Tíminn - 24.02.1976, Síða 10

Tíminn - 24.02.1976, Síða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 24. febrúar 1976 Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra: ÞJÓÐIN ÞARF NÚ UMFRAM ALLT AÐ STANDA SAM- EINUÐ, EN EKKI SUNDRUÐ 1 lokaorðum sinum i útvarps- umræðunum i gærkvöldi sagði ólafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra, að nú þyrfti þjóðin um- fram allt að standa sameinuð en ekki sundruð. Ræða viðskiptaráð- herra fer hér á eftir, en i ræöu sinni ræddi ráöherrann um land- helgismálið og gerði grein fyrir stöðu efnahagsmálanna. Kom fram i ræðunni, að ýmis teikn um bata i þeim efnum væru sjáanleg: ,,Ég held, að vantrauststillaga hafi sjaldan veriö borin fram i minni alvöru eða af meira ábyrgðarleysi en sú, sem hér liggur fyrir. Ég efast um, að nokkru sinni áöur hafi við hliðstæöar aðstæður veriö stefnt aö stjórnleysi að kalla um skemmri eða lengri tima, þvi að stjórnarandstæðingar hafa lýst þvi yfir, að þeir hefðu ekki nýja rikisstjórn i handraðanum. Svokallaðar röksemdir flutn- ingsmanna vantrauststillögunnar eru i hnotskurn þær, að ástandið sé svo alvarlegt, bæði út á viö og inn á við, að stjórninni beri að vikja, enda sé sýnt, að hún fái ekki við það ráðið, hvorki við landhelgismálið né efnáhagsmál- in. Ný stjórn þurfi að koma til. Það er vissulega rétt, að við margvislega erfiðleika er að etja, bæði út á við og innanlands. Öll þjóðin hefur átt samleið í landhelgismálinu Þjóöin stendur nú i alvarlegri landhelgisdeilu við Breta en nokkru sinni fyrr. Á fáu riður meir en að þjóðin standi einhuga saman i þeirri baráttu, sem framundan er. Það er illt verk að stofna þar til sundrungar, og vil ég ekki ætla stjórnarandstæöing- um það. Það er og sannleikurinn, að til þessa hefur þjóðin öll átt samleið i þessu máli. Það er, aö ég ætla, ekki ágreiningur um, aö landhelgisgæzluna þurfi að efla. Ég vænti, að samstaða veröi á þingi um nauösynlega fjáröflun i þvi skyni. Það hefur ekki verið ágreiningur um þær aögeröir, sem gripiö hefur verið til, t.d. um stjórnmálaslitin. Stjórnarand- stæðingar hafa ekki verið þeim andstæðir, nema þá Alþýðu- bandalagið, aö þvi er varöar heimsókn dr. Luns. Ég fæ þvi ekki séð, aö þar geti þeir fótaö sig á vantrausti. Þá hefði verið skömminni til skárra fyrir þá að flytja vantraust i sambandi við Þýzkalandssamninginn. Vatn á myllu Breta Hitt er annað mál, að þeir kunna að vilja, að gripiö sé til enn frekari aögeröa, og liggur þó ekki ljóst fyrir, hvort þeir eru þar allir á sama máli. En þá eiga þeir vitaskuld aö flytja um það tillög- ur og kanna hvort um hana eða þær geti náðst samstaöa. Ef svo reyndist ekki, þá væri fyrst ástæöa til vantrauststillögu af þeim sökum, ef menn teldu þaö þá horfa til heilla fyrir islenzkan málstaö að flika slikum ágrein- ingi. En hvaö sem um það er, held ég, að það yröi ekki til að létta okkur róðurinn i landhelgisbar- áttunni — þessu lifshagsmuna- máli, sem nefnt hefur verið — ef núverandi rikisstjórn væri vottað vantraust og setzt niöur við stjórnarmyndunartilraunir, sem enginn veit hvenær eða hvernig kynnu að enda. Ég held, að slikt yrði vatn á myllu Breta. En svo mikil ævintýra- mennska, sem það nú er, að ætla að steypa stjórninni i miðju land- helgisstriðinu við Breta, þá er það þó enn meira ábyrgðarleysi með tilliti til þjóðfélagsástandsins hér innanlands, aðstofna