Tíminn - 09.01.1976, Side 8
8
TÍMINN
Föstudagur 9. janúar 1976.
SÞ-ráðstefna um umhverfi mannsins í
Vancouver í vor
MARKMIÐIÐ ER
AÐ ALLIR GETI
LIFAÐ MANN
SÆMANDI LÍFI
SJ-Reykjavík.Ráðstefna um um-
hverfi mannsins, sem hlotið hefur
nafnið Habitat, verður haldin á
vegum Sameinuðu þjóðanna i
Vancouverí Kanada 31. mai til 11.
júní i vor. Unnið hefur verið að
undirbúningi ráðstefnunnar siðan
1972, en ekki var formlega sam-
þykkt að halda hana fyrr en á
allsherjarþingi SÞ nú i desember.
A umhverfismálaráðstefnunni i
Stokkhólmi 1972 var samþykkt á-
skorun um að efna til slikrar ráð-
stefnu, þar sem fjallað yrði um
allt umhverfi mannsins og allt
það sem nauðsynlegt er til að
hann geti lifað mannsæmandi lifi.
Kanadamenn hafa lagt mikið fé
til ráðstefnuhaldsins, en auk
þeirra standa Sameinuðu þjóðirn-
ar, Umhverfismálastofnunin i
Nairobi straum af kostnaðinum,
en Sviar hafa lagt fram fé til
kvikmyndagerðar vegna hennar.
Ráðstefnan verður haldin á
eyju innan marka Vancouver-
borgar i gömlum flugskýlum,
sem breytt hefur verið i þessu
skyni og einnig á hótelum i borg-
inni.
Pétur Guðjónsáon hagfræðing-
ur, sem starfar við upplýsinga-
miðlun hjá þeirri stofnun SÞ i
New York, sem sér um Habitat,
var staddur hér á landi i vikunni
og kynnti hana fréttamönnum i
utanrikisráðuneytinu. Að hans
sögn verður ráðstefnan sú stærsta
sem SÞ hafa haldið hvað snertir
fjölda þátttakenda. Einnig kvaðst
hann búast við að þúsundir
starfsmanna fjölmiðla um heim
allan sæktu ráðstefnuna.
Farið yrði inn-á nýjar brautir
um ráðstefnuhald og yrðu kvik-
myndir og skuggamyndir, sjón-
varp og útvarp hagnýtt við upp-
lýsingamiðlun i meira mæli en á
nokkurri ráðstefnu áður, en horf-
iðfrá þvi skýrslu og pappirsflóði,
sem til þessa hefði einkennt slíkar
samkomur og færi oft ólesið i
glatkistuna.
Gerðar hafa verið 200 kvik-
myndir i 120 löndum á siðasta ári,
sem sýndar verða á ráðstefnunni,
en_ þær fjalla um mismunandi
laúsnir á ýmsum umhverfis-
vandamálum mannsins. Kanad-
iska kvikmyndaráðið hefur sent
starfsmenn út um allan heim til
kvikmyndatöku, en þeir annast
fyrst og fremst tæknilega aðstoð,
þvi myndirnar eru flestar teknar
af heimamönnum. Þegar hafa
Kanadamenn lagt fram tiu
milljónir dala vegna ráðstefnunn-
ar.
Orðið Habitat hefur oft verið
tengt bústöðum mannsins, en á
ráðstefnunni i vor verður viðtæk-
ari skilningur lagður i orðið. Þar
verður m.a. fjallaðum umferðar-
vandamálið, sem er geigvænlegt
viðsvegar um heim, læknisþjón-
ustu, en meðál fjölmennustu
þjóða heims sér allur obbinn af
fólki aldrei lækni á sinni æfi, of-
fjölgun, en fólki þéttbýlissvæð-
anna i þriðja heiminum mun
fjölga um 1400 milljónir á næsta
aldarfjórðungi og fjölgunin er
mest i fátækrahverfum stórborg-
anna. Borgarbúum annars staðar
i heiminum fjölgar væntanlega
um 400 milljónir á sama tímabili.
