Tíminn - 29.01.1976, Qupperneq 2
2
TÍMINN
Fimmtudagur 29. janúar 1976.
Loðnuaflinn
36.700 lestir
gébé—Rvik. — Frá miönætti á
þriðjudag tilkynntu tuttugu og sjö
bátar um loönuafla samtals 8.540
tonn. Aflann fengu þeir tlu sjómíl-
ur sunnan viö 67. gráöu, eöa út af
Héraösflóanum. Heildaraflinn
Skipstjóra- og stýri-
mannafélagið Aldan:
Gagnrýnir
seinagang
d endur-
skoðun
sjóða
kerfisins-
Á aöalfundi Skipstjóra- og
stýrimannafélags „Oldunnar”
sem haldinn var aö Bárugötu 11,
18. janúar s.l. var eftirfarandi
ályktunartillaga samþykkt sam-
hljóöa.
„Aðalfundur Skipstjóra- og
stýrimannafélags „öldunnar”
haldinn að Bárugötu 11, 18. janú-
ar 1976, gagnrýnir harðíega þann
seinagang, sem orðið hefur á
endurskoðun „sjóðakerfisins”
svokallaöa og úrbótum þeim er
starfandi sjómenn kröfðust i þeim
efnum. Fundurinn fagnar þvi að
endurskoöunarnefnd hefur nú
lokið störfum með álitsgerð til
stjórnvalda og skorar á rikis-
stjórn og háttvirt Alþingi að
hraöa endanlegri afgreiðslu
þessa máls.”
varþviorðinn 36.700 tonn klukkan
18.00 i gærkvöldi. Bátarnir lönd-
uöu á eftirtöldum stööum:
Itaufarhöfn, Vopnafiröi, Seyöis-
firöi, Eskifisöi, Reyöarfiröi og
Fáskrúösfiröi.
Eftirtaldir bátar fengu afla frá
miðnætti á þriðjudag til klukkan
18.00 í gærkvöldi:
GullbergVE 380 tn
Hrafn GK 350 tn
DagfariÞH 230 tn
GuömundurRE 700 tn
Sæberg SU 220 tn
Örn KE 300 tn
AlbertGK 270 tn
RauðseyAK 200 tn
Pétur JónssonRE 320 tn
Loftur Baldv. EA 460 tn
IsleifurVE 250 tn
Keflvikingur KE 260 tn
Óskar Magnúss. AK 450 tn
MagnúsNK 220 tn
NáttfariÞH 230 tn
Sæbjörg VE 290 tn
Gisli Árni RE 400 tn
Huginn VE 400 tn
VörðurÞH 190 tn
BörkurNK 700 tn
ArnarHF 210 tn
Lárus Sveins. SH 220 tn
Asberg RE 360 tn
HelgalIRE 230 tn
Reykjaborg RE 320 tn
Þórkatla II GK 130 tn
Höfrungur III AK 250 tn
Stjórnarráðið
lokað vegna
útfarar
Hermanns
Jónassonar
Vegna útfarar Hermanns
Jónassonar, fyrrverandi for-
sætisráðherra, verður
Stjórnarráðið lokað frá kl.
13.00 til kl. 15.00 i dag.
Feröanefnd Feröafélags tslands. (Tímamynd Gunnar).
210 ferðir á
Ferðafélags
óætlun
íslands
Næsta órbók verður um Fjallabaksveg syðri
Ferðaáætlanir félags-
deildanna úti á landi
FB—Reykjavik. Feröafélag ís-
lands hefur gefið út feröaáætlun
fyrir áriö 1976. t henni eru áætlaö-
ar 210 feröir, sem skiptast
þannig: Sumarleyfisferöir 24,
tveggja og þriggja daga ferðir 79,
þar af 36 I Þórsmörk, 17 í Land-
mannalaugar og 9 á Kjöl. Styttri
ferðir veröa alls 107. t siðasta ári
var alls farin 201 ferö á vegum
félagsins, og farþegar I þeim voru
5902, en þar af voru um 700 út-
lendingar.
Ferðanefnd Ferðafélags ís-
lands skýrði blaðamönnum frá
starfsemi félagsins á blaða-
mannafundi. Þar kom fram, að á
siðasta ári voru farnar 50 ferðir i
Þórsmörk, og fóru þær 2409
farþegar. I Landmannalaugar
voru farnar 14 ferðir með 453
farþega. Þrettán ferðir voru farn-
ar á Kjalarsvæðið með 327
farþega. Ferðir.sem stóðu lengur
en fjóra daga voru 14 og
farþegar i þessum ferðum voru
318. Fararstjórar i ferðum félags-
ins voru 53 talsins. Tveir erlendir
ferðahópar voru hér á vegum
félagsins siðastliðið sumar, frá
Bretlandi og Bandarikjunum, og
voru ferðamenn i þessum hópum
35.
