Tíminn - 24.02.1976, Qupperneq 6

Tíminn - 24.02.1976, Qupperneq 6
6 TÍMINN Þriöjudagur 24. febrúar 1976 Einar Ágústsson utanríkisráðherra: Slit stjórnmálasambands við Breta ætti að færa öðrum þjóðum heim sanninn um alvöru okkar ÍRÆÐU þeirri, er Einar Agústs- son utanrfkisráðherra flutti i gær- kvöidi, er vantraust á ríkisstjórn- ina var til umræðu, geröi hann tvö máleinkum að umræðuefni, land- helgismálið og efnahagsmálin. Vék Einar Agústsson fyrst að landhelgismálinu og sagði m.a.: „Það var auðvitað gefið mál, að einhliða útfærsla islenzku land- helginnar i 200 sjómilur mundi mæta verulegri andspyrnu. Hitt höfðu menn nokkra von um, að hafréttarráðstefnan mundi ekki dragast svo sem raun hefur á orö- ið. Framsóknarflokkurinn beitti sér þess vegna fyrir þvi, að út- færslan skyldi gerast siöari hluta árs 1975, en ekki fyrir árslok 1974 eins og margir höfðu haft á orði. En þær vonir, sem Islendingar bundu við lok hafréttarráðstefn- unnar rættust sem kunnugt er ekki, og m.a. vegna ástands fisk- stofnanna gátum við ekki dregið útfærsluna. Skapaðist þvi fljót- lega á miðunum það ástand, sem við öll þekkjum. Eftir að skýrsla Hafrannsókn- arstofnunarinnar var birt, fékkst staðfesting á þvi, sem menn hafði raunar áður grunað, að fiskstofnanirá miðum okkar voru i yfirvofandi hættu vegna ofveiði. Brýnasta verkefni okkar íslend- inga og þar með rfkisstjórnarinn- ar hlaut þvi að vera það að vemda þá með öllum tiltækum ráðum. Rikisstjórnin og stuðn- ingsflokkar hennar litu svo á, að raunhæfasta friðunaraðgerðin fælist i þvi að semja um miklar aflatakmarkanir við þær þjóðir, sem undanfarið hafa veitt á þessum miðum. Þvi var samið við Belga um 6 þúsund tonna árs- afla og Vestur-Þjóðverja um veiðar á þeim fiskstofnum, sem helzt væru taldir þola veiðarnar, þ.e. ufsa og karfa og nú eru i undirbúningi samningar við Norðmenn og Færeyinga um miög takmarkað aflamagn til skamms tima. Samningar alla tíð útilokaðir vegns vegna afstöðu Breta Ég leyfi mér aö varpa fram þeirri spurningu, hvernig menn héldu, að ástandið væri á miðun- um, ef við værum i ófriöi við allar þessar þjóðir og hvort mönnum finnist ekki, að Landhelgisgæzlan hafi nóg að gera eins og er að berjast við brezku landhelgis- brjótana, þótt hún þyrfti ekki til viðbótar aðgæta allra hinna lika. Auk þess hafa þessir takmörk- uöu samningar einnig þá þýðingu samkvæmt okkar mati, að þeir sýna umheiminum að Islendingar eru ekki svo einráðir, að ómögu- legt sé við þá að semja og mun það vafalaust hafa heillavænleg áhrif á niðurstöður hafréttar- ráöstefnunnar, sem væntanlegar eru síðari hluta þessa árs. Gsal-Reykjavik — A laugardag hófst hlaup f Jökulsá á Fjöllum og flæddi áin viða yfir bakka sina. Einna verst varð ástandið við Skóga i öxarfirði, en þar flæddi inn I flest hús. Skemmdir urðu þó óverulegar að sögn Jóns Ólafssonar, bónda á Skógum 1.1 gærmorgun var hlaupið I Jök- ulsá I rénun og um hádegisbil var talið að áin væri orðin svip- uð að vatnsmagni og áður en hlaupiö hófst. Ég dreg enga dul á það og hef aldrei gert, að ég hef talið að raunhæfasta friðunaraðgerðin gagnvart Bretum hefði einnig átt að geta náðst eftir samningaleið- inni. Mér er ljóst að um þetta eru mjög skiptar skoðanir meðal fólks i landinu og vel má vera, að þeir séu fleiri, sem vilja enga samninga. En hitt er svo annað mál, að ég hef aldrei verið þeirrar skoðunar i þeim