Tíminn - 09.01.1976, Qupperneq 3

Tíminn - 09.01.1976, Qupperneq 3
Föstudagur 9. janúar 1976. TÍMINN 3 Aðeins einn skjálfti fannst í AAývatnssveit Baldur hélt úr höfn í morgun í gærdag — borhola við Kröflu spýtti af sér lokanum Gsal-Reykjavik — Hið nýja varð- skip Landhelgisgæzlunnar, skut- togarinn Baldur, hélt úr höfn i Reykjavik i morgun. Að sögn Landhelgisgæzlunnar mun Bald- ur ekki halda til gæziustarfa næstu daga, heldur sinna ýmsum öðrum verkefnum, sem Land- helgisgæzlan þarf að inna af hendi. Þó mun ekki líða á löngu þar til Baldur mun bætast í hóp varðskipanna úti fyrir Austfjörð- um. Skipherra á nýja varðskipinu er Höskuldur Skarphéðinsson, fyrrum skipherra á Arvakri, og enn fremur er áhöfn Baldurs aö mestu leyti skipuð þeim mönnum, sem áður voru á Arvakri. Timinn spurðist fyrir um það hjá Land- helgisgæzlunni i gær, hver tæki við starfi skipherra á Arvakri, og fékk þau svör, að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það enn. Mó-Reykjavik. — Jón Illugason oddviti sagði i viðtali við Timann, að ekki hefði fundizt nemaeinri’ kippur i Mývatnssveit i gær. Vatnsborð við Voga hefði hins vegar hækkað um 1 sm á sólar- hring siðustu þrjá sólarhringana. Að sögn Sigurjóns Rists vatna- mælingamanns er unnið að þvi að kanna orsakir þessarar hækkun- Kristján Sæmundsson jarð- fræðingur ferðaðist töluvert um i Mývatnssveit i gær, og varð hann ekki var við neinar breytingar, nema þá helzt við Leirhnúk. Stærsta borholan við Kröflu sprengdi af sér loka i gær og er nú talsvert rennsli úr henni. Þá hefur þrýstingur i nýju holunni i Bjarnarflagi aukizt verulega og er þrýstingurinn nú 80 kg á fer- sentimetra, en var áður 50 kg á fersentimetra. Að sögn Karls Ragnars verkfræðings hjá Orku- stofnun er ekki hægt að álita ann- að en breytingar þessar stafi af jarðhræringunum, enda hafa ekki slikar breytingar komið fyrr en þær byrjuðu. Væri vissulega tölu- verð hætta á að þessi hola sprengdi einnig af sér loka. Þá má minna á að stuttu eftir að jarðskjálftarnir byrjuðu datt þrýstingurinn niður i einni bor- holunni við Kröflu. ar. BREZK FREIGÁTA HINDRAR ÍSLENZKT RANNSÓKNASKIP Bretarnir virðast ganga út frá því, að sérhvert skip, sem kemur í námunda við þá, sé gæzluskip BH-Reykjavik. — Brezka freigát- an Andromeda tók upp á þvi á átt- unda timanum i morgun að þvæl- ast fyrir okkur, reyna að beina okkur út af settri stefnu okkar, og veitti okkur siðan eftirför góða stund, þrátt fyrir að þeim mætti ijóst vera, að um væri að ræða rannsóknaskip en ekki gæzluskip eins og þeim hafði verið bent á. Þannig komst Hjálmar Vil- hjálmsson, leiðangursstjium borð I hafrannsóknaskipinu Árna Frið- rikssyni, að orði, þegar Timinn ræddi við hann i gærkvöldi. Undirstrikaði Hjálmar greini- lega, að brezki flotinn á Islands- miðum virtist ganga út frá þvi, að sérhvert skip sem kæmi i nám- unda við þá, væri gæzluskip. — Það sem mestu máli skiptir og er þyngst á metunum i þessu sambandi er það, að nú skuli BPBÉ—---------------- ' íí' ' ''/ - ‘f< ° ' f A m Rannsóknaskipið Arni Friðriksson Samstarfsnefnd sjómanna kölluð saman að nýju SAMSTARFSNEFND sjómanna < hefur afhent forsætisráðuneytinu lista með nöfnum 120 áhafna fiskiskipa eöa alls um 1500 manna, auk 42 manna, sem sátu fund I Sjómannafélagi Grindavik- ur fyrir fáum dögum. Vilja sjó- menn með þessu mótmæla seina- gangi þeim, sem þeir telja að sé á endurskoðun sjóöakerfis sjávar- útvegsins, en eitt þeirra skilyrða, sem sjórrienn settu fyrir þvi að róðrar hæfust aö nýju 26. okt. sl., var að niðurstöður endurskoðun- ar lægju fyrir um mánaðamótin nóv.-des. sl. Sú varð ekki raunin á, og þvi hafa sjómenn kallað saman sam- starfsnefndina að nýju, og er henni ætlað að taka ákvörðun um næsta þátt málsins. Þeir Sigurpáll Einarsson og Guðmundur Jónsson, sem sæti eiga i samstarfsnefndinni, sögðu I viðtali við Timann i gær, að undirskriftalistar þeir, sem af- hentir voru forsætisráðuneytinu i gær, væru aðeins sýnishorn til þess að sýna afstöðu sjómanna, þvi að enn væru margir listar ó- komnir hvaðanæva af landinu. Bretinn vera farinn að hindra siglingar skipa um þessi blessuð úthöf, sem hann hefur talað svo fjálglega um að þykjast vilja virða. Þaðmá öllum ljóstvera, að við höfum ekki sýnt af okkur nokkurn skapaðan hlut, sem likja mætti við áreitni. Leið okkar lá algerlega af tilviljun i gegnum togarahópinn. Að