Tíminn - 09.01.1976, Side 10
10
TÍMINN
Föstudagur 9. janúar 1976,
Veggskilti og málverk vitna um stærsta slysið á vatninu. 1688 drukknuðu 60 manns á pflagrimsferð.
„Eins og gimsteinn f miðju
fjailalandi Bayern” ortu skáldin
um Königssee. Milljónir ferða-
manna fara tii hinna undurfögru
staða umhverfis vatnið. En i
djúpinu, sem þoka svffur yfir á
veturna hvila óteljandi látnar
manneskjur. Sögur og annálar
segja frá dauða þeirra.
Trén gnæfa eins og vofur upp Ur
nóvemberþokunni. Það er svo
kyrrt að maður heyrir blöðin
falla. Vatnið drýpur af greinun-
um. Undir liggur Königssee grá-
svart eins og blý.
Rafmagnsskipið „Tauern” líð-
ur suðandi framhjá eynni
Christlieger i átt til St.
Bartholoma. Skipstjórinn gripur
kikinn og horfir til hægri, nokkur
hundruð metra yfir að Falken-
steinveggnum, sem fellur lóðrétt i
vatnið. Svo segir hann: — Ekkert
að sjá.
Ekkert sést til froskmannanna
tveggja, Gerhard Heins og
Jochen Glaser, frá Heidelberg
Fyrsta sunnudaginn i nóvember
fóru þeir hérna i vatnið til að
reyna nýju froskmannsbiíning-
ana sina. Þeir komu ekki aftur,
Fyrst á þriðju sunnudegi i
nóvember fundust þeir. Með að-
stoð neðansjávarmyndavélar
uppgötvuðu köfunarfélagar lik
þeirra á 150 metra dýpi. Sjö vik-
um áður höfðu kafarar vatna-
gæzlunnar i Berchtesgaden fund-
ið lfk af karlmanni i hinni vist-
legu Málaravik á móti Falken-
steinveggnum. Likið lá á 40 metra
dýpi og hallaðist upp að sokknu
tré. Það var klætt vetrarfrakka
sem var bundinn saman með
snæri. — Eins og alltaf i svona
tilvikum, sagði vatnagæzlustjóri
Kurt Kruger, — var fundurinn
tilkynntur landamæralögregl-
unni. Landamæralögreglan til-
kynnti það héraðslögreglunni,
héraðslögreglan tilkynnti það
saksóknara rikisins i Traunstein.
Leiðin milli yfirvaldanna tók
nákvæmlega eina viku. Brátt var
komiztá snoðirum, að likið var af
eftirlaunamanninum Josef
Reindl úr þorpinu Schönau. Hann
hafði sézt siðast lifandi 7. des.
1971. Enginn veit, hvernig hann
hvarf i vatnið.
Enginn veit heldur um sögu
konunnar sem kafarar fundu 23.
ágúst þessa árs. Lik hennar lá
lika i Málaravikinni. Aðeins
skórnir höfðu haldið sér og pen-
ingabuddan sem i var tveggja
marka silfurpeningur með mynd
þýzka keisarans Vilhjálms, sleg-
inn 1892.
Opinberar skýrslur um hina
draugalegu fundi i Königssee eru
ekki til. En þeir verða alltaf fleiri
— siðan kafaraflokkur Berechts-
gaden gerði það að iþrótt að ná
þeim fórnarlömbum vatnsins,
sem það skilar ekki sjálft. Krtiger
vatnagæzlumaður segir: — Þaö
kemur til af þvi að hitinn á meira
en tiu metra dýpi er aðeins fjórar
grðaur. Það hindrar gasmyndun-
ina, sem annars lætur likin fljóta
upp.
A páskadag 1968 fann kafarinn
Eberhard Meinke frá Hamburg
Höfuðkúpu i Königssee. Hann
náði I hana og setti hana á sillu
rétt fyrir ofan vatnsborðið i
Falkensteinveggnum. Þar fannst
hún á hvitasunnunni af tveimur
ræðurum. Þeir létu landamæra-
lögregluna vita. Leitin að
likamanum, leiddi til þess að
fyrst sex mánuðum seinna var
útlimalausu kvenllki náð upp.
Konan hafði verið um það bil 30
ára gömul. Hver hún var og
hvernig hún lézt varð ekki skýrt.
Maður, sem fannst á næstum
sama stað var lika grafinn nafn-
laus. Lik hans var búið að liggja i
vatninu i fimmtán ár ; samkvæmt
áliti lækna.
Königssee er 188 metra djúpt
þar sem það er dýpst. Það liggur i
602 metra hæð frá sjávarmáli.
Bakkarnir eru næstum 20 kiló-
metra lgngir. Lægðin, sem það
liggur i, dýpkaði á Isöldinni enn
meir af voldugum isstraumum.
Frá Frárennslislausdæld myndað
ist, sem fylltist af leysingarvatni
jöklanna. Undir yfirborðinu ligg-
ur kynlegur heimur. Klettar með
rifum, skotum, götum og hryggj-
um, með risavöxnum björgum og
sdcknum trjám. Allt þetta i
hrafnsvörtu djúpi, þar sem
enginn ljósgeisli kemst að.