Tíminn - 29.01.1976, Síða 8

Tíminn - 29.01.1976, Síða 8
8 TÍMINN Fimmtudagur 29. janúar 1976. Fimmtudagur 29. janúar 1976. TÍMINN 9 Hermann Jónasson 1896 - 1976 Kveðjuorð frá formanni Framsóknarflokksins i dag er Hermann Jónasson kvaddur. Mig langar til að biðja Timann að flytja nokkur kveðjuorð frá mér f.h. Framsóknarflokksins. Það er áreiðanlega ekki ofmælt, að Framsóknarflokkurinn á fáum mönnum meiri þökk að gjalda. Hermann Jónasson var formaður Framsóknarflokksins lengur en nokkur annar. Hann gegndi starfi forsætisráð- herra lengur en nokkur annar islendingur hefur gert til þessa. Hann sat á Alþingi á fjórða áratug. Enginn isiend- ingur hefur orðið forsætisráðherra jafnungur og hann. Hann varð forsætisráðherra áður en hann hafði setið á AI- þingi, og hóf þannig þingsetu sem forsætisráðherra. Er slikt einsdæmi hér, þegar um innanþingsstjórn er að ræða. Auk þessa gegndihann fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir þjóðina og flokkinn, sem ég hirði ekki um að skrásetja hér. En þessar fáu staðreyndir, sem hér hafa verið nefndar, segja sína sögu um manninn og það traust, er hann naut. Hermann Jónasson var glæsilegur maður og karlmenni, djarfur en þó gætinn. Hann hafði aflað sér þeirrar mennt- unar og mannþekkingar, sem voru honum gott veganesti I stjórnmálastörfum, en fáum hygg ég, að hvers konar þekkingarhroki hafi verið fjær skapi en honum. Um gáfur hans bera verk hans vitni. Ég held, að segja megi, að hann hafi hlotið i vöggugjöf, óvenjulegt andlegt og likamlegt at- gervi og raunar flesta þá kosti, sem prýði þykja á hverjum stjórnmálaforingja. Það fer ekki á milli mála, að Hermann Jónasson verður talinn einn hinn svipmesti og mikilhæfasti stjórnmála- maður hér á landi um þriggja áratuga skeið, eða á þvi timabili, sem hann fyrst og fremst sinnti stjórnmálastörf- um. Hann var einbeittur og skörulegur foringi, átakamað- ur þegar mikið lá við, en sinnti minna smáatriðum. Það einkenndi hann að minum dómi ekki hvað sizt, að hann var hygginn stjórnmálamaður, sem rasaði aldrei um ráð fram, og var hann þó djarfur fullhugi. Hann var dáður mest af þeim, sem þekktu hann bezt. Hermann Jónasson átti hin siðari ár við þungbær veik- indi að striða, og var þvi fyrir nokkru horfinn af sviði stjórnmálanna, en mynd hins glæsilega stjórnmálamanns er enn vel geymd I hugum manna. Um hana mun lengi leika sérstæður bjarmi aðdáunar, auðvitað fyrst og fremst hjá flokksmönnum, en einnig, að ég hygg hjá flestum landsmönnum. Skjótur stjórnmálaframi hans og starfs- ferill hans allur er að sumu leyti likur ævintýri. Fyrr eða siðar fennir I flestra spor. Ég hygg þó, að lengi muni sjást ýms þau spor, sem Hermann Jónasson mark- aði I samtið sinni og sögu þjóðarinnar. Ég ætla mér ekki I þessum fáu kveðjuorðum að telja öll þau störf, sem marka djúp spor i stjórnmálasögu hans né leggja á þau mat. Það veröur hlutverk sagnfræðinga. En ef til vill verður þess lengst minnzt, að hann visaði á bug tiimælum Þjóðverja um að fá að byggja flugvöll hér á landi árið 1939, eða rétt fyrir siðari heimsstyrjöldina. Með þeirri ákvörðun var stigið