öðru leyti sagðist Hjálmari Vilhjálmssyni svo frá atburðum: — Á áttunda timanum i morg- un vorum við staddir um 40—45 milur norður af Hraunhafnar- tanga, þegar við komum að hópi brezkra togara, og það skipti eng- um togum, að freigátan Andro- meda kom undireins á vettvang og upp að okkur. Siðan var beint að okkur ljóskastara. Svo i birt- ingu i morgun fóru þeir að vesen- ast i okkur og reyna að koma i veg fyrir að við gætum haldið stefnu okkar. Við fórum okkur rólega, það var veltingsskratti, en þetta gekk svona i einar fim.m milur austur á við, og þá vorum við orðnir leiðir á þessu. Svo að við kölluðum upp varðskip og klöguð- um þetta háttalag Andromedu. Varðskipið hafði umsvifalaust samband við Andromedu og út- skýrði málin. Þeir sögðust hafa haldið, að við værum gæzluskip, og kváðu okkur hafa sagt það! Þetta er náttúrlega fráleitt, við ræddum ekkert við þá, en vissum hins vegar af þvi, að tvær freigát- ur voru eitthvað að tala saman, þegar togari kallaði til þeirra og tilkynnti, að okkar skip væri gæzluskip. Annað höfðu þeir nú ekki fyrir sér. — En þeir hafa þá látið af þvi að bekkjast við ykkur? — Já, þeir lofuðu fyrst öllu fögru og hættu að snúast i kring- um okkur. En þeir eltu okkur góða stund, i hálfrar milu fjar- lægð, þangað til við vorum komn- ir vel út fyrir togarahópinn. Dregið hjá DASí gær 1 GÆR var dregið i happ- drætti DAS. Hæsti vinningur — ibúð að verðmæti 2 milljónir króna — kom á miða númer 12903. Næst- hæsti vinningurinn, sem var bllvinningur að upphæð ein milljón, féll á miða nr. 6689. BHavinninga að verðmæti hálf milljón króna fengu eftirtalin númer: 52100 — 22965 — 21310 — 54344 — 63131 — 26928 — 12110. (Birt án ábyrgðar) Engin loðna ennþá BH-Reykjavik. — Loðnuleitin á Arna Friðrikssyni hefur enn engan árangur borið, enda leiðindaveður á þeim slóðum, þar sem rannsóknaskipiö hefur aðallega haldið sig, en það er djúpt út af Langanesi i stefnunni norð-norðvestur. Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangursstjóri um borð i Arna Friðrikssyni, tjáði Timanum i gærkvöldi, að skipið, sem hafði verið i land- vari vestur af Melrakkasíéttu, hefði haldið út um hálftvöleytið i fyrrinótt og stefnt i NNA út fyrir landgrunnið. Hefði verið leitað að loðnu i stefnunni suðaustur meðfram kantinum og upp á hann þangað til komið hefði verið norðaustur af Langanesi. Kvað Hjálmar leiðindaveður á leitarsvæðinu, og ekkert hafa fundizt. Hinsvegar byggist hann við skánandi veðri, og myndu þeir leita betur á þessu svæði, þótt þeir dokuðu við, þar sem þeir væru núna, um 50 sjómilur undan landi, meðan veðrið væri að ganga niður. Kvaðst hann búast við, að þeir héldu i suð- vestur, upp á kantinn til að byrja með, en siðan snúa i norð- austur. Hjálmar Vilhjálmsson DAGBLAÐID BAUD AÐSTOD AÐ STÖDVA ALÞÝÐUBLADP! REYKJAPRENT TEKUR VID REKSTRI ALÞÝÐUBLADSINS FJ-Reykjavik. -r Það er rétt aö þaö komi fram, aö Dagblaöiö geröi Alþýöublaöinu tilboö, sem fól i sér, aö viö legöum Alþýöu- blaöiö niöur og létum Dagblaöinu eftir aöstööu okkar I Blaöaprenti, sagöi Sighvatur Björgvinsson, ritstjóri Alþýöublaösins, I viötali viö Timann I gær. Samningar hafa nú tekizt viö Reykjaprent hf., útgáfuaöila Visis, um aö Reykjaprent annist rekstur Alþýöublaösins, og kom Alþýöu- blaöiö út aö nýju i gær. Sighvatur sagði, að Reykjaprent tæki viö rekstri Alþýðublaðsins skuldlausum, en hins vegar hefði orðið samkomu- lag milli Reykjaprents og Blaös hf., sem siðast gaf Alþýðublaðið út, að Reykjaprent greiddi ákveðna hluti fyrir Blað hf., aðal- lega gjöld til Blaðaprents, en Blað hf. afhenti Reykjaprenti á móti reikninga desembermánaðar til innheimtu. Endanlegt uppgjör færi svo fram siöar, en Reykja- prent hæfi nú rekstur Alþýðu- blaðsins á núlli. Aðspuröur um það, hvort hann væri að láta af ritstjórn Alþýðu- blaðsins, kvað Sighvatur svo vera, en þaö stæði á engan hátt i sambandi við þessa breytingu á rekstri Alþýðublaðsins, enda hefði hann veriö annar tveggja samningamanna i samningum við Reykjaprent. Hins vegar hefði hann á sl. hausti tilkynnt, að hann gæti ekki sinnt ritstjórastarfinu með þingmannsstarfi sinu, en dregizt á aö halda áfram þar til nýr ritstjóri væri fundinn. Ihaus Alþýðublaðsinsigærvar Alþýðuflokkurinn skráður útgef- andi Alþýðublaðsins og Reykja- prent hf. rekstraraöili.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.