viðræðum, sem farið hafa fram við Breta, að þeir hafi getað fallizt á neitt viðunandi aflamagn og að þess vegna hafa samningar alla tið verið útilokað- ir. Það olli mér vægast sagt vonbrigðum,þegar Hattersley sá, sem nú fær vart vatni haldið út af áhyggjum af framtið islenzku rikisstjórnarinnar, skyldi haldinn þeirri blindu i samningaviðræð- um okkar, að unnt væri að fram- lengja samninginn frá 1973 þvi sem næst óbreyttan á sama tima, sem brezkir fiskifræðingar féllust i öllum meginatriðum á niður- stöður islenzkra starfsbræðra sinna um ástand þorskstofnsins. Þá þegar var ljóst að Bretar höfðu ekkert lært og samningar við þá mundu verða erfiðir. Þegar svo Bretar bættu gráu ofan á svart með þvi að senda inn herskipin, auka togaraflotann og skipuleggja smáfiskveiðar á al- friðuðu svæði var sýnt, að slikir samningar kæmu ekki til greina. Þess vegna höfum við nú slitið stjórnmálasambandi við þá. Það er vissulega alvarleg aðgerð, en hún var óhjákvæmileg eins og málin stóðu og ætti að færa öðrum þjóðum heim sanninn um það, að okkur er full alvara i þessu máli. Fiskverndunar- aðgerðir okkar koma fleiri þjóðum til góða Það má vel vera, að stjórnar- andstæðingar heföu treyst sér til að halda betur á þessum málum en við höfum gert, en ég efast stórlega um, að ástandið væri betra, þótt þeirra ráðum hefði verið fylgt og alla vega hafa þeir nú fengið sitt indæla striö. Við skulum vona, að þetta fari allt vel, og ég er sannfærður um, að við vinnum sigur að lokum, það er bara að hann verði ekki of dýru verði keyptur. Bent hefur verið á það i blaða- greinum hér af a.m.k. einum manni, að við erum með fisk- vemdunaraðgerðum okkar ekki einvörðungu að sjá eigin hag borgið, við erum jafnframt að vernda matvælaframleiðsluna fyrir hungraðan heim. Undir þetta vil ég taka og hverjir ættu i rauninni að skilja þetta betur en Bretar, eða eru þejr e.t.v. búnir að gleyma þvi hvað íslandsfisk- urinn reyndist þeim mikil búbót á KIll við Skóga hefur sem kunnugt er valdið bóndanum á Skógum I verulegum óþægind- um i vetur og rann vatn um tima bæði inn I fjárhús og hlöðu á bænum. Jón bóndi flutti þvl allt fé sitt Ur húsunum og var nú ný- búinn að taka þaö aftur heim, er hlaupið hófst i Jökulsá, en áður hafði tekizt að grynnka mjög á vatninui Skógakilnum með þvi að ræsa þaö til sjávar. — Við hlaupiö i ánni varö styrjaldarárunum, þegar islenzk- ir sjómenn hættu og fórnuðu lifi og limum til að færa þeim björg- ina heim? Ég hef nú i stórum dráttum lýst þvi, sem gerzt hefur i landhelgis- málinu og segi að lokum að rikis- stjórnin hefur ekkert að fela og ekkert að skammast sin fyrir i sambandi við það, og ég er sann- færður um það, að þjóðin skilur þetta þegar hún athugar málið i ró og næði og án áhrifa frá æs- ingamönnum, sem nota vilja þetta lifshagsmunamál okkar i annarlegum tilgangi. Hvað vi Ija þeir skera niður? Um efnahagsmálin vil ég segja það, að skylt er að játa að ýmis- legt hefur þar farið á annan veg Einar Agústsson heldur en menn hefðu kosiö og er þá fyrst að nefna veröbólguna, sem hefur ætt áfram með ógnar- hraða. Þó ber að hafa i huga að siðustu mánuðina hefur tekizt að veita henni talsvert viðnám og riður þvi á miklu að ekkert verði gert, sem eykur snúningshraðann að nýju. Þá er þess og að gæta að viðskiptakjör okkar hafa versn- að og aflabrögð miðað við sókn og tilkostnað minnkaö. Auðvitað rýrir þetta tekjur