Tíminn - 14.03.1976, Qupperneq 6

Tíminn - 14.03.1976, Qupperneq 6
6 TÍMINN Sunnudagur 14. marz 1976 Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið í gamla daga 14 Kirkjan á Þingmúla i Skriðdal (1968) 1108. þætti 25. janúar var birt mynd af óþekktu fólki á ferða- lagi. Gunnlaugur Halldórsson arkitekt hefur látið i té upplýs- ingar þær um myndina, er hér fara á eftir. Myndina tók Hall- grimur Einarsson haustið 1903 eða vorið 1904. Hefur fólkið e.t.v. verið á leiö frá Akureyri austur i Vaglaskóg. Undir foss- inum litla, lengst t.h. á mynd- inni, er frú Anna Gunnlaugsson (þá frk. Therp), fædd i Kaup- mannahöfn 16/12. 1885, dáin 22/8. 1965. Ættuð frá Kaupangi i Eyjafirði, gestkomandi hjá móðursystur sinni Onnu Er- lends kaupkonu, er þá verzlaði i Fjörunni á Akureyri. Maðurinn við hlið Onnu Gunnlaugsson er unnusti hennar Halldór Gunn- laugsson læknir, þá hjá Guð- mundi Hannessyni (1903-1905), siðar á Rangárvöllum, og i Vfestmannaeyjum 1906-1924. Halldór fæddist á Skeggjastöö- um i Bakkafiröi 25/8. 1875, for- eldrar séra Gunnlaugur Hall- dórsson, siðar á Breiðabólstað i Húnavatnssýslu, og kona hans Margrét Andrea Lúðvigsdóttir Knudsen. Halldór fórst, ásamt 6 vöskum dugnaðarmönnum, við Eyjar 16/12. 1924. Lengst t.v. á myndinni mun vera fylgd- armaður, en við hlið hans, á gráa hestinum, bórhallur Gunnlaugsson, hálfbróðir Hall- dórs (samfeðra). Móðir Þór- halls var Halldóra Vigfúsdóttir spitalahaldari, siöari kona séra Gunnlaugs. Þau komu, ásamt Halldóri, talsvert við leikstarf- semi á Akureyri á þessum árum. Þórhalls minnast margir i sambandi við heitstrengingar ungmennafélaga um aldamótin. Þórhallur hét þvi ,,að lifa 100 ár, eða liggja dauður ella”. Övist er hverjar konurnar tvær á miðri myndinni eru. önnur kynni aö vera Hólm- friöur, seinni kona Sigmundar úrsmiös(?) Ólafur Halldórsson, nú læknir á Akureyri, er elztur barna þeirra Halldórs og önnu. Höldum austur á land. Þegar komið er af Fjöllum niöur i Vopnafjörð vekur stórbýlið gamla Burstarfell ærna athygli. Reisulegur burstabær eins og sjá má á korti Litbrár. Þilin eru rauð og þek-ur grænar af grasi, en burnirótartoppar prýða milli veggi ofan til. Bænum er haldið við, en þar er margt að sjá i mörgum vistarverum, enda leggja margir ferðamenn þang- að leið sina. Stöku steinhús hafa verið byggð i burstastil, t.d. Laugarvatnsskólinn. Þórodd- staðir við Reykjanesbraut i Reykjavik bera og að nokkru þennan sama burstasvip, þó úr steini sé. Húsið er nú hvitt meö grænu þaki. Það hefur staðið lengi og vakið þægilega eftir- tekt. Jón Amfinnsson garðyrkju- maður hefur léð mynd af kirkj- unni i Þingmúla i Skriðdal. Var hún grá og bárujárnsklædd þeg- ar Jón var þarna á ferð 1968, en var gerð upp siöar, máluð rauð- brún og lagt inn rafmagn. 1 Þingmúla var til forna þing- staður fyrir fjórðunginn, og siðar var þar lengi prestssetur. Draga Múlaþing og Múlasýslúr nafn af staðnum. Torfbæir týna óðum tölunni. Hér gefur að lita einn, Atlastaði, sem verið er að rifa norður við Eyjafjörö. Geta athugulir menn eflaust glöggv- að sig á ýmsu er kemur i ljós undan torfinu. Burstarfell Veriö að rifa svarfdælskan sveitabæ (1975) Þóroddsstaðir I Reykjavik 15. sept. 1975 (Guðmundur faöir Karolfnu vefnaðarkonu lét byggja húsið 1928). Fólk á feröalagi 1903 eða 1904

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.