Tíminn - 09.01.1976, Side 20
fyrir góóan mut
^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS
-
Róttækar breyt
ingaró ríkisstjórn
Thailands
Heiftarlegir bar-
dagar í Beirut í gær
— borgin að mestu einangruð
Reuter/Bankok — Forsætisráð-
herra Thailands, Kukrit Pratnoj,
gerði i gær róttækar breytingar á
rikisstjárn landsins, og Itefur nú
einn stjórnmálaflokkur enn gerzt
aðili að stjórnarsamstarfinu i
Thailandi, og þannig styrkt mjög
þingmeirihluta rikisstjórnar
landsins.
Breytingarnar á rikisstjórn-
inni, sem tilkynntar voru i út-
varpinu i Bankok i gær, felast
m.a. i þvi, að 15 nýir ráðherrar og
aðstoðarráðherrar taka við
störfum, og að sósialiski bænda-
flokkurinn, sem áður var i stjórn-
arandstöðu, tekur þátt i stjórnar-
samstarfinu. Talið er, að þátttaka
sósialiska bændaflokksins i
stjórnarsamstarfinu, komi til
Bætt sam-
búð Pól-
lands og
páfagarðs?
Reuter/Varsjá. Pólska stjórn-
in steig i dag mikilvægt skref i
þá átt að bæta sambúðina við
rómversk-kaþólsku kirkjuna,
er hún staöfesti útnefningu
Henry Roman Gulbinowitz i
embætti erkibiskups i Wro-
claw, en erkibiskupsembætti
þetta er eitt hið viröingar- og
áhrifamesta innan rómversku
kirkjunnar.
Pólska stjórnin hefur átta
sinnum neitað að staðfesta út-
nefningu manna i erkibiskups-
embaétti þetta.
Enginn erkibiskup hefur
verið i Wroclaw (sem áður hét
Breslau) frá þvi i marz 1974,
er Kominek kardináli lézt.
með að auðvelda forsætisráð-
herranum mjög viðureign hans
við verkalýðshreyfinguna i land-
inu um auknar kaupkröfur.
Kukrit forsætisráðherra tekur
sjálfur við embætti innanrikis-
ráðherra, og mun það auðvelda
honum mjög að glima við mörg
þau vandamál, sem við blasa i
stjórnmálum Thailands, t.d.
stúdenta- og verkalýðsuppþot,
vaxandi aðgerðir kommúnista i
landinu o.fl. Stjórnarmeirihluti
Kukrits verður nú á bilinu 15 til
25, og eru 6tjórnarflokkarnir þá
orðnir sjö.
1 næstu viku fara fram sérstak-
ar umræður i thailenzka þinginu
um hækkandi verðlag neyzlu-
varnings. Verkalýðsfélögin berj-
ast mjög gegn hækkandi verðlagi,
og verkfalli i nokkrum rikisfyrir-
tækjum lauk þannig, að rikis-
stjórnin lofaði aö verðlag yrði
ekki hækkaði, og jafnframt, að
sósialiski bændaflokkurinn yrði
tekinn inn i rikisstjórnina.
mannrétt-
inda á
Indlandi
Reuter/Nýju Dchli. Indverska
stjórnin afnam i gær tjáningar-
frelsi og sex önnur mannrétt-
indi, sem stjórnarskrá landsins
hafði veitt vernd sina.
Auk tjáningafrelsisins var
funda- og félagsfrelsi afnumið,
frelsi til að fara frjáls ferða
sinna um Indland og frelsi til að
búa hvar sem er i landinu. Eign-
arréttindi voru og afnumin.
Reuter/Beirut. Heiftarlegir bar-
dagar ntilli kristinna manna og
múhameðstrúarmanna brutust út
I Beirut, höfuðborg Libanon, i
gærdag, og er borgin nú að mestu
einangruð vegna átakanna.
Nú mun aðeins ein greið ökuleið
út úr borginni, en Miðjarðarhafið
umlykur borgina á tvo vegu. Veg-
ur þessi liggur til suðurs og er eini
vegurinn, sem borgarbúar gætu
ékið eftir sæmilegar öryggir, ætl-
uðu þeir að yfirgefa borgina.
Harðir bardagar hafa geisað
um nætur i Beirut, en i
morgunsárið i gærmorgun brut-
ust út heiftarlegir bardagar i
nokkrum úthverfum, einkum þó i
austur- og suðausturhluta borg-
arinnar. Þykkir reykjarmekkir
liðuðust til himins yfir austur-
hluta borgarinnar, og deiluaðilar
beittu fallbyssum, vélbyssum og
eldflaugum i árásum sinum.
Hægri sinnar, flestir falangist-
ar, sögðu, að 20 til 25 menn hefðu
fallið i átökunum i fyrrinótt.
Vinstrisinnar skýrðu frá þvi, að
þeir hefðu misst 13 og 19 hefðu
særzt alvarlega.
Tilraunir stjórnarinnar til Sð
miðla málum fóru algjörlega út
um þúfur, og aðgerðir leyni-
skyttna i miðborginni gætu verið
visbending um það, að öll borgin
logaði i átökum öðru sinni.
Franjieh forseti og bandariski
ambassadorinn i Beirut ætluðu að
ræðast við i gær, en fundi þeirra
var frestað, þar sem ekki var
hægt að veita þeim nægilegt
öryggi.
