Tíminn - 14.03.1976, Síða 24

Tíminn - 14.03.1976, Síða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 14. marz 1976 A FLOTTA FRA ASTINNI Eftir Rona Randall 6 dragtina sína. Þetta var ekki góð byrjun. Hún stóð frammi fyrir yfirlækninum, ringluð og skömmustuleg. — AAá ég.... Hönd hans var stór, en grönn og vel löguð og hann f jar- lægði blettinn með vasaklútnum sínum. Síðan tók hann viðtómum bollanum, setti hann frá sér og benti á stól við skrif borðið. AAyra sá frammi fyrir sér mann með vakandi augu, munn, sem áreiðanlega gat brosað, þegar tækifæri gafst, og hreina andlitsdrætti. Hann var ekki eins og hún hafði vænzt, stuttur í spuna og málef nalegur, já eða ógn- vekjandi. Þessi maður var rólegur, kurteis og blátt áf ram. — Doktor Henderson, það er skylda mín að bjóða yður velkomna hingað, en ég tel það líka skyldu mína að vekja athygli yðar á þvi, aó sjúkrahússtjórnin réð yóur gegn vissri andstöðu. — En voru skjöl mín ekki fullnægjandi? — AAjög svo f ullnægjandi. Það var auðvitað ástæðan til þess, að ekki var tekið tillit til andstöðunnar. — Á hverju byggðist hún? — Tortryggni á kvenkyns lækna. Hér hef ur aldrei verið kvenkyns læknir áður. — Óskráð lög, að þvi mér hefur skilizt. — AAörg óskráð lög eru byggð á heilsteyptum grund- velli. — Það geta þessi ekki verið! Hann leit snöggt á hana. Nú.....svo hún hafði kjark! Hún var þá ekki aðeins viljugt verkfæri, sem myndi taka öllu, sem því væri sagt að gera? Það gat oróið óheppi- legt....eða gott. Að sjálfsögðu var það gott fyrir karl- mann — en ókvenlegt fyrir kvenmann. Hann var ekki alveg viss um, að honum geðjaðist að uppgötvun sinni. — En, hélt hann áfram.— Fyrst þér eruð komnar hing- að, leyfi ég mér að segja að ég vona, að yður líki vel hérna og að þér megið verða sjúkrahúsinu að gagni. St. George skiptir mig miklu máli. Það, hugsaði hún, var áreiðanlega of lítið sagt. Hvað hafði dr. Harwey sagt? Að maðurinn lifði fyrir sjúkra- húsið, að það væri upphaf og endir lífs hans. Allt í lagi, hugsaði hún. Það skal verða upphaf og endir fyrir mig lika. Ég skal ekki hafa áhuga á neinu öðru. Þess vegna kom ég hingað, til að komast burtu frá afganginum af heiminum. Hún var á f lótta f rá ástinni og hún vissi það sjálf. AAark Lowell stóð upp. — Ég skal kynna yður fyrir rit- ara okkar, hann mun sýna yður sjúkrahúsið. Þér munuð áreiðanlega komast að raun um, að allir hér eru hjálp- samir. Verkefni yðar munu verða mörg og á hinum ólík- legustu tímum, þannig er það hjá okkur öllum og sá, sem ekki getur starfað með okkur, gerir réttast i því að yf ir- gefa staðinn á stundinni. Hún leit beint á hann. — Dr. Lowell — er yður á móti skapi, að ég hef ji störf hér við St. Georges? — Ég vil aðeins hafa hér starfsfólk, sem er til gagns fyrir sjúkrahúsið — er því til sóma. — Og er einhver ástæða til að ætla, að ég geti ekki verið það? — Já, þér eruð kona og það gerir yður óáreiðanlega og ótrausta, hvað tilf inningar varðar. Sem kona gætuð þér líka tekið upp á því að gifta yður skyndilega og koma okkur í vanda. Þegar karlmaður kvænist, gerir hann það ekki. Hann heldur starfi sínu áfram. En gift kona, sem heldur starfi sínu áfram, er aðeins plága. Annað hvort fórnar hún f jölskyldunni vegna starfsins, eða starfinu vegna f jölskyldunnar. Hvoru tveggja getur ekki gengið fyrir hjá henni. AAyra dró djúpt andann. — Ég get f ullvissað yður um, að ég ætla ekki að gifta mig og ég verð heldur ekki óáreiðanleg. Ég er komin hingað til að fylla stöðu og það ætla ég að gera. Það er aðeins eitt, sem mig langar til að vita— hver var það, sem var andvigur ráðningu minni? — Ég, svaraði AAark Lowell. — AAér datt það í hug. Jæja..