Tíminn - 04.03.1976, Side 12

Tíminn - 04.03.1976, Side 12
12 TtMINN Fimmtudagur 4. marz 1976. — Þá eruð þið komnir á réttan stað, þvi hér er það auð- fengið. En munið það, sem ég sagði yður um Sir Robert. Hjá honum koma oft höggin á undan orðunum. Haldið ykkur helzt utan yf irráðasvæðis hans. — Svomunum viðgera, hr, Barnes. En meðal annarra orða, það var gullfallegur loðhundur, sem ég sá þarna frammi í forstofunni. — Ég skildi nú halda það. Hann er alinn upp í herra-; setrinu og er af ágætu kyni, hinu bezta í Englandi. — Ég hef sjálfur áhuga á hundum, sagði Holmes. — Ef það er ekki mjög nærgöngult, vildi ég spyrja, hvað svona hundur myndi kosta. — Hann er dýrari en svo, að það værí á minu færí að kaupa hann. Sir Robert gaf mér hann sjálfur. Þess vegna verð ég að hafa hann í tjóðri. Ef ég leysti hann, þá myndi hann hlaupa beint heim á herrasetrið. — Við erum að f á nokkur góð tromp á hendur, Watson, mælti Holmes, þegar gestg jaf inn var f arinn. — Það er að vísu ekki auðvelt að notfæra sér þau, en það getur lagazt eftir einn eða tvo daga. Ég hef heyrt, að Sir Robert sé enn i London. Vera má, að við mættum stíga á þessa for- boðnu jörð í kvöld án þess að verða f yrir líkamsmeiðing- um. Það eru eitt eða tvö atriði, sem ég þarf að rannsaka betur. — Hefur þú myndað þér skoðun á málinu? — Aðeins þetta, Watson, að fyrir viku hefur eitthvað borið við hér á herrasetrinu, sem sett hefur heimilislíf ið úr skorðum. En hvað getur það verið? Við höf um aðeins tilgátur um það enn sem komið er. Virðum fyrir okkur þær staðreyndir, sem fyrir hendi eru. Bróðirinn er hættur að heimsækja systur sína, sem hann þó elskar, og sem liggur á sjúkrabeði. Hann gefur öðrum eftirlætis- hund, sem hún á. Hundinn hennar, Watson. Finnst þér það ekki gefa neina ákveðna bendingu? — Ekki um annað en illvilja bróðurins. — Svo gæti það verið að vísu. Og þó er annað hugsan- legt. Viðskulum líta yfir málið frá þeim tíma, er deilan hóf st, ef um deilu er að ræða. Lafðin heldur kyrru fyrir í herbergi sinu, breytir háttum sínum, sést aldrei, nema þegar hún ekur út með þernu sinni. Hún hættir að nema staðar hjá hesthúsunum og fagna uppáhaldshestinum, og hún virðist leggjast í drykkjuskap. Þetta virðist allt vera í samræmi hvaó við annað. Er ekki svo? — Nema atvikið um grafhvelfinguna. — Það leiðir hugann inn á aðra braut, og þessum tveim leiðum má ekki blanda saman. Fyrri leiðin, sem varðar lafði Beatrice, hefur óhugnanlegri keim. — Ég skil ekkert í henni. — Síðari brautin eða leiðin, snertir Sir Robert. Hann er hálftrylltur af ákefð eftir að vinna á Derby-veðreiðun- um. Hann er í klóm okurlánara, og má eiga þess von á hverri stundu, að lánardrottnar hans kref jist sölu á hest- um hans og öllum útbúnaði þeirra til greiðslu á skuldun- um. Sir Robert er djarfur maður og ókvalráður. Hann .eyðir tekjum systur sinnar, og þerna hennar er á bandij bróðurins. Hingað til erum við á réttri leið, eða hvað finnst þér? — En grafhvelfingin? — Ö, já, svo er hún næst. Við skulum gizka á hið allra versta, taka það sem dæmi án allra líka eða rökstuðn- ings, að Sir Robert hafi fyrirkomið systur sinni. — En, kæri herra Holmes, slíkt getur ekki komið til mála. — Getur verið, Watson. Sir Robert er af heiðarlegum og góðum ættum. En eplið getur stundum fallið langt frá eikinni, þótt sjaldan sé svo. Við skulum dvelja nokkur andartök við þennan möguleika. Hann gæti ekki f lúið úr landi fyrr en hann hefði komið eignunn sínum í eitthvert, verð, en þar veltur allt á veðmálunum og voninni um að Prins vinni á