Tíminn - 09.01.1976, Side 6
6
TÍMINN
Föstudagur 9. janúar 1976.
Forystumenn samninganefnda vinnuveitenda og Alþýöusambandsins á fundi meö rikissáttasemjara i gær. Myndin er tekin, er vinnuvcitend-
ur lögðu fram tillögur sinar. Timamynd: Róbert
Tillögur Vinnuveitendasambands íslands
og Vinnumálasambands Samvinnufélag-
laun, þ.e. útborgað kaup. Skil-
greining á þvi, hvað séu
vinnulaun verði skv. lögum og
reglugerðum um launajöfnun-
arbætur.
16. Samið verði um, að ekki verði
greitt kaup fyrir 2-3 fyrstu
dagana i veikindatilfellum,
sem vara skemmri tima en
tvær vikur. Greiðsla miðist
við dagvinnukaup, enda verði
greiðslutimabil lengt I veik-
indatilfellum. Greiðslur þess-
ar komi að öllu leyti i stað
ákvæða um veikindarétt i lög-
um nr. 16 frá 1958.
17. Samræmd verði friðinda-
ákvæði varðandi yfirvinnu.
Aldrei verði greidd nætur-
vinna auk dagvinnukaups
næsta dag, nema fyrir þá
tima, sem vantar upp á að
samningsbundinni lágmarks-
hvild sé náð.
18. Aukahelgidögum verði fækk-
að.
19. Samningar um kaup og kjör
iðnnema verði endurskoðaðir.
E. Umbætur i
verkmenntunar-
og öryggismálum.
anna til breytinga á samningum
BH-Reykjavik.— Vinnuveitenda-
samband tslands og Vinnumála-
samband Samvinnufélaganna
lögðu fram á sáttafundi meö
samninganefnd ASt og sátta-
semjara i gær tillögur sinar til
breytinga á samningum. Fara
tillögurnar i heild hér á eftir:
A. Almenn ákvæði.
1. Samið verði samtimis um öll
ágreiningsatriði, svo að ekki
komi til staðbundinna verk-
falla einstakra starfshópa eða
starfsgreina.
2. Kjarasamningar skyldra fé-
laga verði samræmdir i heild-
argrunnsamning, sem gildi
fyrir landssamböndin sameig-
inlega. Sérákvæði einstakra
félaga verði viðbót við slikan
samning.
3. Samningstimi verði til 1. júli
1978 og verði um kaupbreyt-
ingar að ræða, komi þær til
framkvæmda i áföngum.
B. Um ákvæðis- og
bónusstörf.
4. Þegar verði hrundið i fram-
kvæmd könnun þeirri, sem
Kjararannsóknanefnd átti að
gera á ákvæðis- og bónus-
vinnu. t öllum starfsgreinum,
þar sem unnin er ákvæðis-
vinna, verði skylt að skila
timaskýrslum. Jafnframt
verði unnið að þvi að koma á
gæðamatskerfi, þar sem unn-
in er ákvæðis- og bónusvinna.
5. Gerður verði sérstakur samn-
ingur, er komi I stað ákvæða i
Norður- og Austurlandssamn-
ingum um ákvæðisvinnu við
losun og lestun skipa. Skal við
það miðað, að samningurinn
nái til allra þeirra staða, þar
sem unnið hefur verið i
ákvæðisvinnu við þessi störf
eftir sömu eða svipuðum töxt-
um og samningur Norður- og
Austurlands segir til um.
C. Um ýmis
hagkvæmnisatriði.
6. Samið verði um almennar
heimildir vinnuveitenda til að
taka upp vaktafyrirkomulag i
rekstri sinum. Vaktaálag
verði ákveðið samkvæmt föst-
um fyrirfram settum reglum.
7. Gerður verði rammasamn-
ingur um vinnu við stórfram-
kvæmdir, þar sem m.a. verði
samið um samræmdan vinnu-
tima allra stétta, laun, aðbún-
að o.fl.
Forgangsréttur til starfa við
slikar framkvæmdir verði
bundinn við landssambönd
stéttarfélaga i hlutaðeigandi
starfsgreinum, en ekki tak-
markaður við félagsmenn
stéttarfélaga á þvi félags-
svæði, sem framkvæmdin fer
fram á.
8. Samið verði samkvæmt heim-
ild i orlofslögum um skiptingu
orlofs fyrir þær starfsgreinar,
sem starfa að árstiðabundn-
um verkefnum.
