Tíminn - 31.03.1976, Side 8

Tíminn - 31.03.1976, Side 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 31. marz 1976. H Iltllll UM HELGINA var opnuð i Menningarstofnun Bandarikj- anna á Islandi sýning á verkum eftir hinn heimsfræga lista- mann Hans Richter, en hann er meðal annars kunnur sem höf- undúr kvikmynda, tilrauna- kvikmynda og framúrstefnu- kvikmynda. Eitt þekktasta verk hans á þessu sviði er liklega kvikmyndin Dreams that Money Can Buy, sem er súrrealistisk og var gerð árið 1946. Hans Richter er lika vel þekktur málari og grafiker, en á sýningunni eru 19 verk eftir hann, flest aquatintur, enn fremur teikningar. Auk þess er fjöldi bóka á sýningunni, sem skrifaðar hafa verið um lista- manninn eða af honum sjálfum. Það er sannarlega mikill fengur aö fá þessa sýningu hing- að, en hún er fyrsta sýningin, sem haldin er á Norðurlöndum, á verkum þessa fjölhæfa lista- manns. Þá munu verða fluttir fyrirlestrar um manninn og sýndar kvikmyndir, bæði um hann og eins hin fræga mynd, sem getið var um hér að fram- Frábær grafík á sýningu Vinnubrögð snillinga En vikjum nú ögn að mynd- listarsýningunni. Hans Richter var meðal þeirra er á sinum tima börðust fyrir viðurkenn- ingu dadaismans svokallaða. Vafalaust hafa þessir ungu menn, sem unnu að þessari list- grein suður i Zurich árið 1916, hneykslað marga viðkvæma sál, en nú á timum gegnir öðru máli. Myndir Hans Richters virðasta bara anzi notalegar. Annars er það liklega engum til gagns að telja Hans Richter i hópi þeirra manna, er börðust fyrir dadaismanum. Farmskir- teini og yfirlýsing þessarar listastefnu var á sinum tima rit- uð af Tristan Tzara, og helztu leiðtogar flokksins voru menn eins og André Breton, George Grosz og Paul Monard. Annars á nefnd yfirlýsing Tristan Tzara vel við um myndir Hans Richt- ers, en þar segir meðal annars : Dada þýðir ekkert sérstakt. við viljum framúrstefnuverk, sterk og nákvæm, verk sem aldrei verða skilin á venjulegan hátt. Skynsemi hefur ávallt á röngu að standa. Hönd (Dada) 1917 HANS RICHTER 1888 -1976 Myndir Hans Richters eru einmitt svona. Þær eru fjarska vel geröar, þrykktar af ná- kvæmni á handgerðan, mildan pappir, hvergi blettur né hrukka, og tæknin er alveg hreint frábær. Hann viröist jafnvigur á flestar grafiskar greinar og vinnur plötur sinar ýmist með nálum eða efnum, og árangurinn er eftir þvi. Gáfaður þýzkur vinur minn sagði einu sinni við mig, er við ræddum um stórmálara heims- ins: Ég hef tekið eftir þvi að allir beztu málarar heimsins, þótt heimsfrægð þeirra sé bund- in oliumálverkinu, voru fram- úrskarandi grafikerar. Picasso kunni t.d. allt og vissi allt um grafik, enginn hefði getað kennt honum neitt, og samt var hann ekki grafiker, heldur málari — og þessi maður hafði fengizt við grafik alla sina ævi. Myndir Hans Richters eru einmitt svona úr garði gerðar tæknilega. Frá myndlistar- sjónamiðinu minna þær ofurlítið á stærðfræði eða tónlist, en hin siðarnefnda byggir á hinu fyrra, sem kunnúgt er. Hann endur- tekur stef sin oft með litlum breytingum, gráir hvitir og svartir tónar, og svo kemur rautt högg. Sumar myndirnar eru svo frábærar, t.d. PRO & CONTRA sem er pappirs relief, að maður staldrar við lengi (lágmynd úr pappir undir gleri). Minnst finnst manni koma til dúka sem þarna eru með áþrykktum myndum, og við tökum undir með Tzara, að skynsemin hefur á röngu að standa. Ég vil hvetja fólk til þess að sjá þessa sýningu, og þá sér- staklega myndlistarmenn. Að lokum verður að geta þess, að frágangur, innrömmun, mynd- anna er til fyrirmyndar, en á það vill stundum skorta i þessu landi — þvi miður. Það var Frank Ponzi listfræð- ingur sem gekk frá og setti upp sýninguna, og hann mun einnig flytja erindi um listamanninn þriðjudaginn 30. marz kl. 20.30 i Menningarstofnun Bandarikj- anna. Jónas Guðmundsson. Listkynninq í Húnabinai MÓ-Reykjavik. Fjölbreytt og mjög fjölsótt listkynning var i félagsheimilinu á Blönduósi um helgina. Hófst dagskráin kL 14.00 á laugardag með ávarpi menntamálaráðherra, Vil- hjálms Hjálmarssonar, en siðan lásu listaskáldin vondu úr verk- um sinum. Að þeirri dagskrá lokinni var opnuð málverkasýning en verk á þeirri sýningu voru úr lista- safni A.S.I.. Þar voru sýnd 26 málverk eftir 16 málara. Hjör- leifur Sigurösson, forstööumað- ur listasafnsins, greindi frá starfi safnsins og tilgangi með stofnun þess. A sunnudag var dagskrá byggð upp af ungu fólki. Þar komu fram nemendur úr öllum skólum A. Hún., og einnig sýndi fimleikaflokkur frá Reykja- skóla I Hrútafirði undir stjórn Höskuldar Goöa Karlssonar. Þarna voru einnig afhent verð- laun I skólakeppni U.S.A.H. Húafyllir varð, og uröu nokkr- ír frá að hverfa, þó að Félags- heimilið á Blönduósi taki á fjórða hundrað manns I sæti i sýningasalnum. Málverkasýningin var einnig opin á sunnudag, og dvaldi fólk þar fram eftir degi við að skoöa málverkin og þiggja kaffisopa hjá kvenfélagskonunum. Góð samvinna tókst um undirbúning og framkvæmd bessarar listkynningar milli Kvenfélagasambands A. Hún., Ungmennasambands A. Hún., Verkalýðsfélags A. Hún., og Félagsheimilisins á Blönduósi. WL xm >?* 3%. 7. **5$^^*% -v ^ Listaskáldin vondu, ásamt Vilhjálmi Hjáimarssyni og Elisabetu Sigurgeirsdóttur, formanni Kvenfélagasambands A. Hún., á flugveliinum á Blönduósi, en flugvel frá Vængjum flutti skáidin og ráöherrann. Ljósm. Friðþjófur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.