Tíminn - 09.01.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.01.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 9. janúar 1976. TÍMINN 13 Heimskuleg sjónvarps- auglýsing Á háskólinn i einhverjum úti- stöðum við vinnandi fólk i land- inu — nánar tiltekið þeir, sem ráða sjónvarpsauglýsingum há- skólahappdrættisins? Nú um skeið hefur flest kvöld dunið á landslýðnum auglýsing frá þessu happdrætti (hún á náttúrlega að hvet ja fólk til þess að kaupa happdrættismiða), sem hefur það að inntaki að kasta rýrð á efriðisvinnu. Þar er sungið um það, hvað það pirri menn að púla og puða i skítnum — og fer væntanlega ekki milli mála hvert þeim orðum er stefnt. Draumurinn i baksýn er að fá háan vinning og taka sér ærlegt fri. Með öðrum orðum: Boðskapurinn virðist sá, að erf- iðisvinna og störf, sem óhreinka menn um hendur, sé viðbjóður, og uppfylling óskanna að gera ekki neitt, að fengnu létt unnu happi. Hefur háskólinn efni á að leggja fé i svona boðskap, og hverjir eru það, eftir á að hyggja, sem kosta þessa stofhun og allt það, sem kring um hana er? Það er kapituli út af fyrir sig, að sjálf er þessi visunefna, sem sungin er, auk þess þannig að gerð og málfari, að varla getur talizt samboðið menntastofnun. Auk þess hve ósmekkleg hún er, þá er hún illa ort á vondu máli, og það verður að nauðga sjálfu nafni háskólans til þess að unnt sé að syngja hana eða hafa hana yfirleitt yfir. Ég beini þvi til rektors há- skólans, sem ég hygg mætan mann og vel af guði gerðan, að hann taki i taumana og stöðvi flutning þessarar sjónvarps- auglýsingar, sem ósmekklegir menn hafa látið sjóða saman i umboði háskólahappdrættisins. Ég trúi til dæmis ekki öðru en hann meti Grindvikinga yfir- leitt til jafns við iðjulitla hvit- Hibbafugla, þótt þeir kunni að óhreinkast við fiskidrátt og fisk- vinnslu, og skilji fullkomlega, að hvorki þrifist háskóli á landi hér né háskólahappdrætti, ef þeir og aðrir erfiðismenn létu glepjast af áramótaskap happ- drættisstjórnarinnar og gerðust pirraðir af að púla og puða i skitnum og létu litilsvirðinguna á sér hrina. — .l.K. Kveðja til Kjærnesteðs Kjærnested ég kveðju sendi, kappinn siglir öldudans. Frá köldum borðstokk klippum renndi, hvolfdi i djúpið ugga fans. Við brezka fanta, er illt að etja. 011 þin sókn, er snjöll og djörf. Lifðu heill, þú haísins hetja. Hafðu þökk fyrir unnin störf. Sigriður Jónsdóttir frá Stöpum Skipstjórnarmenn eystra: Ógerlegt að stunda veiðar með eðlilegum hætti frá Austfjörðum Hákon Bjarnason: Gífuryrði Halldórs Pálssonar 1 tilefni af þeim orðum, sem Halldór Pálsson vék að mér i nýársboðskap sinum ,,Með ósvifnum, ósönnum og óvisinda- legum áróðri gegn sauðkindinni á 40 ára starfsaldri, hefur þessum embættismanni tekizt að telja tugþúsundum mætra, góðviljaðra og sanngjarnra borgara trú um, að sauðkindin, þessi lifgjafi is- lenzku þjóðarinnar, sé hálfgert óargadýr, sem hafi eyðilagt land- ið, þótt þeir, sem búskap stunda vitibetur....” vilég taka fram svo að ekki sé misskilið. Ég hef aldrei álasað sauðkind- inni fyrir eitt eða annað eða talið hana óarga dýr. Hitt er annað mál, að ég hef eftir beztu getu reynt að komast fyrir orsakir hinnar stórkostlegu gróður- og jarðvegseyðingar, sem orðið hef- ur hér á landi frá upphafi byggðarinnar. Árið 1940 gerði ég fyrst tilraun til að meta þessa eyðingu og komast fyrir um or- sakir hennar. Sú grein birtist i Ársriti Skógræktarfélags íslands 1940. Niðurstöður hennar voru þær, að óskynsamleg notkun lands væri frumorsök