spor, sem skipti sköpum fyrir framtið þjóðarinnar, og e.t.v. fyrir örlög annarra lýðræðisþjóða. Margs annars verður og lengi minnzt, bæði nýmæla i löggjöf og stjórnar- framkvæmd. Starfa hans veröur nánar minnzt af öðrum, sem þekktu betur til þeirra persónulega. Ég vil aö leiöarlokum votta honum virðingu og þökk Framsóknarflokksins fyrir margháttuð og farsæl störf I þágu flokks og þjóöar. Hermann Jónasson var kvæntur Vigdisi Steingrimsdótt- ur, frábærri konu, sem var honum ómetanleg stoð, jafnt i opinberum störfum hans og siðar I langvauan'di veikind- um. Hún kom oft fram viö hliö hans fyrir þjóðarinnar liönd, og ætið þannig, aö sómi var að. í öllum þeim svipt- ingum, sem stundum stóöu um mann hennar, held ég, að hún hafi notiö viröingar og viöurkenningar allra. Fram- sóknarflokkurinn stendur þvl i mikilli þakkarskuld við hana. Ég veit, að Hermann heföi viljað, að á hennar hlut yröi lögð áherzla. Fyrir hönd Framsóknarmanna votta ég henni virðingu og samúö. Börnum Hermanns, tengdabörnum, barnabörnum og aðstandendum öllum votta ég innilega samúð. Virðing og þökk fylgi fræknum foringja. —Ólafur Jóhannesson. Þjóðin kveður mikilhæfan foringja þeim, sem þekktu hann bezt, að hann var valinn forsætisráð- herra stjórnarinnar. Jafnframt voru honum falin dómsmál, kirkju- og kennslumál, landbún- aðarmál og utanrikismál. svo að ekki vantaði verkefnin, Það voru engir friðarstólar, sem sezt var á i stjórnarráðinu 1934. Kreppan mikla i algleym- ingi. Meirihluti stjórnarinnar á Alþingi svo naumur að i engu mátti skeika með samheldni liðsins. Stjórnmálaátökin á þingi og utan þess afar hörö, og raunar samfelld kosninga- barátta allt kjörtimabilið, þ.e.a.s. fram að 1937. Hermann naut sin vel við þessi skilyrði. Hann var traust- ur i stórræðunum, öruggur baráttumaður og að minum dómi mátulega gætinn. Flanaði lþróttamaðurinn: Hermann Jónasson glimukóngur árið 1921. Flokksforinginn: Hermann Jónasson á fundi. ekki að neinu, en fylgdi þvi afar fastfram sem gera þurfti, þeg- ar leið hafði verið fundin. Enginn vegur er að rekja hér það sem gerðist á þessum árum, kreppuárunum fyrir striðið, en ég held að segja megi, að það tókst að snúa neyðarvörn i sókn og var lagður grundvöllur að mörgu þvi, sem bezt hefur dug- að þjóðinni siðan. Á það við um atvinnuþætti ýmsa, félagsmála- löggjöf o.fl. Atvinnuvegir landsmanna stóðu á þessum kreppuárum hallari fæti en menn eiga nú gott með að skilja. Ofan á verðfall og sölutregðu á afurðunum, bættist alger ringulreið i afurðasölu- málum, sem varð til þess að hver tróðskóinn ofan af öðrum. Varð að færa öll afurðasölumál landsmanna á félagslegan grundvöll, sem siöan hefur haldizt. Þáttur i þvi var afurða- sölulöggjöf fandbúnaðarins. Féll i hlut Hermanns að hafa forgönguum þá lagasetningu og framkvæmd hennar, við slikan heiftarágreining, að með ólik- indum mátti telja. Hélt Her- mann á þvi máli öllu, þannig að beztu kostir hans komu i ljós og fengu notið sin, baráttuharkan, þegar þess þurfti, og lagnin við að ljúka striði farsællega, þannig að til frambúðar yrði öll- um að gagni. Þegar afurðasölulögin komu