Tíminn - 31.03.1976, Qupperneq 10
TÍMINN
Miðvikudagur 31. marz 1976.
Ólafur Jóhannesson dómsmólaróðherra í umræðum um landhelgismólið:
Það þarf að beita pólitísk-
um þrýstingi í þessu móli
— það hefur verið gert og það verður gert
MIKLAR umræður urðu um land-
heigismáiið utan dagskrár i sam-
einuðu þingi i gær. Lúðvik
Jósepsson hóf umræðurnar og
sagði, að tilefni þeirra væri hin
harða atlaga brezkra herskipa og
dráttarbáta að varðskipinu
Baldri, Beindi þingmaðurinn
ýmsum spurningum til rikis-
stjórnarinnar vegna þessa máls,
og urðu þeir Ólafur Jóhannesson
dómsmálaráðherra, Geir Hall-
grfmsson og Matthias Bjarnason
sjávarútvegsráöherra fyrir svör-
um af hálfu rikisstjórnarinnar.
Ólafur Jóhannesson dóms-
málaráðherra þakkaði Lúðvik og
Benedikt Gröndal fyrir að
vilja efla Landhelgisgæzluna
og geröi mál hennar siðan að um-
ræðuefni. Minnti hann á nýjasta
skip Landhelgisgæzlunnar, varö-
skipið Tý. Þá hefðu farið fram
gagngerar endurbætur á Óðni,
sem hefði, undir eðlilegum
kringumstæðum, átt að vera sem
nýtt skip. Jafnframt hefði alltaf
verið gengið út frá þvi að hægt
væri að útvega fyrirhafnarlitið
annaö hvort hvalbát eða togara.
Þá hefðu á sl. hausti verið gerðar
ráðstafanir til að kaupa og láta
byggja Fokker-flugvél. Það heföi
verið gagnrýnt á sinum tima, þó
að menn væru sammála um þá
ákvörðun nú. Og einnig minnti
ráðherrann á heimild til að leigja
Fokker-vél af Flugfélaginu.
Þá vék Ólafur Jóhannesson að
öðrum ráðstöfunum, sem gerðar
hefðu verið til eflingar Landhelg-
isgæzlunni. Togarinn Baldur væri
i þjónustu Gæzlunnar, og verið
væri að undirrita samning um
leigu annars togara (Vers). Þá
gat hann um athuganir á útvegun
hraðskreiðra skipa, bæði i Banda-
rikjunum og Evrópu, og áforma
um að ráða nýja menn á varð-
skipin til að auka möguleika á á-
hafnaskiptum. Dómsmálaráð-
herra kvaðst ekki minnast mikils
áhuga stjórnarandstöðunnar á
eflingu Gæzlunnar fyrr.
Það hefði verið fyrst i janúar-
mánuði sl., að Lúðvik Jósepsson
hefði hreyft málinu i landhelgis-
nefnd. Hins vegar minntist hann
þess ekki, að Alþýðuflokkurinn
hefði hreyft þvi máli.
Þá vék ólafur Jóhannesson að
pólitiskum þrýstingi, sem bæði
Lúðvik Jósepsson og Benedikt
Gröndal lögöu áherzlu á að beitt
yrði i þessu máli. Um það sagði
Ólafur Jóhannesson:
Pólitiskur þrýstingur
,,Þá töluöu þeir um það, að það
bvrfti að auka pólitiskan þrýst-
ing, þaö þyrfti að auka hina póli-
tisku pressu. Ég er þessu sam-
mála. Það þarf að beita pólitisk-
um þrýstingi i þessu máli. Það
hefur þurft að gera, það þarf að
gera, það verður gert og það
hefur veriö gert. Og ég held, að
það megi nú sjá árangur af þeim
pólitiska þrýstingi. Það var t.d.
gert i samþykkt Norðurlanda-
ráðs, og einnig i nýgerðri sam-
þykkt utanrikisráðherra Norður-
landa.Þaðhefðu þótt tiöindi ein
hvern tima að fá slikar ályktanir.
