Tíminn - 31.03.1976, Page 1

Tíminn - 31.03.1976, Page 1
/■ N Leiguflug—Neyöarflug IHVERT SEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN HF Simar 27122-11422 Aætlunarstaðír: Blönduós — Sigiuf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavik Hvammstangi — Stykkis- ;hólmur —;Rif .Súgandafj; Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Ólafur Jóhannesson í umræðum um landhelgismólið: Bandaríkjamenn myndu hljóta þökk íslendinga — ef þeir yrou við mdlaleitan okkar um hraðskreið skip handa Landhelgisgæzlunni AÞ-Reykjavlk. t umræðum, sem urðu utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær um landhelgismálið, skýrði ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra frá skeyti, er hon- um hefði borizt frá ambassador tslands i Washington þess efnis, að Bandarikjastjórn væri að at- huga fyrir alvöru þá málaieitan tslendinga að fá léð hraðskreið skip handa Landhelgisgæzlunni. Aðstoðarutanrikisráðherra Bandarikjanna kallaði ambassa- dorinn á sinn fund fyrr en til stóð til ?ð undirstrika það, að Banda- rikjamenn vildu athuga þessa málaleitan fyrir alvöru. Ólafur Jóhannesson minnti á, að 1974 hefði verið gerður viðbæt- ir við varnarsamninginn við Bandarikjamenn, þar sem rikis- stjórnir íslands og Bandarikj- anna segjast athuga leiðir til þess að efla samvinnu milli varnar- liðsins annars vegar og islenzku Landhelgisgæzlunnar, almanna- varna og flugmálastjórnarinnar hins vegar. — Ég veit auðvitað vel, að þetta ákvæði hefur ekki verið sett inn i þennan samning með átökin við Breta i huga. En samt sem áður tel ég, að það sé ekki óeðlilegur grundvöllur undir málaleitan af þessu tagi, sagði dómsmálaráð- herra. Siðan bætti hann við: — Það er áreiðanlegt, að ef Banda- rikin yrðu við þessum sanngjörnu tilmælum Islendinga, þ.e. útveg- un hraðskreiðra skipa, myndu þeir hljóta þökk Islendinga fyrir. Ég efást ekki um, að Bandarikja- menn muni athuga þetta. mál mjög vel, hver sem úrslitin kunna að verða. Það kom fram i ræðu Ólafs Jó- hannessonar dómsmálaráðherra, að itarleg athugun hefði farið fram á þvi, hvort unnt væri að út- vega hraðskreið skip frá Evrópu, en þau virtust ekki liggja á lausu. Sagði hann, að skipherrarnir tveir, sem fóru til Evrópulanda til að skoða hraöbáta, hefðu ekki skilað sér skriflegri skýrslu ennþá, en liklega yrði niðurstað- an sú, að þeir hraðbátar, sem i boði voru, annað hvort til kaups eða leigu, væru of dýrir. Hins vegar virtust skip, sem væru i smiðum i Danmörku, henta, en þau myndu koma of seint. 1 ræðu sinni sagði dómsmála- ráðherra, að i gær hefðu verið undirritaðir leigusamningar um pólskan togara handa Land- helgisgæzlunni, en auk þess hefði verið gerð gangskör að þvi að út- vega nýja stóra þyrlu til Land- helgisgæzlunnar i stað þeirrar, sem fórst. Sú þyrla kæmi frá Bandarikjunum, örugglega i næsta mánuði. Sjá þingsiðu Þegar snjóa leysti og klaki fór að fara úr jörð, koniu margar og miklar áður huid- ar skemmdir i ljós á Kópa- skeri. Marinó Eggertsson á Kópaskeri, tók nokkrar myndir af þessum gjótum og gjám, og birtst myndirnar á bls 6 og 7 i dag. Brezk frei- gáta innan þriggja mílnanna Gsal-Reykjavik íslenzkt varöskip varð vart við það i gærdag, að brezka freigátan Baccanthe var komin inn fyrir þriggja sjömilna land- helgi islands, og þar með inn á islenzkt umráðasvæði, en til þess heföi hún þurft leyfi islenzkra stjórnvalda. Það leyfi hafði freigátan hins vegar ekki, né óskaö eftir þvi. Þegar varðskip sá freigát- una, var hún stódd miðja vegu milli Dalatanga og Norðfjarðarhorns, nokkuð fyrir innan þriggja milna landhelgismörkin,. Lahdhelgisgæzlan sneri sér þegar til utanrikisráðu- neytisins og óskaði eftir þvi við ráðuneytið að það geröi viðeigandi ráðstafanir til þess að mótmæla veru her- skipsins i islenzkri landhelgi, jafnframt þvi sem Land- helgisgæzlan óskaði eftir þvi, að utanrikisráðuneytiö fengi skýr svör við þvi, hvaða er- indi herskipið átti inn i islenzka landhelgi. Að sögn Henriks Sv. Björnssonar, ráðuneytis- stjóra i utanrikisráðuneytinu verða i dag borin fram mót- mæli vegna þessa atviks og krafizt upplýsinga um ferðir herskipsins innan þriggja milna markanna. TVÖ YFIRDRÁTTARLÁN TEKIN ERLENDIS SEÐLABANKINN tekur i þess- um mánuði tvö yfirdráttarlán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, samtals að fjárhæð um 5.100 millj. íslenzkra króna. Verður fé þetta notað til að styrkja greiðslustöðu landsins út á við og til þess að breyta ýmsum stuttum lánum bankans i lán til lengri tima. Fyrra lánið, að fjárhæð um 2,300 millj. króna, var tekið 16 . þ.m. Er það svonefnt jöfnunarlán, sem Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn veitir þátttöku- rikjum sinum til þess að mæta timabundnum samdrætti i út- flutningstekjum og svarar fjár- hæð þess til helmings kvóta Is- lands hjá sjóðnum. Lán þessi endurgreiðast, þegar út- flutningstekjur vaxa á ný. Þetta er i þriðja sinn, sem tsland fær jöfnunarlán, en áður voru þau tekin árin 1967 og 1968. Siðara lánið, að fjárhæð um 2,800 millj. króna. verður tekið hinn 31. þ.m. Það er svonefnt oliulán, sem veitt heiur verið til þess að mæta hluta af þeirri rýrnun gjald- eyrisforðans, sem stafar af hinu háa verði, sem nú er á oliu á heimsmarkaði, og ekki verður staðið undir með öðrum hætti. Með lánum þessum er stefnt að þvi að koma i veg fyrir, aö gripið veröi til óheppilegra samdráttaraðgerða eða inn- flutnings- og gjaldeyrishafta vegna greiðsluerfiðleika. Lán þessi eru til sjö ára. Seðlabank- inn tók á árunum 1974 og 1975 oliulán, Þegar þessi tvö lán hafa verið tekin, nemur skuld Islands við Alþjóðagjaídeyrissjóðinn sam- tals um 12,600 millj. króna. SKULDUM ALÞJÓÐAGJALDEYRIS- SJÓÐNUM TÆPA 13 MILLJARÐA

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.