Tíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.01.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. janúar 1976. TÍMINN 3 Dauðadans Strindbergs leikrit vikunnar t kvöld verður flutt i útvarpi leikritið „Ðauðadans” eftir August Strindberg, i þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Leik- stjórn annast Helgi Skúlason. „Dauðadans” gerist i afskekktu strandvigi og lýsir fyrst og fremst samskiptum Eðgars höfuðs- manns og Alisu konu hans. Eðgar fær oft veikindaköst og heldur, að hann sé að deyja. Alisa þjáist af einmanakennd á þessum innilok- aða stað, þar sem ritsiminn er eina sambandið við umheiminn. Kurt sóttvarnastjóri er eins og ofurlitill andblær frá öðrum heimi, en örlögin láta ekki að sér hæða, og ritsi'minn flytur ekki alltaf góðar fréttir. August Strindberg fæddist i Stokkhólmi árið 1849 og dór þar 1912. Hann tók stúdentspróf 1867, stundaði nám i læknisfræði um skeið, var siðan kennari og leik- listarnemi, blaðamaður i Stokk- hólmi i nokkur ár og starfaði við Konunglega bókasafnið 1974-82. Hann skrifaði nærri 60 leikrit, en auk þess skáldsögur ljóð og ævi- minningar. Hugur hans var sileit- andi, fann aldrei frið og bar að lokum lilcamann ofurliði. Strind- berg beitti tækni i leikritun, sem markað hefur djúp spor. Margir yngri höfundarhafa meðvitað eða ómeðvitað tileinkað sér aðferðir hans við uppbyggingu leikrita. Það er ákaflega erfitt að meta Strindberg, svo viðunandi sé, enda hefur hann ýmist verið van- metinn eða ofmetinn. Einkalif hans var stormasamt. Hann var þrigiftur og skildi við allar kon- urnar. Sú siðasta var norska leik- konan Harriet Bosse. Otvarpið hefur áður flutt eftir- talin leikrit eftir Strindberg: „Fröken Júlia” (1938), „Páskar” (1956), „Faðirinn” (1959), „Brunarústin” (1962) og „Kröfu- hafar” (1965). Auk þess brot úr „Draumleik.” Aðalhlutverk i „Dauðadansi” leika Gisli Halldórsson, Helga Bachmann og Þorsteinn Gunnarsson. Framsókn samþykkir heimild til vinnustöðv- unar FB—Reykjavik. Samþykkt var á fundi i verkakvennafélaginu Framsókn á sunnudaginn, að veita stjórn og trúnaðarmanna- ráði heimild til að boða vinnu- stöðvun i samráði við önnur verkalýðsfélög, takist samningar ekki án þess. A fundinum voru einnig gerðar fjórar aðrar samþykktir. Sú fyrsta fjallaði um landhelgismál- ið, þar sem stjórn Framsóknar samþykkir einróma að stjórnar- slit verði nú þegar við Bretland, ef herskipog fiskiskipaflotinn fari ekki út fyrir 200 milur þegar i stað. Einnig, að ekki verði gerðir samningar um veiðiheimildir innan 200 milna landhelginnar. Þá var samþykkt að senda starfsmönnum skipa- og flugflota Landhelgisgæzlunnar innilegar kveðjur og þakklæti fyrir störf i þágu landsmanna allra. Ennfrem ur skoraði fundurinn á ráðamenn Landhelgisgæzlunnar að gera allt, sem hægt er til að tryggja öryggi þessara frábæru starfs- manna. Ennfremur skoraði fundurinn á samninganefnd ASt að herða á samningum og að launajafnrétti náist og lagfærð verði laun þeirra lægstlaunuðu. Einnig að verð- bólgan verði stöðvuð og skatta- málin