Tíminn - 09.01.1976, Blaðsíða 19
Föstudagur 9. janúar 1976.
TÍMINN
19
Valtir veldisstólar veröa á dagskrá sjónvarpsins n.k. sunnudagskvöld. I undanförnum þáttum hafa leik-
ararnir Charles Kay og Gayle Hunnicutt vakiö veröskuldaöa eftirtekt i hlutverkum rússnesku keisara-
hjónanna, Nikulásar og Aiexöndru.
0 Jóhannes
greiða veg Jesú Krists (sbr. orð
Jesú iMatt. 11,10), hafi fyrir anda
sinn hvatt Jóhannes Skirara til að
senda lærisveina sina
með áður greinda spurningu til
Jesú, til þess beinlinis, að svar
Jesú yrði bókað i helgum ritning-
um Nýja testamentisins og til
þess að frásögnin yrði lika til
þess, að þeir, sem læsu um áður
greind kraftaverk Jesú, tryðu, að
Guð hefði sent hann. Það var ærin
ástæða fyrir sendiförinni. Og það
er mittálit, að svo fjölmargir hafi
öðlazt trúarstyrkingu af að heyra
og lesa þessa frásögn af
kraftaverkum Jesú, sem hann
talaði um við lærisveina Jóhann
esar, að það hafi verið fullnóg
ástæða til þess, að Guð, fyrir sinn
heilaga anda hvatti Jóhannes
skirara til að senda lærisveina
sina til Jesú með áður greinda
spurningu —en ekki sé ástæða til
að tala um neinar efasemdir Jó-
hannesar skirara um Jesú á
nokkurn hátt, án allra raka. Þvi
að það eru engin rök, þó að ein-
hverjir háskólagengnir menn —
eða hverjir aðrir sem væru —
héldu, að i sporum Jóhannesar
skirara myndu þeir sjálfir ekki
hafa sent til Jesú nema sjálfs sins
vegna vegna eigin efasemda, með
þá spurningu, sem Jóhannes
skirari sendi lærisveina sina með
til Jesú. Það virðist lika liggja
miklu nær að halda, að læri-
sveinar Jóhannesar skirara hafi
átt greiða leið til þess að sjá svo
um, að lærimeistari þeirra, Jó-
hannes, þyrfti ekki að liða hinn
minnsta skort á góðum
fæðuefnum, ef þeirra aðstoð hefði
þurft til þess, alveg eins og
Jóhannes gat kallað til sin tvo af
þeim til að senda þá til Jesú. Og
reyndar má bæta þvi við, og alveg
eins og tekið er fram i Postula-
sögunni i Nýja testamentinu 24.
kafla, 23. grein, að Felix land-
stjóri hafi lagt svo fyrir, að ekki
skyldi meina neinum af vinum
Páls postula að veita honum
þjónustu. Páll var þarna án saka i
haldi h já Felix landstjóra — alveg
eins og Jóhannes skirari var i
fangelsi, ekki af þvi að hann væri
afbrotamaður, heldur af þvi að
hann hafði sagt, að Heródes
,,mætti ekki eiga hana”, það er
Heródias, konu bróður hans, og
taka hana sér fyrir konu (saman-
ber III Mósebók, 20,21). Páll
postuli varð ekki miður sin i
trúnni og traustinu á Guði, þrátt
fyrir óskaplegan sjóhrakning
(sem lesa má um i 27. kafla i
Postulasögunni), þótt hann hefði
ekki neytt matar þá i allnokkra
daga.
