Tíminn - 06.02.1976, Qupperneq 10

Tíminn - 06.02.1976, Qupperneq 10
10 TÍMINN Föstudagur 6. febrúar 1976. Breyting á framleiðsluráðslögum landbúnaðarins: Gera þarf dreifingu mjólkur sem ódýrasta, en tryggja að öllum standi hún til boða HALLDÓR E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra mæltii gær fyr- irfrumvarpitillaga um breyting- ar á lögum um Framleiðsluráð landbúnaða'rins. 1 ræðu ráðherra kom fram, að þær breytingar, sem frumvarpið felur i sér, eru aðallega þessar: t. Taka þarf upp verðskráningu á mjölk, rjóma, skyri og öðrum skyldum vörum i heildsölu. Álagning i smásölu veröi einnig ákveðin á þessum vörum. Sex-manna-nefnd ákveði þetta. 2. Einkaréttur MS og m jólkurbúa til sölu á mjólk, rjóma, skyri og öðrum skyldum afuröum nái nú til heildsöludreifingar, en hann náði áður til smásöludreifingar einnig. :i. Taka skal sérstakt losunar- gjald við hverja afhendingu á mjólk, rjóma, skyri og öðrum skyldum vörum, er sex-manna-nefnd ákveður. Þetta er gert til að spara óþarfa dreif- ingarkostnað og á sér hliðstæður við dreifingu á mjólk, t.d. í Svi- þjóð. 4. Heimilt er að selja mjólk i al- mennum matvöruverzlunum, er uppfylla kröfur um hreinlæti og annan aðbúnað. Að sjálfsögðu hafa m jólkursamlögin sama rétt og er til að stofnsetja eða reka mjólkurútsölustaði. 5. Hagsmunir neytenda eru tryggðir svo sem verða má með ákvæðum um, að óheimilt sé að stöðva mjólkurútsölu til að krefj- ast hærri sölulauna en sex-manna-nefnd ákveður, og þær verzlanir, er fá leyfi til mjölkursölu, skulu einatt hafa nægt magn mjólkurvöru á boð- stólum. C. Ákvæði um flutning á mjólk til dreifbýlis, þar sem framleiðslu- skortur er, eru mun ákveðnari en áður til að tryggja neytendur gagnvart vöntun á þeirri vöru á þessum svæðum. 7. Gerðar eru almennar breyt- ingar á verðmiðluná búvörum,til að tiyggja umfram það sem er, að bændur fái sama verð fyrir sömu vöru. Nær einkum til fjár- magnskostnaðar i sláturhúsum og mjólkurbúum, en einnig til flutningskostnaðar. Jafnframt þessu er stefnt að þvi að koma á hentugri verkaskiptingu milli vinnslustöðvanna gegnum verð- miðlunina. Akvæði i frumvarpinu er um að framleiðsluráði sé heimilt að taka verðjöfnunargjald af bændum, til að mæta halla ef verður við út- flutning á búvörum og útflutn- ingsbætur skv. núgildandi lögum nægja ekki. t GÆR mælti Halldór E. Sigurðs- son landbúnaðarráðherra fyrir fjórum stjórnarfrumvörpum um landbúnaðarmál. Hér á siðimni hefúr verið sagt frá frumvarpi um Framleiðsluráð landbúnað- arins, sem ráðherra mælti fyrir i neðri deild. t efri deild mælti hann fyrir frumvarpi um flokkun og mat ullar, og öðru um flokkun og mat á gærum. 1 ræöum ráðherra kom fram, hve mikinn þátt iönaðar- vörur úr ull og gærum eiga i út- flutningsiðnaði tslendinga, og miða frumvörpin að þvi að bæta meðferð á þessu mikilvæga hrá- efni. Fjórða frumvarpið um land- búnaðarmál var frumvarp um af- réttarmálefni, fjallskil og fleira. Þá mælti Matthias A. Mathie- sen fjármálaráðherra fyrir frumvarpi um skráningu og mat fasteigna. t öðrum tilvikum en þessu reiknast verðjöfnunargjald til dreifingarkostnaðar og leggst við verð varanna. Þá kom fram i ræðu ráðherra, að nefnd, sem unnið hafði að könnun á dreifingu og sölu mjólk- ur, og nefnd sem skipuð var 1973, hafði skilað áliti fyrir árslok þess árs. Fyrirhugað var að þær tillög- ur fylgdu heildarendurskoðun á lögum um Framleiðsluráð land- búnaðarins o.fl. nr. 101/1966, sem hefur verið i undirbúningi. Vegna þess dráttar sem þar hefur orðið á og ekki er endanlega fyrirséð hver verður, þykir ekki rétt að biða með þessa breytingu lengur en orðið err'Pvi til staðfestingar er eftirfarandi fundarsamþykkt stjórnar Mjólkursamsölunnar frá 6. nóv. sl.: „A fundi stjórnar Mjólkursamsölunnar i gær þ. 6. þ.m., var rætt um breytingu þá, sem fyrirhugað var að gera á Framleiðsluráðsiögunum