til framkvæmda, tók að birta i sveitunum. Forusta Hermanns Jónasson- ar á þessum árum sannfærði víst flesta landsmenn um það, sem flokksmenn hans töldu sig vita áður, að til starfs var kom- inn mikilhæfur stjórnmálafor- ingi, sem treysta mátti til öruggrar forustu. Þegar stjórnm ála linur óskýrðust nokkuð eftir kosning- ar 1937og styrjaldarhætta jókst, varð þjóðstjórnarmyndun ofan á. Varð Hermann forsætisráð- herra þjóðstjórnarinnar, en hafði áður borið gæfu til að hafa forustu um að neita Þjóðverj- um, árið 1939, um lendingarrétt hérfyrir flugvélar, eneftir þeim rétti sóttust þeir. Þegar þetta gerðist, vorum við mjög háðir Þjóðverjum um lifsnauðsynleg viðskipti. Það kom til kasta Hermanns að hafa forustu i þvi að mæta hernámi landsins 1940, og að Hermann Jónasson, fyrrver- andi forsætisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins, var i fullan aldarþriðjung einn af fremstu leiðtogum lands- manna, stórbrotinn og mikil- hæfur foringi, sem markað hefur djúp og varanleg spor á framfaraleið þjóðarinnar. Hermann Jónasson var skag- firzkur bóndason, sem brauzttil náms og mennta og valdi sér lögfræði að viðfangsefni. Saga hans verður ekki sögð af mér i þessum kveðjuorðum. enda stærri isniðum en svo að þess sé kostur. Hér mun á fátt eitt drep- ið, sem á hugann leitar mest á þessari kveðjustund. Ég kynntist Hermanni fyrst i Framsóknarflokknum, sem að líkum lætur, og var það um þær mundir, sem hann varð lög- reglustjóri i Reykjavik. Hann tók litlu si"ðar að sér forustu fyrir flokkinn i bæjarmálum Reykjavikur. Varð bæjar- fulltrúi og bæjarráðsmaður. Kom fljótt í ljós, að hann tók viðfangsefnin ekki neinum vettlingatökum og vakti forusta hans á þessum vettvangi þegar mikla athygli. Var raunar aug- ljóst, að þar var foringi á ferð, og dró skjótt til meiri tiðinda. Þegar foringjalið Framsókn- arflokksins sundraðist 1933, flokkurinn klofnaði og Bænda- flokkurinn var stofnaður, var litazt um eftir nýjum mönnum i fararbrjóstið. Lá þá beint við, að Hermann yrði til kvaddur. Var hann settur þar sem bar- daginn var harðastur og vann þar kosningasigur, sem úrslita- þýðingu hafði i þeirri tvisýnu kosningum, sem háðar voru 1934. Var hann kosinn þingmað- ur Strandamanna og var þeirra fulltrúi siðan alla sina löngu þingmannstið, en Vestfirðinga allra saman frá þvi nýja kjör- dæmaskipunin kom til 1959. Eftir þann nauma kosninga- sigur, sem vannst i kosningun- um 1934, var að sjálfsögðu mynduð samsteypustjórn Framsóknarflokks og Alþýðu- fiokks, svo sem ráðgert hafði verið fyrir kosningarnar. Við þá stjórnarmyndun skipaðist með ýmsu móti þannig, að nýir menn urðu að koma til i ráðherrasæti Framsóknarflokksins. Sýnir það vel hvflikt traust Hermann hafði þá þegar áunnið sér hjá móta sambýlið við hernáms- liðið. Ennfremur að gera ráð- stafanir til að koma fyrir til bráðabirgða meðferð konungs- valdsins þegar Þjóðverjar her- námu Danmörk. Stýrði hann þessum málum öllum af þeirri festu og lagni, sem honum var eiginleg. Þjóðstjórnin stóð ekki lengi, þvi ágreiningur varð um efna- hagsmál, sem átti að miklu leyti rætur sinar i ótta