Tíminn - 06.02.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.02.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 6. febrúar 1976. Óvelkominn qeshir kuldalegri, syngjandi röddu. — En þú skalt ekki haida, aðég haf i hrifiztaf litla leikatriðinu þínu síðast þegar þú komst. Hún yppti öxlum, en augun voru blíðleg og ásakandi. — Elskan, þaðerekki fallegtaf þérað tala svona. Þú veizt, að ég hef aldrei hætt að elska þig. Wayne var ágætis eiginmaður, en hann var tuttugu árum eldri en ég og ekki sérlega spennandi. Við, þú og ég, höfum alltaf haft það svo dásamlegt saman. Finnst þér ekki komið mál til að rifja upp gömul kynni? — Þú hefðir áttað hugsa um það fyrr, sagði Neil stutt- lega. — Og hættu svo að kalla mig „elskuna" Dökkar augnabrúnir hans drógust saman, svo þær mættust yfir háu nefinu. , — Það getur ekki verið, að þér Ifði rétt vel, elsk,...... vinur minn. En það er skiljanlegt. Fáðu þér súkkulaði. Neil yppti öxlum óþolinmóður. — Ég er karlmaður, Sonia, en ekki tveggja ára barn. Hún hló lágt. — Eins og ég viti það ekki. Ég býst við að rauðtoppan þín viti það líka, bætti hún við eins og í til- raunaskyni. — Blandaðu henni ekki í þetta? sagði Neil reiðilegri röddu. — Allt í lagi, vinur minn. Eins og þú vilt. Ég býst við að þessar þrælslegu kvengerðir geti haft viss áhrif á karl- menn. Hann starði á hana. — Má ég spyrja, hvað þú eigir við með þessari athugasemd? Hún yppti öxlum með tilþrifum í þetta skipti. — Bara það, að það er meira en lítil fórnfýsi af hennar hálf u að giftast þér til að bjarga Dick. Hún var vinkona Dixks, ekki satt? Bláu augum horfðu athugul á hann. — Hvar hefurðu heyrt þetta slúður? sagði Neil gramur. — Það er alls ekki slúður. Það er sannleikur. Dick sagði mér það sjálfur. Hann sagði, að hún hefði tekið bónorði þínu til að allt gæti orðið gott aftur milli þeirra Eve. Sumar stúlkur gera hvað sem er fyrir manninn sem þær elska. Ég verð að segja, að ég skil ekki hvers vegna. Hún settist viðenda rúmsins og rannsakaði andlit hans gaumgæfilega. — Þú hlýtur þá að skilja, að hún er af- skaplega hrifin af honum. — Eða alls ekkert, sagði Neil stuttlega. — Vertu ekki heimskur, Neil. Hún lyfti vel snyrtum höndunum upp fyrir f raman sig eins og þjálf uð leikkona á sviði. — Jane er einmitt sú gerðin, sem fer svona að, einkum þar sem þú ert mun betra eiginmannsefni. Nú varð Neil æstur. — Þetta kom nú úr hörðustu átt. — Æstu þig ekki svona, vinur kær. Þú veizt, að ég var yfir mig ástfangin af þér. En það er ekkert grín að lifa lífinu skuldum vafin. Þannig var það alltaf hjá okkur, eins og þú veizt. Við vorum alltaf skuldum vafin upp f yrir eyru. Aldrei peningar f yrir f ötum aldrei veizlur eða neitt skemmtilegt. Og það var um það bil eins ástatt hjá þér, þegar við urðum ástfangin....... manstu það ekki? Ég gat ekki þolað þá tilhugsun að það yrði þannig alla mína ævi. — Það kom þó í Ijós, að þeir erfiðleikar gengu fljót- lega yfir, sagði Neil reiðilega. Sonia brosti og færi sig nær honum. — Já og nú horfa málin allt öðruvísi við, elskan. Neil hrukkaði ennið og rétti úr sér. — Nú eigum við bæði peninga, og. — Og ekkert annað, Sonia greip fram í. — Ég trúi þér ekki! Þú hefur alltaf verið dulur. Ég býst við að þú sért ennþá reiður við mig. — Neil, ekki einu sinni það. Ég hef einfaldlega alls engar tilf inningar til þín. Ég vil helzt að þú farir héðan út og það sem allra fyrst. — Neil þó! Hvað í ósköpunum heldurðu að