Tíminn - 09.01.1976, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.01.1976, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 9. janúar 1976. Óvelkominn qestur umhverfis litla dansgólfið I miðjunni. Nú fannst henni lokseins og allir horfðu ekki á sig lengur. Barinn var troðf ullur af konum og körlum, en þar sátu allir í hægindastólum- Jane fannst þetta undarlegt, því að hún minntist þess að á enskum krám vildu karlmenn standa upp við barborðið, eða í mesta lagi sitja á háum barstólum. Allt í einu kom hún auga á lítið spjald á veggnum, sem á stóð: „Bannað að drekka standandi”. Á borðunum umhverf is var allt yf irf ullt af bjórglösum og ekki leiðá löngu, unz henni skildist aí hverju það staf- aði. Þegar Dick gat vakið athygli þjónsins á sér, kom hann til þeirra með f jögur bjórglös. Þegar beðið var um eitthvað að drekka, kom þjónninn alltaf með tvö glös af bjór, ef ekki var beðið um eitthvað annað. Það var ekki undarlegt, þótt allir virtust í svona góðu skapi. — Af hverju er þetta skilti við barinn, Dick? hvíslaði hún lágt. Feitlaginn kúreki sem sat við sama borð, ýtti hatti sín- um aftur á hnakka og hló. — Þegar strákarnir eru að drekka, verða þeir oft þrasgjarnir, sagði hann. — Þeir geta ekki slegizt, þegar þeir sitja...! Það er þess vegna, sem þessi varúðarráðstöf un er gerð. Ef þeir þurfa endi- lega að rífast og slást, verða þeir að gera það fyrir utan. — Ó, ég skil, sagði Jane hugsandi og velti fyrir sér út í hvað húh hefði farið. Enginn kúrekanna hafði tekið af sér hattinn, það fannst henni líka undarlegur siður. Þegar leiðá kvöldið, ágerðist óróleikinn og ekki leið á löngu þar til einn eða tveir hópar manna voru settir út. Dick drakk jaf nt og þétt allt kvöldið og þegar hann fór að dansa við Jane eftir nokkurt hlé, var hann óstyrkur á fótunum. Hún varðoft að styðja hann og fannst það síður en svo skemmtilegt. Nokkrum sinnum komu menn að borðinu til þeirra og báðu hana um dans og hún velti fyr- ir sér, hvort langt yrði þangað til Dick langaði til að slást. En það var ekki Jane, sem slegizt var út af, þegar til þess kom, heldur einhverri vitleysu um eina bjórkönnu, er einhver við borðið hafði drukkið i misgripum. Eftir skörp orðaskipti, flaug borðið skyndilega út í vegg og þeir Dick ruku saman. Barþjónninn og annar þreklegur maður gripu þá strax og settu þá út fyrir, og báðu Jane afsökunar um leið. Henni hafði aldrei liðið jafn illa á ævinni. Hún var að fá höf uðverk og vissi, að hann mundi ágerast f Ijótt. Hún vissi, að hún yrði að komast út úr þéssari svækju ef henni ætti ekki að verða meira illt. Henni tókst að bíða hálfa klukkustur.d til viðbótar, en þegar Dick var þá enn ekki kominn, greip hún veskið sitt og gekk út. Ofan á allt annað, var komin rigning. Gangstéttarnar voru orðnar hálar og blautar og vegurinn var orðinn eins og forarpyttur. Hún stóð andartak í dyrunum, án þess að vita, hvað hún ætti að gera. Svalt loftið gerði henni gott og hún andaði djúpt, meðan hún horfði yfir að litlu, upp- I jómuðu verzlununum handan götunnar. Skömmu seinna hvarf vanlíðanin og henni fannst hún hafa náð sér aftur. Hvað í ósköpunum hafði orðið af Dick? Varla haf ði verið nauðsynlegt 'yrir hann að vera svona lengi burtu. Hár, grann t maður um þrítugt kom vaðandi yf ir göt- una. Hann hl>tur að hata vorkennt henni, þar sem hún stóðein og yf irgefin í rigningunni, því hánn kom til henn- ar og sagði vingjarnlega: Ef þú ert að bíða eftir Dick Conway, held ég að þú þurfir að bfða lengi. Sandy sló hann út og ég var að leggja hann til í aftursætið á Con- way-bílnum. Jane hallaði sér mædd upp að dyrastafnum. Hún vætti þurrar varirnar og sagði hljómlausri röddu: — Þá getur