sumra við verðbólguáhrif hernámsins, og deilur um kjördæmaskipun blönduðust i. Varð afar flókin staða i stjórnmálum um tfma, og utanþingsstjórn skipuð vegna heiftarlegra átaka st jórnm álaflok kanna. Við þessi skilyrði, hernám og stjórnmálastrið, varð að taka úrslitaákvarðanir um sjálft frelsismál landsmanna, endan- legan skilnað við Dani og stofn- un lýðveldis. Horfði til ágrein- ings um tima og lá einnig mjög við borð, að þessi mál blönd- uðust inn i átök urn önnur efni. Samt tókst stjórnmálaflokkun- um að lokum að standa saman um endanlega lausn málsins, stofnun lýðveldisins. Ég fullyrði, að enginn átti meiri þátt i þvi en Hermann Jónasson, að sætt voru sjónar- miðin: komizt varð hjá ágrein- ingi og aðglæsileg þjóöareining náðist um lokaskrefin f frelsis- baráttu landsmanna, þjóöarat- kvæðagreiðslunni og stofnun lýðveldis 17. júni 1944 á Þing- völlum. Þessi minningar- og kveðju- orð min eiga ekki aö verða stjórnmálasaga, en samt virðist sækja i það horf, og kannski ekkert undarlegt, þegar þess er gætt, að saga Hermanns Jónas- sonar er svo rikur þáttur i stjórnmálasögu þjóöarinnar, að þar verður naumast á milli greint. Fyrsta aldarf jórðung lýðveldisins var Hermann sem fyrr einn af áhrifamestu stjómmálamönnum þjóðarinn- ar, hvort sem hann var i rikis- stjórn eða utan, enda lengst af formaður næststærsta stjórn- málaflokksins i landinu. Væri það mikil frásögn, ef rekja ætti þátt Hermanns i framfarasókn þjóöarinnar á fyrstu áratugum lýöveldisins, og verður henni ekki hér við komið. Aðeins einn þátt nefni ég. Hermann Jónasson gerði sér þess ljósa grein i tæka tið, að þegar stjórnarfarslegu frelsis- baráttunni lauk með stofnun lýðveldisins 1944, urðu Islend- ingar að herða baráttu sina fyrir þvi að heimta úr höndum útlendinga fiskimiðin við strendur landsins. Hermann flutti fyrstur manna á Alþingi, ásamt Skúla Guðmundssyni, til- lögu um að höggva af tslending- um fjötur þann, sem lagður hafði verið á þjóðina með samn- ingi Dana við Englendinga um 3ja milna landhelgi við tsland. Þegar Hermann Jónasson, fyrir hönd Framsóknarflokks- ins, hafði forustu um að mynda vinstri stjórn 1956, var ákveðið i stjórnarsáttmálanum að færa út landhelgina, enda hafði þá verið hlé i landhelgissókninni 1952, að fylgt var fordæmi Norðmanna ogHaagdómioglandhelgin færð út i 4 milur. Hér hlaut að verða um einhliða ráðstöfun að ræða i striði við sterka. Þetta var djarfleg ákvörðun og áhættu- sömu ein sú örlagarikasta i sögu landsins frá þvi að teningunum var kastað i sjálfri frelsis- baráttunni. Það var mikið stjórnmálaafrek að ná sam- stöðu i vinstri stjórninni um þessa útfærslu við þau pólitisku skilyrði, sem við var að búa i landinu 1958. Það tókst þó, og með þvi var brotinn isinn i land- helgismálinu og gengið inn á þá braut, sem siðan hefur verið farin, og leiða mun til fullnaðar- sigurs að lokum. t öllum þeim sviptingum innan stjórnar og utan, sem þessum stórræðum fylgdu, komu allir beztu kostir Her- manns i ljós og nutu sin til fulls, framsýni, kjarkur, festa og lagni. Hermann Jónasson var for- maður Framsóknarflokksins i 18 ár