hjúkrunar- konurnar haldi, þegar þú öskrar svona á mig? Ég býst við að það hafi verið fullmikið fyrir þig að heyra, að Jane tekur Dick fram yfir þig. Hann var svo reiðilegur á svipinn. að hún f lýtti sér að standa upp og greip veski sitt og hanzka. Hún var bæði ringluð og forviða á svipinn. — Ég þori að veðja hverju sem er, um að þegar Eve og Dick eru komin í örugga höfn, slítur hún trúlofuninni milli ykkar, sagði hún ögrandi. Gröm og sár flýtti hún sér síðan út úr stof unni og skellti harkalega á eftir sér. Neil andvarpaði. — Þessi eitraði, litli apaköttur...! En orð hennar höfðu þó haft sín áhrif á hann, því það gat svo sem verið eitthvað satt í því sem hún hafði sagt. Hann var haldinn brennandi þrá eftir að komast heim. Ef hann aðeins næði til Jane, þá skyldi hann hrista út úr henni sannleikann. Hann vissi, að hún hlyti að hafa verið talsvert hrif in af Dick til að koma alla leið hingað. Hann Gorando mun standal hér, og Luaga forsetiJ v ið hliðhans. A 'Skilið! ' Samsærið: „T Lúdó-spil. Veiztu að þetta spil er margra alda gamalt? Hvað? Það litur furðanlega vel út. * Hæ, við getum' náð þeim báðum i sama ,\ lokuðum fundi.... skoti Þegiðu fífl, við sömdum aðeins um einn! Við vinnum .ekki göðgerðarverk hér! Ef einhver vill borga, þá náum við hinum lika . skilið? iliiiiil Föstudagur 6. febrúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7..15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kristján Jónsson les söguna „Leyndarmál steinsins” eftir Eirik Sigurðsson (2). Tilkynning- ar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjaliað við bændur kl. 10.05. (Jr handraðanum kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Sagan af Birgittu”þáttur úrendur- minningum eftir Jens Otto Kragh Auðunn Br. Sveins- son les eigin þýðingu (3). 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. 17.10 tltvarpssaga barnanna: „Njósnir að næturþeli” eftir Guðjón Sveinsson. Höfund- urinn byrjar lestur sögunn- ar. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Guífni Kolbeinsson flytur þáttinn. 19.40 Þingsjá. Kári Jónasson sér um þáttinn. 20.00 Sinfóniuhljómsveit ís- iands leikur i útvarpssal. Hljómsveitarstjóri: Páll P. Pálsson. Einleikariá pianó: Rögnvaldur Sigurjónsson. 20.50 Um óperuhöfundinn Rossini Þórður Kristleifs- son söngkennari flytur er- indi. Á eftir verður flutt tónlist úr „Stabat Mater”. 21.30 Útvarpssagan: „Kristni- hald undir Jökli” eftir Halldór Laxness Höfundur les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Dvöl. Þáttur um bókmenntir. Umsjón: Gylfi Gröndal. 22.50 Afangar.Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 6. febrúar 1976 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.40 Frá vetrarólym piuleikunum i Innsbruck.Sjónvarpið mun fá til sýningar tiu 15 mi'nútna þætti um helstu viðburði hvers dags á leikunum og fimm lengri þætti af keppni i svigi og listhlaupi á skautum. Um- sjón Ómar Ragnarsson. (Evrovision—ORF via DR) 20.55 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónar- maður Guðjón Einarsson. 21.45 Köld eru kvennaráð (Born To Be Bad) Banda- risk biómynd frá árinu 1950. Aðalhlutverk Joan Fontaine og Robert Ryan. Stúlka að nafni Christobel kemst upp á milli ungra elskenda og krækir þannig i auðmanninn Curtis, en siðar kynnist hún ungum rithöfundi, sem er henni mjög að skapi. Þýð- andi Ellert Sigurbjörnsson. 23.15 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.