Málið hefur verið sótt i NATO og
viö höfum gert kröfu til þess, aö
NATO eða Atlantshafsbandalagiö
hlutaðist til þess, að Bretar hættu
innrás sinni með herskipum á is-
lenzk fiskimið. Það er ekki
nokkúr vafi á þvi, að sá pólitlski
þrýstingur, sem þarna hefur
skapazt á meðal hinna ýmsu þátt-
tökurikja hefur haft sitt að segja.
Það er að sjálfsögðu svo að marg-
ir fslendingar eru vonsviknir yfir
þvi, að Atlantshafsbandalagið
skuíi ekki hafa gert meira i þessu
efni. Nú vantar að visu skilgrein-
ingu á þvi, hvernig það hefði átt
að gera meira, hvernig það hefði
átt að skerast beinlinis i leikinn
með öörum hætti heldur en það
hefur gert. Ég skil vel tilfinningar
þeirra, sem telja það, að NATO
hefði átt aö bregðast hér hraðar
við og harðar.”
Siðar sagði dómsmálaráð-
herra: „Hitt er svo annað mál, að
menn geta haft skiptar skoöanir
um það hvort það sé sæmilegt, að
fulltrúi tslands i Atlantshafsráð-
inu sitji á bekk með fulltrúa Breta
þar.”
Fullmikil bjartsýni
Siðar ræddi dómsmálaráðherra
um hafréttarráðstefnuna og
sagði:
,,Ég er ákaflega hræddur um
það, að þeir fulltrúar, sem við
höfum sent á hafréttarráðstefnu
og sitja þar, að þeir hafi komið
heim af þeirri ráðstefnu með full-
mikla bjartsýni. Það skyldi nú
eiga eftir að sýna sig, að það næð-
ist ekki nein niðurstáða á þessari
hafréttarráðstefnu. En þvi verður
ekki á móti mælt, að það hefur
veriö mikil bjartsýni rikjandi hjá
þeim fulltrúum, sem sótt hafa
þessa ráðstefnu. Og þeir hafa
sagt frá þvi, þegar þeir hafa kom-
ið hingað heim. Og ég er ekki að
segja, að það hafi út af fyrir sig
gert neitt til, það hefur kannski
gert okkur djarfari til að stiga
það spor, sem óhjákvæmilegt
varð aö stiga og allir eru sam-
mála um, aö hafi þurfí að stiga.”
Byssur hafa sézt fyrr
Þá ræddi dómsmálaráðherra
um siðustu atburði á miöunum og
sagði:
„Menn eru fljótir að gleyma. Ef
menn halda það, að það hafi ekki
sézt byssur i átökum á Islands-
miðum fyrr en nú og i þessu
striði, þá kemur mér það spánskt
fyrir sjónir. Ég held, að byssur
hafi æöi oft verið sýndar I 50
milna striðinu, ég held, að þær
hafi miklu oftar verið sýndar i 12
milna striðinu. Þetta virðist bara
alveg gleymt. Og ég er ekki með
þvi að gera litið úr þessari árás,
sem þarna var höfö i frammi. En
það hefur lika átt sér stað I þess-
um átökum, að byssur hafa sézt.
Það munu skipherrár getað vott-
að, þannig að það þarf út af fyrir
sig ekki neinn að verða svo óskap-
lega hissa á þvi, að það verði not-
uð þau ráð, sem þeim eru tiltæk
til þess að reyna að hafa áhrif á
okkur i þá átt að láta undan og
gefast upp.”
Spurningar til
rikisstjórnarinnar
Sem fyrr segir hóf Lúðvik
Jósepsson þessar umræöur utan
dagskrár i samein. þingi. Sagði
hann, að árás brezku herskipanna
og dráttarbátanna á Baldur væri
ósvifnasta árás á islenzkt varð-
skip i landhelgisdeilunni til þessa.
Taldi hann ástæðu til þess, að
rikisstjórnin gerði grein fyrir þvi,
hvernig hún hygðist svara henni.
Ekki nægöi að mótmæla meö
hefðbundnum hætti, eins og gert
hefði verið.
Siðan gerði þingmaðurinn grein
fyrir tillögum Alþýðubandalags-
ins um eflingu Landhelgisgæzl-
unnar. Þá gagnrýndi hann, að
annar tveggja togara, sem rikis-
stjórnin hyggst taka á leigu, skuli
afhentur Hafrannsóknastofnun-
inni. Landhelgisgæzlunni veitti
ekki af báðum skipunum.