Megnið af fátæklingum i þriðja
heiminum býr við itrustu neyð og
allar tilraunir yfirvalda til að
leysa vanda þeirra hafa reynzt
árangurslausar, sem og vanda-
mál i fátækrahverfum annars
staðar.
Markmið þessarar næstu stór
ráðstefnu SÞ er að lágmarksskil-
yrðum verði fullnægt til þess að
allir menn geti lifað mannsæm-
Enrique Penalosa forseti ráðstefnunnar.
Pétur Guðjónsson segir blaða mönnum frá ráðstefnunni.
andi lifi. SÞ vill biðja allar þjóðir
að taka höndum saman um þetta
verkefni.
Vitað er að 120 þjóðir a.m.k.
taka þátt i' ráðstefnunni, en form-
leg boðsbréf hafa enn ekki verið
send út. Rikisstjórnir senda full-
trúa sina en einnig verða áheyrn-
arfulltrúar frá öðrum aðilum.
Ekki er ákveðið hvort eða hvernig
þátttaka Islendinga verður og
verður sú ákvörðun tekin i Fé-
lagsmálaráðuneytinu, en undir
það heyra flest þau mál er ráð-
stefnan fjallar um. En hver sem
ákvörðunin þar verður, er senni-
legt að kvikmynd um Reykja-
vikurborg, sem Gisli Gestsson
tók, þar sem m.a. er fjallað um
hitaveitukerfið, verði til sýningar
á ráðstefnunni, svo og litskyggn-
ur og kvikmynd um Vestmanna-
eyjar fyrir og eftir gos, eldsum-
brotin, viðbrögð og uppbyggingu.
Gerðist Jóhannes skírari efasemdamaður?
Það ætti að mega ætla það, að
mikill meiri hluti háskólalærðra
og vigðra presta þjóðkirkjunnar
islenzku — ekki heimskari þjóð en
tslendingar eru yfirleitt — hljóti
að sjá, að það er meira en hæpið,
og að það er enda óheimilt, að
halda þvi blákalt fram, að Jó-
hannes skirari, sem lesa má um i
Nýjatestamentinu i Matteusar
guðspjalli, þriðja og ellefta kafla,
i Markúsar guðspjalli, fyrsta og
sjötta kafla, Lúkasar guðspj.,
þriðja kafla, og viðar i Nýja testa-
mentinu, hafi verið farinn að
efast um messiasardóm Krists,
þ.e. efast um það, að Jesús
Kristur væri sá, sem koma ætti
samkvæmt ritningunum — og
byggja þá fullyrðingu á þvi einu,
að skirarinn Jóhannes sendi til
Jesú tvo af lærisveinum sinum og
lét þá spyrja hann, Meistarann:
,,Ert þú sá, sem koma á, eða eig-
um vér að vænta annars?”
Það sannar ekkert i þessu efni,
þótt einhverjir hafi einhvern tima
byrjað á þvi að hafa uppi getgátur
um, að vistin, sem Jóhannes,
skirarinn, hafi orðið að þola, hafi
verið slik i fangelsi Heródesar
konungs, að heilsa skirarans, Jó-
hannesar, hafi, er hann sendi
lærisveina sina til Jesú með áður
greinda spurningu, verið orðin
svolömuð, af þvi að spámaðurinn
Jóhannes hafi verið orðinn svo
aðþrengdur af illri fangelsisvist,
'að þess vegna hafi hann, i ein-
hverjum efasemdum um Krist,
sent lærisveina sina til hans.
Samt virðast furðu margir
vigðir þjóðkirkjuprestar hafa
verið fastir i þessari meiningu, að
minnsta kosti eftir orðum þeirra
að dæma i ræðum.
