, að S.U.F. hefur verið aukaaðili að E.F.L.R.Y. um 4 ára skeið. E.F.L.R.Y. eru ein virkustu æskulýðssamtök stjórnmála- flokka Evrópu um þessar mundir. Á næstunni verður nánar sagt frá E.F.L.R.Y. og ráðstefnunni á S.U.F. siðu. Rafmagns- skömmtun á ísafirði GS-ísafirði. Háspennulinan frá Engidal út á Isafjörð er biluð. Bilunin er i jarðstreng frá vatns- siuhúsi út að aðveitustöð. Bærinn hefur nú rafmagn frá Mjólkár- virkjun en það verður að skammta. Bilunin i strengnum er enn ófundinn, enda erfittumvik, þvi að jörð er frosin. Við rannsókn á rafmagnslin- unni kom i ljós að fjórir einangrarar voru brotnir og talið að byssumenn séu valdir að þvi. Stórbilun í Laxór vatnsvirkjun GS-Isafirði — ísfirðingar gera sér nú vonir um, að svo kunni að fara að þeir geti komið sér upp liita- veitu. Um þessar mundir er unnið að borun eftir heitu vatni i Tungu- dal, um fjóra kilómctra fyrir inn- an bæinn og menn eru bjartsýnir á að árangurinn af þessari borun verði ekki siðri en i Súgandafirði. Byrjað var að bora fyrir þrem- ur vikum, og borinn er nú kominn 244 metra i jörðu niður, en ætlunin er að bora niður á 500 metra dýpi. Hitinn i holunni er nú þegar 31 stig og úr henni streyma nú tveir litrar vatns á sekúndu hverri án dælingar. Agúst Leós kaupmaður á Isa- firði hefur lengi hvatt til þess að þarna yrði borað, efvera kynni að þarna væri að finna heitt vatn, sem dygði til húshitunar i kaup- staðnum. SJ-Reykjavík. Mikil bilun hefur orðiði Laxárvatnsvirkjun i Húna- vatnssýslu. Blokk i nýrri dísilraf- stöð, sem sétt var i samband i desembcr i fyrra, brotnaði og er ónýt. Þetta var 1920 kw stöð. Laxárvatnsvirkjun hefur nú vatnsaflsstöö, 420 kw, og tvær disilvélar, sem livor um sig er 500 kw. Þegar bilunin varð, var nýbú- ið að ganga frá stórri disilvél á Akureyri, og hefur Norðurland vestra fengið orku þaðan siðan bilunin varð i Laxárvatnsvirkjun, þannig að ekki hefur komið til neyðarástands i raforkumálum. Að sögn Baldurs Helgasonar hjá Rafmagnsveitum rikisins er vonazt til að disilvélin, sem bil- aði, verði komin i lag fyrir jól. Vélin er af gerðinni MW. Mann- heim.og brugðu sérfræðingar frá fyrirtækinu skjótt við þegar frétt- ist um bilunina og komu hingað þrem dögum eftir að vélin brást. Varahlutir eru væntanlegir til landsins i dag. Hérerekki um stórtjón að ræða fyrir Rafmagnsveitur rfkisins, en JE Borgarnesi — Kvenfélaga- samband Borgarfjarðar hefur undanfarið haft ýmislegt á prjón- unum i sambandi við fjáröflun til Dvalarheimilis aldraðra i Borgarnesi, þar á meðal dans- leikjahald og fleira. Nk. sunnu- dag 7. desember kl. 15:00 halda talið er að vélin hafi veriö i ábyrgð þegar hún bilaði, en ef svo reynist ekki vera þá er hún lika tryggð annars staðar. Að sögn Baldurs Helgasonar verður mikil bót i raforkumálum á Norðurlandi vestra þegar byggðalinan kemst i samband. Vonir standa til að það geti orðið i febrúar eða marz, þ.e.a.s ef tið verður góð. Að undanfömu hefur verið unnið að þvi aðstrengja lin- una yfir Holtavörðuheiði og hefur það verk gengið að óskum, en þótt tið hafi verið rysjótt hafa ekki verið stórviðri. Þá inntum við Baldur frétta af Þverárvirkjun við Hólmavik en þar olli vatrisskortur erfiðleikum i fyrra. Kvað hann menn þar bet- ur undir veturinn búna núna en i fyrra. Þar er keyrð disilvél til viðbótar nú. Álagið á Stranda- veitu átti sinn þátt i vatnsskortin- um' i Þverárvirkjun i fyrra auk þess sem haustrigningarnar brugðust. Nú i haust rigndi á Hólmavik, en þó hefði virkjuninni ekki veitt af meiri úrkomu. konurnar fata- og kökubasar i Samkomuhúsinu i Borgarnesi. Verður þar mikið úrval góðra muna, sem konurnar hafa sjálfar unnið, eða velunnarar félagsins, auk gjafa, sem þeim hefur borizt. Gómsætar kökur verða þar einnig seldar. Framkvæmdir eru nú hafnar á hinni margumræddu lóð, sem borgarráðsmeirihluti