þá veit ég að minnsta kosti, hvar ég stend. 3. kaf li AAyra fékk leigt notalegt herbergi rétt hjá Sorbonne, en fyrsta mánuðinn gafst henni ekki tækifæri til að skoða sig um i París. Það sem David hafði sagt henn um vinnu- hörkuna á sjúkrahúsinu og lítinn tíma fyrir sjálfan sig, hafði reynzt satt. Hún hafði heldur ekki umgengizt David mikið, aðeins hit hann á stof ugangi, eða á f undum Sunnudagur 14. marz 8.00 Morgunandakt. Séra Pét- ur Sigurgeirsson vigslubisk- up flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir. Otdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Verk eftir Carlo Tessarini, Georg Philipp Telemann og Carl Philipp Emanuel Bach. Evelyn Barbirolli og Valda Aveling leika á óbó og sem- bal. b. Pianósónötur eftir Padre Antonio Soler. Mario Miranda leikur. c. Kvintett eftir Friedrich Kalkbrenn- er. Mary Louise Boehm leikur á pianó, Arthur Bloom á klarinettu, Howard Howard á horn, Fred Sherry á selló og Jeffrey Levine á kontrabassa. 11.00 Guðsþjónusta i Akur- eyrakirkju á vegum æsku- lýðsstarfs þjóðkirkjunnar og hjálparstofnunar kirkj- unnar — að lokum æskulýðs- og fórnarvikunnar. Séra Birgir Snæbjörnsson þjónar fyrir altari. Þrir mennta- skólanemar, Jón Helgi Þór- arinsson, Jóhann Baldvins- son og Guðrún Sigurjóns- dóttir, flytja stuttar hug- leiðingar. Kirkjukór Akur- eyrar og félagar i Æsku- lýðsfélagi Akureyrarkirkju syngja. Organleikari: Jakob Tryggvason. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Erindaflokkur um upp- eldis- og sálarfræði Gylfi Asmundsson dósent flytur sjötta erindið: Hópsálar- fræði og hóplækningar. 14.00 Undir vorhimni. Um uppvöxt og fyrstu starfsár Ásgrims Jónssonar málara. Björn Th. Björnsson list- fræðingur tekur saman efn- ið. Lesari með honum er Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor. Fyrri dagskrá. 14.45 Miðdegistónleikar: „Lúkasarpassian” eftir Krzysztof Penderecki. Flytjendur: Einsöngvar- arnir Stefania Woytowicz, Andrzej Hiolski og Bernard Ladysz, drengjakór, blandaður kór og Filhar- móniusveitin i Kraká. Stjórnandi: Henryk Czyz. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Framhaldslcikritið: ,,Upp á kant við kerfið” Olle Lansberg bjó til flutnings eftir sögu Leifs Panduros. Þýðandi: Hólmfriður Gunn- arsdóttir. Leikstjóri: Gisli Alfreðsson. Persónur og leikendur i þriðja þætti: Da- við, Hjalti Rögnvaldsson. Mamma, Herdis Þorvalds- dóttir. Schmidt læknir, Æv- ar R. Kvaran. Hugo,Bjarni Steingrimsson. Traubert, Helgi Skúlason. Fabby, Bessi Bjarnason. Kamma, Sigrún Björnsdóttir. Mari- anna, Helga Stephensen. 17.00 Léttklassisk tónlist. 17.40 Útvarpssaga barnanna: Spjall um Indiána. Bryndis Viglundsdóttir heldur áfram frásögn sinni (5). 18.00 Stundarkorn með banda- riska pianóleikaranum Adrian Ruizsem leikur verk eftir Niels Gade. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Hjónakornin Steini og Stina”, gamanleikþáttur eftir Svavar Gests. 19.45 Frá tónlistarhátíðinni i Schwctzingen i sumar. Kammersveitin i Mainz leikur. Gunter Kehr stjórn- ar. a. Forleikur að óratori- unni „Jósef” eftir Handel. b. Sinfónia i g-moll op. 6 nr.. 6 eftir Johann Christian Bach. c. Cassation i G-dúr (K63) eftir Mozart. 20.30 Námslán og náms- styrkir. Rætt við mennta- málaráðherra, fulltrúa

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.