Tíminn - 01.02.1976, Qupperneq 28

Tíminn - 01.02.1976, Qupperneq 28
28 TÍMINN Súrinudagúr 1. febrúar 1976. ItiaKita. rafmagnshandf ræsari ★ Aflmikill 1500 watta mótor ★ 22000 snún./mín. ★ Léttur, handhægur ★ Aleinangraður ★ Innifalið í verði: ★ Verkfæri ★ Karbíttönn ★ Lönd o.fl. o.fl. ★ Hagstætt verð Leitið upplýsinga um aðrar gerðir Makita rafmagnsverkfæ ra _ 1 □ 1 1 SÍMI 01500-ÁRI n SAOLATI 1 BÍLALEIGANl EKILL :ord Bronco I Land- Rover Cherokee Blazer Fiat VW-fólksbílar Nýtt vetrarverð. SÍMAR: 28340-37199 ILaugavegi 118 Rauðarárstígsmegin DATSUN . 7,5 I pr. 100 km Bilaleigan Miðborg Sendurn'31 1-94-921 O Menning hlifastviðaðbenda áhvað betur mætti fara, þar sem honum sýnist svo og það sizt að lasta. En hægra er að kenna heilræðin en halda þau. Hann segir t.d. i umvöndunartóni, um grein Kristjáns Eldjárns, að þar ægi saman alls konar öldum og hljóti að vefjast fyrir og vera ill- skiljanlegt lesendum. Svo nefnir hann sjálfur sumar þessar sömu aldir. Mér er ekkert ljósara hvað vikingaöld og miðöld tákn- ar i ritdómi Sveinbjarnar en i þætti Kristjáns i bókinni. Það finnst mér vorkunnarmál. Mér finnst það kostur á þess- ari sögu, að hún er yfirleitt hóf- lega rituð og höfundarnir gera sér far um að greina milli þess, sem vitaðeroghins sem gizkað er á. Stundum koma fram mis- munandi getgáturum sama efni eins og fjölda landsmanna. Það er gott þar sem i bæði skiptin er þess getið að um sé að ræða ágizkanir aðeins. Með þessu yfirliti vænti ég þá að á það sé bent, að Skirnir er að þessu sinni þannig úr garði gerður, að fellur inn i almennar umræður um islenzkar bók- menntir, tungu menningar og sögu á liðandi stundu. Sá er lika tilgangur hans. Og þeim til- gangi nær hann engu siður, þó að sumt af efni hans sé þannig að ýmsum þyki ástæða til athugasemda og andmæla. Þessu öllu vildi ég vekja athygli á. Sé þeim svo þökk sem að þessu hafa unnið. H.Kr. Útboð Framkvæmdanefnd leiguibúða i Borgar- nesi óskar eftir tilboðum i að byggja og fullgera 9 ibúðir að Kveldúlfsgötu 28, Borgarnesi. Útboðsgagna má vitja á verkfræðiskrif- stofu okkar Ármúla 4, Reykjavik og á skrifstofu Borgarneshrepps, Borgarnesi, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Borgar- neshrepps, föstudaginn 20. feþrúar kl. 11 f.h. \tsr VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN sf ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Félagsskapur óskar eftir jörð eða landsspildu undir sumarhús. Æskilegt að landið liggi að á, vatni eða sjó. Þeir sem vildu sinna þessu, sendi svör með sem gleggst- um upplýsingum til afgreiðslu blaðsins fyrir 20. febrúar n.k. merkt Sumarland 1885. Laus skrifstofustörf Störf ritara og bókara (bókhaldsvél), eru laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfs- manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf skulu sendar emb- ættinu fyrir 15. febrúar 1976. Bæjarfógetinn i Keflavík, Grindavik og Njarðvik. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. Vatnsnesvegi 33, Keflavik. Trésmiðir Vantar 2 góða smiði. Annar þarf að geta tekið að sér verkstjórn i fjarveru meistar- ans. Upplýsingar i sima 2-33-53 frá kl. 12—13,30 og 6—7 á kvöldin. Skerpir 25 ára í dag Brýnir og skerpir sem á að bita. Selur bandasagarblöð fyrir kjöt, tré og járn. Rauðarárstig 24. Leikfangahúsið Skólavörðustíg 10, sími 14806 LEIK-SPIL Kappakstursspil, kúluspil, Kinaspil, bobb- spil, ludo, billiardborð, myndabingó, hoppluspil, kartspil, boga, rafmagnsspil, magasinspil, monopoly, rúlettur, yatzy, dart spil. Póstpöntunarsími 1-48-06 Yfirlýsing fró yfirnefnd Verðlagsróðs sjóvarútvegsins Undanfarna daga hefur frétta- tilkynning frá svokallaðri sam- starfsnefnd sjómanna birzt i flestum dagblaðanna. Frétta- tilkynningin hefur einnig verið lesin i útvarpi og sjónvarpi. t tilkynningu þessari er fjallað um fiskverðsákvörðun yfir- nefndar verðlagsráðsins fyrir janúarmánuð 1976, einkum verð á ufsa. t fréttatilkynningu sam- starfsnefndar sjómanna er þvi m.a. haldið fram, að tilkynning um janúarfiskverð hafi ekki birzt opinberlega fyrr en 24. janúar s.l., og er látið liggja að þvi, að lækkun á verði ufsa i 2. og 3. gæðaflokki 85 cm. og stærri.hafi visvitandi verið haldið leyndri fyrir sjómönnum. t frétta- tilkynningu samstarfsnefndar sjómanna segir loks, að ætla megi, að verð á ufsa, er veiddur er i net og flokkaður i gæðaflokka sé nú 12-14 kr. pr. kg., en hafi verið fyrir ákvörðunina 18-20 kr. pr. kg. Þannig er þvi haldið fram, að verðákvörðunin hafi falið i sér 30-33% lækkun á ufsaverði að meðaltali. I blaðaviðtölum við menn, sem kenna sig við fyrr- nefnda samstarfsnefnd sjó- manna, eru höfð uppi ýmis stór- yrði um þessa verðbreytingu og það staðhæft, að uppistaðan i janúarafla bátaflotans sé 2. flokks ufsi og þvi jafnvel haldið fram, að 80-90% ufsaaflans sé i verðflokkum þeim, er lækkunin náði til. Raunar er þvi á einum stað haldið fram, fyrirvaralaust, að verðákvörðun þessi feli i sér 30-33% kjaraskerðingu hjá meg- inþorra sjómarina. Fullyrðingum þessum hafa fylgt ásakanir á hendur verðlagsráðsmönnum, þess efnis, að þeir hafi beinlinis stefnt.að þvi að skerða hluti sjó- manna og haldið leyndri fyrir þeim verðákvörðuninni, sem þessum ósköpum ylli. Að þessu tilefni vill yfirnefnd verðlagsráðsins láta eftirfarandi koma fram. 1 fréttatilkynningu frá Verð- lagsráði um fiskverðsákvörðun yfirnefndar fyrir janúar 1976 sem út var gefin 30. desember 1975, komu að venju einungis fram meginatriði ákvörðunar- innar. En að þessu sinni var á- kvörðunin einkum um breytingu á stærðarflokkum fisks, en um þá breytingu sem aðrar við þessa verðákvörðun náðist samkomu- lag. Aætlað er, að breytingar þessar i heild valdi hækkun fisk- verðs að meðaltali um 1- 1 1/2%, og er þá miðað við samsetningu aflans á heilu ári. t frétta- tilkynningu Verðlagsráðs frá 30. des. 1975 kom fram, að auk stærðarflokkabreytingarinnar hefðu orðiðnokkrar minni háttar verðbreytingar. Þeirra var hins vegar ekki nánar getið i upphaf- legri fréttatilkynningu, enda sýnir reynslan, að fjölmiðlar stytta yfirleitt jafnvel einnar siðu frétt af þessu tagi. Eins og jafnan áður tók nokkurn tima að ljúka prentun og dreifingu hinnar endanlegu, opinberu verðtilkynningar, þar sem tilgreind eru nákvæmlega verð allra þeirra fisktegunda, sem verðlagðar voru, i öllum stærðar-og gæðaflokkum, auk af- hendingarskilmála. Að þessu sinni var verðtilkynning send út til dreifingar 15. janúar 1976, en ekki 24. janúar eins og haldið er fram. Þá var tilkynningin send til Lögbirtingablaðsins 2. janúar 1976, og hún birt þar hinn 16. janúar s.l. Mestu skiptir þó, að allar upplýsingar um einstök verð gátu þeir, sem áhuga höfðu