hann líklega ekki ekið heim. — Það efast ég um, ungfrú. Getið þér ekið? Hún kinkaði kolli. — Já, ég get ekið, en ég rata ekki alveg. Hún hugsaði með sér: ég get ekki hugsað mér að aka þennan mjóa veg, sem hlykkjast upp í f jöllin og er illfær. Stærð bílsins hræddi hana líka, það var rétt svo að vegurinn var nægilega breiður sums staðar. Hún strauk hárið frá enninu og beit saman skjálfandi vörunum, því að hún vildi ekki láta þennan hávaxna, ókunnuga mann sjá, að hún var hrædd. — Ef Dick getur ekki ekið, þá sé ég ekki annað, en ég verði að gera það, sagði hún rólega. — Ef enginn annar fer þá sömu leið, bætti hún við bjartsýn. — Það efast ég um. Flestir þeirra, sem eru nokkurn veginn alls gáðir, eru með vinkonur sínar, sem þeir þurfa að skila heim. Þeir eru frá búgörðum, sem eru dreifðir hér um kring. Afgangurinn er í svipuðu ástandi og Conway. Það væri skynsamlegast af yður, að aka sjálf heim. — Þá er ekki um annaðað ræða, sagði hún í uppgjöf. — Ég held, að Dick hafi lagt bilnum ofar í götunni. Þvi fyrr, sem ég kemst af stað, því betra. Það er eins og rigningin sé að aukast. — Ég skal koma með þér og vísa þér rétta leið, en ég 9. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir ld. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugreinar dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barn- anna 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Kreutzersónata” eftir Leo Tolstoj. Sveinn Sigurðsson þýddi Árni Blandon Einarsson les (3). 15.00 Miðdegistónleikar.Dom- enicoCeccarossiog Emilina Magnetti leika Prelúdiu, stef og tilbrigði fyrir horn og pianó eftir Rossini / Brux- elles-tríóið leikur Trió i Es-dúr fyrir pianó, fiðlu og selló op. 70 nr. 2 eftir Beet- hoven. André Saint-Clivier leikur ásamt kammersveit Konsert i G-dúr fyrir mandólin og hljómsveit eft- ir Johann Nepomuk Humm- el, Jean-Francois Paillard stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.10 Ctvarpssaga barnanna: „Bróðir minn, ljónshjarta” eftir Astrid Lindgren. Þor- leifur Hauksson les þýðingu sina (7). 17.30 Tonleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 Lesið i vikunni.Haraldur Ólafsson lektor talar um bækur og atburði liðandi stundar. 20.00 Sinfóniuhljómsveit ís- lands leikur i útvarpssal. Einleikari: Jónas Ingi- mundarson. Stjórnandi: Marteinn Hunger Friðriks- son. a. F jórir norskir söngv- ar eftir Stravinsky. b. Pia- nókonsert nr. 23 i D-dúr (K382) eftir Mozart. c. Fantasia um ungversk þjóð- lög fyrir pianó og hljómsveit eftir Liszt. d. d. Svita nr. 3 i D-dúr eftir Bach. 21.30 Ótvarpssagan: „Morg- unn”, annar hluti Jóhanns Kristófers eftir Romain Rolland i þýðingu Þórarins Björnssonar. Anna Kristin Arngrimsdóttir leikkona les (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dvöl. Þáttur um bókmenntir. Umsjón: Gylfi Gröndal. 22.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. K I K U B B U R Af hveriu? ekki hafa hana i lagi? FÖSTUDAGUR 9. janúar 1976 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og augiýsingar. 20.35 Kastljós.Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Guðjón Einarsson. 21.25 Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.Kanadisk teiknimynd um barnaupp- eldi. Þýðandi Stefán Jökuls- son. 21.40 Maðurinn sem minnk- aði. (The Indcredible Shrinking Man). Bandarisk biómynd frá árinu 1957. Aðalhlutverk Grant Willi- ams og Randy Stuart. Myndin telst til þess, sem nefnt hefur verið visinda- skáldskapur (science ficti- on). Scott Carey lendir i ein- kennilegri þoku, og nokkru sfðar tekur likami hans að minnka. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 22.55 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.