Tíminn - 06.02.1976, Síða 9
Föstudagur 6. febrúar 1976.
TÍMINN
9
Málverkasýning og sýning á vegg
spjöldum íNorræna húsinu
samtökunum.
Skilafresti í þessari sam-
keppni hér á landi lauk 15. janú-
ar siðast liðinn, en veggspjaldið
á að nota i alþjóðaherferð fyrir
auknu öryggi barna i umferð-
inni. Það skal skfrskota til öku-
manna i þéttbýli og vera ábend-
ing til þeirra að gæta itrustu
varkámi gagnvart börnum inn-
an 10 ára aldurs. Alls bárust 39
tillögur frá 26 aðilum. Sýning á
tillögunum hefur nú verið opnuð
i anddyri Norræna hússins og
mun standa i viku, að þvi er seg-
ir i bréfi umferðarráðs til fjöl-
miðla. 1. verðlaun, að upphæð
kr. 140 þúsund krónur, hlaut til-
laga Fanneyjar Valgarðsdóttur
og Gi'sla B. Björnssonar, en i
umsögn dómnefndarinnar segir
á þessa leið:
„Hraöi umferðarinnar og um-
komuleysi barnsins er skýrt
dregið fram meö markvissri
uppbyggingu forms og lita.
Myndin dregur að sér mikla at-
hygli. ógnvaldur barnsins, bill-
inn, stefnir á það margfaldur
og gerir barnið að miðpunkti á
veggspjaldinu. Hinn margfald-
aði bfll minnir á þá staðreynd,
aðá þennan hátt getur umferðin
komið barninu fyrir sjónir.
Uppbyggingin er einföld, en
jafnframt rökræn og hiutlæg, og
höfðar þvi vel til ökumanna.”
Við skoðun á myndum i Nor-
ræna húsinu er hæpið að fallast
á skilgreiningu verðlaunanefnd-
arinnar, þvi að verðlaunamynd-
in hefur liklega ekkert umfram
aðrar annað en það, að hún er
faglega framsett, og satt að
segja virðist framlag islenzkra
listamanna til þessarar sam-
keppni ekki i neinu samræmi við
það, sem búast mátti við að
órey ndu.
Veggspjaldalistmargra landa
er mjög háþróuð, og er hætt við
að framlag Islands til sýningar-
innar þyki hvorki frumlegt, né
merkilegt.
Það sem einkum virðist
skorta á (þar á ég ekki við verð-
launamyndina) er frágangur,-
og margar þessara frummynda
mætti lagfæra með faglegu
handbragði, og virðist i fljótu
bragði ekkert vera þvi til fyrir-
stöðu að fá æfða auglýsinga-
teiknara til þess að endurgera
myndir til sendingar út i heim.
Önnur úrslit i samkeppninni
urðu þau, að sérstaka viður-
kenningu hlutu þrjú veggspjöld.
Höfundar þeirra eru: Sigurður
örn Brynjólfsson teiknari, Vita-
stig 3, Hafnarfirði, Evgenia
Hjálmarsson, Snorrabraut 67,
Reykjavik og Benedikt Gunn-
arsson listmálari, Kastalagerði
13, Kópavogi.
Þá voru valin sex veggspjöld,
ásamt þeim fjórum, sem aöur
hefur verið getið um, til að
senda i alþjóðasamkeppnina.
Höfundar þeirra eru: Gunnár
Gunnarsson teiknari, Laugar-
ásvegi 7, Reykjavik, og Ragnar
Lár teiknari, Jörfabakka 12,
Reykjavik, Borghildur óskars-
dóttir myndlistarkennari,
Barðaströnd 29, Seltjarnarnesi.
Ólöf Ingibjörg Baldursdóttir
teiknari, Keldulandi 15, Reykja-
vik, Lars Eric Björk, Lang-
holtsvegi 108, Reykjavik, Sig-
urður örn Brynjólfsson teikn-
ari, Vitastig 3, Hafnarfirði og
Benedikt Gunnarsson listmál-
ari, Kastalagerði 13, Kópa-
vogi.
Þótt maður verði fyrir hálf-
gerðum vonbrigðum með þetta
glataða tækifæri veggmynda-
málara, tækifæri, sem t.d. allt
of margir teiknarar og mynd-
listarmenn hafa látið fram hjá
sér fara, þá ber að fagna þessari
samkeppni umferðarráðs.
Dómnefnd skipuðu þeir Pétur
Sveinbjarnarson framkvstj.,
Torfi Jónsson teiknari og Arni
Reynisson, framkvæmdastjóri
Náttúruverndarráðs.
Trúnaðarmaður var Arni Þór
Eymundsson upplýsingafull-
trúi.