leiðrétt varðandi láglauna- fólk og haldið verði áfram bygg- ingu ibúða i Breiðholti á sama hátt og gert hefur verið. Fjórða og siðasta samþykktin var um hækkun lyfja og læknis- hjálpar til ellilifeyrisþega og ör- yrkja, sem félagið harmar, og væntir þess, að þau mál verði lag- færð strax. Samið um sölu á mestum hluta saltsíldarinnar — segir framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar gébé-Rvik. — Mestur hluti - Suðurlandssildarinnar, sem var söltuð s.I. haust, 95 þúsund tunnur, er nú seldur, að undan- teknum þeim 10 þúsund tunnum sem áttu að seljast sem viðbdtarmagn til Sovétrikjanna, en Sovétmenn hafa krafizt þess, að það viðbótarmagn verði lækkað um 20% frá þvi verði, sem samið var um á 20 þúsund tunnum i september s.l. Viðræður hafa farið fram undanfarið milli Sildarútvegs- nefndar og viðskiptaaðila sovézka sendiráðsins og fulltrúa V/O Prodintorg, en söluverðið á þeim 20 þúsund tunnum, sem þegar hafa verið seldar Sovét- mönnum, er mun hærra en það verð, sem keppinautar Is- lendinga á þessum markaði bjóða. Timinn hafði samband við Gunnar Flóvenz, fram- kvæmdastjóra Sildarút vegs- nefndar, og bað hann að greina frá þvi hvernig þessi mál stæðu nú, en fundir hafa verið haldnir að undanförnu, bæði í Sildarút- vegsnefnd og með sildarsalt- endum. Nú er beðið eftir viðbrögðum Sovétmanna við telexskeyti, sem þeim var sent seint á þriðjudagskvöld. — Þetta mál er á mjög viðkvæmu stigi, og erfitt að skýra frá þvi' að svo stöddu, sagði Gunnar. — 1 september sömdu samningsmenn Sildarút- vegsnefndar um sölu á 20 þúsund tunnum af heilsaltaðri sild við Sovétmenn i Moskva, á söluverði, sem var langtum hærra en keppinautar ís- lendinga höfðu boðið, en þar er átt við Hollendinga, tra,Skota, Norðmenn, Dani, Færeyinga, og Kandamenn. I byrjun vertiðar var gert ráð fyrir að heildar- söltun Suðurlandssilar yrði 50-60 þúsund tunnur, en reyndin varð sú, að saltað hefur veriðisam- tals 95 þús. tunnur. — t fyrri viðskiptasamningi milli Islands og Sovétrikjanna var vegna veiðitakmarkana hér við land, aðeins gert ráð fyrir 20 þúsund tunnum af ár- legum kvóta, sagði Gunnar, og þar af leiðandi voru Sovétmenn ekki reiðubúnir til að ræða um nema það magn i viðræðunum i september. Gunnar sagði ennfremur, að strax eftir að nýr viðskipta- samningur fyrir timabilið 1976/1980 var undirritaður 31. október s.l. hefði sildarútvegs- nefnd óskað eftir þvi, að Sovét- menn féllust á hækkun sölu- magnsins upp f 30 þúsund tunn- ur, en hinir sovézku kaupendur kváðust ekki hafa f járveitinga- leyfi til kaupa á neinu viðbótar- magni á þeim tima, en kváðust þó hafa áhuga á viðbótarkaup- um. — Dráttur varð á þvi að sovézka innkaupastofnunin fengi leyfi til að samþykkja viðbótarkaup, sagði Gunnar, þrátt fyrir hina miklu skuld ts- lendinga á viðskiptareikningi landanna. Það var ekki fyrr en um miðjan janúar, að Sovét- menn tiíkynntu að gjaldeyris- leyfi hefði fengizt fyrir viðbótarkaupum á 10 þúsund tunnum. — Þá skeði það, sagði Gunnar, að hinir sovézku aðilar settu það