Tíminn - 31.03.1976, Page 9

Tíminn - 31.03.1976, Page 9
Miðvikudagur 31. marz 1976. TÍMINN 9 13. tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar Efnisskrá: Páll P. Pálsson: Svarað i sum- artungl Ernest Bloch: Schelemo, he- bresk rhapsódia fyrir selió og hljómsveit Camilie Saint-Saens: Sinfónia nr. 3 i c-moll Sinfóniuhljómsveit Islands hélt 13. reglulegu tónleika sina i Há- skólabiói 25. marz. Pál P. Páls- son stjórnaði, en Kanadamað- urinn Eric Wilson lék einleik á knéfiðlu. Tónleikarnir tókust mjög vel — Páll stjórnaði af röggsemi og öryggi, og hljóm- sveitin lék samstillt og fjörlega. Virðast þau þreytumerki nú af hljómsveitinni, sem mjög voru áberandi um tima fyrr i vetur. Svarað i sumartungl Ahugaverðast á efnisskrá var að sjálfsögðu Svarað i sumar- tugl eftir stjórnandann, Pál P. Pálsson, sem frumflutt var á þessum tónleikum. Verkið var samið i tilefni af 50 ára afmæli Karlakórs Reykjavikur, sem nú fer ihönd, en Páll hefur stjórnað honum i 12 ár. 1 verki þessu sameinar Páll tvö rammislenzk fyrirbæri og gerir úr eina heild, nl. karlakórinn og lúðrasveit- ina, og lyftir þeim upp úr þeim sorglega farvegi vanans sem þau hafa fylgt i hálfa öld. ,,Mér fannst vel til fallið að semja fyr- ir kórinn tónverk sem væri tals- vert öðruvisi en hann fæst yfir- leitt við og þá jafnframt vanda- samara i flutningi,” segir höfundur i tónleikaskrá. Söngverk þetta er samið við texta Þorsteins'Valdimarssonar Svarað i sumartugl, og er þetta upphafið: Svara mér, brunnur, i sumartunglið rauða — Urðar röddu um örlög heims, Urðar dómium skelfing heims, Urðar forsögn um frelsiheims. Sálmin erhrelldog hugsjúk allt til dauða. Tónskáldið beitir kórnum á nýstárlegan og áhrifarikan hátt til þess að „framkalla undirtón kvæðisins með andstæðum”, t.d. hvisli og hrópum auk söngs. Tókst það með ágætum, enda má segja að „prógramm- músik” nái tilgangi sinum sem slik aðeins þegar hún er studd texta, eins og hér, t.d. gjálfur i brunninum o.fl. þ.h. Hljómsveitin var að visu ekki „lúðrasveit” i þess orðs strang- astaskilningi, heldur slagverks- og blásarasveit, hinn friðasti hópur. Var sú tónlist kunnáttu- samlega samin og leikin og á ýmsan hátt óvenjuleg, enda mun Páll vera lúðramaður mik- ill frá fornu fari. í lok verksins var beitt leik- hús-brögðum: ljósin slokknuðu hægt og hægt, og loks var aðeins eftir grænt ljós á kórnum — brunninum — og rautt ljós á japanska hljómskildinum (gong) — sumartunglinu rauða. Sjónarspil sem þetta gerist nú æadgengara i islenzkum tónlist- arsölum, einkum i verkum Atla Heimis (I call it, Xanties), vafa- litið fyrir áhrif leikhúss og sjón- varps sem höfða til margra skynfæra i senn og skapa þannig „algjör áhrif” (total environ- ment). Jafnframt gerist jap- anski hljómskjöldurinn æ tiðari gestur á tónleikum hér, ásamt sinum slynga aðstarfsmanni, og sjái ég hann i upphafi tónleika fár sem hann trónir á sviðinu, er það mér fyrirboði góðrar skemmtunar. Að loknum flutningnum var öllum vel fagnað, skáldi, tón- Páll P. Páisson skáldi, kór og hljómsveit. I rauninni hefði átt að fagna enn- þá betur og fá verkið endurflutt, vegna þess að það er bæði nýtt og skemmtilegt, enda væri vel athugandi að leika