Tíminn - 14.03.1976, Síða 37

Tíminn - 14.03.1976, Síða 37
Sunnudagur 14. marz 1976 TÍMINN 37 ÞAÐ NALGAST nú óðum hálfa öld siðan Héraðsskóli Suður- lands var byggður á Laugar- vatni. Þrjú nöfn eru okkur minnis- stæðust i sambandi við stofnun hans. Fyrst er að nefna þann er lét af hendi land undir skólann, Böðvar Magnússon. Hann seldi jörö sina alla til handa skólan- um og hætti þá þegar búskap. Næst minnumst við Jónasar Jónssonar, sem oft hefur verið kallaður faöir Laugarvatnsskól- ans. Hann sá Laugarvatn i öðru ljósi en aðrir menn i þá daga. Hann sá það fyrst og fremst sem skólaáetur, þar sem ungt fólk nyti menntunar. En hann sá það einnig sem paradis ferða- mannsins, tilvalið til hvildar og hressingar. Einnig vettvang. ungs fólks til leikja og likams- ræktar. Þá var Laugarvatn i augum Jónasar tilvalið til margs konar listsköpunar, enda hafa listamenn gjarnan lagt þangað leið sina. Það verður ekki ofsögum sagt • af þvi dálæti, sem Jónas frá Hriflu hafði á Laugarvatni. En hvers 'vegna þurfti alla jörðina, nokkur þúsund hektara? Það var vegna þess að fyrstu árin rak skólinn búskap á jörðinni. Ég byst við að það hafi verið hugmynd Jónasar með það fyrir augum, að nemendur fengju ó- dýra landbúnaðarvöru, en á þessum árum fór ótrúlega mik- ill hluti vöruverðs, t.d. mjólkur, i dreifingarkostnað, gæti trúað að mjólk hafi nærri fjórfaldazt i verði á leiðinni frá framleiðand- anum til neytandans. Þriðja nafnið er Bjarni skóla- stjóri Bjarnason. Hann mótaði skólann frá upphafi má segja. Hann var frumkvöðull margs konar framkvæmda, áræðinn og öruggur þótt um fjárfrekar framkvæmdir væri að ræða. Hér er löng saga og allmerkileg og verður ekki sögð núna. Timarnir breyttust nokkuð fljótt eftir stofnun Héraðsskóla Suðurlands. Það var liðinn ná- lægt einn tugur ára þegar heimsstyrjöldin siðari brauzt út. Þá hækkaði allt verðlag, þó sérstaklega kaupgjald, og erfitt reyndist að reka búskap fyrir þessa ungu stofnun, Laugar- vatnsskólann, án þess að tap yrði af. Þá var það ráð tekið að leigja búið og var sá háttur á haföur um margra ára bil. Nú hefst mikil uppbygging á Laugarvatni. Nýir skólar með ný andlit risa af grunni. Ný gripahús fyrir kýr og kindur, hlöður og súrheysturnar. Miklar sviptingar á skákborði Laugar- vatns og sótt fram ýmist á kóngs- eða drottningarvæng. Þegar skólunum fjölgaði þurfti ýmsar framkvæmdir fyrir þá sameiginlega. Ég veit ekki, hvort hreppsnefnd Laug- ardalshrepps hefur verið boðið upp á að annast þær fram- kvæmdir, eða hún hafi ekki kært sig um að eiga þar hlut að máli, nema hvort tveggja sé. Hins vegar verður til um þetta leyti Nokkur orð um Laugarvatn það sem kallað er Sameignir skólanna á Laugarvatni. Ég sé ekki ástæðu til að reka homin sérstaklega i þá stofnun, en finnst samt, að hér sé óæski- legt stjórnunarkerfi innan sveit- arfélagsins og vægast sagt of flókið og þungt i vöfum. Hins vegar ill nauðsyn, sem er að kenna glapræði stjórnvalda Laugardalshrepps á sinum tima. Ég kann ekki vel að lýsa þessu stjórnkerfi, en veit þó, að skóla- nefnd Héraðsskólans, að við- bættum fjórum skólastjórum á Laugarvatni, er hér hæstráð- andi, innan gæsalappa þó. Skólanefnd héraðsskólans er dreifð viðs vegar um sveitir Ár- nessýslu og er þvi ekki, af skilj- anlegum ástæðum, mjög oft á Laugarvatni. Hún hefur þviekki áttmjög hægt um vik að fylgjast með gangi mála þar. Sagt er, að eitt sinn, er þeir nefndarmenn óku til Laugar- vatns, varð einum þeirra litið upp i skógarhliðina að baki gripahúsanna reisulegu. Varð honum þá að orði eitthvað á þessa leið: A samri stundu varð þeim ljóst, að hér þurfti að spyrna við fótum og stöðva hina eyðandi hönd. Með öðrum orðum: hér var um ofbeit að ræða. Og skólanefndin lét til sin taka. Það vargefin út tilskipun þess efnis, að mjólkurfram- leiðslu skyldi hætt og hvers kon- ar nautgriparækt lögð niður á staðnum. En hér þurfti meira til. Röðin kom næst að sauðkindinni. Til- vera hennar skyldi einníg bönn- uð. Siðastur var það svo hestur- inn, sem þótti hér hin óþarfasta skepna. Hann fór sömu leiðina, útrýmt af staðnum. Við minnumst orða Sigurðar i Dal, þar sem hann litur yfir grasafjallið og hugleiðir hallær- isárin — þegar hann kom, sá sem timdi að skera. Fyrst féll hesturinn, sagði Sigurður, þvi næst sauðkindin, og siðast féll kýrin. Nú, þetta er þveröfugt við það, sem gerzt hefur á Laugar- vatni, þvi þar var byrjað á kúnni en endað á hestinum, enda óliku saman að