9. Heimilt skal að veita hádegis-
matartima á tímabilinu kl.
11:30 til kl. 13:30, þó eigi
skemmri en 30 min., og telst
hann eigi til vinnutima. Þar
sem starfsfólk hefur aðgang
að mötuneyti á vinnustað,
verði matartimar i yfirvinnu
30 minútur.
10. Samið verði um ákveðnar
greiðslur fyrir málsverði, sem
miðaðar verði við einn ákveð-
inn launataxta og breytist i
samræmi við hann.
11. Lengd kaffitima verði eins hjá
öllum starfsgreinum. Kaffi-
timi að lokinni dagvinnu falli
niður.
12. Héimilt er vinnuveitanda að
greiða kaup með ávisun eða
greiðslu inn á reikning við-
komandi starfsmanns i banka.
13. Gerður verði rammasamn-
ingur milli samningsaðila um
undirbúning og framkvæmd
kerfisbundins starfsmats.
D. Ákvæði um kaup
og kjör.
14. Samningsaðilar beiti sér fyrir
þvi, að lögum nr. 88/1971 um
40 stunda vinnuviku verði
breytt og virkur dagvinnutimi
lengdur til samræmis við það,
sem tiðkast annars staðar á
Norðurlöndum.
15. Alög á kaup verði „fryst” i
þeirri krónutölu, sem þau nú
eru i. Álög verði aldrei kú-
múlativ. Verði um kaupbreyt-
ingar að ræða, skulu þær
leggjast við núverandi vinnu-
F. Ýmsir
sérsamningar.
23. Samningi um kauptryggingu
verkafólks i fiskvinnu verði
breytt i framkvæmanlegt
horf.
24. Teknar verði upp viðræður um
endurskoðun sláturhúsa-
samninga.
G. Ákvæði til að
tryggja eðlilega
framkvæmd samninga.
25. Aðilar vinni að þvi eftir megni
að öll aðildarfélög þeirra ger-
ist aðilar að rammasamningi
heildarsamtakanna sem og að
einstakir hópar launþega og
vinnuveitenda geri ekki
samninga, sem eru I verulegu
ósamræmi við samninga alls
þorra launþega i landinu.
26. Samningsaðilar skuldbindi sig
til að vinna að þvi, að öll aðild-
arfélög leiti samþykkis heild-
arsamtaka sinna áður en þau
leggja fram tillögur um breyt-
ingar á kjarasamningum eða
boða til verkfalls eða verk-
banns.
Jafnframt skuldbinda einstök
félög launþega og vinnuveit-
enda, sem gerast aðilar að
rammasamningi heildarsam-
taka vinnumarkaðarins, sig til
að visa öllum deilum um kaup
og kjör, sem upp kunna að
koma á samningstimanum, til
meðferðar fastanefndar heild-
arsamtakanna áður en gripið
verði til vinnustöðvana eða
annarra félagslegra aðgerða.
H. Ýmis ákvæði.
27. Fullmótaðar og endanlegar
kröfur um kaup og kjör verði
lagðar fram samtimis upp-
sögnum samninga. Að öðrum
kosti verði uppsögn ógild.
28. Ekki verði heimilt að segja
samningum upp á samnings-
tima vegna gengisbreytinga.
29. Aðilar beiti sér fyrir þvi, að
vinnuveitendur fái fulltrúa i
stjórn Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs til jafns við laun-
þega og athugað verði um
aukið verksvið hans.
30. Samningsaðilar leggja
áherslu á, að lög um stéttarfé-
lög og vinnudeilur nr. 80/1938
verði endurskoðuð hið fyrsta.
20. Samningsaðilar beiti sér fyrir
þvi, að gert verði verulegt
átak i verk- og tæknimenntun-
armálum og verði i þvi sam-
bandi lagðar til grundvallar
tillögur Iðnfræðslulaganefnd-
ar um þróun verkmenntunar i
framhaldsskólastigi.
21. Samið _ verði um heimild til
þess áð beita tafarlausri
brottvikningu úr- starfi ef
verkafólk notar ekki þann ör-
yggisbúnað, sem lagður er til
á vinnustað, og getið er um i
reglugerðum og samningum.
Sama gildir um brot á settum
öryggisreglum á vinnustað.
22. Til trúnaðarmannastarfa
verði valdir menn, sem starf-
að hafa samfellt tvö ár eða
meira hjá hlutaðeigandi
vinnuveitanda sé þsss kostur.