ný verk tvisvar til að gerá hlustendum betri kost á að átta sig á þeim. Söngur um Salómon Næst lék Eric Wilson Schel- emo, hebreska rhapsódiu íýrir selló og hljómsveit eftir Ernest Bloch. Schelemo þessi er enginn annar en hinn vitri Salórhon konungur, ogrhapsódian honum til dýrðar. Wilson er ágætur knéfiðlari, með góðan tón og voldugan, og ágæta tækni, en heldur þótti mér verkið i dauf- ara lagi miðað við svo safamik- inn kóng sem Salómon hefur verið. Virtist mér Bloch (f. i Genf 1880 — d. i Portland, Oregon 1959) hafa litlu að bæta við lýsingu Bibliunnar af höfð- ingja þessum: „Og Guð veitti Salómö afarmikla speki og vizku og djúpsæi andans, sem sandur er margur á sjávar- strönd, og speki Salómós var meiri en speki allra austur- byggja og öll speki Egypta- lands. Og hann var allra manna vitrastur, og nafnfrægur með öllum þjóðum umhverfis. Og hann mælti þrjú þúsund orðs- kviðu, og ljóð hans eru eitt þús- und og fimm að tölu. Og hann talaði um trén, allt frá sedrus- trjánum á Libanon til isópsins, sem sprettur á múrveggnum. Og hann talaði um fénað og fugla, orma og fiska, og menn komu af öllum þjóðum til þess að heyra speki Salómós, frá öll- um konungum jarðarinnar, er heyrðu speki hans getið.” Og ekki varminna vertum kvenna- far hans: „En auk dóttur Faraós unni Salómó konungur mörgum útlendum konum, móabitiskum, ammónitiskum, edómitiskum, zidonskum og hetitiskum — konum af þeim þjóðum er Jahve hafði sagt um við Israelsmenn: Þér skuluð ekki eiga mök við þær og þær skulu ekki eiga mök við yður, þær munu vissulega snúa hjört- um yðar til guða sinna — til þeirra felldi Salómó ástarhug. Hann átii sjö hundruð eiginkon- ur og þrjú hundruð hjákonur.” „Túlkun” er mjög umdeilan- legt orð — Stravinský segir t.d. að hljóðfæraleikarar geti ekki ..túlkað” tónlist á annan hátt en að fylgja nótunum. Hins vegar reyna ýmsir einleikarar að skapa áhrif með mimuleik, til að láta svo lita út sem þeir séu á valdi tónlistarinnar. Þetta er sums staðar kennt i skóluia, og þá vafalaust undir yfirskriftinni „tjáning”. Eric Wilson lét snörla hátt i nefi sér á tilþrifa- stöðum i Schelemo, og sama gerir Erling Blöndal Bengtson, enda er hann sérlega vel nefjað- ur til að ná tilþrifum i þessari gerð túlkunar. Fleiri sellista hef ég séð gera þetta, og auk þess Hines, 1. fiðlara Stradi- vari-kvartettsins. Niræð sinfónia Siðast var leikin 3. sinfónia Saint-Saens i c-moll, mikið verk og rómantiskt. Tónleikaskrá segir sinfóniuna hafa fengið misjafna dóma þegar hún var frumflutt i Londón 1886, og hafi einn gagnrýnandi látið þá ósk i ljós „að þeir, sem gengju eins langt i nútimatónlistinni og Saint-Saéns, létu a.m.k. verða af þvi að gefa verkunum ný he iti, svo að þau villtu ekki á sér heimildir”. Sannast það enn, sem fornkveðið var, að bylting- armenn vorrar kynslóðar eru afturhaldsseggir hinnar næstu, þvi ekki er ljdst af þessu verki að Saint-Sae'ns hafi verið neitt „nútimalegri” á sinni tið en t.d. Brahms. Hljómsveitin flutti verkið á- gætlega, og að lokum var öllum vel fagnað. 