eða hagsmuna áttu að gæta, fengið hjá félagasamtökum sjómanna, útvegsmanna, fiskvinnslustöðva og skrifstofu Verðlagsráðs strax 31. desember 1975. Hefur þessi háttuk jafnan verið á hafður og ekki sætt gagnrýni. Þvi fer þannig viðs fjarri, að nokkur leynd hafi verið yfir þessari verðákvörðun. Þvert á móti má benda á, að hún hafi i senn legið fyrr fyrir en undanfarin ár og verið nánar frá henni greint i fyrstu frétt en oft áður, þvi oftast hefur niðurstöðu verðákvörðunar i fyrstu verið lýst með einni meðaltalsprósentu. Við stærðar- flokkabreytinguna voru stórufsa- mörkin færð niður úr 85 cm i 80 cm en á þessu lengdarbili áætlar Hafrannsóknarstofnunin, að 10-11% af ufsaaflanum i heild liggi. Verð á 1. fl. ufsa af miðlungsstærð er kr. 15.40 en verðástórum ufsa i 1. fl. er nú kr. 23.30 miðað við óslægðan fisk. Gefur þvi auga leið, hve mikils virði þessi breyting er fyrir sjó- menn og útvegsmenn. Auk þess- arar breytingar varð að ráði — vitaskuld að kröfu kaupenda, sem þáttur i heildarlausn — að láta sama verð gilda fyrir 2. og 3. flokks stórufsa og fyrir miðlungs- ufsa i sömu gæðaflokkum en 2. og 3. flokks stórufsi eru aðeins 7-10% af ufsaaflanum á heilu ári, skv. beztu heimildum. Rökin fyrir þessari breytingu’eru skýr. Hið háa verð á stórufsá helgast af framleiðslu saltufsaflaka, en i þau þarf gallalaust hráefni, Gallaður fiskur, þótt stór sé, hentar þvi miður eingöngu i af- urðir, sem nú gengur mjög erfið- lega að selja. Að teknu tilliti til verðfellingar á 2. og 3. fl. stórufsa verður niðurstaðan 1 1/2-2% hækkun á ufsaverði að meðaltali miðað við heilt ár, en verðlagsráðið miðar flestar áætlanir sinar af þessu tagi við aflatölur fyrir heilt ár. Til dæmis um það, hve fráleitar full- yrðingarnar i fréttatilkynningu samstarfsnefndarinnar eru, er rétt að geta þess, að ef litið er á ufsaaflann mánuðina okt.-des. 1975, en um hann liggja nú fyrir skýrslur frá Fiskifélagi íslands, má ætla, að á þessu timabili hafi meðalverðið hækkað skv. janúarfiskverðsákvörðuninni um 3-4%, úr 18.40 i u.þ.b,-19.00 krónur miðað við óslægðan fisk. Vistmá telja, að breytingin á verðflokk- um ufsa komi sumar- og haust- veiðum fremur til góða en vetrar- veiðum. Hins vegar eru allar fullyrðingar um, að 80-90% ufsa- aflans i janúar séu i 2. og 3. gæða- flokki, sem betur fer hrein fjar- stæða. Úrtak úr fiskkaupum helztu fiskvinnslufyrirtækja um suður- og suðvesturland og i Vestmannaeyjum sýnir, að 1. fl. ufsi var yfirleitt 60-80 af ufsa- aflanum i net i janúar 1976. Samkvæmt þessari athugun er meðalverð á netaufsa i janúar 1976 kr. 19.70 miðað við óslægðan fisk, (sbr. fullyrðingar sam- starfsnefndarinnar um 12-14 kr. meðalverð) Að lokum er rétt að fram komi, að hlutfall ufsa i heildarverðmæti fiskaflans 1975 hefur liklega verið nærri 10%. í ljósi þessa þarf að skoða fullyrðingar um mikilvægi verðbreytinga á ufsa. Það verður að harma að menn skuli ryðjast fram i nafni sjó- mannastéttarinnar með órök- studd gifuryrði,en þetta háttalag virðist einkenna starfsaðferð svonefndrar samstarfsnefndar sjómanna, sem raunar á hvergi svo kunnugt sé itök i eiginlegum stéttarfélögum sjómanna. Jón Sigurðsson Arni Benediktsson Eyjólfur isfeld Eyjólfsson Ingólfur S. Ingólfsson Kristján Ragnarsson. Auglýsið í Tímanum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.