þjóðarheimilis- ins og þaö lýsir þvi ekki miklu raunsæi að halda þvi fram, að allt geti verið óbreytt, aliir geti haft jafn mikla peninga til ráðstöfunar og enginn þurfi að slaka á kröfun- um i neinu. Stjórnarandstæðingar klifa á þvi sýnkt og heilagt að fjárlögin séu alltof há og þau beri að lækka til þess aö fólk geti haft meira fé til ráðstöfunar. Þessir menn vita þó vel að yfirgnæfandi hluti fjárlaganna gengur til óhjá- kvæmilegra útgjalda eöa hvaða liðir eru það, sem helzt ætti að skera niður? Eru það framlög til heilsugæzlu? Eru það framlög til menntunar? Eru það ef til vill laun opinberra starfsmanna? ástandið hér verra en nokkurn tima áður, sagði Jón I samtali við Timann I gær. — Við notuð- um dælur til að dæla vatninu Ur húsunum, og skemmdir uröu sem betur fer ekki sórvægiieg- ar. Vatn komst I flest hús, en þó slapp ibúðarhúsiö alveg. Að sögn Jóns náði hlaupið i Jökulsá hámarki seint á sunnu- dagskvöld, en hins vegar kvaö hann vatnið i Skógakilnum lækka hægt, þó Jökulsáin væri Eða niöurgreiðslurnar, kannski á að hætta þeim, það mundi e.t.v. bæta hag fólksins. Svo eru trygg- ingarnar. Þær eru hár liður. Stjórnarandstæðingar telja lik- lega að þær megi að skaðlausu spara. Þá eru það verklegar framkvæmdir. Þær eru sjálfsagt of miklar að mati þessara ágætu manna. Ég gæti auðvitað nefnt fleiri liði, svo sem dómgæzlu og réttarfar. Það er eflaust óþarfur flýtiráþeim málum. Hitt kann að vera rétt að eitthvað megi draga úr öðrum þáttum hins opinbera rekstrar, en ósköp er ég hræddur um aö þær upphæöir, sem þannig kynni að mega spara, dygðu skammt til þess að brúa bilið. Og enn eru gerðar kröfur á hendur rikinu, ennþá vilja stjórn- arandstæðingar auka — ekki minnka — hlut rikissjóðs af tekj- um manna. Hér rekur sig eitt á annars horn I málflutningi stjórn- arandstöðunnar. Ríghalda í pensilinn Það er óraunhæft að loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að vegna versnandi viðskipta- kjara og minna aflamagns hefur fjárhagsstaða þjóðarbúsins versnaðundanfarin2 ár, og þegar undirstaðan bilar verður yfir- byggingin að minnka i bili. Mér kemur i hug gömul saga. Maður nokkur var aö mála geð- veikrahæli og stóð i stiga. Þá kemur vistmaöur til hans og hug- ar vandlega að þvi hvað verið er að gera. Segir svo allt i einu viö málarann: Haltu þér fast I pensil- inn þvi nú tek ég stigann. Athæfi stjórnarandstæðinga minnir á þessa hugsun, þeir rig- halda i pensilinn þótt stiginn sé að fara. Raunsærra væri að játa staðreyndum og leggja lið sitt til að komast út úr þeim erfiðleik- um, sem við er að etja. En e.t.v. er það til of mikils mælzt af nú- verandi stjórnarandstöðu að hafa raunsæi aö leiðarljósi, en skylt er þó að geta þess, að ekki eiga þeir þar allir sama vitnisburðinn. Til eru i þeirra röðum raunsæir og góðviljaðir menn, sem ætla mætti, að fúsir væru til gdðra hluta en játa ber, að félagsskap- urinn er þeim nokkuð erfiður.” Er verkfallið ríkis- stjórninni að kenna? Siðar i ræðu sinni sagði Einar Agústsson: Ég vil svo að lokum minnast meö örfáum orðum á þá staðhæf- ingu stjórnarandstæöinga að verkfall það, sem nú stendur yfir sé rikisstjórninni að kenna. Ollu meiri fásinnu hafa þeir tæpast látið sér um munn fara og skal þó viðurkennt að samkeppnin er hörð. komin i eölilegt horf. — Þaö var heppiiegt að hér hefur veriö gott veður og vatniö þvi getað runnið óhindrað til