28.3. Siguröur Steinþórsson. Viljum ekki trúa því að frumvarpið verði samþykkt í núverandi mynd — segja fulltrúar kjarabaráttunefndar námsmanna um námslánafrumvarp ríkisstjórnarinnar SJ-Reykjavik — Nýframkomið frumvarp til laga um námslán og námsstyrkier augsýnilega samið út frá þvi sjónarmiði að minnka sem mest útgjöld rikisins til námslána. Það er þvi hluti af þeirri almennu stefnu að skera niður alla þá þætti rikisútgjalda, sem ekki stuðla beint að gróða- myndun i þjóðfélaginu, þætti eins og heilbrigðismál, tryggingamál og menntamál. Þannig hljóðar upphaf gagn- rýni kjarabaráttunefndar náms- manna á námslánafrumvarp rikisstjórnarinnar, en nefndin efndi til blaðamannafundar i gær, þar sem voru fulltrúar nemenda i Kennaraháskólanum, myndlista- og handiðaskólanum, Háskólan- um, Tækniskólanum, Fóstur- skólanum og Fiskvinnsluskólan- um, auk fulltrúa Sambands islenzkra namámsmanna erlend- is. Nemendur i Iðnskólanum, Stýrimannaskólanum, Vélskólan- um og Leiklistarskólanum eiga einnig aðild að kjarabaráttu- nefnd. Kjarabaráttunefnd telur gróða- hyggju rikisstjórnarinnar m.a. blinda á þá staðreynd, að þegar til lengdar lætur, sé öflugt menntakerfi einn helzti burðarás efnahagslegra og menningar- legra framfara. Fylgjendur þess- arar stefnu kjósa, að dómi náms- manna, að loka augunum fyrir þvi , að fullnægjandi námsaðstoð er forsenda þess að menn hafi jafna aðstöðu til náms, óháð efna- hag, búsetu og kynferði. Kjara baráttunefndin telur rikisvaldið lengi hafa haft áhuga á að útgjöld til námslána yrðu eins litil og komizt yrði af með. Námsmenn hafa aðeins viljað fall ast á að þessi útgjöld yrðu skert á þann eina veg, sem þeir telja rétt- lætanlegan, þ.e. að námsmenn, sem hljóta verulegar tekjur að námi loknu, endurgreiði lán sin i rikari mæli en nú er. Kjarabaráttunefnd telur ákvæði frumvarps rikisstjórnar- innar um endurgreiðslur náms- lána óréttlátar og raunar ófram- kvæmanlegar gagnvart þeim sem litlar tekjur hafa að námi loknu, en öllum lánþegum ber skv. þvi að greiða hið minnsta 50.000kr. á ári eftir að þrjú ár eru liðin frá þvi að námi lauk. Upp- hæð þessi skal breytast i réttu hlutfalli við þær breytingar, sem verða á vísitölu framfærslu- kostnaðar. Námsmennirnir benda m.a. á að hjónum, sem bæði hafi fengið námslán, beri hvoru um sig að greiða 50.000 kr. á ári hið minnsta, hvort sem þau hafa bæði tekjur eða aðeins annað þeirra. Kjarabaráttunefnd hefur lagt til að þeir, sem hafa tekjur, sem aðeins nema eðlilegum fram- færslulifeyri, eða lægri, skuli ekki þurfa að endurgreiða námslán sin. Þess skal getið, að eðlilegur framfærslulifeyrir er 1.150.000 kr. fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Fari tekjur manna verulega uppfyrir þessi mörk, telur kjara- baráttunefnd hinsvegar ekkert þvi til fyrirstöðu að menn endur- greiði námslán sin á ströngum kjörum. Þvi hafa námsmenn vilj- að láta visitölubinda lánin, ef jafnframt. yrði tekið upp endur- greiðslukerfi, sem byggðist á greiðslugetu manna skv. ofan- sögðu. Með þessu móti myndu há- tekjumenn endurgreiða lán sin fyllilega verðtryggð, en aðrir minna, eftir greiðslugetu. Náms- menn telja að slikt endurgreiðslu- kerfi myndi færa lánasjóði islenzkra námsmanna u.