til stjórnar- upplausnar með öllu þvi, er þar myndi sigla i kjölfariö. Myndi veikari stjórn ráða frekar við vandann? Það er rétt, að margt hefur ver- ið mótdrægt i þjóðmálum hér á landi hin siðari misseri. Má þar til nefna versnandi viöskiptakjör, vaxandi veröbólgu, gjaldeyris- halla, rýrnun lifskjara og nú siö- ast en ekki sizt vinnudeilur og verkföll, svo að nokkuð sé nefnt. En verður rikisstjórninni með nokkurri sanngirni kennt um þessi áföll? Ég held varla, nema þá út frá svipuðum sjónarmiðum og fyrrum, er konungum var kennt um uppskerubrest og náttúruhamfarir. Þau eiga aö verulegu leyti rætur að rekja til óviðráðanlegra utanaðkomandi ástæðna. önnur má rekja til innanlands aðstæðna, sem ekki hafa verið á valdi stjórnvalda eöa ekki þá nema að litlu leyti. Að sjálfsögðu hafa þessari stjórn, eins og öllum öðrum, orðið á ein- hver mistök. Og satt er það, að á þessum sviðum getur oft veriö erfitt að greina á milli orsakar og afleiðingar. Og auðvitað geta ver- ið skiptar skoðanir i rfkisstjórn um einstök mál. En er líkiegt, að önnur og veikari stjórn hefði ver- ið betur i stakk búin að takast á við vandamálin? Það er ósenni- legt, svo aö ekki sé meira sagt. Og eitt er vist, að ekkert hefur fram komið, sem bendir á, að stjórnar- andstæðingar hafi átt nein hald- betri úrræði i handraðanum. Þvert á móti, allur þeirra mál- flutningur og öll þeirra tillögu- gerö hefur miðað að þvi að skapa hér meiri vanda á svo aö segja hvaöa sviði sem er. Uppistaðan hefur ætið verið sú hin sama kröfugerð á hendur þvi opinbera og ivafið þversagnakennt óraun- sæi. Rofar til Sannleikurinn er auk þess sá, aö i sumum þeim efnum, sem ég nefndi, er nokkuð fariö aö rofa til, eöa a.m.k. leit svo út, aö nokkuð væri að birta til, nema ný vand- ræði kæmu til. Þannig hefur t.d. nokkur breyt- ing i bata átt á viöskiptakjörum átt sér stað. Verðlag á sumum út- flutningsafurðum hefur talsvert hækkað, t.d. á Bandarikjamark- aði, verö á skreiö hefur lyft sér, saltfisksveröiö hefur veriö viöun- andi þrátt fyrir ýmsa erfiöleika á þvi sviöi. Hægt var að fá gott verö fyrir frysta loðnu, sem e.t.v. kemur aö visu aö litlu gagni, ef hún fær að ganga óveidd hjá garði. Þannig mætti fleira nefna. Verðlag á innfluttum vörum hef- ur hins vegar færzt i stöðugra horf, og i sumum tilfellum hefur verið um nokkra lækkun aö ræða. Verðbólgan hefur hægt á sér upp á siökastið. Þannig má t.d. nefna, að á siöasta þriggja mán- aða timabili hækkaði visitalan um 3,2%. Á sömu mánuðum i fyrra hækkaði visitalan hins veg- ar um 8,8%. Visitöluhækkun sið- ustu þriggja mánaða samsvarar þvi, að verðbólgan aukist um tæp 13% á heilu ári, en árið 1974 og fram á mitt ár 1975 var verð- ólafur Jóhannesson. bólguaukningin um 50%. Þessar tölur tala sinu máli og þeim hefur tæp^st verið gefinn nægur gaum- ur. Vitaskuld getur þessi þróun farið aftur úr böndum, ef óskyn- samlega er á málum haldið. Þróun gjaldeyrismála virðist einnig hafa stefnt i rétta átt allra siðustu mánuðina. Janúar og febrúar munu aö jafnaði vera taldir einna erfiðustu mánuðirnir i gjaldeyrislegu tilliti. Þessir mánuðir i ár munu i þessum efn- um veröa miklum mun hagstæð- ari en sömu mánuöir i fyrra. Gjaldeyrisviðskipti viðskipta- bankanna voru að visu nokkuð fyrir neöan strikið i janúar, en það sem af er febrúar hafa gjald- eyriskaupin verið nokkru meiri en gjaldeyrissalan, þannig að miðað við siðasta daginn, þ.e. 19. þ.m. sem ég hefi tölur um, voru viðskiptin hjá þessum bönkum hagstæð„i mánuðinum um 310 milljónir króna. 