Það er siður en svo, að nokkuð
sé að finna i Nýja testamentinu,
sem bendi hið minnsta til þess, að
Jóhannes skirari hafi - oið að
þola illþolandi aðbúð eða viður-
gjörning i fangelsi Heródesar. 1
fyrsta lagi gat Jóhannes kallað til
sin tvo af lærisveinum sinum
(Lúk. 7, 19) og sent þá til Drottins
Jesú með áður greinda
spurningu, hvort Jesús væri sá,
sem koma ætti.
Lesið hef ég um það i riti eftir
prestvigaðan mann, að á þeim
tima, er Jóhannes skirari var i
fangelsi Heródesar, sem greint er
frá i Nýjk testamentinu, hafi
verið til fangelsi, sem hafi verið
„óþverraholur”. Það sannar i
sjálfu sér ekkert um, að þvi
fangelsi hafi verið ábótavant,
sem Jóhannes skirari var i.
Að Heródes konungur hafi haft
Jóhannes skirara i slæmu fang-
elsi er hvergi sagt orð um i Nýja
testamentinu. Móti þvi, að svo
hafi verið, þ.e. að illa hafi verið
búið að skfraranum Jóhannesi i
fangelsinu, virðist eindregið
mæla það, að sagt er um Heródes
konung, sem hafði Jóhannes
skirara i fangelsinu, að „Heródes
óttaðist Jóhannes, þar eð hann
vissi, að hann var maður réttlátur
og heilagur, og verndaði hann: og
hann hlýddi á tal hans og vissi
ekki, hvað hann átti úr að ráða, en
ljúft var honum að hlusta á
hann.” Hvað sem um annað má
segja i sambandi við það, sem
sagt er frá hugsunum og atferli
Heródesar i þessum 6. kafla i
Markúsar guðspjalli, þá er þó
engin sérstök ástæða til að ætla,
að Heródes hafi haft manninn
Jóhannes skirara i slæmri
vistarveru, og hlustað á hann þar
— konungurinn — manninn, sem
Heródes vissi, að var „maður
réttlátur og heilagur” og maður
sem Heródes konungur „óttaðist”
og „verndaði” samkv. ofanritaðri
tilvitnun i 6. kafla Markúsar
guðspjalls, 20. gr.
Það er að vfsu fleira sagt i þess-
um kapitula Markúsar
guðspjalls um hugsanir og at-
ferli Heródesar konungs i sam-
bandi við Jóhannes skirara, en
það slær ekki niður þá röksemd,
að fyrst Heródes hlýddi á
Jóhannes, skfrarann, og sagt er
lika að hann (Heródes) hafi
vitað, að Jóhannes skirari var
maður réttlátur og heilagur — og
fyrr i 20 gr., að Heródes hafi
óttazt Jóhannes, og (siðast i sömu
grein) að Heródesi hafi verið ljúft
að hlusta á Jóhannes (þeir voru
báðir af sömu þjóð) — þegar þetta
allt er athugað, þá virðist mér
gegna furðu, að nokkur skuli geta
gert ráð fyrir, að konungurinn
hafi — alveg að óþörfu og vafa-
laust ótilneyddur — haft Jó-
hannes skirara i einhverju slæmu
eða lélegu fangelsi, sem þó ýmsir
hafa a.m.k. talað utan að að þeir
álitu, og virðast hafa viljað láta
menn halda, að svo hafi þetta
verið. Þó að hámenntaðir menn
hafi, að þvi er virðist, stundum
viljað láta menn lúta að þessum
rökleysum svo sem einhver rök
væru, þá sannar það aldrei neitt.
Hvað sagði svo Jesús Kristur
um Jóhannes skirara? Um það
lesum við — meðal annars i
ellefta kafla Matteusar
guðspjalls. Þar er greint frá þvi,
sem Jesús sagði við mann-
fjöldann um Jóhannes skirara,
eftir að hann hafði svarað sendi-
mönnum Jóhannesar skirara og
sendimennirnir vorú farnir,
Jesús sagði þá:
„Hvað fóruð þér út i óbyggðina
að sjá? Reyr af vindi skekinn?
