Tíminn - 09.01.1976, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. janúar 1976.
TÍMINN
9
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
í>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit-
stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri;;
Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla-
son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargöty,
simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðal&.træti 7, slmi 26500
— afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi, 19523. Verð j
lausasölu lír. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði.
BlaðaprentB'.ff
Hvað gera Nato
og Bandaríkin
Eftir þá atburði, sem gerðust úti fyrir Aust-
fjörðum i fyrradag, þegar brezk herskip reyndu að
sigla á bæði Tý og Þór, er það ljósar en nokkru
sinni áður, að brezk stjórnarvöld hafa markað þá
stefnu, að reyna að gera islenzku varðskipin ófær
til gæzlustarfa. Hvenær, sem er,geta hlotizt stór-
felldustu slys af þessum ásiglingartilraunum. í
samræmi við áróðursvenju Breta i styrjöldum,
reyna þeir að kenna andstæðingnum um
árekstrana og ásiglingatilraunirnar, en eftir
siðustu atburði, er það svo ljóst, að brezk stjórnar-
völd fara hér með visvitandi ósannindi, að óþarft
er að fara um það fleiri orðum.
Eftir þessa atburði er i vaxandi mæli spurthér á
landi: Er ekki orðið timabært að tilkynna brezkum
stjórnvöldum að áframhald þessara ásiglingar-
tilrauna muni leiða til heimkvaðningar sendiherra
og stjórnmálaslita? Er ekki orðið timabært að
gera Nato ljóst, að taki það ekki skýra afstöðu
með Islendingum, muni íslendingar endurskoða
afstöðu sina til þess? Og má ekki fara að minna
Bandarikin á, að íslendingar muni endurmeta
vernd þeirra, ef þau láta með öllu afskiptalaust, að
erlend herskip reyni að skemma og eyðileggja is-
lenzk varðskip á fiskimiðunum við Island?
Þessum spurningum munu íslendingar velta
fyrir sér i vaxandi mæli, ef ekkert lát verður á
ásiglingatilraunum brezku herskipanna. Þá mun
íslendingum lika ekki þykja ófróðlegt að heyra um
viðbrögð vinaþjóða okkar á Norðurlöndum og
hvort þær ætla að vera alveg hlutlausar i
styrjöldinni, sem er háð á íslandsmiðum. Hvað
ætlar t.d. danska stjórnin að gera? En rétt er að
minna á að íslendingar heyja hér ekki aðeins
styrjöld sjálfs sins vegna, heldur einnig i þágu
Grænlendinga og Færeyinga, þvi að þeir hafa ekki
minni þörf fyrir 200 milna fiskveiðilögsögu en Is-
lendingar.
Hrein nýlendustefna
Af hálfu brezkra stjórnvalda er reynt að halda
þvi fram, að íslendingar hafi sýnt ósanngirni i
viðræðum við þá. Staðreyndin er þessi: Brezku
stjórninni var tilkynnt með löngum fyrirvara, að
íslendingar væru reiðubúnir til að semja við þá um
undanþágur til veiða vegna útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar i 200 milur. Samningar um þessar
undanþágur yrðu hins vegar að byggjast á tveim-
ur meginsjónarmiðum. Annað væri það, að niður-
stöður fiskifræðinga sýndu, að draga yrði stórlega
úr þorskveiðum á íslandsmiðum næstu árin. Hitt
væri það, að forgangsréttur strandrikis væri
ótviræður til að nýta þann afla, sem skynsamlegt
væri að veiða. Siðustu kröfur Breta um að mega
veiða hér allt að 100 þús. smálesta, aðallega af
þorski, sýna, að þeir sniðganga bæði þessi sjónar-
mið. Þeir haga sér alveg eins og nýlenduveldi á
19. öld, sem lagði stund á hreina rányrkju og mat
einskis hagsmuni viðkomandi landsmanna.
Bretar fylgja nú algerri nýlendustefnu á Is-
landsmiðum. Jafnvel Danir reyndu aldrei til þess
á nýlendutimum þeirra, að kippa eins fótum undan
afkomugrundvelli Islendinga og Bretar gera nú.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Gallaghan kallaði
sendiherrann heim
Til að mótmæla pyntingum d brezkum borgara
Sheila Cassidy
FYRIR nokkru sleppti Chile-
stjórn samkvæmt kröfu
brezku stjórnarinnar enskum
kvenlækni, Sheila Cassidy, úr
fangelsi, en henni hafði verið
haldið þar í tvo mánuði án
dóms og laga. Chilestjórn taldi
sig hafa sýnt brezku stjórninni
sérstaka tilhliðrunarsemi með
þvi, að fallast á þessa kröfu
hennar. Brezki utanrikisráð-
herrann, James Callaghan,
leit hins vegar öðruvisi á mál-
ið. Eftir að Sheila Cassidy
kom heim til Bretlands skýrði
hún frá þvi, að hún hefði orðið
fyrir miklum pyntingum með-
an hún var i fangelsinu. Chile-
stjórn mótmælti þessari frá-
sögn hennar en brezk stjórn-
völd og þó sérstaklega utan-
rikisráðherrann tóku þau mót-
mæli ekki til greina.