og þó sérstaklega um mjólkursölumál- ið. Stjórnarmenn eru sammála um Halldór E. Sigurðsson að leiða þurfi mjólkursölumálið til lykta sem allra fyrst, enda þótt aðrar breytingar á framleiðslu- ráðslögunum verði ekki gerðar samtimis.” Ráðherra rakti einnig i ræðu sinni þróun mjólkursölu á Islandi og þær breytingar, sem urðu við setningu mjólkursölulaganna 1934. Aður en þau lög voru sett, var það mikill fjöldi verzlana, sem dreifði mjólk, og dreifinga- kostnaður var óeðhlega hár og fór vaxandi, en hlutur bænda fór minnkandi. Hefði dreifingakostn- aðurinn lækkað til muna við setn- ingu mjólkursölulaganna. Siðan þá hefði orðið hægfara þróun i verzlunarháttum fólks. 1973 var talið, að útsölustaðir á dreifingarsvæði Mjólkursamsöl- unnar væru 139. Þar af voru 70 búðir samsölunnar, en auk þess var mjólk seld i 52 verzlunum kaupmanna og 17 samvinnu- verzlunum. Nú þætti rétt að færa verzlun mjólkur ennþá meira i almennar verzlanir. Þá sagði ráðherra: ,,Að sjálfsögðu hafa mjólkur- samlög sama rétt og áður til að selja mjólk i smásölu. Enda getur sú aðstaða skapazt, að verzlanir á svæði, sem mjólkurútsala þarf að vera á, sæki ekki um að selja mjólk eða uppfylli ekki skilyrði heilbrigðisyfirvalda, og þörfum fólksins þvi ekki fullnægt. Reynslan sýnir, að erfitt er að setja fasta reglu með lögum, sem Frh. á bls. 15 Gunnlaugur Finnsson: TAFIR Á ENDURSKOÐUN LAND- BÚNAOARLAGANNA EIN ORSÖK BYGGÐARÖSKUNARINNAR Hér" verða birtir kaflar úr ræðu Gunnlaugs Finnssonar alþingismanns, sem hann flutti við fyrstu umræðu um breyting- ar á lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins. í upphafi ræðu sinnar gat þingmaðurinn um landbúnaðarfrumvörp þau, sem lögð voru fram í tíð vinstri stjórnarinnar, en þar var um gagngera endurskoðun á gild- andi lögum um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verðskráningu og sölu á landbúnaðarvörum að ræða. Frumvarp þetta varð aldrei að lögum, þvi aö ekki náðist samstaða um ýmis efnis- atriði þess. Siðan sagði þing- maðurinn: — Þá mun hafa komið upp sú krafa, að rjúfa tengsl milli launa bænda annars vegar og svokallaðra viðmiðunarstétta hins vegar. Þessi viðmiðun hefur verið nokkurt haldreipi i kjarabaráttu bænda, enda þótt hún hafi aldrei staðizt i raun. Bezta hlutfall, sem mér er kunnugt um, er að laun bændá hafi náð 86% af launum við- miðunarstéttanna, en þetta hefur sveiflazt allt niður i 65%. Arið 1974 var þetta hlutfall 77,8%. Bændur fá laun sin ekki fyrr en árið eftir að þeirra er aflað Við þetta bætist svo, aö bænd- ur einir stétta fá laun sin ekki greidd fyrr en áriö eftir að þeirra er aflað. Enn þá er áðurnefnd krafa uppi. Hún hefur komið upp I sambandi við yfirstandandi kjarabaráttu daglaunafólks. Eg þykist gera mér grein fyrir þeim erfiðleikum, sem verka- maðurinn á við að striða til að láta laun sin nægja fyrir nauðþurftum. En ég get ekki látið hjá liða að lýsa vanþóknun minni á þeirri kröfu forsvars- manna verkalýðshreyfing- arinnar, að vandamál þeirra verði leyst á kostnað þeirra stétta erfiðismanna, sem annast framleiðslu á landbúnaðarvör- um.sem sér landsmönnum fyrir brýnustu neyzluvörum og hrá- efni til þýðingarmikils iðnaðar, Gunnlaugur Finnsson sem m.a. skapar með ári hverju siauknar gjaldeyristekjur. En ég leiði hjá mér að ræða þau mál nánar nú. Þar munu réttir aðilar standa fyrir sinu á réttum tima. Yfirstjórn landbúnað- arins þarf að hafa meiri áhrif Siðan áðurnefnt frumvarp var lagt fram, svo og áður, hefur verið uppi hörð gagnrýni á stefnuna i landbúnaðinum. Löggjafinn hefur þó ekki fallizt á að veita stofnunum landbún- aðarins auknar heimildir til stjórnunaraðgeröa innan -land- búnaðarins, þannig að yfir- stjórn hans geti haft áhrif á þró- un landbúnaðarframleiðslunnar bæði á einstaka þætti hennar sem og héraðsbundna þróun. Mismunurinn milli héraða Þessu næst ræddi þingmaður- inn