jafna, skólanefnd Héraðsskólans og honum — þejm, sem timdi að skera. Þannig standa þá málin i dag. Engin kvikfjárrækt leyfð, en allt kapp lagt á að græða upp þaö, sem spillzt hefur. Skógrækt rikisins hefur tekið málið i sinar hendur og plantar nýgræðingi i stað fallinna trjáa. Starf skól- anna er einnig i blóma. En svo þegar vorar og skólaæskan pakkar niður, þá breytir margt um svip á Laugarvatni. Vorið breytir fjallshliðinni skógi vöxnu, görðum borgaranna og vatninu i spegil. Þá bera þeir annað svipmót, sem leggja leið sina um brautir staðarins og gangstiga. Skólahúsum er breytt i dvalarstaði og þjónustu- stöðvar ferðamannsins, sem vill dvelja þar um stund eða koma við á hraðri ferð. Barnaskólinn heldur sig nokk- uð innan þess ramma, sem hon- um er ætlað sem kennslutæki, þvi þar eru námskeið ung- menna- og iþróttafélaga. Sama erhægt að segja um iþróttaskól- ann. Þar er æskan einnig að hollum leikjum undir stjórn kennara. Er óhætt að segja, aö þessir tveir skólar starfi i anda Jónasar og þeirra garpanna Björns Jakobssonar og Bjarna skólastjóra. Þá er það Héraðsskólinn. Hann er hér gamall i hettunni og hefur sina árvissu gesti. Skapar það andrúmsloft, sem fylgir gömlum húsum, og slær i engu af sinum virðuleik, en er i skýrslum feröamála skráður annars eða þriðja flokks hótel. Þá eru tveir skólar ótaldir, en þeirra veröur ekki getið nema beggja i senn i þessu sambandi. Hótel Edda, eða Ferðaskrifstofa rikisins, hefur með þessi hús að gera yfir sumartimann. Þeir eru þvi undir einni og sömu stjórn báðir tveir. Útlendingar gista mjög þarna, og er veittur góður beini, enda er hér um fyrsta flokks hótel að ræða. Þó er það mál manna að Húsmæðraskóli Suð- urlands slái öllu við hvað aðbún- að snertir. Þar er vel að merkja stolt staðarins, barinn, þar sem hinir þorstlátu fá svaladrykk, hver að sinum geðþótta. En það eru fleiri en hinir framandi gestir, sem leggja þangað leið sina. Frammámenn koma þar gjarnan til að njóta hvildar. Ef til vill finna þeir þar úrræði aðsteðjandi vanda. Sjá má andlit þeirra svifandi i vindlareyk við angan dýrra veiga. Þangað kemur lika venjulegt fólk, jafnvel bændur og iðnaðarmenn, að ógleymdri æsku þessa lands. Hún sveimar þarna i kringum stolt staðarins likt og flugur i leit að hunangi. Já, æskan lffsglaða, er á ferð og Áugi syngjandi kát. Fer greitt um nærliggjandi götur á háværum bilum og raskar ró þeirra, er næstir búa þessu menningarinnar tákni, stolti staðarins. En þegar langt liður á kvöld og gáski gengur úr hófi fram, koma laganna verðir i svörtum úniformum. Þeir fara að likt og Laugarvatnsbóndinn áður fyrr, er hann fór með rakka sina og stuggaði túnrollum úr slægju- löndum. Þeir stugga við liðinu, sem sækir að barnum, smala nágrennið og vikja hjörðinni inn með fjallinu, þangað sem Skóg- rækt rikisins hyggst vemda skógarleifar og plantar nýgræð- ingi. Kannski á þetta æskufólk tjald eða hjólhýsi að hverfa til, falið i skógarr jóðri. Allt endar samt i friði og spekt, þótt einn og einn vilji gjarnan snúa við i leit að meira hunangi. Næsti morgunn innsiglar frið- sælu staðarins með sól yfir austurfjöllum, og ekkert mis- smiði að finna utan vottur af bréfarusli og nokkrar brotnar flöskur. Ingim. Einarsson. Hvar er, góurinn, græni skógurinn? Ég er viss um að hann var hérna i gær. ÞRUMUFLEYGUR skiroule 76 Trillubátur til sölu 2 og 1/2 tonns, nýlegur með stýrishúsi og góðri disilvél. Tilboð merkt „Trilla no. 1894” sendist af- greiðslu blaðsins fyrir 25. þ.m. Upplýsingar i sima 21712 eftir kl. 8 á kvöldin. ORÐSENDING TIL f^t/CV BÆNDA Ilöfum kaupendur af öllum gerðum notaðra dráttarvéla ef þið viljið selja, þá hafið samband við okkur strax. RAGNAR BERNBURG — vélasala. Simi 27020, kvöldsimi 82933. Vélsleði fyrir karlmenn sem Vönduö vél meö krómuöum strokkum ca 45 hö. Electronisk kveikja. Centrix sjálfskipting, þreföld drifkeðja. Hitamælir á hvorn strokk vélarinnar. 17" eöa 15" breitt belti. Stillanleg fjöðrun, demparar bæöi aftan og f kröfur skirau/e. ER ALLTAF FREMSTUR I FLOKKI Enn á ný helur Skiroule sannaö yfirburði sina og nú i glimu viö islenzku fjöllin. Ný sending var aö koma. AkOreyri • Reykjavik ó^ehóöM lif Glerárgötu 20 • Simi 2-22-32 Sudurlandsbraut 16 • Sími 3-52-00 ATH.: Siöasta tendíng seldist upp á i Ef þú viltekki missa af Skiroule — þá pantaðu strax — þvl að hann er gjarn á að stinga KRAmAIKILL SPARNEYTINN ÖDÝR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.