þess, hversu komið væri. Þetta féll ýmsum fyrir brjóst og reynt var að hnekkja þvi, sem þar stóð, en tókst heldur óhönduglega. Siðar hef ég i tveim eða þrem ritgerðum vikið að sama máli og fært góð og gild rök að þvi, að eyðingin stafi af of miklu álagi á landið. Þetta voru og eru varnarðarorð á sama hátt og fiskifræðingar gera nú varðandi Hákon Bjarnason. fiskafla framtiðarinnar og engir taka óstinnt upp nema Bretar. Slikt getur varla kallazt ósvifið, ósatt eða óvisindalegt. Slik orð eru fleipur eitt og sæma ekki manni i stöðu búnaðarmála- stjóra. MÚRARAR ÁLYKTA UM KJARAMÁL Fundur skipstjórnarmanna á austfirzkum skuttogurum var haldinn i Valaskjálf Egilsstöðum 28. desember sl. Fundarmenn voru sammála um að hið alvarlega ástand á Austfjarðamiðum yrði þess vald- andi aðógerlegt reynist að stunda veiðar með eðlilegum hætti á komandi vetrarvertið frá Aust- fjörðum. Alkunna er að fjöidi brezkra landhelgisbrjóta er sifellt á Austfjarðamiðum ásamt vopn- uðu föruneyti, og þýzkum togur- um hafa verið heimilaðar hömlu- lausar veiðar á svo til öllum beztu miðum Austfjarðatogara. Ýmis hagsmunamál sjávarút- vegsins voru rædd á fundinum og nokkrar samþykktir gerðar: 1. Við fordæmum harðlega sam- komulag það sem gert var við Vestur-Þjóðverja nú i haust um veiðar i islenzkri fiskveiðilög- sögu. Við tortryggjum það atriði samningsins að 40 stór- um skuttogurum er ætlað að veiða á Islandsmiðum þessi 60.000 tonn sem um var samið og var það þó allt of há tonna- tala. Þjóðverjum var hleypt allt of nálægt landi og sérstak- lega bitnar það hart á Aust- firðingum. Harðast fordæmum við þó það hneyksli að Þjóð- verjum er hleypt á langauðug- ustu þroskveiðimiö Aust- firöinga þ.e. svæðið milli Beru- fjarðaráls og Reyðarfjarðar- dýpis. Við óttumst að þorskafli Þjóðverja aukist mjög á næst- unni. Hvort sem sá afli verður bókaður á Islandsmiðum eða annars staðar. 2. Við teljum samninga við Breta innan 50 sml. markanna gömlu alls ekki lengur koma til greina. Okkur er ljóst að að- staða islenzku varðskipanna til gæzlu fiskveiðilögsögunnar fyrir brezkum veiðiþjófum er mjög erfið um þessar mundir. Starfsmenn landhelgisgæzl- unnar eiga þakkir skildar fyrir góða frammistöðu. Fjölga ber varðskipum með einhverjum hætti t.d. með leigu eða kaup- um á gangmiklum togurum eða hvalbátum. Við teljum að glæp- samlegum ákeyrslum brezka flotans á islenzk varðskip beri að svara með þvi að kalla heim sendiherrann i London og senda þann brezka heim. Lok- un Natoherstöðvarinnar i Keflavik eða öðrum ámóta að- gerðum. Sigur er viss i þessari deilu ef haldið er á málum af festu og framsýni. 3. Við áteljum að reyndir skip- stjórnarmenn með viðtæka þekkingu á fiskimiðum■ skuli ekki ætið hafðir með i samninganefndum varðandi fiskveiðilögsöguna. 4. Við teljum að banna beri nú þegar allar veiðar bolfisks með flotvörpu, sú óvissa sem nú er rikjandi i þessum efnum er óþolandi. Með botnvörpu er auðvelt að ná öllum þeim fiski sem óhætt er að veiða og óeðli- legt og hættulegt að taka nú i notkun ný og stórtæk veiðar- færi. 5. Við teljum eðlilegt að þau fisk- veiðimörk sem i gildi eru nú fyrir botnvörpuveiðar is- lenzkra skipa, gildi áfram að undanskildu þvi sem fram kemur i næsta lið. 6. