Tíminn - 14.03.1976, Blaðsíða 27

Tíminn - 14.03.1976, Blaðsíða 27
Sunnudagur 14. marz 1976 TÍMINN 27 TRABANT UMBOÐIÐ INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg, simar 84510 og 84510 Pétur Gautur á Húsavík Leikfélag Húsavikur: Höfundur: Henrik Ibsen Þýðing: Einar Benediktsson Tónlist: Edwald Grieg Leikstjóri: Sigurður Hallmarsson Gestaleikur: . Gunnar Eyjólfsson Leikmynd: Hallmar Sigurðsson. Leikurinn var frumsýndur i Samkomuhúsinu á Húsavik þriöjudaginn 24. febrúar sl. Frumsýningargestir tóku sýn- ingunni afburöa vel og fögnuöu leikurum og leikstjóra lengi og innilega i leikslok. Skemmst er frá aö segja, aö sýningin tókst mjög vel, og meö henni hefur gerzt enn eitt ævintýriö á vett- vangi leiklistar hér á Húsavik. A Húsavík er maöurinn maö- ur, dcki hjöl i vél, þvi er vera gestsins, mannsins og lista- mannsins, Gunnars Eyjólfsson- ar, meöal okkarhér á Húsavlk á rlkjandi vetrarmánuöum, hluti ævintýrsins. Þaö er gott aö hafa sin á meöal svo góöan gest frá höfuöborginni. Ef til vill er ekki raunhæft aö reyna aö gera greinarmun á manni og lista- manni I einum og sama mannin- um, en til glöggvunar veröur aö geta þess, aö maöurinn, Gunnar Eyjólfsson, hefur með ágæti sinu unniö hugi margra Húsvlk- inga utan leikhúss sem innan. í túlkun sinni á Pétri Gaut I leik- húsinu stendur listamaðurinn Gunnar vel fyrir sinu, og eru þó gerðar til hans miklar kröfur. Aðrir leikarar gera hlutverkum sinum svo góð skil, að hvergi er bláþráöur á I sýningunni. Sér- staka athygli vekur mjög góöur leikur Herdísar Birgisdóttur I hlutverki Asu og Kristjönu Helgadóttur I hlutverki Græn- klæddu konunnar, dóttur Dofr- ans. Ingimundur Jónsson leik- ur Dofrann, svo aö vart verður aö fundiö, óg ágætur er leikur Einars Njálssonar I hlutverki Hnappasteyparans. Framsögn Ingimundar og Einars er sér- staklega skýr, en helzt verður aö flutningi leiksins fundiö, aö framsögn einstakra leikara er ekki eins skýr og bezt veröur á kosiö. Leikstjóri er Sigurður Hall- marsson, og hefur hann áöur stýrt tiu leiksýningum hjá Leik- félagi Húsavlkur. Fyrsta verk hans á þeim vettvangi var Galdra-Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson. Sýningu á þvi leikriti stýröi hann árið 1949, og var hann þá aðeins tvitugur aö aldri. Með árangri sinum viö uppsetningu á Pétri Gaut sýnir Sigurður enn hve ágætur leik- listarmaður hann er. Leikmyndina gerði Hallmar Sigurðsson, sonur Sigurðar Hallmarssonar og Herdisar Birgisdóttur — Asu. Hallmar stundar nám I leikhúsfræðum i Sviþjóð, og hefur leikmynd hans við Pétur Gaut verið samþykkt sem prófverkefni hans við skól- ann. Það er munaður að geta horfiö um stund frá kaldrana vetrarmánaöa norðurhjarans inn til ævintýrisins um Pétur Gaut I gamla Samkomuhúsinu á Húsavik. Þessa ævintýris, sem enn eftir meira en hundrað ár frá þvi er það var skrifaö, getur sýnt okkur margan napran raunveruleikann. Raunveru- leikann um okkur sjálf og okkar þjóð siöla á tuttugustu öld, eigi siöur en um Norðmenn og norsku þjóðina fyrir hundraö árum. Heimir Pálsson segir i stuttri grein , sem birt er i leik- skrá: „Tækifærissinninn Pétur, sem alltaf beygir hjá erfiðleik- um, skeytir hvorki um skömm né heiður, reynir. það eitt að skara eld að sinni köku. Þessi persóna var I Ibsens augum sjálfur óli Norðmaður.” Þegar þjóöarbú okkar íslendinga stendur höllum fæti og við eigum i harðri baráttu við erlent riki um lifshagsmuni okkar, þá leggjum viö niður vinnu i þeim tilgangi einum að reyna aö ýta erfiðleikunum af herðum sér- hvers okkar yfir á herðar ein- hvers annars okkar. Pétur Gautur er ekki heill i neinu, hann er svo hálfur i öllum hugs- unum sinum og gerðum, að jafnvel höfðinginn i Neðra telur hánn einskis virði og vill ekki lita við honum. Samt er Pétri unnað: þess vegna fyrirferst hann ekki. Hann á sér sinar góðu hliðar, þrátt fyrir allt, móður sinni, sem hann hefur brugðizt eins og öllum öðrum, fylgir hann til himna. Sýningu Leikfélags Húsa- vikur á Pétri Gaut fylgir ágæt leikskrá, og er fengur aö henni fyrir leikhúsgesti. Svo sem áður er fram komið, er i leikskránni stutt grein um leikritið og höf- undinn eftir Heimi Pálsson. Einar Njálsson skrifar um gestaleikarann, Gunnar Eyjólfsson, og leikstjórann, Sigurð Hallmarsson. Sveinn Skorri Höskuldsson skrifar þar nokkur orð um þýðingu Einars Benediktssonar á Pétri Gaut. I grein sinni segir Sveinn Skorri á þessa leið: „Það fer vel á þvi, að Leikfélag Húsavikur sýnir nú þann stórhug og menningarlega metnaö að sýna Pétur Gaut, þvi aö hér nyrðra á Héðinshöfða gerði Einar fyrstu atlöguna aö þýðingunni, og veturinn 1888-1889 vannhannað hennium Sviðsmynd úr Pétri Gaut hjá Leikfélagi Húsavikur. Pétur Sigurðsson forstjóri Landhelgisgæzlunnar segir: \.,Ég hef átt Trabant bifreið frá 1967 og aðra frá 1974. Að mínu áliti er Trabant ein bezta smábifreið, sem ég hef ekið." Vorum að fó sendingu af Trabant-bifreiðum VERÐ KR. 525.000 Innifalið í verði: Ryðvörn og frágangur Verð til öryrkja: Fólksbifreið kr. 364.000. Lán kr. 150.000. Útborgun kr. 214.000. Asa og Pétur Gautur/ Herdis Birgisdóttir og Gunnar Eyjólfs- son. Ljósm.: Ljósmyndastofa Péturs Húsavik. þriggja mánaða skeið. Næst tók Einar aftur til við þýðingu sina, er hann að loknu námi dvaldi á Héðinshöfða 1892-’94.” I þann tima hefur Einar dvalið hjá föður sinum Benedikti Sveins- syni, sem þá var sýslumáður Þingeyinga og bjó að Héöins- höfða skammt norðan Húsa- vikur. Þegar þetta er ritað, er búið aö sýna Pétur Gaut fimm sinn- um á Húsavik og aðsóknin hefur verið svo mikil, sem húsrýmið hefur leyft. Húsavik, 1. márz 1976 Þorm. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.