Tíminn - 09.01.1976, Blaðsíða 1
Leiguf lug—Neyðarf lua
HVERTSEM ER
HVENÆR SEM ER
FLUGSTÖÐIN HF
Símar 27122-11422
nn
C
6. tbl. — Föstudagur9. janúar 1976—60. árgangur
MNGIRf
Aætlunarstaðir:
Blönduós — Sigluf jörður
! Búðardalur — Reykhólar
Flateyri — Bíldudalur
Gjögur — Hólmavík
Hvammstangi — Stykkis-
hólmur —Rif Súgandafj.
Sjúkra- og leiguflug um
allt land
Símar:
2-60-60 &
2-60-66
Framhald ásiglinga brezkra
herskipa á íslenzk varðskip
leiðir til stjórnmálaslita
— Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins
kallaður til viðræðna og málstað íslands fylgt fast
ir hjá Atlantshafsbandalaginu og Öryggisráði S.Þ.
A FUNDI rikisstjórnarinnar i gærmorgun var rætt
um það alvarlega ástand, sem rikir á tslandsmiðum
vegna flotaihlutunar Breta og ólöglegra veiða
brezkra togara innan 200 milna fiskveiðilandhelg-
innar. Teiur rikisstjórnin einsýnt, að framhald
ásiglinga brezkra herskipa á islenzk varðskip leiði
til stjórnmálasiita við Bretland, segir i fréttatil-
kynningu rikisstjórnarinnar i gær.
A fundi rikisstjórnarinnar i gær var tekin ákvörð-
un um eftirfarandi:
1. Ráðuneytisstjóri utanrikisráðuneytisins niun
fara sem fulltrúi rikisstjórnarinnar til höfuð-
borga Atlantshafsbandalagsrikjanna i Evrópu
og gera ásamt sendiherrum islands rikisstjórn-
um þeirra grein fyrir þvi alvarlega ástandi, sem
skapazt hefur vegna ólögmætrar valdbeitingar
brezka flotans, og leita eftir stuðningi þeirra á
vettvangi Atiantshafsbandalagsins.
2. Sendiherrar islands hjá Sameinuðu þjóðunum
og i Bandaríkjunum og Kanada munu koma
heim I þvi skyni að undirbúa frekari kynningu
málstaðar isiands gagnvart þeim rikjum, sem
eiga sæti i Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og
ríkisstjórnum Bandarikjanna og Kanada.
3. Sendiherra islands hjá Atlantshafsbandalaginu
mun krefjast fundar i fastaráði bandalagsins og
itreka kæru islands oggreina frá siðustu atburð-
Óskað verður eftir þvi við Joseph Luns, fram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, að
hann komi hingað til lands til viðræðna við rikis-
stjórnina.
Að lokinni kynningu málsins gagnvart Atlants-
hafsbandaiagsrikjunum mun að nýju krafizt
fundar i fastaráði bandalagsins.
SUNNA FÆR AÐ
STARFA ÁFRAM
MÓ—Reykjavik — Samgöngu-
ráðuney tið hefur fallið frá
ákvörðun sinni um að afturkalla
ferðaskrifstofuleyfi Ferðaskrif-
stofunnar Sunnu frá 15. jan. n.k.
Akvörðun þessi er tekin vegna
þess að siðan ferðaskrifstofuleyf-
ið var afturkallað, hefur ferða-
skrifstofan staðið viö allar skuld-
bindingar sinar við þá einstakl-
inga, sem greitt höföu Sunnu
verulegar fjárhæðir upp i vænt-
anlegan ferða- og dvalarkostnað.
Einnig hefur komið fram, að
færðar hafi verið á skrifstofuna
25,0 millj. kr., sem tilheyrðu Air
Viking h.f. Auk þess hefur Sunna
greitt skuldir að fjárhæð um 14,1
millj. kr. Þar af 9,3 millj. kr.
vegna fyrirframgreiðslna inn á
farnar ferðir eftir 8. des. s.l.