sem ófrávikjanlegt skilyrði fyrir kaupunum, að söluverð á viðbótarmagni yrði lækkað stórkostlega frá þvi verði sem samið var um i september s.l. eða um 20%. — Sildarútvegsnefnd hefir til þessa ekki viljað fallast á þessa lækkunarkröfu, og hafa viðræður farið fram siðustu vikuna um mál þetta milli nefhdarinnar og viðskipaaðila sovézka sendiráðsins, og jafn- framt við fulltrúa V/O Prodintorg, sagði Gunnar. — Árangur af þessum viðræðum varð enginn, og itrekuðu sovét- menn að ef ekki yrði fallizt al- gjörlega á lækkunarkröfur þeirra, yrði ekki úr neinum i viðbótarkaupum. í — Mál þetta er sérstaklega erfitt, sökum þess að sild þessi er sérverkuð i samræmi við markaðskröfur Sovétmanna, sagði Gunnar. Þar sem enginn árangur varð af viðræðunum við fulltrúa sendiráðsins, var haft simasamband við fram- kvæmdastjora fiskafurðar- deildar V/O Prodintorg i Moskva s.l. þriðjudag, og staðfesti hann að lækkunar- krafan væri ófrávikjanleg. — Málið er þó óútkljáð ennþá, og er nú beðið eftir viðbrögðum þeirra i Moskva við telex-skeyti, sem þeim var sent seint á þriðjudagskvöld, sagði Gunnar Flóvenz. Þá var Gunnar Flóvenz spurður um, hvernig gengi með sölu á öðru sfldarmagni, en þvi sem ætlað var til Sovét- rikjanna. — Mestur hluti sildar- magnsins frá s.l. hausti hefir þegar verið seldur, þ.e. fyrir utan viðbótarmagnið til Sovét- rikjanna, sagði Gunnar, og þá til Sviþjóðar, Finnlands, Vestur-Þýzkalands, og Dan- merkur. — Það hefur valdið miklum erfiðleikum i sambandi við sölu sildarinnar i ár, að við verðum að komast inn á markaði, sem aðrir seljendur erlendis hafa náð undir sig, vegna veiðibannsins undanfarin þrjú ár hér við land, og þar að auki hefur óvenjuliti 11 hluti aflans i haust farið i stærsta stærðarflokk eða aðeins 25%. — Þó ber að taka fram, sagði Gunnar, að allur afli hefur verið af þeim stærðum, sem leyfilegt er að veiða samkvæmt tillögum fiskifræðinga. Siðast þegar um verulega söltun var að ræða á vertið árið 1971. fóru um 75% sildarinnar i stærsta stærðarflokk. — Þar við bætist, aðifitumagn sildarinnaríhaust var lægra en venjulega á árunum fyrir sildarveiðihléð, sagði Gunnar Flóvenz framkvæmdastjóri að lokum. Sýning á norrænni vefjarlist haldin á þriggja ára fresti — Fyrsta sýningin hefst í Álaborg og verður farandsýning SJ-Reykjavik — Það er okkur mikil hvatning að eiga kost á að taka þátt i þessari sýningu, sögðu fulltrúar Félags textilhönnuða á blaðamannafundi, þar sem skýrt var frá mikilli sýningu á vefjar- list, sem haldin verður i nýju og glæsilegu Listasafni Álaborgar i sumar. Sýningin nýtur rúmlega fjögurra milljóna króna styrks úr Norræna menningarmálasjóðn- um og verður vel til hennar vand- að i hvfvetna. Sýningin verður fyrst i Danmörku, en siðan á hin- um Norðurlöndunum, hér á landi verður hún i janúar 1977. Ætiunin er að sýning þessi verði þriðja hvert ár framvegis og ber hún nafnið Textil Triennale. — Þaðhefur löngum verið álit- ið, að vefjarlist stæði með mikl- um blóma á Norðurlöndum, sagði ein vefjarlistakvennanna, Hildur Hákonardóttir