samfleytt — við miklar vinsældir og óskorað traust. Flokkurinn naut i rikum mæli þeirra kosta, sem allri þjóðinni komu svo oft að liði i aldarþriðj- ung. Nú við leiðarlokin þakka framsóknarmenn um allt land föllnum foringja glæsilega for- ustu. Ég átti þvi láni að fagna að kynnast Hermanni Jónassyni mjög vel. Við vorum nánir sam- verkamenn i meira en aldar- þriðjung. Það var gott að vinna með Hermanni og gott að eiga hann að baráttufélaga. Hermann var likaskemmtilegurmaður. Hann átti mörg áhugamál og allra manna var hann vaskastur. Liklega er Hermann eini for- sætisráðherrann, sem létt hefur sér upp á milli lotanna i stjórn- arráðinu með þvi að stökkva jafnfætis upp á fundarborðið, og fyrir kom að hann gaf gestum kost á þvi taka þátt i þessu, að ég nú ekki tali um okkur félög- um sinum. Var þá keppikeflið að komast sem lengst inn á borðplötuna. Hermann var iþróttamaður með afbrigðum, m.a.s. glimu- kóngur Islands um skeið. Hafði gaman af að tala um glimu og sýna og kenna glimubrögð við hin óliklegustu tækifæri. Allt var með ráðum gert i glimunni hjá Hermanni eins og i öðru, og var gaman að heyra hann segja frá hernaðaráætlunum sinum i kappglimum, sem hann hafði þreytt. Hermann gekkst fyrir setn- ingu iþróttalaganna 1939 af miklum skörungsskap og stór- hug. Það var áður en striösgróði kom til. og flaut ekki allt i pen- ingum, þegar þau voru sam- þykkt, og um ýmislegt annað var að hugsa, en þau komu samt. tþróttalögin ollu algerum straumhvörfum i iþróttamálum landsins. Æska þjóðarinnar stendur i mikilli þakkarskuld við Hermann Jónasson fyrir forustu hans við setningu iþróttalaganna. Hermann var mikill bók- menntaunnandi, einkum ljóða. Fyrir kom, að hittast varð heima hjá honum að kvöldi til, þegar mikið var um að vera i pólitikinni. Viðfangsefnin voru ekki alltaf ánægjuleg og stund- um mikill vandi á höndum, að manni fannst. Fyrir kom, ekki sjaldan, að Hermann sat i ljóða- bókahrúgu sinni, þegar við komum, og opnar ljóðabækur á bæði borð. Ekki var um að efast, að Hermann sótti ýmist hvild eða styrk i ljóðin. Ræktunarmaður var Her- mann af lifi og sál. Skógrækt varhonum ástriða, og kom hann mjög miklu til vegar i þeim efn- um. Hermann Jónasson var kvæntur Vigdisi Steingrims- dóttur, sem lifir mann sinn, glæsilegri ágætiskonu. Vigdis hefur viðburðarika ævi staðið fast með manni sinum i bliðu og striðu. Það varð hennar hlut- skipti að hafa með honum á hendi forustuhlutverk fyrir hönd þjóðarinnar við mörg tækifæri og fórst henni það allt með þeim hætti að minnzt er með ánægju og þakklæti af þeim, sem þess nutu. Hermann Jónasson átti árum saman undanfarið við þung- bæra vanheilsu aðstriða. Hann tók þvi erfiða hlutskipti með æðruleysi og karlmennsku. Vig- dis hefur barizt með honum i þessu erfiða striði, og sýnt þá fórnarlund og þann hetjuskap, sem við mátti búast af henni. Islenzka þjóðin kveður i dag mikilhæfan leiðtoga, og honum fylgja þakkir fyrir stórbrotið og mikilsvert forystustarf á mesta framfaraskeiði i sögu þjóðar- innar. A Eysteinn Jónsson A hátíðlegri stundu: Hermann Jónasson forsætisráðherra og Vigdis