Eða hvað fóruð þér út að sjá?
Mann mjúkklæddan? Sjá, þeir,
sem bera mjúk klæði, eru i höll-
um konunganna. Eða til hvers
fóruð þér út? Til að sjá spámann?
Já, ég segi yður, jafnvel meira en
spámann.” (Matt. 11, 7—9) Fleira
sagði Jesús um skirarann á eftir
þessum orðum, i sama kafla.
En bókun á þvi, sem Jesús
svaraði lærisveinum Jóhannesar,
sem sendir höfðu verið til hans
með áður greinda spurningu, er
að finna i sama kafla, Matt. 11,
4—6. gr.: „Farið og kunngjörið
Jóhannesi það, sem þið heyrið og
sjáið: Blindir fá sýn og haltir
ganga, likþráir hreinsast og dauf-
ir heyra, og dauðir upprisa og
fátækum er boðað
fagnaðarerindi. Og sæll er sá,
sem ekki hneykslast á mér.”
Þegar Jesús vakti Lazarus,
sem dáinn var, aftur til lifsins,
sem greint er frá i 11. kafla Jó-
hannesar guðspj., er sagt, að
þegar steinninn hafði verið tekinn
burt, sem lokaðhafði gröfinni, þá
hóf Jesús upp augu sin og sagði:
„Faðir, ég þakka þér, að þú
hefur bænheyrt mig. Ég vissi að
sönnu, að þú ávallt bænheyrir
mig, en vegna mannfjöldans, sem
stendur hér umhverfis, sagði ég
það, til þess að þeir trúi, að þú
hafir sent mig”. Og er hann hafði
þetta mælt kallaði hann hárri
röddu: Lazarus, kom þú út. Og
hinn dáni kom út, vafinn lik-
blæjum á fótum og höndum og
fyrir andlit hans var bundinn
sveitadúkur. Jesús segir við þá:
Leysið hann og látið hann fara.
Margir af Gyðingunum, sem
komnir voru til Mariu og höfðu
séð það, sem hann gjörði, trúðu
nú á hann.
Upptalning Jesú á krafta-
verkunum, sem hann hafði verið
að gera og var að gera, þegar
lærisveinar Jóhannesar komu til
hans, samkvæmt framansögðu,
hefur alveg vafalaust orðið til
trúarstyrkingar, ogupphafs trúar
lika á Krist, hjá mörgum — fjölda
fólks — ekki aðeins á þeim tima,
sem kraftaverkin voru framin, til
hjálpar nauðstöddum og sjúkum,
heldur lika um allar aldir, sem
liðnar eru siðan, er menn hafa
heyrt og lesið um þessi
kraftaverk Jesú.
Við gröf Lazarusar sagði Jesú,
svo sem að framan greinir:
„vegna mannfjöldans, sem
stendur hér umhverfis, sagði ég
það, til þess að þeir trúi, að þú
hafir sent mig”.
Eins hlýtur það að hafa orðið
hjá þeim stóra hópi manna, sem
lesið hafa þetta svar Jesú, til
lærisveina Jóhannesar. Þeir hafa
vitað það af verkum Jesú Krists,
að hann var sendur af Guði. Og
lika má vænta þess sama um
marga samtimamenn Jesú, að
það að vita um kraftaverkin, sem
hann gerði, hafi orðið til þess, að
þeir trúðu á hann, einmitt vegna
þessara kraftaverka, sem Jesús
hafði verið að gera, er sendimenn
Jóhannesar komu til hans — og
ekki siður fyrir það, að vakin var
svona sérstaklega athygli á
kraftaverkunum.
Það er þvi frá minu sjónarmiði
langeölilegast að ætla, að Guð, sá
sem sent hafði Jóhannes til að
prédika og skira, og þannig
Framhald á bls. 19