Tíminn - 31.03.1976, Side 11
Miðvikudagur 31. marz 1976.
tltgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steingrfmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús-
inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i
Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verð I lausasöiu kr. 40.00. Áskriftar-
gjald kr. 800.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Ull, ullariðnaður, ullarverð
Alkunna er, að ullariðnaður okkar er mikilvæg
grein, sem bæði veitir fjölda fólks atvinnu og færir
okkur mikinn gjaldeyri. Mikil alúð hefur verið lögð
við að efla þennan iðnað, enda er islenzkur ullar-
varningur hin útgengilegasta vara, ekki sizt i Aust-
ur-E vrópulöndum.
Að sjálfsögðu setur tala sauðfjár i landinu ullar-
iðnaðinum takmörk, — hversu margt það er, eða
getur verið, án þess að gróðurlendi sé hætta búin,
likt og fiskiðnaðurinn er háður þvi, hvað veitt er,
eða óhætt er að veiða. Samt sem áður má enn auka
ullariðnaðinn að nokkru marki, með betri umhirðu
og nýtingu á ull.
Talsverður misbrestur hefur verið á þvi mörg
undanfarin ár, að fé hafi verið rúið á hæfilegum
tima enda þótt vetrarrúningur hafi á hinn bóginn
verið tekinn upp mjög almennt sums staðar á land-
inu. Sá háttur krefst þó góðra fjárhúsa og góðrar
fóðrunar og nákvæmrar umhirðu.
Þvi er ekki að leyna, að ýmsir hafa legið bændum
á hálsi fyrir það, að þeir vanmætu ullina, og hafa
þær ásakanir stundum og sums staðar haft við rök
að styðjast, en lika að nokkru leyti verið á vanþekk-
ingu byggðar. Ullarverð hefur fram að þessu verið
tiltölulega lágt, og þar sem fjárhús og aðrar aðstæð-
ur eru ekki með þeim hætti, að vetrarrúningi verði
komið við, hefur mannfæð i sveitum og tilkostnaður
við vorsmölun hamlað þvi, að fylgt hafi verið venj-
um fyrri tiðar að leitazt við að láta sem allra fæstar
kindur ganga i ull sumarlangt. Einkum er mjög tor-
velt að ná fé saman, eftir það er farið frá bæ, i sveit-
um, sem orðnar eru mjög strálbýlar. Þar má sums
staðar heita, að smalamennska sé tæpast vinnandi
vegur, nema þá haustsmalanir.
Hinn dýrmæti ullariðnaður heimtar aftur á móti
sem mesta og bezta ull, bæði til atvinnuaukningar
og gjaldeyrisöflunar, og ætti sú staðreynd, ásamt
mörgu öðru, að vera mikil hvöt til þess að sporna
gegn þvi i tima, að fleiri sveitir fari i eyði, margar
hverjar ágætlega til sauðfjárbúskapar fallnar, eins
og gerzt hefur um Loðmundarfjörð og Múlasveit.
Við megum ekki við þvi, að eins fari um Langanes-
strönd, Hólsfjöll, Melrakkasléttu, Vatnsnes eða
Gufudalssveit, svo að nokkur byggðarlög séu nefnd.
Nú fyrir skömmu var sú breyting gerð á verð-
lagningu sauðfjárafurða, að ull var meira en tvö-
földuð i verði á kostnað kjötverðs, og er markmiðið
vitaskuld að hvetja til betri nýtingar og umhirðu á
ullinni. Þar með er ullin orðin bændum svo verð-
mæt, að það hlýtur að valda þáttaskilum — svo
miklu varðar það afkomu sauðfjárbús eftir þessa
verðbreytingu að skila mikilli ull og góðri. Þegar til
lengdar lætur hlýtur þetta einnig að stuðla að kyn-
bótum, sem stefna i þá átt að rækta ullargott fé,
laust við óheppileg litbrigði og illhærur.
Svo sem þegar hefur verið óbeint sagt, er þetta
ekki mál bænda einna. Þetta er einnig hagsmuna-
mál þeirra byggðarlaga og þess fólks, þar sem
ullariðnaðurinn er snar þáttur atvinnulifsins, og
þetta er mál alþjóðar, sem nýtur góðs af þeim
gjaldeyri, er fæst fyrir ullarvarninginn i öðrum
löndum. Það getur verið, að ýmsum hafi sézt yfir
það, að svo veigamikill þáttur er ullariðnaðurinn i
þjóðarbúskapnum, að afraksturinn af honum er
nefnandi i sömu andrá og það, sem við köllum stór-
iðju. Þar á ofan hefur hann það fram yfir stóriðjuna
svokölluðu, að hann veitír miklu fleiri höndum verk
að vinna. Og enn er á það að lita, að þetta er iðnaður
okkar sjálfra, alislenzkur og óháður duttlungum út-
lendra auðhringa.