1 ferðaáætlun þeirri, sem nú
hefur verið gefin út, er i fyrsta
sinn skrá yfir ferðir félagsdeilda
F1 úti á landi, en þær eru: Ferða-
félag Skagafjarðar, með 7 ferðir,
Ferðafélag Akureyrar með 33
ferðir, Feröafélag Húsavikur
með 6 ferðir, Ferðafélag Fljóts-
dalshéraðs með 4 ferðir, Ferða-
félag Vopnafjarðar með 2 ferðir.
Birting ferðaáætlana félags-
deildanna úti á landi er hugsuð
sem hagræðing fyrir fólk, sem
gjarnan vildi notfæra sér þessar
ferðir ef það væri statt úti á landi.
Einnig hyggst Fí hafa samstarf
við þessi félög þannig, að ekki sé
veriö að skipuleggja ferðir á þess
vegum hér i Reykjavik á sömu
staði og deildirnar hafa ferðir
heldur sé þeim slegið saman. Ætti
á þann hátt að vera hægt að fá
mun betri nýtingu hverju sinni.
Fræðsluferðir með sér-
fróða fararstjóra
1 ráði er að fara stuttar fræðslu-
og kynnisferðir á laugardögum
12.1% minna bvaat í Revkiavík '75i en '74
— Meðalstærð íbúða 33 rúmmetrum meiri
FB-Reykjavik. Lokiö hefur verið
viö að byggja i Reykjavík áriö
1975 82.004.1 fermetra, og 586.956
rúmmetra, eða 12.1% minna en
áriö á undan, aö þvi er segir i
skýrslu byggingarfulitrúans i
Reykjavik. Er hér um að ræða
byggingar ibúöarhdsa, skóla,
iþróttahúsa, f éla gs heim ila,
verzlunar og skrifstofuhúsnæöis,
iönaðar og verksmiöjuhúsnæöis,
bilskúra og geymslna.
Meðalstærð nýbyggðra ibúða á
árinu er ca 392 rúmmetrar, eða
um 33 rúmmetrum stærri en árið
1974.
t smiðum nú um áramótin voru
1316 ibúðir og eru þar af 539 fok-
heldar eða meira. Á árinu var
hafin bygging 741 nýrrar ibúðar.
Lokið var við 175 ibúðum færra
árið 1975 heldur en árið áður, og
hafin bygging 45 ibúðum færra en
árið 1974.
Ibúða yfirlit yfir árin 1970-1975.
200 óra afmæli bandarísku
byltingarinnar:
Hátíðardagskrá hjá
AAenningarstofnuninni
Bandarikjamenn minnast á
þessu ári að 200 ár eru liðin frá
bandarisku byltingunni og verða
þar i landi mikil hátiöahöld á
þessum merku timamótum.
Menningarstofnun Bandaríkj-
anna á Islandi byrjar hátiðardag-
skrá sina dagana 2. til 13. febrúar
n.k. með nýstárlegri sýningu á
landakortum af Bandarikjunum,
sem gerð hafa verið á s.l. 450 ár-
um.
A sýningunni verða um 37 kort
og skyld skjöl og er elzta kortið
frá 1525eftir Laurentius Fries. Er
um að ræða frumútgáfu á öllum
sýningarmunum, að þvi undan-
skildu að eftirprentun er af Vin-
landskortinu fræga.
Kortin og skjölin oru öll frá John
Judkyn-minningarstofnuninni i
Freshford Manor við Bath i Bret-
landi, sem hefur það markmið að
kynna og auka tengsl við Banda-
rikin með söfnun frumrita af
kortum og skjölum. í safni stofn-
unarinnar er nú að finna þúsundir
muna, sem varpa ljósi á þróun
sögu og menningar Bandarikj-
anna.
Auk korts Fries frá 1525 er kort
eftir Sebastian Munster frá 1545,
kort eftir Gastaldi frá 1548 og kort
úr „Landafræði Ptolemys” frá
1561, sem gefin var út á ítaliu.
Gefa sýningarmunirnir á mjög
ljósan hátt til kynna vaxandi
þekkingu mannsins á Nýja
heiminum og heiminum, sem
hann lifir i i dag. Er einkum at-
hyglisvert að fylgjast með
hvernig þekking kortagerðar-
manna vex á hinum miklu land-
könnunartimum 16. og 17. aldar-
innar.