Jónas Guðmundsson
Úrslit i teiknimynda-
samkeppni
Umferðarráð sá um aðild Is-
lands að samkeppni um vegg-
spjöld, en þetta er alþjóðleg
keppni, sem Evrópunefnd sam-
gönguráðherra (ECMT) og al-
þjóðasamtök um varnir gegn
umferðarslysum (PRI) standa
að sameiginlega, en um 35 þjóð-
ir eiga aðild að siöarnefndu
Elias B. Halldórsson
Um þessar mundir sýnir i
Norræna húsinu Elias B. Hall-
MALVERK
TEIKNINGAR
TRÉRISTUR
dórsson listmálari, sem er bú-
settur á Sauðárkróki og hefur
verið það siðast liðin tólf ár,
Elias fæddist i Borgarfirði
Sýning í
Norræna húsinu
31. janúar-
8. febrúar 1976
eystra árið 1930. Hann stundaði
myndlistarnám i Handiða- og
myndlistaskóla Islands
1955-1958, siðan framhaldsnám
við akademiuna i Stuttgart,
Þýzkalandi, og við akademiuna
i Kaupmannahöfn. Hefur tvisv-
ar sýnt i Bogasal Þjóðminja-
safnsins, fyrsta sýning 1960 og i
siðara sinn þar 1967. Einu sinni
á eftirtöldum stöðum: A Nes-
kaupstað, Akureyri og Eski-
firði, og fimm sinnum á Sauðár-
króki. Auk þessa tekið þátt i
nokkrum samsýningum, og þar
á meðal mörgum grafiksýning-
um hér og erlendis.
Eins og sjá má af framan-
sögðu, er Elias skólaður vel i
myndlistum, þótt hljóðara hafi
verið um nafn hans en góðu hófi
gegnir, en þar á búsetan sjálf-
sagt drýgsta þáttinn. Menn úti á
landi vílja gleymast.
Elias B. Halldórsson sýnir að
þessu sinni 88 verk, oliumál-
verk, pastelmyndir, vatnsliti,
teikningar og grafik. Oliumál-
verkin taka mest rúm og mynd-
irnar eru flestar nýlega gerðar,
þær elztu frá ’68 og ’72, en flest-
ar eru frá siðustu tveim árum.
Þær eru málaðar af vandvirkni
og talsverðu öryggi, en dálitill
útkjálkabragur er að sumu að
manni finnst, en kannski er það
imyndun. Abstraktionir verða
að landslagi og gróðri, einhvers
konar dularfullum surrealisma.
Bezt virðist honum takst upp,
þegar hann stilfærir landslag
eða aðrar fyrirmyndir, og nær
þannig nokkru sjálfstæði i
myndsköpun.
Litameðferðin er óvenju góð,
hann hefur góða sjón, og mörg
blæbrigði eru til vitnis um það,
til að mynda i málverki, sem
Listasafn fslands mannaði sig
Elías B. Halldórsson
upp i að festa kaup á á sýning-
unni. Það er liklega bezta
myndin á sýningunni, og eru
menn þó ekki ávallt sammála
þvi fólki, þegar myndlistir eru
annarsvegar.
Pastelmyndir Eliasar éru vel
gerðar, en ekkert sérstakt er þó
við þær að voru mati. Hinsvegar
eru þær fáu vatnslitamyndir,
sem þarna eru sýndar, til vitnis
um góða kunnáttu málarans.
Tréristur Eliasar eru hrein-
asta afbragð, og reyndar öll
hans svartlist. Sumt af þessum
myndum hefur hann að sögn
sýnt áður, og manni er það ljóst,
að hann myndi liðtækur á þvi
sviði, sér i lagi með tilliti til
þeirra vakningar sem nú er I
þessulistformi, þegar rösk sveit
ungmenna stendur saman til
þess að hefja grafikina til nauð-
synlegrar virðingar á Islandi.
Nóg um það.
Islenzkir málarar eru af-
skekktir i heimslistinni. Auðvit-
að hafa þeir tileinkað sér þá
þróun i myndlistum, sem ávallt
verður erlendis, en þeir eru á
útkjálka, þar sem menn elska
að visu myndir, og það gerir
kjör þeirra bærileg. Þeir sem
enn verreru settir, eru þeir sem
dveljast einir sér úti á landi, án
bandamanna og starfsbræðra.
Gunnlaugur Scheving prófaði að
setjast að á Seyðisfirði, en
hrökklaðist suður. En timarnir
hafa breytzt. Kannski fara mál-
arar okkar að geta setzt að úti á
landi, likt og aðrir þarfir hand-
verksmenn. Sauðkræklingar
mega vera stoltir af þessum
heimamálara sinum, sem þrátt
fyrir allt stendur vel fyrir sinu,
og rúmlega það, og það er sér-
stakt gleðiefni að fá þessa góðu
sýningu hans suður. Sýningunni
lýkur 8. febrúar næstkomandi.