Tíminn - 14.03.1976, Side 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 14. marz 1976
Ullarvörur frá Álafossl:
Komnar inn á mark-
aði á Italíu og í
Kanada
vaxandi markaðurí Japan
1 janúarmánuöi ár hveri eru
valdar ákveðnar flikur,
hannaðar og framleiddar úr ull,
til þes að sýna og selja á erlend-
um mörkuðum. Jafnframt er
vandaður myndalisti gefinn út
til að kynna þessan vörur, en
upplag myndalistans i ár er
16.000 eintök. Þetta er fjórða
árið i röð, sem slikur myndalisti
er gefinn út, en um dreifingu á
honum sér fyrirtækið sjálft, svo
og umboðsmenn þess.
Flikurnar eru framleiddar i 14
prjóna- og saumastofum, og eru
10 þessara fyrirtækja staðsett
utan Reykjavikursvæðisins.
Allar vörurnar eru framleiddar
úr hráefnum frá Álafossi hf.
sem siðan sér um sölu og freif-
ingu þeirra á erlenda markaði.
Að sögn forráðamanna Ala-
foss hf. hafa niðurgreiðslur á
kindakjöti orðið þess valdandi,
að bændur hirða ekki nægilega
vel um ullina, og sögðu þeir, að
um 20% ullarinnar væri svo lé-
legt hráefni, að ekki væri hægt
að nýta hana. Þeir bentu á, að
ullin hefði áður fyrr verið metin
sem 8% af verðmæti sauðkind-
arinnar., en vegna niður-
greiðslna á kindakjöti hefði
hlutfallið raskazt svo mjög, að
nú væri ullin aðeins um 3% af
verðmæti kindarinnar.
Forráðamenn fyrirtækisins
bentu á, að I frumvarpi Halldórs
E. Sigurðssonar, landbúnaðar-
ráðherra, um lækkun niður-
greiðslna á dilkakjöti en hækk-
un niðurgreiðslna á ull, væri
stigið spor i rétta átt, og sam-
kvæmt frumvarpinu ætti ull að
''erða 8% af verðmæti sauðkind-
arinnar, eins og áður. Sögðu
þeir, að áhrifa þessa myndi
samt ekki gæta fyrr en að
nokkrum árum liðnum.
Siðastliðið haust hafði Skiða-
samband Islands samband við
ALAFOSS hf. og leitaði eftir þvi,
hvort fyrirtækið hefur áhuga á
að klæða ólympiufara okkar i
sérstakan einkennisklæðnað.
Svo skemmtilega vill til, að
Olympiufarar 1935, eða fyrir 40
árum, fengu pokabuxur sem
ferðabúning frá Álafossi hf. ís-
lenzku Olympiufararnir voru nú
klæddir i nýlega gerð af úlpum.
Gsl—Reykjavik — Otflutnings-
verðmæti ullarvara frá Álafossi
hf. nam á siðastliðnu ári 575
milljónum kr. og svarar það til
2/3 hluta af heildarsölu fyrir-
tækisins. Iðnaðarvörur Álafoss
hf. hafa verið seldar i auknum
mæli á erlendum mörkuðum
siðustu ár, og að sögn forráða-
manna fyrirtækisins, benda
allar líkur til þess að enn frekari
söluaukning muni verða á þessu
ári.
Helztu markaðssvæði fyrir
ullarvörur Álafoss hf. eru nú
Vestur-Evrópa, Norðurlönd og
Bandarikin, en stöðugt er unnið
að markaðsöflun fyrir útflutn-
ingsvörur, og hefur t.d. nýverið
verið gengið frá samningi á all-
verulegum fatakaupum til
Italiu og Kanada. Markaðs-
svæði Álafoss hf. spannar hins
vegar yfir allar heimsálfurnar,
og geta skal þess, að Japan er
mjög vaxandi markaðssvæði.
10423 víxlarafsagðir
A árinu 1975 voru 10.423 vixlar
afsagðir hjá 2790 fyrirtækjum.
Heildarupphæðin var tæpir 3,9
milljarðar króna.
Upplýsingaskrifstofa
Verzlunarráðs Islands hefur gert
skrá um þau fyrirtæki, sem farið
hafa yfir ákveðið mark i fjölda
eða upphæð afsagna. A afsagna-
lista fyrir 1971 voru 509 fyrirtæki,
1972 voru þau 598, 1973 664, 1974
845 og 1975 1101. Færðar hafa ver-
ið spjaldskrár yfir firmaskrán-
ingar, gjaldþrot og dóma. Hjá
upplýsingaskrifstofunni geta
fyrirtæki nú fengið skýrslur um
einstök fyrirtæki önnur og nú hef-
ur verið tekin upp sú þjónusta, að
félagsmenn geta fengið sendan
mánaðarlegan vanskilalista, sem
til þessa hefur eingöngu verið
sendur bönkunum.
Athugasemd
I helgarspjalli minu i Timan-
um s.l. sunnudager ranglega
sagt frá niðurstöðu Kirkju
þings 1974 varðandi frv. til
laga um veitingu presta-
kalla. Rétt er, að meðmæli
með frv. voru samþykkt með
13 atkv. gegn 2. Undirritað-
ur, sem var samþykkur, var
fjarverandi, en telur sig hafa
haft fregnir af afgreiðslunni,
á þann háttsem skýrt er frá i
greininni, þótt ekki breyti
þetta miklu um niðurstööu er
rétt að hafa það sem sannara
er. Hlutaðeigendur eru beðnir
afsökunar á mistökunum.
Gunnlaugur Finnsson
Víxlaafsagnir hjá fyrirtækjum með 5 afsagða víxla eða fleiri, eða afsagða víxla að
nafnverði yfir kr. 300.000 samtals í Reykjavík.
Andvirði
vixla 10 Fjöldi
Heildar stærstu vixla
1975: Fjöldi Fjöldi upphæð vanskilenda 10 stærstu ’
víxla fyrirtækja þús. kr. þús. kr. vanskilenda
Janúar 733 191 226.334 95.116 134
Febrúar 741 197 426.913 237.888 153
Marz 765 237 459.277 243.221 131
Apríl 1094 270 395.660 122.433 193
Maí 892 238 363.484 129.661 149
Júní 866 235 319.447 145.159 152
Júlí 912 248 266.461 69.144 145
Ágúst 928 255 334.159 108.960 157
September 718 196 228.931 86.852 132
Október 677 195 205.617 65.114 128
Nóvember 810 206 233.746 81.955 146
Desember 1287 322 415.409 133.810 194
1975 10.423 2.790 3.875.438 1.519.313 1.814
1974 8.833 2.020 2.109.211 779.338 1.859
1973 8.086 1.518 1.132.554 418.350 1.816