A sýningunni eru einnig nokkur
ný yfirlitskort til að auðvelda
gestum að gera samanburð á
verkum frumherjanna á sviöi
kortagerðar. M.a. má þar nefna
kort frá 1970 af New York og kort
frá 1777 af New Yorkhéraði.
Sýningin verður opin alla virka
daga frá kl. 13-19, laugardag og
sunnudag kl. 13-17.
Fullgerðar ibúðir tbúðir i smiðum Fokheldar ekki fokheldar Hafin bygging á nýjum Ibúðum
1975 743 539 777 741
1974 918 606 712 786
1973 794 859 591 1133
1972 902 423 688 895
1971 530 711 407 664
1970 640 509 475 685
Allmikill samdráttur hefur oröiö i byggingum I Reykjavik, ef fram-
kvæmdir áriö 1975 eru bornar saman viö framkvæmdirnar áriö áöur.
um nágrenni Reykjavikur.
Ætluniner, aðkynnt verði sérstök
viðfangsefni, bæði varð-
andi sögu, náttúrufræði, jarð-
fræði og fleira, sem forvitnilegt
þykir. 1 þessum feröum verða
fræðimenn á hverju sviði leið-
sögumenn hópsins. Slikar ferðir
voru farnar litillega á siðasta ári,
og var mikill áhugi á þeim. Þá
voru t.d. farnar fjöruskoðunar-
ferðir og ferð á Esju, þar sem
náttúra og jarðfræði voru aðal-
áhugamál þeirra, sem I ferðinni
voru. Sögðu Ferðafélagsmenn, að
greinilegt væYi, að i þessar ferðir
kæmi fólk, sem hefði sérstök
áhugamál, og vildi afla sér
þekkingar með þvi að njóta leið-
sagnar fræðimanns. Næst þannig
þátttaka sérstakra áhugamanna-
hópa, sem annars væru ef til vill
ekki meðal þátttakenda i ferðum
Fí.
Námskeið fyrir farar-
stjóra
Enn ein nýjung i starfi Ft á
þessu ári verður námskeið, sem
haldið verður i marz. Þar verður
mönnum kennd meðferð átta-
vita, kortalestur og einnig hjálp i
viðlögum. Þetta námskeið verður
haldið i samvinnu við Hjálpar-
sveit skáta. Reiknað verður með,
að haldin verði að þessu sinni tvö
námskeið og hámarksfjöldi þátt-
takenda i þeim báðum verði um
50manns.Verðigreinilegur áhugi
á námskeiðunum, er i ráði að
endurtaka þau aftur næsta haust.
Vonast Ferðafélagsmenn til
þess, að með þessum námskeið-
um komi fram nýir fararstjórar,
en auk þess sem áður hefur verið
talið upp, og fjallað verður um á
námskeiðunum, verður kynntur
ferðaútbúnaður og ferðaklæðnað-
ur, svo nokkuð sé nefnt.
Árbók Ferðafélagsins
Næsta árbók Ferðafélags ts-
lands sú 49. i' röðinni mun fjalla
um Fjallabaksveg syðri, leiðina
frá Keldum og austur i Álftaver.
Bókina skrifar Árni Böðvarsson.
Alla jafnan eru i undirbúningi
nokkrar ferðafélagsbækur sam-
timis, og af þeim, sem fyrirhug-
aðar eru, en enn hafa ekki verið
fullskrifaðar.má nefna bók um
Þingeyjarsýslu austan
Skjálfandafljóts, sem Jóhann
Skaftason mun skrifa. Einnig
verður skrifuð bók um öræfin,
sem Kvískerjabræður munu sjá
um. Þá hefur verið ákveðið, að
ein árbókin i náinni framtið f jalli
um Ódáðahraun. Höfundar
Ferðafélagsbóka eru nú orðnir
um 40 talsins.
Aðalfundur og
félagsmenn
Aðalfundur félagsins verður
næstkomandi þriðjudag, 3. febrú-
ar. Verður hann haldinn i Súlna-
salnum á Hótel Sögu. Er það gert
með tilliti til þess, að geysileg
þátttaka var i aðalfundinum i
fyrra, ogkomust þá ekki allir inn,
sem vildu.
Félagar i Ferðafélaginu eru nú
samtals 7094, þ.e. sem greitt hafa
ársgjald sitt. Þar af eru 3724 i
Reykjavik, 1873 úti á landi, og
13021 deildum úti á landi. Erlend-
ir félagar eru 52, en auk þess eru i
félaginu ævifélagar og heiðurs-
félagar.