En hvers á þá Guð að gjalda, ef
menn vilja halda fram, að Guð,
sem „sendi” Jóhannes til að skira
(samanber Jóh. guðspj., 1,33),
sem hlaut þó að vera þess megn-
ugur að láta Jóhannes skirara
halda heilum sönsum ogviti,en —
eftir þvi sem ýmsir virðast óbeint
eöa beint halda fram — virðist
ekki vera talinn hafa hirt um að
viðhalda minni Jóhannesar skir-
ara — og á ég þar við að gefa
Jóhannesi að muna það, sem
Jóhannes hafði fengið vitneskju
um frá Guði, að Jesús væri ,,það
Guðs lamb, sem burfber heims-
ins synd”, þ.e.a.s. endurlausnari
syndugra manna, samkvæmt
ritningunum? Hvernig ætti að
standa á þvi, ef Guð hefði tekið
frá Jóhannesi skirara þessa
vitneskju, sem Jóhannes talaði
um við Jórdan, þegar hann þar
benti á Jesúm Krist og sagði:
,,Sjá það Guðs lamb, sem burt ber
heimsins synd”?
Ekki dettur mér i hug, hvað
sem háskólamennirnir sumir
hugsa — eða segja i hugsunar-
leysi — að Guðs andi hafi eitt
augnablik vikið frá Jóhannesi
skirara og að af þeim sökum hafi
skirarinn gleymt þvi, sem hann
vissi, er hann var við Jórdan og
benti á Jesúm Krist, að Jesús
Kristur var ,,það Guðs lamb, sem
burt ber heimsins synd”, þ.e.
endurlausnari syndugra manna
með fórnardauða sinum, sem
spáð var fyrir um ,,i hinum spá-
mannlegu ritum”.
Nei, sannarlega er engin
ástæða til að ætla, að Guð hafi
sleppt hendi sinni af Jóhannesi
skirara, þótt Jóhannes væri i
fangelsi, og að öllum likindum vel
haldinn um alla meðferð og að-
búnað þar.semkvæmt framanrit-
uðu, og látið hann þannig ruglast i
áður fullvel vitaðri ráðsályktun
Drottins Guðs, samkvæmt köllun
oglika fyrirheitum Guðs i helgum
spádómum Gamla testamentis-
ins.
Ég vildi óska, að Guð gæfi öll-
um „þjónandi” klerkum
evangelisk-lútersku kirkjunnar á
Islandi skýrleiksanda, þegar sú
stétt manna fer væntanlega á
föstunni i kirkjum landsins að
tóna, og lika segja fram án þess
að tóna, orðin þessi: ,,Sjá það
Guðs lamb, sem burt ber heims-
ins synd” — með viðeigandi
endurtekningum — svo að þeir
sneru við blaðinu, sem taláð hafa
um efasendir Jóhannesar skirara
um Krist. Þvi fullyrðingar um
efasemdir Jóhannesar skirar,
sem oft hafa heyrzt — með mis-
munandi áherzlu þó — eru svo
sannarlega i þeim flokki fullyrð-
inga, sem hver einasti hæsta-
réttardómari hlýtur að visa frá
sem rökstuðningslausum og
ómerkum, ef fram væru bornar
sem vera skyldu þær rök til
sóknar eða varnar fyrir rétti, i
einhverju máli.
Ef einhver skyldi halda, að af
þvi að ég er utanþjóðkirkjumaður
(hef verið það i nær 50 ár) sé ég
fremur að deila á framkomu
sumra presta þjóðkirkjunnar i
ræðum i útvarpi, þá er það ekki
rétt. Utanþjóðkirkjumenn (fáir)
hafa gert tilraunir til að lasta
framkomu Abrahams spámanns
Guðs, Tarasonar. Hef ég reynt að
koma þarleiðréttingum við, og að
ég tel með nokkrum árangri.
Vænti ég, að áfram haldi þær
leiðréttingar frá mér.
1 Guðsfriði.
ólafur Tryggvason
frá Kothvammi.
0 Angóla
en tvær klukkustundir, þó að upp-
haflega hefði verið gert ráð fyrir
þvi, að þeir yrðu tvo daga að
undirbúa leiðtogafundinn.
Utanrikisráðherra Eþiópiu
sagði á ráðherrafundinum i gær,
að niðurstaða leiðtogafundarins,
sem haldinn verður um helgina,
gæti breyttmiklu um sögu Aíríku.