Talsmenn vinstri sinna segjast
hafa náð á sitt vald nokkrum
borgarhlutum, sem áður voru á
valdi hægri manna, einkanlega i
norðausturhluta borgarinnar. bá
stefna vinstri menn einnig að þvi
að ná á sitt vald svæðinu við Ain
A1 Rummaneh en um það svæði
liggur hraðbrautin til Damaskus.
Takist vinstri mönnum það, og
auk þess að ná á sitt vald nokkr-
um brúm, gæti svo farið, að
kristnir menn ættu enga undan-
komuleið færa frá borginni.
Leyniskyttur vinstri manna
hreiðruðu um sig við brýr þessar,
og þvi er mjög hættulegt að ferð-
ast um þær.
Salt-við-
ræður í
lok janúar
Reuter/Washington. Stjórnir
Bandarikjanna og Sovétrikjanna
tilkynntu i gær, að SALT-viðræð-
urnar svonefndu myndu hefjast
að nýju 28. janúar nk. aö aflokinni
ferð dr. Henry Kissingers, utan-
rikisráðherra Bandarfkjanna, til
Moskvu. Upphaflega hafði verið
ráðgert, að fundirnir hæfust nk.
mánudag.
Spónn:
14 þús. verkamenn
í verkfalli í Madrid
— yfirvofandi verkfall 150 þúsund byggingarverkamanna
Suður-Af ríkustjórn:
Viljum að Angóla
verði frjólst ríki
Reuter/Madrid. Meira en 14
púsund verksmiöjuverkamenn
fóru i verkfall i gær, og er nú
mikil verkfallsalda i landinu,
sem býður stjórn Jóhanns Karls
konungs alvarlega byrginn.
Verksmiðju verkamennirnir
krefjast hærri launa, og auk
þess hafa þeir lýst yfir sam-
stöðu með járnbrautarstarfs-
mönnum, sem fóru i verkfall
fyrir fjórum dögum.
Stjórnin hefur gripið til þess
ráðs að láta hermenn sjá um
rekstur járnbrautanna, en engu
að siður rikir gifurlegt um-
ferðaröngþveiti á götum
Madridborgar.
Tvö þúsund verksmiðju-
verkamannanna lokuðu sig inni
ikirkjueinni i borginni, en slikt
er mjög tiðkað af spænskum
verkamönnum, þegar þeir fara i
verkfall.
4000 járnbrautarstarfsmenn
héldu fund i gær i annarri
kirkju, og þar ákváðu þeir að
snúa ekki aítur til vinnu fyrr en
rikisstjóroin hefði samþykkt að
veita þeim 50% launahækkun,
sem tæki gildi frá og með ágúst
sl.
Talsmenn verkalýðshreyfing-
arinnar tjáðu fréttamönnum, að
skorað hefði verið á stjórnina að
hún hætti að láta hermenn halda
uppi rekstri járnbrautanna.
Rikisstjórnin mun hafa á
prjónunum ráðagerðir um að
kveðja járnbrautarstarfsmenn-
ina til herþjónustu, og koma
þeim þannig undir heraga, snúi
þeir ekki aftur til vinnu.
Fréttir frá Madrid herma enn
fremur, að leiðtogar byggingar-
verkamanna i borginni hafi i
hyggju að boöa til mjög viðtæks
verkfalls, sem myndi ná til allt
að 150 þúsund verkamanna, ef
af þvi yrði.
Eitt af útibúum ITT raf-
magnsverksmiðjunnar sem er I
úthverfi Madrid, var lokað i gær
vegna verkfalls, starfsmanna
þess, annan daginn i röð. I verk-
smiðjum þessum starfa 16 þús-
und verkamenn, og hafa leið-
togar þeirra sagt þeim að snúa
ekki til vinnu fyrr en eftir viku.
Löreglan beitti táragasi og
gúmmikúlum, er hún leysti upp
fund, sem haldinn var til að
votta járnbrautarstarfsmönn-
um samúð, en á fundinum voru
um 2000 starfsmenn i rafmagns-
verksmiðjum.
Til þess að minnka lýkur á
allsherjaruppþoti, skipaði
stjórnin skólum að hefja ekki
starfsemi að loknu jólafrii fyrr
en n.k. mánudag.
Reuter/ Höfðaborg, Addis Ababa.
Stjóm Suður-Afriku lýsti þvi yfir,
að hún vildi að Angóla yrði frjálst
riki, laust við ihlutun erlendra
afla.
Það var Pieter Botha, varnar-
málaráðherra Suður-Afriku, sem
kunngerði þessa stefnu Suður-Af-
rikustjórnar i gær, i yfirlýsingu
sem hann birti og litið er á sem
eins konar skilaboð til væntanlegs
leiðtogafundar Einingarsamtaka
Afrikurikja, OAU, sem kemur
saman til fundar um helgina til
þess að ræða Angólamálið.
Varnarmálaráðherrann sagði,
að stjórn hans hefði látið það álit
sitt í ljós við margvisleg tækifæri
að undanförnu, að Suður-Afrika
ætti engar kröfur á hendur
Angóla og æskti þess að landið
yrði frjálst.
Hann sagði ekkert um það,
hvort hersveitir þær frá Suð-
ur-Afriku, sem nú eru i Angóla, en
I þeim eru um eitt þúsund her-
menn, yrðu kallaðar heim.
Utanrikisráðherrar Einingar-
samtakanna komu saman til
fundar i Addis Ababa i gær, og
gengu þeir frá fyrirhugaðri dag-
skrá leiðtogafundarins i einstök-
um atriðum. Ekki tók það meira
kramhald á bls. 19