TlMINN
11
ísraelar eru kvíðnir
vegna óróans á herteknu
svæðunum
En hafa þó vegna hans rætt við PLO í fyrsta sinn
Rikisstjórn ísraels stendur
nú frammi fyrir erfiöum
vandamálum, sem skapazt
hafa vegna ástandsins á her-
teknu svæöunum á vestur-
bakka árinnar Jórdan. Ibúar
svæðanna, sem flestir eru
Arabar, hafa á undanförnum
vikum risið til mótmæla I si-
auknum mæli ogkrefjast þess,
að tsraelar láti þegar af stjórn
þar.
Mótmælagöngur, óeirðir og
veikföll setja daglega svip
sinn á lifið á svæðunum.
Verzlanaeigendur hafa nokkr-
um sinnum lokað verzlunum
sinum, skólar hafa lokað, og
stöku sinnum hafa israelskir
lögreglumenn og hermenn
gripið til skotvopna gegn
múhameðstrúarmönnum.
Þannig hafa á siðast liðnum
tveim sólarhringum fjórir
menn úr flokkum Araba látið
lifið fyrir byssukúlum Israela.
En óánægja með stjórn og
stefnu tsraela á herteknu
svæðunum er ekki bundin við
Araba og fylgismenn þeirra. A
siðustu vikum hafa gagnrýn-
andi raddir heyrzt meðal ann-
arra þjóða, og jafnvel meðal
þeirra, sem tsraelar hafa
fram að þessu treyst einna
mest á um stuðning og aðstoð.
Meðal annars var sendi-
herra Bandarikjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum harð-
orður i garð ísraela fyrir
nokkru, þegar hann lýsti þvi
yfir i ræðu, að herseta þeirra á
svæðunum á vesturbakka
Jórdan væri bæði ólögleg og til
þess eins fallin að koma i veg
fyrir árangur af friðarum-
leitunum i Mið-Austurlöndum.
Ummæli þessi vöktu ugg
meðal israelskra ráðamanna,
og þótt Bandarikjamenn
beittu fáeinum dögum siðar
neitunarvaldi sinu til að fella
tillögu um gagnrýni á Israela i
öryggisráði Sameinuðu þjóð-
anna, breytti það litlu um ótta
þeirra. Ræða sendiherrans
stendur þeim enn fyrir hug-
skotssjónum sem skýrt dæmi
um breytta — og neikvæðari —
stefnu Bandarikjanna gagn-
vart Israelsriki.
Nú hefur gagnrýnin einnig
breiðzt út heima fyrir, og róð-
urinn verður æ þyngri fyrir
rikisstjórnina.
í siðustu viku lýsti varnar-
málaráðherra tsraels þvi yfir
i blaðaviðtali, að óróinn á her-
teknu svæðunum væri ísrael-
um sjálfum að kenna og
rangri stefnu þeirra gagnvart
arabiska minnihlutanum.
Varnarmálaráðherrann
sagði i viðtali þessu, að orsaka
óróans væri i raun ekki að
leita i stjórn tsraela á her-
teknu svæðunum sjálfum,
heldur rangri stefnu, sem
framfylgt hefði verið i tuttugu
og átta ár, gagnvart arabiska
minnihlutanum i landsvæðum
tsraelsrikis sjálfs, eins og það
var fyrir styrjöldina 1967.
A mánudag jókst svo enn
gagnrýni tsraela á rikisstjórn
sina, vegna stefnu hennar
gagnvart múhameðstrúar-
mönnum. Þá birtu flest dag-
blöð harðorðar greinar, þar
sem deilt var á þá ákvörðun að
reka úr landi þrjá af leiðtog-
um Araba á herteknu svæðun-
um, rétt i sama mund og
kosningar eru i undirbúningi
þar. Töldu blöðin ákvörðun
þessa fljótfærnislega og van-
hugsaða.
Fleiri ákvarðanir og athafn-
ir stjórnvalda á herteknu
svæðunum hafa einnig orðið
fyrir gagnrýni undanfarið.
Meðal annars má þar til telja
harkalega meðferð israelskra
hermanna og lögreglumanna
áskólaæsku Araba. Skólaæsk-
an hefur þar, svo sem viðar
hefur gerzt, verið virk i mót-
mælastarfsemi, og hefur kom-
ið til nokkurra átaka mOli
hennar og Israela. Gegn
vopnuðum hermönnum hafa
námsmenn gripið til grjót-
kasts, sem siðar hefur leitt tii
mótaðgerða tsraela, en þær
hafa þótt nokkuð harkalegar á
stundum.
Meðal annars er til þess tek-
ið, þegar israelskir hermenn
réðust til inngöngu á heimili
margra námsmanna, drógu
þá út á götu og börðu með
kylfum. Þá hefur einnig komið
fyrir að þeir hafa handtekið
hópa af skólaíólki á þeim for-
sendum, að það hefði tekið
þátt i óeirðum, og jafnvel ver-
ið upphafsmenn að þeim.