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður austfirzkra skuttogara nú, eða kannski einmitt vegna þessara aðstæðna, viljum við fara fram á það við hæstvirtan sjávarút- vegsmálaráðherra aðhann loki nú þegar utanverðum Beru- fjarðarál og Papagrunni með öllu fyrir togveiðum. Ástæðan ersú aðoft hefur á s.l. 2-3 árum orðið vart við mjög smáan ufsa á þessu svæði. Veiði á stórum og góðum fiski hefur jafnframt farið minnkandi á þessum slóð- um. Viö leggjum til að svæði það sem friðað yrði afmarkist þannig: að austanverðu af 13°00’ v lgd. Frá stað 63°57’8 n br og 13°00’ v lgd dragist lina i stað 63°45 n br og 14°00’ v lgd. Frá þeim stað dragist lina að stað 64°01’ n br og 14°07’ v lgd og þaðan dragist lina i stað 64°15’ n br og 13°00’ v lgd. Við- kvæmustu smáfiskssvæðin eru austast og vestast i þessu hólfi, á Berufjarðarálshorni og i vesturkanti Papagrunns. Þess- ar friðunarhugmyndir voru fyrst settar fram á fundi með fiskveiðilaganefnd á Reyðar- firði s.l. sumar. (Fréttatilkynning) Fyrirlestur um norskar bókmenntir PRÓFESSOR Leif Mæhle frá Osló, sem staddur er hér á landi vegna veitingar verðlauna Norðurlandaráðs i bókmenntum, heldur opinberan fyrirlestur i boði Heimspekideildar Háskóla íslands um Komparative problem i norsk litteraturforsk- ing miðvikudaginn 14. janúar kl. 5.15 i stofu 423 i Árnagarði. öllum er heimill aðgangur. BH-Reykjavik. — i kjaramála- ályktun, sem samþykkt var á sambandsstjórnarfundi Múrara- sambands islands, er haldinn var i Reykjavik 27. desember 1975 segir m.a.: ,,Fundurinn telur, að eina leiðin til raunhæfra kjarabóta sé að draga svo úr verðbólgunni, að hún verði ekki meiri hér en hjá helztu viðskiptaþjóðum okkar. Til þess að svo megi verða, þurfa að koma til samræmdar að- gerðir stjórnvalda, launþega og vinnuveitenda, og vill fundurinn benda á eftirfarandi sem spor i rétta átt: 1. Að tryggð sé næg atvinna handa öllum. i þvi sambandi ber að hafa i huga að láta þau verk- efni hafa forgang, sem arðbærust eru. 2. Að samið sé um kauphækk- anir i áföngum. 3. Aðhlutaztsé til um, að kjara- samningar sem allra flestra gildi til sama tima, svo ekki geti komið til keðjuverkfalla, sem stórskaða einstaklinga, félög og þjóðarbúið allt. 4. Að komið verði i veg fyrir sjálfverkandi vixlhækkanir á vöru og þjónustu. 5. Að hert verði verðlagseftirlit og verðlagi haldið niðri, svo sem kostur er. 6. Að öll atvinnutæki séu nýtt Rækju verðið óbreytt A FUNDI yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins i gær var samþykkt samhljóða, að lágmarksverðá rækju, sem gilti til 31. desember s.l., skuli gilda áfram óbreytt til 31. janúar 1976. svo sem kostur er, og á sem hag- kvæmastan hátt. 7. Að kappkostað sé að fullvinna innanlands sem mest af útflutn- ingsvörum okkar. 8. Á meðan núverandi kreppu- ástand rikir, hvað snertir greiðslujöfnuð og gjaldeyris- stöðu, verði teknar upp strangari reglur með gjaldeyri og þess sé gætt, að þegnum sé ekki mismun- að. 9. Hafinn verði af opinberri hálfu skipulagður áróður fyrir neyzlu innlendra vara. 10. Endurskoðuð verði skatta- löggjöfin og verði þess gætt, að nauðþurftatekjur séu skattfrjáls- ar, væri ekki óeðlilegt að miða þær við visitölufjölskylduna. 11. Vextir verði lækkaðir og hafður verði hemill á fjárfestingu með öðru en vaxtaokri. 12. Niðurgreiðslur á innlendu vöruverði verði greiddar beint til neytenda eftir fjölskyldustærð. Þannig hefðu neytendur sjálfir frjálsari hendur um vöruval.” ^ GERIÐ VERÐSAMANBURÐ ■ Hveiti 5 Ibs. 278.- Flórsykur 1/2 kg 99.- S™ Molasykur 1. kg. 169.- Egg, 1 kg. 390.- Maggy súpur 89.- ^ Ora fiskbollur 1/1 183.- ^ Grænar baunir Ora 1/1 151.-] S* Ritz kex 120.- ( Snap kornflakes 500 gr. 211. __ Sani WC pappir 25 rl. 1.286. Sykur og hveiti i sekkjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.