sjávar, sagöi hann. — Hefur verið eitthvað um jarðskjálfta siöustu dægur? — Þaö er m jög lltiö um þá, en þó fann ég einn i fyrrinótt. Þetta er sem betur fer i mikilli rén- un og auðvitaö vonar maður að þessi jaröskjálftahrina sé liðin hjá, sagði Jón Ólafsson Er það virkilega meining þess- ara manna, sem flestir telja sig velunnara og verndara verka- fólksins að fella beri samninga- réttinn niður og taka upp þá aö- ferð að rikið skammti launin með lögum eða á annan hátt. Það skal játað, að þessi aðferð þekkist I ýmsum löndum, en satt að segja hélt ég að islenzk verka- lýðsfélög óskuðu ékki eftir henni. Það er ósköp auðvelt fyrir alþýðusamtökin og vinnuveitend- ur að sameinast um að varpa vandanum frá sér og gera kröfur á hendur rikisvaldinu. En menn þurfa þá jafnframt að átta sig á þvi, að rikið er ekkert annað en samfélag okkar allra, þessara manna lika, og auknar byrðar þess eru i reynd lagðar á alla landsmenn, þar með talda aðila vinnumarkaðarins. Ef þeim finnst eitthvað auðveldara að bera byrðarnar á þann hátt að leggja þær fyrst á rikið, sem siðan leggi þær á ein- staklinga og félög, þá er það auðvitað aðferð, sem hægt er að skoða. Verföll eru allra tjón En mér hefur virzt að verka- lýðsfélögin að minnsta kosti vilji ógjarnan afsala sér þeim samn- ingsrétti, sem þau hafa aflað sér á undanförnum árum oft með miklu erfiði og gegnum stranga baráttu. Þannig hefur það ævin- lega verið þau ár, sem ég hef átt sæti hér á Alþingi, að aldrei hafa verkalýðsfélög brugðizt haröara við heldur en þegar sett hafa verið lög, sem höfðu það hlutverk að ákvarða kaup og kjör. Er þess raunar skemmst að minnast, þegar sett voru lög um kaup og kjör starfsmanna Aburðarverk- smiðjunnar, að þá var gripið til þess ráðs að meina þeim, sem vildu vinna samkvæmt þeim, að gegna störfum sinum. Ég get vel skiliö þá afstöðu, aö menn vilji standa vörö um sanningsrétt verkalýðsfélaganna, en þá verða menn lika að gera sér grein fyrir þeim skyldum, er hon- um fylgja og ráöa fram Ur vanda- málunum sjálfir. Það mun diki standa á rikisstjórn þeirri er nú situr aö leggjast á sveifina til að greiða fyrir lausn þessa verkfalls, þegar raunhæf úttekt liggur fyrir á þvi, hverjir samningar koma til greina og hver hlutur rikisins á þá að verða, til að endar nái saman, en áður en aðilar samninganna vita sjálfir, hvað þeir raunveru- lega vilja eða neita að segja það, er þess trauðla að vænta, að rikis- stjórnin hafi mikil afskipti af vinnudeildunni, enda minnist ég þess að þegar fyrri rikisstjórnir hafa verið með fingurinn i vinnu deilunum hefur það mætt mis- jafnlegum viðtökum, svo ekki sé meira sagt. Mér segir svo hugur, að verkfall þetta sé miðlungi þokkað af öllum almenningi, sem gerir sér grein fyrir þvi, aö verk- föll eru allra tjón, einnig þeirra, sem sagt er, að fái eitthvað út úr þeim. Fólk er yfirleitt gagnrýnið á þau vinnubrögð, sem tiðkazt hafa og tiökast enn i þessum mál- um og vill breytingar á þeim. All- ir Islendingar sameinast þó i þeirri ósk, að þeim mönnum, sem i eldinum standa, megi auðnast að vinna verk sitt þannig, að all- ir geti eftir atvikum bærilega við unað og að vinnufriöur geti orðið á ný, þvi að islenzku þjóðarinnar biða sannarlega svo mörg önnur og mikilvæg verkefni að hún má ekki við þvi að dreifa kröftun- um.” Vatn komst í flest húsanna að Skógum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.