Gallaghan ákvað að mótmæla
þeirri aðferð, sem Cassidy
hafði sætt, með þvi að kalla
heim brezka sendiherrann i
Santiago, höfuðborg Chile.
Sendiherrann, sem heitir
Reginald Seconde, dvelst enn
heima i Bretlandi og er enn al-
veg óráðið hvenær hann snýr
til Chile aftur. Það mun jafn-
vel hafa komið til orða, að
stjórnmálasambandinu verði
alveg slitið vegna þessa at-
burðar. Sendiherra Chile i
London dvelst þar enn, en að
sjálfsögðu mun stjórn hans
kveðja hann heim, ef brezki
sendiherrann verður ekki lát-
inn fara til Santiago aftur.
ATBURÐUR sá, sem hér
ræðir um, er i stuttu máli
þessi: Sheila Cassidy sem er
37ára gömul, fór til Chile fyrir
fjórum árum og vann þar á
spitala um skeið, en gekk
siðan I þjónustu sérstakrar
mannúðarstofnunar, sem er
starfrækt undir leiðsögn
katólsku kirkjunnar. Hún
hafði ekki haft nein afskipti
af stjórnmálum þar, og hugur
hennar hafði helzt stefnt að
þvi, að hún gengi I klaustur.
Hinn 18. október siðastliðinn
sneri prestur sem hún þekkti,
sér til hennar og bað hana að
hjálpa særðum manni, sem
ekki gæti farið á spitala, þvi að
hann væri pólitiskur flótta-
maður. Sheila Cassidy varð
við þessari beiðni, og fór með
prestinum á fund hins særða
manns, Gutierres að nafni.
Hún veitti honum nauðsynlega
læknisiijálp og heimsótti hann
svo öðru hverju næstu daga.
Hinn 1. nóvember hafði lög-
reglan fengið nasasjón af
þessum ferðum hennar og var
hún þá handtekin. Fyrst var
hún stranglega yfirheyrð og
greip hún þá til þess ráðs að
segja ósatt. Það varð fljótt
uppvist, og var þá gripið til
enn strangari aðgerða og þeg-
ar þær dugðu ekki, var gripið
til hryllilegustu pyntinga og
var aðallega beitt rafmagns-
tækjum. Eftir tólf tima
pyntingar lét hún að lokum
undan og gaf lögreglunni bæði
upp nafn prestsins og dvalar-
stað hins særða manns. Það er
hins vegar ekki upplýst,hvort
lögreglunni hefur tekizt að
hafa hendur i hári þeirra, þvi
að ef til vill hafa þeir frétt af
handtöku Cassidys i tæka tið.
Sheila Cassidy skýrði strax
frá þvi við heimkomuna til
Bretlands, hvaða meðferð hún
hefði sætt i fangelsinu. Eftir
að brezk stjórnvöld töidu sig
hafa sannprófað, að frásögn
hennar væri rétt, ákvað
Gallaghan utanrikisráðherra
að kalla brezka sendiherrann i
Santiago heim, eins og áður
segir. Chilestjórn hefur mót-
mælt þessu, og hafa nokkrir
brezkir ihaldsþingmenn tekið
undir þau mótmæli þeirra, þar
sem Cassidy hafi gerzt brotleg
við lög i Chile með þvi, að
veita umrædda læknishjálp.
Margir hafa hins vegar orðið
til að verja hana. Viðbrögð
hennar sjálfrar hafa orðið
þau, að hún segist nú staðráð-
in i þvi að ganga i klaustur.
ÞAU viðbrögð Gallaghans
utanrikisráðherra, að kalla
sendiherrann heim, þykja
yfirleitt vera i samræmi við þá
venju, sem skapazt hefur
undir likum kringumstæðum.
Þótt segja megi.að
heimkvaðning sendiherrans
sé aðallega formsatriði, felst i
henni ein hin sterkustu dipló-
matisku mótmæli, sem til
greina geta komið.Vist er lika
að heimkvaðning sendiherr-
ans hefur vakið stórum meiri
athygli á þessum atburði en
ella. Hann gerist lika á tima,
sem getur gert hann áhrifa-
meiri en ella. Chilestjórn á
ekki aðeins öllu meira i vök að
verjast en áður, heldur virðist
vera kominnupp ágreiningur
innan hersins. Samkvæmt
fregnum, sem taldar eru
byggjast á allgóðum heimild-
um, hafa nokkrir herforingjar
i Chile myndað með sér sam-
tök, sem krefjast breyttra og
fr jálslegr.i stjórnarhatta.
Það er jafnvel talið ekki
ósennilegt með öllu, að þar
verði bráðlega mynduð ny
stjórn, sem verði ekki ein-
göngu skipuð hershöfðingjum,
en nú gegna hershöfðingjar
öllum helztu ráðherraembætt-
um i Chile.
Þ.Þ.
James Gallaghan.