1 fjármálum hins opinbera er stefnt að talsverðum samdrætti. Hætt er viö, að meiri og sneggri samdráttur gæti stofnað atvinnu- öryggi i verulega hættu. Þegar mál hafa þannig nokkuð þokazt til réttrar áttar, má þaö seinheppni kallast að fara einmitt þá aö flytja vantrauststillögu. Skuggi verkfalla Hinu er ekki að leyna, að um þessar mundir hvilir þungur skuggi yfir þjóðarbúi, þar sem eru hinir óieystu kjarasamningar og viötæka vinnustöðvun, sem lamar um sinn allt athafnalif i landinu. Ég held, aö þaö sé unnið að lausn þessara erfiöu deilumála af fullum krafti. Fundir eru haldnir linnulaust og i rétta átt viröist miöa. Vonandi tekst að leysa þau sem allra fyrst svo að hjól atvinnulifsins taki aftur að snúast. Það hljóta allir góöviljað- ir menn að vona. Það þarf ekki að eyða orðum að þvi, hvert tjón vinnustöðvunin hefur i för með sér fyrir þjóðarbúið. Það getur tekið langan tima að vinna það upp. Og það er staðreynd, sem ekki verður komizt i kringum, að vegna þessarar stöðvunar verður minna til skiptanna en ella. Fram hjá þvi komast menn ekki, hver sem niðurstaða samninga verður að hver vinnustöðvunardagur þýðir, að kakan til skiptanna verð- ur minni en ella og lifskjör fyrir heildina eitthvað lakari fyrst um sinn. En ég held, að á þvi viðkvæma stigi, sem deilan er, sé engum greiöi ger með þvi að fjölyröa um hana á þessum vettvangi. Ég vil aðeins segja, að það er fáránlegt aö ætla að varpa ábyrgð á deil- unni á annan hvorn aðila. Vinnu- brögð i þessari deilu virðast ekki hafa verið frábrugðin þvi, sem áöur hefur verið. Vinnubrögð á þvi sviði virðast satt að segja vera komin i fastar skorður, óþarflega fastar skorður að mörgum finnst. Það er engin ný bóla, að slik deila leysist ekki fyrr en eftir vinnustöövun. Þaö er allt- af jafn tilfinnanlegt, og ég vil segja hörmulegt. En við byggjum á frjálsum samningsrétti á vinnu- markaðnum. Vill nokkur i raun og veru hverfa frá þvi skipulagi? Ég býst ekki við þvi, þó að e.t.v. mætti setja nánari reglur um starfsaðferðir. En menn verða þá lika að taka þeim afleiðingum, sem kerfinu geta fylgt. Og það þýðir ekki aö horfa fram hjá, að málin eru margslungin, og það tekur sinn tima aö ná endum saman á hinum ýmsu sviðum. Afskipti ríkisstjórnarinnar En eitt er vist, að vantraust á rikisstjórnina verður ekki sér- staklega byggt á afskiptum eða afskiptaleysi hennar af þessum málum. Hún hefur haft þau skipti ein af þessum kjaramálum, sem eðlileg má telja og hafa vinnu- brögð hennar að þvi leyti verið mjög á sömu lund og fyrri rikis- stjórna. Hún eða Þjóðhagsstofn- unin hafa annazt upplýsingamiðl- un til aðila. Ég held, að sú upp- lýsingamiðlun sé að verða æ full- komnari. Rikisstjórnin skipaði sáttanefnd. 