Tíminn - 09.01.1976, Side 2
2
TÍMINN
Föstudagur 9. janúar 1976.
Áramótaskaupið kostaði
tæpar fimm milljónir
Frumvarp um heimild
til virkjunar Blöndu
tilbúið á næsfunni
MÓ-Reykjavik. — Ég tel nauö-
synlegt að marka ákveöna
stefnu i orkumálum, og því legg
ég áherzlu á aö frumvarp um
heimild til rikisstjórnarinnar aö
ráöast i virkjun Blöndu veröi
samþykkt á Alþingi i vetur,
sagöi Gunnar Thoroddsen, iön-
aöarráöherra I viötali viö Tim-
ann I gær.
— Þaö er verið aö vinna aö
þessu frumvarpi á vegum iön-
aðarráðuneytisins, og veröur
þvi verki lokiö innan skamms.
Meö frumvarpinu mun fyigja it-
arleg lýsing á hugsaniegri
Blönduvirkjun og samanburöur
á henni viö aörar hugsanlegar
virkjanir. Eftir aö slfkt frum-
varp hefur veriö samþykkt,
veröur hægt að fara aö vinna að
þvi af fullum krafti aö ljúka
nauðsynlegum rannsóknum,
og áætianagerö.
— Virkjun Blöndu er einn af
hagkvæmustu virkjunarmögu-
leikum okkar og ég tel mikil-
vægt aö ráðast i svo stóra virkj-
un utan jarðeldasvæða, sagði
ráðherrann. — Jarðhræringarn-
ar siðustu daga hafa sýnt okkur
enn einu sinni hve mikil nauð-
syn það er að hafa ekki öll okkar
orkuver á jarðeldasvæðum.
Einnig er mikið öryggi i að hafa
stórar virkjanir sina i hverjum
landshluta. Það gefur betri nýt-
ingu, þviað rennsli vatnsfalla er
mjög mismunandi eftir árstim-
um. Þvi myndi virkjun i Blöndu
einnig þýða aukið öryggi fyrir
Suðurland.
— Nú veröa mikil spjöll á
beitarlöndum á Auðkúlu-og Ey-
vinda rsta ða heiöum vegna
Blönduvirkjunar. Hvernig
veröa bændum bætt þau spjöil,
og hvað veröur gert til að
tryggja aö þeir geti áfram búiö
á jörðum sinum?
— Það hafa farið fram miklar
viðræður við heimamenn um
hugsanlegar bætur. Hjá þeim
hefur komið fram, að eitt aðal-
áhugamálið er að bætur fyrir
umrætt land verði ekki greiddar
i eitt skipti fyrir öll i peningum,
heldur vilja landeigendur að
bæturnar verði fyrst og fremst
greiddar i raforku, og telja
menn að slik raforkuhlunnindi,
sem fylgi jörðunum, muni
stuðla að þvi að halda þeim i
byggð.
Það hefur verið talið eðlilegt
að gangast inn á þetta sjónar-
mið, og nú upp á siðkastið hefur
verið talað um að virkjunin léti
eigendum þessa lands i té allt að
1200 kilówött til samans. Þessu
myndu siðan sveitarfélögin, eða
upprekstrarfélögin, skipta milli
býlanna. Ennfremur hefur verið
rætt um að græða upp land i stað
þess, sem undir lónið færi.
Rannsóknarstofnun landbúnað-
arins hefur verið þar með i ráð-
um og telur vel gerlegt að græða
jafnstórt og jafngott land á
skömmum tima.
— Nú eru Héraösvötn I
Skagafiröi einnig utan jaröelda-
svæöanna. Telur ráöherrann aö
ekki komi alveg eins tii greina
aö virkja viö Villinganes i
Skagafiröi?
— Athuganir hafa verið gerð-
ar á virkjun við Villinganes, og
telur Orkustofnun, að orka frá
þeirri virkjun yrði 40% dýrari
en frá Blönduvirkjun. Benda má
á, að Fjórðungsþing Norðlend-
inga samþykkti á Raufarhöfn i
sept. sl., að þingið treysti þvi að
staðarval orkuvers á Norður-
landi vestra veröi byggt á hag-
kvæmnigrundvelli. Svipað
kemur einnig fram I mörgum
öðrum ályktunum, sem gerðar
hafa verið um virkjun á Norður-
landi vestra. En vafalaust verða
Jökulárnar i Skagafirði virkjað-
ar á sinum tima.
— Hvernig verður orka frá
Blönduvirkjun nýtt?
— Verði samþykkt heimild til
virkjunar Blöndu er mörkuð á-
kveðin stefna til að vinna eftir.
Þá er hægt að fara aö vinna af
fullum krafti að þvi að gera á-
ætlanir um hvernig orkan verði
nýtt. Norðurland er eitt þeirra
landsvæða, sem verið hafa i
orkusvelti um langan tima. Það
hefur staðið iðnfyrirtækjum
fyrir þrifum. Komi stórt og ör-
uggtorkuverá Norðurlandi, þar
má byggja upp öflugan iðnað.
Það eflir alla byggð þar veru-
lega.
— En að lokum, ráöherra,
hver verður nú framgangur
máisins?
— Ég hef kynnt málið i rikis-
stjórninni, og þegar frumvarpið
er tilbúið, verður tekin ákvörð-
un um hvort það verður flutt
sem stjórnarfrumvarp.
SJ-Reyk javfk. — Kostnaðurinn
við áramótaskaup Sjónvarpsins
veröursennilega um 4,9 miiljónir,
sagöi Magnús Bjarnfreösson
starfsmaður Sjónvarpsins I
viðtali við Timann. Þar af er út-
iagður kostnaöur um 1.7 milljón,
en 3,2milljón er hlutur þessa dag-
skrárþáttar i föstum kostnaði viö
sjónvarpiö, þ.e. manntimum, af-
skriftum á tækjum o.s.frv.
— Ég vil taka það fram, að
starfsfólk sjónvarpsins hefði
veriö á kaupi hvort sem þessi
þáttur hefði verið tekinn upp eða
ekki, og tæki og upptökusalir
kosta sitt, jafnvel þá daga sem
þeir standa ónotaðir, sagði
Magnús Bjarnfreðsson til skýr-
ingar, en mörgum finnsttala eins
og tæpar fimm milljónir óheyri-
lega há, þegar um gerð eins sjón-
varpsþáttar er aö ræða, jafnvel
þótt fluttur sé á gamlárskvöld.
Að sögn Magnúsar er kostnaður
við gerð sjónvarpsefnis tviþættur.
Annars vegar er útlagður kostn-
aður, sem er mjög misjafn i ein-
stökum tilvikum allt frá þvi að
vera enginn, eða mjög litill, up p i
háar upphæðir. Hins vegar er
hlutur hvers þáttar i föstum
kostnaði, svo sem áður var lýst.
Útlagði kostnaðurinn fyrir ára-
mótaskaupið að þessu sinni skipt-
istþannig,að 1.350.000 u.þ.b. voru
greiðslur til fólks, sem kom fram
i þættinum, samdi hluta hans eða
lék á hljóðfæri o.þ.h. Hráefni i
leikmynd kostaði um 300.000.
Ýmiss kostnaður nemur um
50.000 kr.
Atriöi I áramótaskaupi sjónvarpsins.