Sem kunnugt er var ferðaskrif-
stofuleyfið afturkallað með tilliti
Tillögur vinnu-
veitenda
> ®
til niðurstöðutalna efnahagsyfir-
lits fyrir Ferðaskrifstofuna Sunnu
h.f. frá 30. nóv. sl. Taldi ráðuneyt-
ið ekki ástæðu til annars en að
byggja mætti á þessum niöur-
stöðutölum. Taldi það sér skylt að
haga aðgerðum sinum þannig, að
þær rækjust sem minnst á hags-
muni þeirra mörgu, sem greitt
höfðu Sunnu verulegar fjárhæðir
upp i væntanlegan ferða- og dval-
arkostnað.
Sú ákvörðun ráðuneytisins að
falla frá fyrri ákvörðun, er bund-
in þeim skilyrðum, að bráða-
birgðayfirlit um efnahag og
rekstur Sunnu fyrir árið 1975
verði lagt fyrir ráðuneytið eigi
siöar en um næstu mánaðamót.
Endanlegir reikningar verði
siðan afhentir ráðuneytinu fyrir
1. april. Enn fremur fái ráðuneyt-
ið mánaðarlegt yfirlit um stöðu
Sunnu, meðan ekki liggja fyrir
niðurstöður úr rannsókn þeirri,
sem Alþýðubankinn óskaði eftir.
Viðtal við utanríkisráðherra:
Verðum að gera
ýtrustu ráðstaf-
anir til að ná
rétti okkar
F.J.—Reykjavik — í sambandi
við atburði þá, er nú siðast hafa
gerzt á miðunum, þar sem það
sýnist vera ásetningur brezka
flotans að sigla n'iður islenzk
varðskip, án tillits til þeirra
slysa og jafnvel manntjóns, er
af þvi kynni að leiða, leitaði
blaðið umsagnar Einars
Agústssonar utanrikisráðherra.
Utanrikisráðherra hefur und-
anfarnar vikur dvalið á sjúkra-
liúsi vegna afléiöinga gamalla
meiðsla, cn er nú á góðum bata-
vcgi og væntanlegur aftur til
starfa fljótlega.
Utanrikisráðherra hafði þetta
um atburðina að segja:
— Mér blöskrar að sjálfsögðu
sú dæmalausa ósvifni og litils-
virðing fyrir lifi og limum is-
lenzkra löggæzlumanna, sem
brezki flotinn hefur sýnt að und-
anförnu. Ljóst er, að við getum
ekki horft á slikt aðgerðalausir.
Við verðum að gera ýtrustu ráð-
stafanir til að ná rétti okkar á
alþjóðavettvangi. Kemur þá að
minu mati helzt til greina auk-
inn þrýstingur og áherzla i þeim
alþjóðasamtökum, sem við
erum aöilar að, einkum Sam-
einuðu þjóðunum og Atlants-
hafsbandalaginu, og hefur utan-
rikisráðuneytið þegar gert ráð-
stafanir til þess.
Að öðru leyti visa ég til álykt-
unar rikisstjórnarinnar, sem ég
er samþykkur.
280 þúsund tonn nú þýða
sama aflamagn næsta úr
MÓ—Það er um tvo valkosti að
ræða til verndunar þorskinum,
sagði Sigfús Schopka fiskifræð-
ingur I viðtali við Timann i gær.
Fyrri kosturinn er sá, sem fram
koin i svörtu skýrslunni, að
einungis yrðu veiddar 230 þús.
lestir af þorski á þessu ári, og
mætti þá veiða 295 þús. lestir á
næsta ári og 370 árið 1978. Vcrði
hins vegar veiddar 280 þús. iest-
ir á þessu ári, er ekki hægt að
veiða nema sama magn næsta
ár og minna magn 1978 heldur
en með þvi að fara að fyrri til-
lögunum.
Þaðer þvi ljóst, að lengri tima
tekur að ná fiskistofninum upp á
nýjan leik með þvi að á þessu
ári verði veiddar 280 þús. lestir.
A siðasta ári mun þorskafli ts-
lendinga hafa verið 230-240 þús.
lestir, og þar til viöbótar kom
það, sem erl. þjóöir veiddu.