1 henni eiga sæti hinir ágætustu menn, sem ég hefi ekki heyrt neina gagnrýni á frá deilu- aðilum. Sáttanefnd hefur sett fram óformlega sáttatillögu, auö- vitað sjálfstætt og óháð rikis- stjórn. Alþýðusambandið setti á sinum tima fram 15 punkta, ef ég man rétt. Ég hefi marglýst þvi yf- ir, að ég teldi ýmsa þeirra skyn- samlega og athyglisverða. Siðar lögðu aðilar sameiginlega 14 atriöi fyrir rikisstjórn, sem hún tók afstöðu til, fyrst munnlega og siðarskriflega. Fallizt var á sum, önnur tekin til vinsamlegrar at- hugunar, en nokkrum hafnað. Tii hverra frekari afskipta er hægt að ætlast af rikisstjórn? Vilja stjórnarandstæðingar, að rikisstjórnin hefði gripið inn i deiluna með öörum hætti, t.d. með einhvers konar lagasetn- ingu? Þvi trúi ég vart, enda hefur þaö ekki verið stefna þeirra hing- að til. Og hinu er ekki hægt að halda fram, að ríkisstjórnin hafi haft nokkur ótilhlýðileg skipti af þessum kjaramálum. Það er og vist, að ef á einhverjum einstök- um atriðum'stendur á lokastigi til þess að endar nái saman og til stjórnarinnar verður leitað, mun hún gera það, sem i hennar valdi stendur til að leysa hnútinn. Það er óþurftarverk aö ætla að reyna að blanda pólitik i þessar vinnudeilur. Ég hygg, að flestir stjórnmálaflokkar eigi fylgis- menn beggja megin borðsins. Ég vil alls ekki ætla háttvirtum þing- mönnum stjórnarandstöðunnar slikt. En hitt er vist, að málgögn þeirra eru ekki saklaus i þvi efni. Stjórnarandstaðan veður reyk En ástandið er alvarlegt. Það má öllum vera ljóst. Þjóöfélagiö stendur andspænis miklum vanda- málum, sumum, sem enn liggja ekki ljóst fyrir. Er nú skynsam- legt, þegar þannig stendur á, að ætlast til þess, að þingræðisleg stjórn, sem á 42 þingmenn að stuðningsmönnum, hlaupi undan böggum og varpi frá sér vandan- um. Nei, það væri ráðleysi og það hvarflar auðvitað ekki að neinum stjórnarþingmanni. Það væri eins og ætla að stiga af hestinum i miöju straumvatni. En stjórnarandstæðingar loka augunum fyrir staðreyndum og vaða reyk. Þeir krefjast þess, að stjórnin segi af sér. Þeir vilja nýja stjórn. Þeir vilja vera i þeirri stjórn. En hvernig á sú stjórn að öðru leyti að vera skip- uð? Hvers konar stjórn vilja þeir? Þar er ekki milli margs að velja. Það er ekki til of mikils mælzt, aö þeir gefi skýr og ótviræð svör um það, hvers konar stjórn þeir óski eftir i stað þeirrar, sem nú situr, og eru þeir þar allir á einni linu? Það verður hlustað á svör þeirra. Hér gagna þeim engir útúrsnún- ingar eða vafningar. Af slikum viðbrögðum verður lika ályktun dregin. Það hefði kannski veriö skiljanlegt og viðurkenningar- vert, ef stjórnarandstæðingar hefðu boðizt til að hlaupa undir bagga með okkur — axla byrðarnar með okkur á þessum viðsjárverðu timum, með öðrum orðum óskað eftir þátttöku i stjórn allra flokka, svokallaðri þjóðstjórn. Vera má raunar, að i þeim þætti litill fengur, ef mál- flutningur þeirra er spegilmynd af hugarfarinu. En hvað um það. Þeir hafa ekki óskað eftir að leggja hönd á plóginn með þeim hætti. Nei, þeir vilja stjórnina frá og út i óvissuna. Það er ekki þjóö- ráð á þessum timum. Það er sannkallað Lokaráð. Það má e.t.v. segja, að það hafi veriö óþarft að taka þessa van- trauststillögu alvarlega. Þaö er fyrirfram vitað, að hún er and- vana fædd. Hún fær auðvitaö ekki nema i hæsta lagi 18 atkvæði, þ.e. stjórnarandstæðinga. En auðvit- aö er þeim frjálst og ekki of gott að efna til þessarar almennu um- ræðu. Má þó vera, að þeir hafi ekki erindi sem erfiði. Lands- mönnum ætti að vera ljósara eftir en áður, hvilik loddarahlutverk þeir hafa kosið sér, og þessi van- trauststillaga er auðvitað ekkert annað en frumhlaup og fljót- ræðisflan. Þaö, sem þjóðin þarf nú um- fram allt, er að standa sameinuð en ekki sundruð. Kjörorðið á að vera: Samtaka þjóð.”

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.