skólastjóri á blaðamannafundinum, — á þess- ari sýningu fæst úr þvi skorið Listasafn Alaborgar á Norður-Jótlandi, þar sem sýningunni verður hieypi af stokkunum. hvort svo er i raun og veru. Þátttaka i sýningu þessari er heimil öllum þeim sem vinna að vefjariist. Eingöngu verða tekin verk, sem unnin eru i listrænum tilgangi, en ekki með framleiðslu i huga. Fimm manna dómnefnd mun fjalla um verkin, einn full- trúi frá hverju landi. Ásgerður Búadóttir verður i dómnefndinni fyrir tsl. hönd. Sýningargjald er 3.000 kr á þátttakanda. Ekki má senda fleiri verk en þrjú. og ekki eldri en þriggja ára. Verkunum þarf að koma á einn stað i Reykjavik fyrir 1. mai 1976 (aug- lýst nánar.) Umsóknareyðublöð ogallar upplýsingar er hægt að fá hjá stjórn textilhönnuða. Ragna Róbertsdóttir form. s. 19694. Sigriður Jóhannsdóttir ritari. s. 22352. Steinunn Bergsteinsdóttir gjaldk. s. 28489. Ása ólafsdóttir meðst. s. 83906. Hildur Hákonardóttir meðst. s. 24577. Ásgerður Búadóttir i dómnefnd. s 34856. Vefjarlistakonur kynna sýninguna Hildur Hákonardóttir, Asgerður Búadóttir, Ragna Róbertsdóttir og Steinunn Bergsteinsdóttir. (Timamynd Róbert) Sautján konur eru i Félagi textilhönnuða. Fyrirrúmum áratug varð mikil vakning i vefjarlist viðs vegar i heiminum. Timamótamarkandi var fvrsta alþjóðlega mynd- vefnaðarsýningin i Lausanne i Sviss árið 1962, haldin að frum- kvæði franska listamannsins Lur- cat.sem vildi endurvekja til fyrra gengis myndvefnað. Hefur sú sýning verið endurtekin annað hvert ár og listamenn viðs vegar úr heiminum keppzt um að kom- ast þar að, bæði karlar og konur. Hafa þessar sýningar veriðhvat- inn að öðrum slikum stórum vefjarsýningum. Á Norðurlöndum er gömul og sterk hefð i vefjarlist sem hefur átt sin blóma- og hnignunarskeið. A tslandi er þó engin hefð i myndvefnaði eða vefþrykki. Elztu teppi okkareru refilsaumuð kirkjuteppi frá miðöldum. Frá siðari öldum eigum við rúmá- breiður og söðuláklæði saumuð, krossofin eða glitofin. Á siðasta áratug hefur hins vegar risið upp hópur listamanna sem nýtir sér hinar ýmsu aðferðir vefjarlistar. Skemmsterað minnast sýningar, sem haldin var á vegum Norræna hússins á Listahátið 1974 þar sem fjórar islenzkar listakonur voru meðal þátttakenda. Á Kvenna- sýningunni 1975 sem einnig var haldin i Norræna húsinu, kom fram all stór hópur listakvenna á þessu sviði og höfðu margar þeirra hafið nám i hinni nýstofn- uðu Textildeild Myndlista- og Handiðaskóla tslands. Könnun BHAA að Ijúka FB—Reykjavik. Banrialag háskólamanna hefur að undanförnu staðið fyrir skoðanakönnun meðal féiaga sinna um verkfallsréttarmál. Spurningalistar voru senriir út i desember, og fóru þeir nokk- uð misjafnt út hjá aðildar- félögunum, en i gær var sið- asti dagur til þess .að póst- leggja spurningalistana út- fyllta. Félagar i Bandalagi háskólamanna eru allir rikis- starfsmenn. og munu þeir vera um 12 til 13 hundruð. Niðurstöður úr þessari könnun munu ekki liggja fyrir fyrr en eftir helgina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.