Tíminn - 29.01.1976, Qupperneq 16

Tíminn - 29.01.1976, Qupperneq 16
METSÖWHÆKUR SÍS-FÓIMIR SUNDAHÖFN g :ði fyrir yóéan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Öldungadeild Bandaríkja- þings samþykkti útfærslu fiskveiðilögsögu landsins í 200 s|ómílur í gær gildistöku frestað til 1. júlí 1977 Reuter/Washington. öldunga- deild Bandarikjaþings sam- þykkti i gær með 77 atkvæðum gegn 19 að lýsa yfir útfærslu bandarisku fiskveiðilögsögunn- ar i 200 milur, til þess að verja hagsmuni bandariskra sjó- manna, og forða fiskistofnunum undan ströndum landsins frá of- veiöi. Lögin öðlast ekki gildi fyrr en 1. júli 1977, og er það gert til þess að gefa hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna möguleika á þvi að koma á alþjóða- samningi um fiskveiðilögsögu. Sams konar tillaga var sam- þykkt i fulltrúadeild bandariska þingsins i október sl., en i þvi frumvarpi voru engin ákvæði, er fresta gildistöku laganna. Þessi tvö lagafrumvörp verða nú samræmd áður en þau verða send Ford forseta til undirritun- ar. Strom Thurmond, öldunga- deildarþingmaður frá Suður- Kaliforniu sagði, að Ford forseti hefði tjáð sér, að hann myndi staðfesta frumvarpið, ef fyrr- nefnd ákvæði um frestun gildis- tökunnar yrði tekið upp i sam- þykkt öldungadeildarinnar. Warren Magnusson, demó- krati frá Washingtonriki, einn af flytjendum frumvarpsins, sagði, að erlendar veiðiþjdðir, einkum Japanir og Sovétmenn hefðu stundað mikla rányrkju á miðunum undan ströndum Bandarikjanna og væru nú svo komið, að margir fiskstofnar væru af þeim sökum i alvarlegri hættu. Warren Magnusson benti enn- fremur á til stuðnings frum- varpinu, að hlutur bandariskra fiskimanna i þvi aflamagni, sem veiðzt hefði úr sjó við Bandarikin, hefði sifellt farið minnkandi ár frá ári. I Reutersfrétt frá Washington i gær um útfærsluna sagði, að nú væri útséð um, þó að gildistöku frumvarpsins væri frestað til 1. júli 1977, — að ágreiningur út af viðáttu fiskveiðilögsögu yrði ekki leystur á alþjóðavettvangi. 14 riki hafa nú lýst yfir 200 milna fiskveiðilögsögu. Frá Beirut. Eyðileggingarmáttur styrjaldarinnar — Þar er nú rólegra heldur en verið hefur um langt skeið. Líf með eðlilegum hætti í Beirut: LÍBANSKI HERINN FRAM Fjdrmdlaráðherra Ítalíu: ENGIN GJALDEYRISVIÐ- SKIPTI FYRR EN STJÓRNAR- KREPPAN LEYSIST Moro, forsætisráðherra til vinstri og De Martino, leiðtogi sosialista til hægri. Reuter/Róm. Samflokksmenn Aldos Moro, forsætisráðherra Italiu, fóru þess eindregið á leit við hann i gær, að hann gerði enn eina tilraun til að leysa stjórnar- kreppuna á ítaliu, sem staðið hef- ur i þrjár vikur. Leiðtogar flokks- ins héldu fjögurra klukkustunda fund i gær og báðu Moro um að kanna það til þrautar, hvort ekki mætti komast að samkomulagi við leiðtoga sosialistaflokksins um stefnuna i efnahagsmálum, en stuðningur sosialista er algjör forsenda þess, að Moro takist að mynda stjórn. f gær var svo frá skýrt i Róm, að Moro væri að þvi kominn að gefast upp við stjórnarmynd- unartilraunir sinar, en hefði ákveðið að láta undan óskum flokksmanna sinna um að gera enn eina tilraun. Fjármálaráðherra fráfarandi stjórnar Moros tók það skýrt fram i gær, að gjaldeyrisviðskipti við útlönd