Sjálfstæðisfiokksins úthlutaði Ármannsfclli hf. og frægt er orðið. I gær, þegar Timamenn bar að garði, var vinnuskúr kominn inn á lóðina, og þessi myndarlega grafa stóð þar með tönn I mold. Timamynd Gunnar. Hitaveita á Isafirði? Borgarnes: Fata- og kökubasar KJARAAAALAALYKTU N ASI SAMÞYKKT SAMHUÓÐA Reglur um útlend lán hert mjög Hinum mikla viðskiptahalla undanfarinna tveggja ára hefur, svo sem kunnugt er, fylgt veruleg aukning erlendra skulda þjóðar- búsins og mun greiðslubyrði vegna vaxta og afborgana af þessum skuldum þyngjast mjög á næstu árum, segir i frétt frá við- skiptaráðuneytinu. Til þess að stemma stigu við þessari þróun hefur reglum um veitingu leyfa til að taka lán er- lendis til lengri tima en eins árs verið breytt. Með breytingunum eru reglur um lántökur af þessu tagi hertar frá þvi.sem gilt hefur. Helztu breytingarnar eru þær, að framvegis mega erlend lán vegna kaupa á skipum og flugvél- um, nýjum sem notuðum, ekki vera hærri en sem nemur 2/3 hlutum samnings- eða kostnaðar- verðs. Rikisstjórnin hyggst með þess- um breytingum draga úr frekari skuldasöfnun erlendis og tak- marka erlendar lántökur, svo sem frekast er unnt. i framhaldi af Sambands- stjórnarfundi ASÍ, 1. desember, var haldin Kjaramálaráöstefna ASÍ. Ráðstefnuna sóttu sam- bandsstjórn og 35 fulltrúar lands- sambanda og stærstu félaga utan þeirra eða um 75 fulltrúar alls. Fyrir ráðstefnunni lá aðeins eitt mál: Drog að kjaramála- ályktun, er miðstjórn ASl hafði gengið frá og samþykkt sl. föstu- dag. Ráðstefnan hófst kl. 14.00 i Tjarnarbúð i Reykjavik. Fram- sögu fyrir drögum að ályktun hafði Björn Jónsson, forseti sam- bandsins, en siðan skýrði hag- fræðingur ASt Asmundur Stefánsson nánar ýmis atriði. Að loknum almennum umræð- um var fundi frestað en drögun- um visað til 11-mannanefndar. Fundur hófst siðan aftur kl. 21.00. Engar umræður urðu, en allar breytingatillögur nefndarinnar samþykktar. Drögin svo breytt voru siðan samþykkt samhljóða. Ráðstefnan samþykkti með samhljóða atkvæðum, að fulltrúi Iðnnemasambands tslands, sæti alla fundi samninganefndar, sem um mál iðnnema fjölluðu. Þá kaus fundurinn 36 manna baknefnd, er vera skyldi samninganefnd til ráðuneytis og fulltingis um öll meiriháttar mál, er samningana vörðuðu. Skyldi húnskipuðaf landssamböndum i sömu hlutföllum og þau skipa i sambandsstjórn ASI, þannig að Verkamannasambandið tilnefnir 8 fulltrúa, Landssamband isl. verzlunarmanna 6, Landssam- band iðnverkafólks og Sjómanna- sambandið 4 hvort, og Málm- og skipasmiðasambandið, Samband byggingamanna, Landssamband vörubifreiðastjóra og Raf- iðnaðarsamband Islands 2 hvert. Auk þess tilnefnir miðstjórn ASl 6 fulltrúa fyrir þau 54 félög, sem beina aðildhafa að sambandinu. Þá var kjörin 18-manna viðræðu- og samninganefnd með samhljóða atkvæðum. Nefndina skipa eftirtaldir menn: Benedikt Daviðsson, form. Sambands byggingamanna. Björn Bjarnason, form. Lands- samb. iðnverkafólks. Björn Jóns- son, forseti ASI. Björn Þórhalls- son, form. Landssamb. isl. ve rzlu n a r m a n n a . Einar ögmundsson, form. Landssamb. vörubifreiðastjóra. Guðmunda Helgadóttir, form. Sóknar. Rvk. Guðmundur J. Guðmundsson. form. Verkamannas. Islands. Gunnar Hallgrimsson, Sjó- mannafél. Rvk. Helgi Arnlaugs- son, framkv.stj. Málm- og skipasm.s. Isl. Jón Helgason, Verkamannasamband íslands. Jón Ingimarsson, form. Iðju, Akureyri. Jón Sigurðsson, form. Sjómannasamb. tsl. KarlSteinar Guðnason. varaform. Verka- manna's. Isl. Magnús Geirsson. form. Rafiðnaðarsambands tsl. Magnús L. Sveinsson Lands- samb. isl. verzlunarmanna. Snorri Jónsson, framkv.stj. ASl. Vilborg Sigurðardóttir, Verka- mannasamb. Isl. Þórunn Valdi- marsdóttir, Verkamannasamb. Isl. Kjaraályktun ráðstefnunnar er birt i heild á bls. 13.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.