Steingrimsdóttir viö móttöku þjóðhöfðingja. „Líttu aldrei af veginum fram undan” Hálfrar aldar kynni min af Hermanni Jónassyni, hinum mikilhæfa forystumanni i is- lenzkum þjóðmálum, er sem dýrmætur sjóður. Á kveðju- stund koma fram i hugann myndir úr þessu minningasafni, margar þeirra ánægjulegar og lærdómsrikar. Nánust urðu þó samskipti okkar á árunum 1959 til 1967, er við vorum báðir þing- menn Vestfjarða. Sumar eftir sumar fórum við saman úm kjördæmið, héldum fundi og heimsóttum fjölda fólks. Á þessum ferðum okkar bar margt á góma, sem mér er enn rikt i minni. Ekki voru vegir Vestfjarða glæsilegir á þessum árum, jafn- vel ekki alveg hættulausir. Grjóthrun i Óshlið og viðar, auk snjóflóðahættu á Breiðadals- heiði, kenndu okkur að fara var- lega. En miklum þröskuldi i samgöngum Vestfjarða hafði Hermann rutt úr vegi, áður en okkar ferðir hófust, er hann sem vegamálaráðherra lét gera bráðabirgðaveg um Þing- mannaheiði, og opnaði með þvi samgönguleið vesturhéraðanna við landið. Á ferðalögum var Hermann sá aðgætnasti maður, sem ég hefi átt samleið með, og hjá honum fékk ég beztu kennsluna i akstri, sem ég hef fengið. Ein er sú leiðbeining hans, sem mér er minnisstæðust? „Littu aldrei af veginum framundan”. Þessi regla er reyndar einkenni á fjörutiu ára stjórnmálaferli hans. Hann hugsaði fram i tim- ann um velfarnað þjóðarinnar, og hann sá lengra fram en margiraðrir. Hann leit aldrei af veginum fram undan. örlaga- rikust mun þó framsýni hans hafa oröið 1939, er hann beitti sér fyrir þvi, sem forsætisráð- herra að neita Þýzkalandi nasismans um flugvallaaðstöðu á Islandi. Þá hafði nasisminn náð að sýkja hugarfar ýmissa íslendinga. Lflriegt má telja, að þessi örlagarika neitun hafi bjargað þjóðinni frá böðlum Hitlers. Eins og þingmönnum ber að gera, fórum við Hermann ár- lega um Vestfjarðakjördæmi og héldum fundi. Ekki var hann alls kostar ánægður með það hefðbundna fundaform, aö þing- menn byrjuðu fundina með framsöguræðum eða fyrirlestr- um og töluðu að sjálfsögðu um það, sem þeir töldu mestu varða. Þessu vildi hann snúa við, þ.e. að heimamenn byrjuðu umræður og ræddu það, sem þeim var efst i huga. Þannig yrðu fundirnir meira i þágu heimamanna. Þennan sið tók- um við upp, og héldum honum siðan. Eitt sinn að vori til boðuðum við Hermann fund á samkomu- stað i sveit. Fundarformið var eins og hér var nefnt. örfáir menn komu á fundinn. Ástæðan var sú, að sameiginleg sauðfjársmölun fór fram i allri sveitinni þennan dag. Þessir fáu fundarmenn, sem ekki höfðu áður átt viðræður við Hermann, voru áuðsjáanlega mjög ánægð- ir með viðræðurnar og nutu þess i fámenninu að kynnast svo vel manninum sjálfum og viðhorf- um hans til þeirra eigin áhuga- mála. Þannig leið fundartiminn frá miðjum degi til miðnættis . Að fundarlokum mælti Her- mann: ,,Þetta var góður fundur en fámennur”. Anzar þá einn fundarmanna: „Guði sé lof að ekki mættu fleiri”. Hann var andstæðingur Framsóknar- flokksins. I annarri sveit heimsóttum við stórbónda einna og sveitar- höfðingja, sem hvorugur okkar hafði áður séð. Þetta var eld- heitur andstæðingur