Leikaraskapur brezkra flotayfivalda:
Flotaforingi með spýtubáta
sannar ásiglingu Þórs á
margfalt stærra herskip
— nú er ekki síður hlustað á Islendinga en varnarmálaráðu-
neytið í Bretlandi
Oó-Reykjavík.— Það er mjög á-
nægjulegt, hve vel tókst til að
koma fréttum áleiðis i gær, er
brezkarfreigátur gerðu itrekaðar
ásiglingatilraunir og Þór var
laskaður en Týr komst naumlega
undan, sagði Helgi Agústsson,
sendiráðsfulltrúi i London, i við-
tali við Timann i gær. — Ég hafði
samband við fréttamiðlunarstof-
una Press Association strax er
fréttirnar bárust hingað, og voru
okkar fréttir komnar hálftima
áður en varnarmálaráðuneytið
gat sagt nokkurt orð við frétta-
menn um atburðina, og 45 minút-
um áður en Reuter sendi fréttina
út.
— Það er mjög mikilvægt,
sagði Helgi, að vera á undan að
koma fréttunum út, og það gefur
auga leið, hve mikill ávinningur
það er að hafa brezku sjónvarps-
mennina um borð i varðskipun-
um. Þessi atburður var náttúr-
lega myndaður, bæði um borð i
Tý og Þór, og verða myndirnar
sýndar I tveim sjónvarpsstöðvum
hér I landi i kvöld (þ.e. gær-
kvöldi). Reyndar kom það ágæt-
lega fram hjá einum fréttamann-
anna I ITV sjónvarpsstöðinni
sama daginn og atburðirnir áttu
sér stað. Hans sögu bar saman
við frásögn Landhelgisgæzlunnar
' og það sem við i sendiráðinu höfð-
um um málið að segja. Menn biða
spenntir eftir að myndirnar verði
sýndar. Til dæmis hefur blaða-
maður frá Daiiy Express beðið
um að fá að sjá myndirnar heima
hjá mér i kvöld og ætlar að skrifa
samstundis það sem við höfum
um þær að segja.
Brezku blöðin, sem komu út i
gærmorgun, röktu báðar hliðar
málsins, okkar frásögn og brezku
útgáfuna. Aðeins tvö blöð slá þvi
upp i fyrirsögn, að varðskip hafi
siglt á freigátu. Eins og fyrri dag-
inn eru það Daily Telegraph og
Daily Mail, sem alltaf eru nei-
kvæðust 1 okkar garð. önnur blöð
gæta hlutleysis.
Okkur var að berast mjög á-
nægjuleg frétt hingað i sendiráð-
ið, sagði Helgi, sem enn er ekki
komin I fjölmiðla hér. Hún er sú,
að brezku sjónvarpsmennirnir
um borð i Tý báðu skipherrann
afsökunar á framferði freigát-
unnar Naid. Ég lét þá frétta-
menn, sem talað hafa við mig i
dag, fá þetta, og búast má við að
viðbrögð hér i landi verði allund-
arleg, bæði við þessari yfirlýs-
ingu og sjónvarpsmyndunum,
sem sýndar verða I kvöld og
væntanlega sanna okkar frásögn
alveg. Þá stendur brezka rikis-
stjórnin berskjölduð og uppvis að
beinni lygi.
Nær öll blöðin birta bæði is-
lenzku og ensku frásögnina af at-
burðunum, og blöðin, sem gefin
eru út utan London, birtu öll okk-
ar lýsingu. Aðeins tvö fyrrnefnd
blöð segja i fyrirsögnum að varð-
skip hafi siglt á herskip, en öll hin
blöðinsegja isinum fyrirsögnum,
að árekstur hafi orðið milli skip-
anna.
Daginn sem ásiglingin varð,
var varnarmálaráðuneytið harð-
ort, svo og utanrikisráðuneytið, ef
marka má blöðin, og var öllum
blöðunum send mynd af Þór, sem
átti að sýna, að hann hefði siglt á
herskipið. Einhver flotaskipstjóri
var kallaður i sjónvarp og kom
fram i öllum fréttaútsendingum
BBC, þar sem hann sýndi með
smáskipum, nánast leikföngum,
hvernig Þór hefði átt að dragast
að freigátunni vegna straum-
kastsins. Var þessu fjálglega lýst.
Þetta er náttúrlega ekkert annað
en yfirvarp og áróður, ætlaður
fólki, sem ekkert þekkir til sjó-
mennsku.