Derby-veðreiðunum. Þess vegna verður Sir Robert að halda kyrru f yrir f yrst um sinn. Hann yrði að ráðstafa líkinu á einhvern hátt og f inna einnig einhverja kvenpersónu, sem leikið gæti systurina. Með aðstoð þernunnar væri það framkvæmanlegt. Líkið gæti hann flutt í grafhvelfinguna, sem er fáfarinn staður, eða þá eyða því í miðstöðvarofninum á næturþeðli. Með því móti væri ekkerteftir skilið, annað en kannski smáhlutir líkir þeim, er við höfum þegar séð. Hvað segir þú um þessa tilgátu, Watson? — Þetta virðist ekki f jarstætt, sé miðað við svo af- skræmislega tilgátu. Ég held, að við ættum að gera dálitla tilraun á morgun, | Watson, ef hún mætti verða til þess að upplýsa málið. En ef við eigum að halda áf ram að leika veiðimenn,. þá ætt- um við að bjóða gestgjafanum glas af hans eigin víni og ^Frjálsir? Tií^ Ming ræður TVið mótmælt,| Jæja.þiðeruB ekki \ aðgera hvað? öllu hér.... ]um ofríki hans. fangarlengurheldur | Fara hvertjj frjálsír menn! FIMMTUDAGUR 4. mars 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Magnea J. Matthlas- dóttir les fyrri hluta italska ævintýrsins „Gattó pabbi” i þýðingu sinni. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriöa. Við sjó- inn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson sér um þáttinn. Morguntónleikar kl. 11.00: Sinfónluhljómsveitin i Boston leikur „Hafiö”, sin- fóníska svitu eftir Debussy, Charles Munch stj. / Lamoureux hljómsveitin i Paris leikur „Opinberun”, myndrænt hljómsveitar- verk op. 66 eftir Ljadoff, Ig- or Markevitsjstj. / Mstislav Rostropovitsj og Sinfóniu- hljómsveitin I Filadelfiu leika Sellókonsert I Es-dór op. 107 eftir Sjostakovitsj, Eugene Ormandy stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. A frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Póstur frá útlöndum. Sendandi: Sigmar B. Hauksson. 115.00 Miðdegistónlejkar. Svjatoslav Rikhter leikur á pianó Ballööu nr. 4 I f-moll op. 52 eftir Chopin. Dietrich Fischer-Dieskau syngur lög eftir Schumann við ljóð úr „Spænskri ljóöabók” eftir Geibel, Jörg Demus leikur á pianó. / Gervase de Peyer og Daniel Barenboim leika Sónötu I Es-dúr op. 120 nr. 2 fyrir klarinettu og pianó eft- ir Brahms. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Barnatimi: Kristin Unn- steinsdóttir og Ragnhildur Helgadóttir stjórna. Að lesa hús: Magnús Skúlason arki- tekt talar um gildi gamalia húsa og Júlíana Gottskálks- dóttir talar um byggingar- lag þeirra. Lesnir verða kaflar úr „Ofvitanum” og „1 sálarháska” eftir Þór- berg Þórðarson, svo og úr minningum Ágústs Jóseps- sonar. Jón Múli minnist bemsku sinnar i Grjóta- þorpi. 17.30 Framburðarkennsla i ensku. 17.45 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Lesið I vikunni. Harald- ur ólafsson taiar um bækur og viðburði llöandi stundar. 19.50 „Angelus Domini”, tón- verk eftir Leif Þórarinsson. Sigriöur Ella Magnúsdóttir og Kammersveit Reykja- vlkur flytja, höfundur stjórnar. 20.00 Leikrit: „I skjóli myrk- urs” eftir Frederick Knott. Þýðandi: Loftur Guðmundsson. Leikstjóri: Rúrik Haraldsson. Persón- ur og leikendur: Mike, Sigurður Skúlason. Croker, Hákon Waage. Roat, Helgi Skúlason. Susy Henderson, Anna Kristín Arngr&nsdótt- ir. Sam Henderson, Flosi Ólafsson. Aðrir leikendur eru: Lilja Þórisdóttir og Guöjón Ingi Sigurösson. 22.00 FréttirT 22.15 Veöurfregnir. Lestur Passiusáima (15) 22.25 Kvöldsagan: „1 ver- um”, sjálfsævisaga Theó- dors Friörikssonar. Gils Guömundsson les siðara bindi (27) 22.45 Létt músik á síðkvöldi. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.