Tíminn - 14.03.1976, Síða 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 14. marz 1976
Margar stórstjörnur
poppsins orðaðar við
Listahátíð
— ROLLING STONES, DAVID BOWIE, ELTON JOHN,
PAUL McCARTNEY OG WINGS OG JONI MITCHELL
LISTAHATÍÐ 1976 verður haldin dagana 4.-16. júní n.k. og aö þessu
sinni er stefnt að þvi, að fá hingað til lands erlenda popphljómiistar-
menn. Engar ákvarðanir hafa verið teknar i þessum efnum enn sem
komið er, en Hrafn Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Listahátið-
ar, hefur „allar klær úti” svo notuð séu hans eigin orð, og mun að
sögn gera allt, sem i hans valdi stendur til þess að erlendir popp-
hljómiistarmenn komi tii islands á sumri komanda. Hrafn hefur
vlða oröið sér úti um „sambönd”, og m.a. annars er hann I Sam-
bandi við umboðsmenn Rolling Stones, Eiton Johns, David Bowies,
Wings og fleiri. Þó hefur verið haft beint samband við t.d. Joni
Mitcheil.
Nútiminn rabbaði við Hrafn Gunnlaugsson um erlent popp á
Listahátið 1976.
— Ég vil ekki vekja of miklar vonir, sagði Hrafn i upphafi, ef af-
þessu getur ekki oröið. Hins vegar finnst mér rétt að greina frá þvi,
sem gert hefur verið, fyrst spurt er.
Rolling Stones
— Ég hef að undaníörnu stað-
ið i sambandi við Peter Rudge,
sem er umboðsmaður Rolling
Stones varðandi hljómleika-
ferðir þeirra, ogathugað mögu-
leika á þvi, að fá Rolling Stones
hingað á Listahátið, sagði Hrafn
Gunnlaugsson framkvæmda-
stjóri Listahátiðar 1976 i samtali
við Nú-timann. — Rolling Stones
hyggja á hljómleikaferð um
Norðurlönd i vor og það er von
okkar, að hijómleikarnir beri
upp á sömu daga og hátiðin.
— Að visu myndi ég telja að
möguleikarnir á þvi, að hijóm-
sveitin væri á leið yfir Atlants-
hafið einmitt dagana 4.-16. júni,
væru eitthvað u.þ.b. einn á móti
tiu. — Það er hins vegar spurn-
ing, hvort ekki væri hægt að fá
Rolling Stones til að hafa við-
dvöl hér, þótt það yrði ekki ein-
hvern þeirra daga sem hátiðin
Ntendur yfir. Þetta atriði get ég
þö ekki ákvarðað neitt um,
heldur eingöngu varpað fram
þeirri tillögu til viðkomandi að-
ila, þ.e. Reykjavikurborgar og
Menntamálaráðuneytis, sem
standa að hátiðinni.
— Þá vil ég taka það fram,að
ég veit ekki ennþá, hve mikinn
áhuga Rolling Stones hafa á þvi
að koma til tslands.
David Bowie —
Elton John —
— Við höfum fengið upp-
lýsingar um það, að bæði David
Bowie og Elton John verða á
feröinni yfir Atlantshafið i sum-
ar og U.S.I.S. (United States
Information Service) á tslandi,
kom okkur i samband við um-
'boðsmann þeirra, og nú erum
við að athuga, hvort það sé
fræöilegur möguleiki á þvi, að
fá þessa listanienn til aðstaldra
hér við eitt kvöld, sagði Hraln.
U ings
Bitillinn lyrrverandi Paul
McCartney og hljómsveit hans
Wings hafa verið orðaðir við
Listahátið, og þvi inptum við
llrafn eftir þvi, hvað væri að
frétta varöandi Wings.
— Strax og ég fékk upplýsing-
ar um Erik Thomsen, umboðs-
mann Wings, sem hefur með
höndum hljómleikaferðir þeirra
um Nopðurlönd, skrifaði ég hon-
um bréf með beiöni um það, að
hann léti okkur vita hvenær
hljómsveitin yrði á ferð vestur
um haf. Ég reikna með þvi að
hann sendi mér hljómleikaáætl-
un Wings og ' dagsetningar
hljómleika, en að öðru leyti er
ekkert um þetta að segja.
Wings fara i hljómleikaferð
um Norðurlönd i vor.
Joni Mitchell
— Jakob Magnússon benti
mér á Joni Mitchell, sem hann
þekkir eitthvað litillega sjálfur,
sagöi Hrafn. — Hann skrifaði
henni sjálfur bréf, og siðan hef
égskrifað henniog tjáð henni að
ég hafi haft samband við Jakob.
Einnigsendi ég henni bæklinga,
kort og ýmislegt annað um
tsland — og hvatti hana til að
■koma.
Svar hefur ekki borizt frá
Joni.
Who
— Okkurbuðust Who, en bara
það eitt að þeir kæmu fram á
hljómleikum i Laugardalshöll-
inni átti að kosta 2,5 millj. isl.
kr. (6.000 pund), sagði Hrafn.
Ofan á þetta hefði siðan bætzt
kostnaður við flutninga á mörg-
um tonnum hljómtækja og
ferðir. Ég kannaði ekki hver
heildarkostnaður yrði, þvi mer
lannst þetta óheyrileg upphæð.
— Tilboðið frá Who kom frá
umboöi i Engiandi, og okkur var
greint frá þvi, að Who gætu
komið til íslands og leikið fyrir
þessa upphæð.
Bob Hylan
— Dylan sýndi þvi áhuga að
koma á Listahátið, sagði Hrafn,
endaku hann þekkja eitthvað til
tslands. Hins vegar eru engar
likur á þvi, að hann komi, þar
sem umboðsmenn hans tóku því
Mick Jagger, söngvari The Rolling Stones.
David Bowie.
Elton John.