,,Ef okkur .mistekst,” sagði
ráöherrann, „munum við skrifa
sögu, sem komandi kynslóðir i
Afriku munu skammast sin
fyrir.”
Athugasemd
Timanum hefur borizt eftirfar-
andi frá Hilmari Vilhjálmssyni:
,,Ég fer þess vinsamlega á leit við
yður að þér birtið eftirfarandi
yfirlýsingu i blaði yðar svo fljótt
sem við verður komið, þó svo að
tilefni hennar sé ekki vegna
skrifa i blaði yðar.
Að gefnu tilefni vilég taka fram
eftirfarandi:
011 hlutabréf Cudoglers h/f eru
i m'inni eigu og f jölskyldu minnar.
Um aðra eigendur er ekki að ræða
og eru þvi ágizkanir um utanað-
komandi hluthafa og stjórn-
armenn staðlausir stafir.
Húseignin Skúlagata 26 er eign
Skjólgarðs h/f, og hefur sú eign
ekki verið boðin til sölu sam-
kvæmt upplýsingum stjórnarfor-
manns Skjólgarðs h/f.”
Fundir um sjávarútvegsmál
Vestfirðingar.
Fundir um málefni sjávarútvegs verða
haldnir á Bildudal kl. 14.00 laugardaginn 10.
jan. Patreksfirði kl. 16.00 sunnudaginn 11.
jan. Tálknafirði kl. 21.00 sunnudaginn 11. jan.
Fleiri fundir auglýstir siðar. Allir velkomnir.
Steingrimur Hermannsson.
Viðtalstímar
alþingismanna
og
borgarfulltrúa
Framsóknarflokksins
Kristján Benediktsson borgarfulltrúi verður til viötals á skrif-
stofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18 laugardaginn 10.
janúar frá kl. 10 til 12.
Bílddælingar, nærsveitamenn
Samband ungra Framsóknarmanna, kjördæmissamband Fram-
sóknarmanna á Vestfjörðum og Framsóknarfélagið á Bildudal
gangast íyrir félagsmálanámskeiði i Félagsheimilinu á Bildu-
dal, sem hefst föstudaginn 9. jan. kl. 21.00.
Leiðbeinandi verður Heiðar Guðbrandsson, form. verkalýðs- og
sjómannalélags Álftfirðinga, Súðavik. Námskeiðið er öllum op-
ið.
Hádegisverðar
fundur
FUF i Reykjavik heldur hádegisverðarfund i Klúbbnum laugar-
daginn 10. janúar og hefst hann kl. 12. Gestur fundarins verður
Freysteinn Jóhannsson ritstjórnarfulltrúi á Timanum. Félagar
fjölmennið og takið með ykkur gesti.
Stjórnin.
Kanarí-
eyjar
Þeir sem áhuga hafa á ferðum til
Kanarieyja (Teneriffe) i febrú-
ar, gefst kostur á ferð hjá okkur
19. febrúar (24 dagar).
Góðar íbúðir, góð hótel. $érstak-
ur afsláttur fyrir flokksbundið
f ramsóknarfólk.
örfá sæti laus. Þeir, sem eiga pantaða miða, en hafa ekki
staðfest pöntun sina með innborgun eru beðnir um að gera það
strax, að öðrum kosti eiga þeir á hættu að missa af ferðinni. Haf-
ið samband við skrifstofuna að Rauðarárstig 18, simi 24480.
VIKULEGAR HRAÐFERÐIR
EINNIG REGLUBUNDNAR FERÐIR
Fró NORFOLK
WESTON POINT
KRISTIANSAND
HELSINGBORG
GDYNIA
VENTSPILS
VALKOM
Frá ANTWERPEN
- FELIXSTOWE
- KAUPMANNAHÖFN
- ROTTERDAM
- GAUTABORG
- HAMBORG
mánudaga
þriójudaga
þriájudaga
þriójudaga
mióvikudaga
fimmtudaga
FERÐIR FRÁ ÖÐRUM HÖFNUM EFTIR
FLUTNINGSÞÖRF