þ.b. 55% af raungildi útlánaðs fjár, sem sé eins mikið og hægt sé með sanngjörnu móti að fara fram á- Nái frumvarp rikisstjórnarinn- ar fram að ganga, telur kjara- baráttunefnd námsmenn vera komna með einhver óhagstæð- ustu lánakjör i þjóðfélaginu með þeim afleiðingum, að menn myndu veigra sér við að taka námslán, nema þeir sæju fram á hátekjustörf að námi loknu. Þá átelur kjarabaráttunefnd það að með frumvarpinu neiti rikisstjórnin að verða við þeirri meginkröfu námsmanna, að fest verði ilög aðnámslán verði nægi- lega há til að standa straum áf eðlilegum framfærslukostnaði námsmanns. Nefndin segir menntamálaráðherra hafa sagt það stjónarmið liggja hér að baki, að foreldrar námsmanna styðji þá fjárhagslega. Þetta sjónarmið telja námsmenn fordæmanlegt, þar sem það merki að menn njóti ekki jafnréttis til náms. Meginsjónarmið námsmanna er að allir þeir, sem lokið hafa að- fararnámi er samsvarar stú- dentsprófi að námslengd, og all- ir sem náð hafa 20 ára aldri og stunda nám i sérskólum skuli eiga aðild að Lánasjóði islenzkra námsmanna. Skv. frumvarpinu er „20 ára reglan” aðeins heimildarákvæði, en kjarabar- áttunefnd telur mjög brýnt að réttur þessara námsmanna verði tryggður. Rikisstjórnin hefur ekki viljað veita nýjum skólum aðild að Lánasjóðnum.Nemendur i Fóstur skóla, Fiskvinnsluskóla, Tækni- skóla, Húsmæðraskóla, tþrótta- kennaraskóia, Myndlista— og handiðaskóla og Tónlistarskóla hafa að undanförnu fengið svo- nefnd K-lán, utan allra laga, og hafa þau verið lægri en lán úr Lánasjóði islenzkra námsmanna. Þessu vilja námsmenn fá breytt. Þá leggur kjarabaráttunefnd áherzlu á að jöfnunarstyrkir verði veittir til námsmanna á tslandi og islenzkra námsmanna erlendis, ef þeir stunda nám fjarri heimahögum og af þvi leið- ir kostnaðarauki. Kjarabaráttunefnd mótmælir þvi að háskólaráð skuli skv. frumvarpinu ekki eiga fulltrúa i stjórn Lánasjóðs, svo sem verið hefur, en hann er eini fulltrúinn i stjórn sjóðsins, sem hvorki er fulltrúi námsmanna né fram- kvæmdavalds rikisvaldsins, og hefur auk þess þekkingu á mál- efnum námsmanna, sem kemur frá öðru sjónarhorni en hinna beinu hagsmunaaðila. Loks krefst kjarabaráttunefnd þess að námsmenn beri einir ábyrgð á skuldum sinum við Lánasjóðinn, enda sé þess ekki þörf að þeir afli sér sjálfskuldar- ábyrgðarmanna að námslánum sinum, þar sem Lánasjóður á kröfu i hluta framtiðartekna lán- þega skv. frumvarpinu, og væri það nægileg trygging. Með hert- um endurgreiðslukjörum gæti reynst erfitt fyrir marga náms- menn að afla ábyrgðarmanna að verðtryggðum lánum. Fulltrúar kjarabaráttunefndar á blaðamannafundinum i gær sögðust hafa hug á þvi að halda al mennan fund um lánamál náms- manna með menntamálaráð- herra og öðrum, sem að þessum málum vinna, en ráð- herra hefði ekki gefið ákveðið svar um það enn, hvort hann væri fús að taka þátt i slikum fundi. Kjarabaráttunefndarmenn kváð- ust vilja koma á sem opnastri umræðu um frumvarpið. Fundir hefðu þegar verið haldnir um það i flestum framhaldsskólum og flestum deildum Haskolans. Einn liðurinn i þeirri viðleitni yrði fundurinn, sem áður var minnzt á, en þar gætu námsmenn og stjórnvöld skipzt á skoðunum. — Við viljum ekki trúa öðru en miklar breytingar verði gerðará frumvarpinu, sögðu fulltrúar kjarabaráttunefndar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.