um þaö hlutfall, sem væri milli sauðfjár og nautgripaaf- urða og hvernig einstakir lands- hlutar hefðu stundum orðið illa úti vegna lagaákvæða, en sagði siðan: — í núgildandi lögum er það meginsjónarmið staðfest að sama verð skuli gilda til bænda um land allt. Spyrja má, hvort það eitt fullnægi réttlætinu, að ekki sé heimilt að vikja frá þessu meginsjónarmiði. Þá hugsun vantar að útfæra I lög- um, að jafnhliða þvi að allir bændur skuli fá sama verð fyrir framleiðslueiningu, skulu þeir standa nokkurn veginn jafnfætis varðandi framleiðslukostnað, þótt ekki sé tekið tillit til veður- fars eða ræktunarskilyrða. Nú er ekkert tillit tekið til þess geysilega munar, sem er á verði rekstrarvara I ýmsum héruð- um. Engin lagaheimild til jöfn- unar. Enginn möguleiki til niðurgreiðslu á frumstigi fram- leiðslunnar. Ég leyfi mér að nefna eitt dæmi um þennan aðstöðumun. Verulegur verðmunur er á fóðurmjöli, eftir þvi hvort það er sekkjað eða ósekkjað. Fleiri atriði koma þar til. I athugun, sem gerð var i nóvember s.l. kom í ljós að verðmismunur á nokkrum tilteknum verzlunar- stöðum var allt að 9.400 kr. á hverja lest. Með öðrum orðum, bóndi sem býr með 20 kýr við lakari skil- yrðin og gefur 16 lestir af fóður- bæti á ári, sem er mjög litið, þyrfti að greiða hvorki meira eða minna en 150.400,00 kr. i fóðurbætiskostnað umfram þann, sem keyptur er á hag- stæðara verði. Þetta eina atriði rýrir afkomu hans um eigi lægri upphæð. Þó hér sé aðeins nefnt eitt dæmi er það e.t.v. það mikilvægasta. Orsök byggðaröskunar Ég dreg þetta fram hér vegna þess, að hér er komið að einum þætti af fleiri, sem skýra raunverulega orsök á búsetu- röskun i sveitum landsins. Hún er staðreynd; hvort sem menn vilja gera sér grein fyrir or- sökunum, eða ekki og taka á þeim. 1 þvi frumvarpi, sem lagt var fram i tið vinstri stjórnarinnar og áður var að vikið, voru fjöl- mörg umbótaatriði. M.a. atriði sem heimila skyldustofnunum landbúnaðarins og fleiri aðilum stjórnunaraðgerðir i jafnvægis- átt. Þessu næst rakti þingmaður- inn ýmsar þær greinar frum- varpsins, sem miðuðu að þvi að tryggja búsetu og efla landbún- aðinn, jafnframt þvi sem frum- varpið miðaði að þvi að beina framleiðslu landbúnaðarins að þeim greinum hans, sem væru hagfelldastar og samrýmdust bezt þörfum þjóðarinnar. Það frumvarp, sem nú lægi fyrir gerði ráð fyrir nokkrum minniháttar breytingum I anda áðurgreinds frumvarps, en meginefni þess mætti hins veg- ar rekja til frumvarps, sem flutt var af allt öðrum aðila og fjallaði um breytt fyrirkomulag á sölu og dreifingu mjólkur og mjólkurafurða. Það frumvarp var sagt flutt að kröfu neytenda. Siðan sagði þingmaðurinn: — Það er sjálfsagt fyrir sölu- félög bænda að koma til móts við neytendur eins og kostur er og taka mið af breyttum aðstæðum. En það er rétt, að neytendur geri sér grein fyrir þvi strax i upphafi, að mjög hæpið er, að það tákni lægra verð, sé horft fram I timann. En úr þvi að framleiðsluráðs- lögin eru opnuð á annað borð treysti ég mér ekki til þess að standa að þessum breytingum einum, ef ekki fást fram umbæt- ur, sem skipta sköpum fyrir ákveðna þætti framleiðslunnar i vissum héruðum. Mjóikurskorturinn á Vestfjörðum Þessu næst ræddi þingmaður- inn um mjólkurskortinn, sem stöðugt yrði meira vandamál á Vestfjörðum og vandamálið þvi brýnast þar. Vakti hann athygli á, að slikt ástand gæti komið upp i öðrum héruðum landsins siðar. Svo og vakti hann athygli á hinum mikla flutningskostnaði á mjólk til þessara landshluta og óöryggið vegna tafa á sam- göngum. Þá benti hann á, að samdrátturinn i mjólkurfram- leiðslu á Vestfjörðum hefði orð- ið 6,2% á siðasta ári. Siðan sagði þingmaðurinn: — En málið á sér miklu fleiri hliðar. Það er ekki siður alvar- legt fyrir kauptúnin á þessu svæði, en þá tiltölulega fáu Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.