hæfust ekki að nýju fyrr en stjórnmálakreppan i land- inu hefði verið leyst. Gjaldeyris- markaðir hafa verið lokaðir siðan á miðvikudag i siðustu viku. Margir fréttaskýrendur eru þeirrar skoðunar, að markmið Moros með hinum itrekuðu stjórnarmyndunartilraunum hans hafi ekki eingöngu verið að Savimbi leiðtogi Unita: Berjumst úr frum- skógunum gegn Mpla gerist þess þörf! reyna að mynda rikisstjórn, heldur fyrst og fremst að tryggja það, að flokki hans, Kristilega demokrataflokknum verði ekki um það kennt að ganga þurfi til nýrra kosninga, en slikt gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslif landsins. í eftir talin hverfi FYLGIR LÖGUAA OG RÉTTI Reuter/Beirut. Libanski herinn tók við allri öryggisgæzlu i verzlunar- og hótelhverfum Bei- rut-borgar i gær, og i miðborg- inni. Það er túlkað sem örugg vis- bending þess, að lif i Beirut sé nú að færast i eðlilegt horf eftir svo til stöðug átök i niu mánuði. Ekki var vitað til þess að komið hefði til átaka i gærdag, en nótt- ina áður fréttist af einstaka árekstrum, en ekki alvarlegum. Rikisstjórnin skoraði á verka- menn i þjónustu hins opinbera að hverfa þegar i stað til starfa. Karami forsætisráðherra ræddi við fréttamenn i gær i fyrsta skiptið eftir að hann tók lausnar- beiðni sina til baka á sunnudag- inn, og sagði, að skólar myndu hefja kennslu n.k. mánudag. Friðargæzlunefnd sú, sem skip- uð var eftir að siðasta vopnahlé var undirritað, og hefur það markmið að sjá um, að vopna- hlésskilmálarnir séu virtir, til- kynnti i gær, að allir ofbeldis- seggir yrðu handteknir, ef til þeirra næðist. Er talið, að þarna hafi verið átt við leyniskyttur, mannræningja, vopnaða menn á götum borgarinnar og alla þá, sem staðið hafa fyrir þvi að hlaða upp götuvirkjum. Utanríkisráðherra Sýrlands, Khaddan, sem mestan þátt átti i að koma siðasta vopnahléi á, kom i gær aftur til Beirut frá Damaskus. Atti hann viðræður við Franjieh, forseta Libanon, sem sagðist brátt fara tik Damaskus til viðræðna við þar- lenda ráðamenn. Stjórnin' hefur þegar hafið undirbúning að þvi að koma i framkvæmd umbótum þeim og ivilnunum, sem múhameðstrúar- menn gerðu að skilyrði fyrir nýju vopnahléssamkomulagi. Hefur komið til tals, að skipan þingsins verði að einhverju leyti breytt til samræmis við vilja múhameðs- trúarmanna, en nú sem stendur eiga kristnir menn 54 fulltrúa á libanska þinginu, en múhameðs- trúarmenn 45. Reuter/Lusaka, Zambia. Dr. Jonas Savimbi, leiðtogi Unita I Angola, mun fyrirskipa hermönn- um fylkingar sinnar að hverfa til frumskógarins og herja þaðan með skæruhernaði á liðsveitir Mpla, takist Unita ekki að stöðva sókn Mpla til suðurs. „Við börðumst i sjö ár úr frum- skógunum við Portúgali,” sagði Savimbi, ,,og við getum barizt þaðan aftur, gerizt þess þörf.” Erlendir fréttamenn, sem I gær komu af vigstöðunum i Angola til Zaire, sögðu, að nokkur herfylki Unita hefðu þegar fengið slik fyrirmæli. Erlendu fréttamennirnir sögöu engin merki þess sjáanleg, að Huambo, höfuðborg Unita, væri að falla né heldur aðalstöðvar herja hreyfingarinnar i Silva Porto. Breiðholf Ljósheimar Seljahverfi Skipholt Tunguvegur Símar: 1-23-23 og 26-500

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.