Framsókn- armanna. Okkur var vel tekið og veitingar fram bornar. Hófust nú viðræður þeirra Her- manns og bónda um heima og geima, en ekki var minnzt á pólitisk málefni. Stöðugt glaðn- aði yfir bónda og þegar við kvöddum hann að lokum á hlað- inu, segir hann við Hermann: „Ég var búinn að heita þvi, að ef. ég hitti þig að máli einhvern- tima, skyldi ég lesa rækilega yfir þér. Nú held ég að veröi eitthvað minna um það, og ég þakka þér fyrir komuna.” Þetta eru aðeins sýnishorn af þvi, að virðingu og vinsemd ávann Hermann sér hvarvetna, er hann kom. Engum duldist þekking hans og gáfur, hófsemd og sanngirni, hvort sem i hlut áttu stuðningsmenn hans eða andstæðingar. Þess vegna fór vegur hans vaxandi þvi meir, sem hann fór viðar um byggðir Vestfjarða. Þaðvarháttur hans að forðast fullyrðingar i vafa- sömum málum, og aldrei heyrði ég hann lofa mönnum einu eða neinu, þótt eftir væri leitað. Hann vildi engan svikja. En menn treystu honum engu að siður. Þeir höfðu það á tilfinn- ingunni, að væri hann máli hlynntur, myndi hann fylgja þvi fram. Þessi meðvitund þeirra var meira virði en „handsöl annarra manna”. Ekki voru viðræður Hermanns við Strandamenn að öllu leyti með sama blæ og við aðra Vestfirðinga. Þegar Vest- firðingar urðu að einu kjördæmi 1959, var hann búinn að vera þingmaður Strandamanna i tuttugu og fimm ár. Hann þekkti persónulega flesta sýslubúa, hafði unnið að hagsmunamálum þeirra sem þingmaður og ráö- herra staðiðmeð þeim i mótbyr sem meðbyr og var i þeirra augum heimamaður. Viðræður hans við þessa gömlu, grónu vini gátu þvi eðlilega ekki. að formi til orðið með sama hætti og þegar hann ræddi við ókunn- uga. Það var þvi likast sem hann væri kominn heim, er komið var norður fyrir Holta- vörðuheiði. Hermann stóð i eldlinu stjórn- málanna um fjörutiu ára skeið. Á honum stóðu vopn andstæð- inganna með litlum hléum. En vopnin bitu ekki. Svo var fyrir að þakka málstað hans og frammistöðu. En þrátt fyrir þau pólitisku átök átti hann traust margra andstæðinga sinna, og á viðreisnarárunum buðu þeir honum sendiherraembættið i Kaupmannahöfn, en hann af- þakkaði boðið. Á haustmánuðum 1958 varð ekki samstaða innan rikis- stjórnar Hermanns um viðnám við verðbólgu. Þá baðst hann lausnar fyrir ráðuneyti sitt, en það var hið siðasta, er hann hafði myndað. Þetta hafa sumir flokksmenn hans láð honum. En hann átti það rika ábyrgðartil- finningu. að vilja ekki sitja að völdum valdanna vegna með óleyst vandamál. Hann lét þvi andstæðingunum eftir völdin. þeim sem komu i veg fyrir úr- ræði hans. Hann fylgdi regl- unni: ..Littu aldrei af veginum fram undan”. Þegar Hermann Jónasson hefur nú lokið dagsverkinu. á hann að baki mikiö og gifturikt ævistarf, landi og þjóð til vel- farnaðar. En hann var ekki einn að verki. önnur hönd hans var eiginkona hans. frú Vigdis Steingrimsdóttir. er var honum sá ráðgjafi. skjöldur og skjól. er enginn fær metið. Við hjónin flytjum frú Vigdisi. börnum hennar, tengdabörn- um og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur okkar. Sigurvin Einarsson I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.