Tíminn - 31.03.1976, Side 23

Tíminn - 31.03.1976, Side 23
Miðvikudagur 31. marz 1976. TÍMINN 23 Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Sverrir Bergmann, varaþingmaBur, og Guðmundur G. Þórar- insson, varaborgarfulltrúi verða til viðtals laugardaginn 3. april á skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðarárstig 18, frá kl. 10 til 12. Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Jón Sigurðsson, Fundur verður að Rauðarárstig 18 fimmtudaginn 1. april n.k. kl. 20,30. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri, ræðir um stjórnar- skrána. Takið kaffibrúsann með. Stjórnin Rangæingar — Framsóknarvist Framsóknarfélag Rangárvallasýslu heldur 4. og siðasta spila- kvöldið að þessu sinni I félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli, sunnu- daginn 4. april kl. 9. Ingvar Gislason alþingismaður flytur ávarp. Ýmis skemmtiatriði. Fjölmennið á iokakeppnina. Stjórnin. Opið hús Framsóknarfélögin i Kópavogi munu framvegis hafa opið hús að Neðstutröð 4 mánudaga kl. 5 til 7. Þar verða til viðtals ýmsir forystumenn félaganna og fulltrúar flokksins i nefndum bæjar- ins. Stjórnin. Póskaferðin 10. apríl til Vínarborgar Þeir, sem eiga pantaða miða i páskaferðina til Vinar eru beðnir vinsamlega að greiða þá sem fyrst á skrifstofu fulltrúaráðsins Rauðarárstig 18, simi 2 44 80. Kópavogur Félag ungra Framsóknarmanna i Kópavogi heldur almennan fund i Félagsheimili Kópavogs miðvikudaginn 31. marz kl. 20,30. Rætt verður um Félagsmálastofnun Kópavogs. Frummælandi Baldvin Erlingsson. Pétur Einarsson formaður tómstundaráðs mætir á fundinn. Stjórnin. Framsóknarvist að Hótel Sögu Annað spilakvöld I þriggja kvölda spilakeppni hefst þriðjudaginn 6. april kl. 20.30 að Hótel Sögu. Sérstök kvöldverðlaun, eins heildarverðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Verið velkomin og mætið stundvislega. Framsóknarfélag Reykjavikur. Snæfellingar Framsóknarfélögin á Snæfellsnesi gangast fyrir spilakvöldi laugardaginn 10. april kl. 21 i félagsheimilinu Stykkishólmi. Ávarp: Halldór E. Sigurðsson ráðherra. Dans á eftir. SUF Miðstjórnarfundur Sambands ungra Framsóknarmanna verður haldinn að Hótel Hofi Rauðarárstig 18 Reykjavik 3. og 4. april. Fundurinn hefst á laugardag kl. 14.00. Miðstjórnarmenn eru beðnir að hafa samband við flokksskrif- stofuna, ef þeir geta ekki mætt. Stjórn SUF. Aðalfundur AAiðstjórnar Aðalfundur Miðstjórnar Framsóknarflokksins 1976 verður haldinn að Hótel Sögu i Reykjavik 7.-9. mai.Miðstjórnarmenn eru minntir á að hafa samband við flokksskrifstofuna ef þeir geta ekki mætt. Liðan pilt- anna betri Gsal-Reykjavik — Liðan pilt- annatveggja, sem stórslösuð- ust i alvarlegu umferðarslysi innarlega á Laugavegi að- faranótt sunnudags i fyrri viku.ernú mun betri en áöur, en þó hafa piltarnir ekki náð fullri meðvitund enn. Signý (Jóhanna Björnsdóttir) og Þuriður (Elsa Jónsdóttir) hlusta á Munda (Kristján Skaip héðinsson lesa. SJÓLEIÐIN TIL BAGDAD SÝND Á SAUÐÁRKRÓKI Gó-Suðárkróki — A sunnu- dagskvöldið frumsýndi Leik- félag Sauðárkróks sjónleikinn Sjóðleiðina til Bagdad eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri er Kári Jónsson, en leikmynd gerði Jónas Þór Pálsson. Tón- listin er eftir Jón Nordal. Ljósameistari er Helgi Gunnarsson. Kári Jónsson hefur stjórnað mörgum leiksýningum hjá Leikfélagi Sauðárkróks á und- anförnum árum, en hann er greinilega vaxandi leikhús- maður og leikstjóri. Það hcfur ávallt verið gifta Leikfélags Sauðárkróks að hafa hæfa leikstjóra i sinum röðum, sem sett hafa á svið stór verk með mikilli prýði. Þessi sýning tókst mjög vcl og er vafalaust ein af beztu sýningum, sem Leikfélag Sauðárkróks hefur sett á svið. Þetta verk Jökuls Jakobsson- ar er bæði hnyttið og skemmtilegt, eins og önnur verk þessa ágæta höfundar. 1 leiknum koma fram sjö pcrsónur: Mundi er leikinn af Kristjáni Skarphéðinssyni. Þuriði konu Munda leikur Elsa Jónsdóttir. Leikur þeirra beggja er með ágætum og mun öllum leikhúsgestum lengi minnisstæður. Aðrir leikendur gera hlut- verkum sinum svo góð skil, að hvergi er bláþráður á sýning- unni. Systurnar Signýju og Hildi leika Jóhanna Björns- dóttir og Arnfriður Arnar- dóttir. Hafsteinn Hannesson leikur Eirik, en Finnur Þór Friðriksson leikur Halldór. Bragi Haraldsson fer með ógleymanlegt hlutverk gamla mannsins. Allt er þetta fólk vanir leik- endur hjá Leikfélagi Sauðár- króks, nema Arnfriður Arnarsdóttir, sem er aðeins 18 ára og Finnur Þór Friðriks- son. Þau hafa ekki farið með stór hlutverk hjá félaginu áður, en skila þessum hlut- verkum áberandi vel. Húsfyllir var á sýningunni, og fögnuðu leiksýningargestir lengi og innilega i leikslok. Hafi leikfélag Sauðárkróks beztu þökk fyrir margar og góðar ánægjustundir á sinum langa og giftudrjúga starfs- ferli. Sæluvika Skagfirðinga stendur nú sem hæst, og i gær var kirkjukvöld i Sauöár- krókskirkju. Þar söng kirkju- kór Sauðárkróks undir stjórn Jóns Björnssonar frá Haf- steinsstöðum. Séra Bolli Gústafsson iLaufásivið Eyja- fjörð flutti erindi. t dag syngur nýstofnaður Samkór Sauðárkróks i Bifröst. Söngstjóri er Gunnlaugur ól- sen. Þetta er i fyrsta sinn sem kórinn kemur fram, en hann var stoh.aður 1. nóv. sl. Mundi (Kristján Skarphéðinsson), Signý (Jóhanna Björnsdóttir) og gantli ntaðurinn (Bragi Haralds- son).

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.