Þannig handtóku tsraelar til
dæmis stóran hóp skóla-
stúlkna á sunnudag, ásamt
kennurum þeirra, og reis út af
þvi mikil mótmælaalda meðal
Araba. Þeim var þó sleppt,
eftir að hafa verið sektaðar,
en of seint til að koma i veg
fyrir lokun skóla á svæðunum
og boðun sólarhrings verkfalls
i mótmæláskyni.
Erfitt er að gera sér grein
fyrir þvi úr fjarska, hvað i
raun er að gerast á herteknu
svæðunum, en ljóst er þó að
orsaka óróans þar nú er að
leita í þvi, að múhameðstrúar-
mönnum þykir sér misboðið.
Einkum er þar um að ræða
trúarleg málefni, en mótmæl-
in hörðnuðu til muna, þegar
israelsk yfirvöld ákváðu að
heimila Gyðingum bænalestur
i mosku, þar sem musteri
Salómons áður stóð, en sá
staður er múhameðstrúar-
mönnum jafnheilagur og
Gyðingum. Þetta vakti mikla
reiði meðal Araba, sem töldu
sér troðið um tær með þessu,
og varð það til þess, að mikill
fjöldi ungmenna efndi til mót-
mæla, þar sem sungnir voru
baráttusöngvar frelsishreyf-
ingar Palestinuaraba (PLO).
Þar i kristallast ef til vill
skýrast sú hætta, sem tsrael
og stjórn þess á herteknu
svæðunum getur stafað af at-
burðunum undanfarnar vikur,
það er aukin áhrif PLO á
svæðunum og fjölgun stuðn-
ingsmanna hreyfingarinnár i
áhrifastöðum þar.
I næsta mánuði, april, er
áætlað að haldnar verði kosn-
ingar til bæja- og héraða-
stjórna á herteknu svæðunum
tsraelar höfðu bundið nokkrar
vonir við, aði þeim kosningum
myndu „meðfærilegir” fram-
bjóðendur komast i stjórnar-
stöður, eða að minnsta kosti
menn, sem ekki væru fylgj-
andi frelsishreyfingunni, Þá
vonvirðastþeir nú hafa sjálfir.
gert að engu, þvi ljóst er að
kosningarnar munu mis-
heppnast.
Þegar hafa bæjarráð að
minnsta kosti fimm mikil-
vægra bæja á herteknu svæð-
unum sagt af sér i mótmæla-
skyni við stefnu tsraela. Flest-
ir af helztu stjórnarmönnum
hafa einnig lýst þvi yfir, að
þeir muni ekki taka þátt i
kosningunum. Skráning fram-
bjóðenda hófst á mánudag i
þessari viku, og sýndi hún á
fyrstu tveim dögum, að
embættismennirnir ætluðu að
standa við orð sin. ísraéls-
menn eiga þvi á hættu, að
kosningarnar verði ekki
haldnar, vegna skorts á fram-
bjóðendum, eða að stuðnings-
menn PLO komist til valda i
þeim. Verður þá erfitt fyrir
tsraela að halda stjórn á
ibúum svæðanna — enn
erfiðara en verið hefur.
Ólik viðhorf innan tsraels,
og jafnvel innan israelsku
rikisstjórnarinnar, gera
einnig erfiðara fyrir. Til dæm-
is greinir þá nokkuð á, for-
sætisráðherrann og varnar-
málaráðherrann, um þær
leiðir, sem fara ber til að
koma á ró á herteknu svæðun-
um. Varnarmálaráðherrann,
Simon Peres, er þvi mótfallinn
að beita hernum meira en nú
er gert, en, forsætisráðherr-
ann, Yitzhak Rabin, hefur lýst
þvi yfir, að hann muni senda
allan her Israels inn á her-
teknu svæðin, ef þess gerist
þörf, til að koma friði á.
tsraelska rikisst jórnin
stendur þvi frammi fyrir ærn-
um vanda nú. Óeirðirnar á
herteknu svæðunum, sivax-
andi gagnrýni bæði innan-
lands og utan, breytingar
þeim i óhag á stefnu Banda-
rikjanna gagnvart
Mið-Austurlöndum, og klofn-
ingurinnan rikisstjórnarinnar
sjálfrar, setja mörk sin á störf
hennar þessa dagana.
Ein áhrif hefur þetta þó
haft, sem gætu orðið til góðs,
þegar fram liða stundir. 1
fyrsta sinn hafa fulltrúar tsra-
els samþykkt að taka þátt i
viðræðum, þar sem fulltrúar
PLO . eru einnig viðstaddir.
Þegar mál þessi voru til um-
ræðu hjá öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna, mættust fulltrú-
ar þessara tveggja aðila. Þótt
utanrikisráðherra Israels,
Yigal Alion, hafi fullyrt að i
þessu fælist engin viðurkenn-
ing á PLO, þá rnarkar það
engu að siður timamót i þróun
mála fyrir Miðjarðarhafsbotni
— timamót, sem siðar gætu
reynzt skref til þess að komast
að kjarna deilunnar þar, og þá
jafnvel skref i átt til friðsam-
legrar sambúðar.
— HV
— JH