Auðveldara væri að útvega Haf-
rannsóknastofnuninni léttara
skip. Þá varpaði þingmaðurinn
fram nokkrum fyrirspurnum til
rikisstjórnarinnar.
1 fyrsta lagi spurði hann, hvort
ríkisstjórnin væri að hugsa um
samninga við Breta til skamms
tima. I öðru lagi spurði hann,
hvort rfkisstjórnin væri reiðubúin
að lýsa þvi yfir, að Land-
helgisgæzlan fengi báöa togar-
ana, sem nefndir hafa verið. I
þriðja lagi spurði hann, hvort
ákveðið hefði verið að bæta við
mannafla á varðskipin i þvi skyni
að áhafnaskipti gætu átt sér stað
og þannig sparazt siglingartimi. I
fjórða lagi spurði hann, hvort
rikisstjórnin myndi fara þess á
leit viö Færeyinga, að þeir að-
stoðuöu ekki brezk skip, sem leit-
uðu hafnar i Færeyjum vegna bil-
ana. Og i fimmta lagi spurði Lúð-
vik, hvort rikisstjórnin hefði
ihugað að beita pólitiskum
þrýstingi hjá NATO og kalla
sendiherra okkar þar heim og. I
framhaldi af þvi loka varnarstöð-
inni i Keflavik, ef Bretar létu ekki
af ofbeldi sinu. Þá vakti Lúðvik
athygli á þvi, að brezk skip á Is-
landsmiðum fengju viðgerðar-
þjónustu I Færeyjum. Taldi hann
að rikisstjórnin ætti að taka það
mál upp við Færeyinga.
Loks gerði Lúðvik að umtals-
efni opnun friðaðs svæðis út af
Suðausturlandi, þar sem þýzkir
togarar væru nú að veiðum.
Hættuleg þróun
Benedikt Gröndal (A) sagði, aö
átökin á miðunum færu harön-
andi. Samt heyrðist ekkert frá Is-
lenzku rikisstjórninni. Hann
ræddi um hafréttarfundinn I New
York, sem hann taldi, að hefði
byrjað illa fyrir okkur íslendinga,
þvi að litill skilningur virtist rikja
á málstað okkar. Þá nefndi hann
Efnahagsbandalagið og taldi það
hættulega þróun, að bandalagiö
sem slikt fjallaði sjálft um land-
helgismál einstakra rikja þess.
Benedikt lagði enn fremur
áherzlu á eflingu Landhelgisgæzl-
unnar.
Ekki samið meðan
brezk herskip eru innan
200 milnanna
Geir Hallgrimsson forsætisráð-
herra skýrði frá þvi með hvaða
hætti rikisstjórnin hefði mótmælt
siðustu atburðum á miðunum,
sem hann taldi alvarlega. For-
sætisráðherra sagði, að siendur-
teknar umræður um landhelgis-
málið utan dagskrár þjónuðu litl-
um tilgangi öðrum en þeim að
koma þeirri skoðun inn hjá and-
stæðingum okkar, að við værum
að þreytast i baráttunni.
Geir Hallgrimsson sagði, að
samningar viö Breta kæmu ekki
til greina meðan þeir héldu her-
skipum sinum innan fiskveiðilög-
sögunnar. Ef þeir hins vegar
drægju herskip sin út fyrir mörk-
in, yrði að meta hvað gera skyldi.
Krafa íslendinga væri sú, að þeir
færu með herskip sin úr fyrir fisk-
veiðilögsöguna.
Þá skýrði forsætisráðherra frá
þvi, að rikisstjórnin hefði tekiö
ákvöröun um að leigja tvo togara
af pólskri gerð. Á þessu stigi hefði
ekki verið tekin nein ákvörðun
um að bæta öðrum skipum viö, en
til athugunar væri að leigja hrað-
báta. Forsætisráðherra kvaðst
efast um, að Islendingar ynnu
sigur i landhelgisdeilunni á hern-
aðarsviði. „Við getum aldrei úti-
lokaö veiðar Breta, en við getum
takmarkað þær,” sagði hann, „og
ætti að miða tækjakost Land-
helgisgæzlunnar við það.”
Geir Hallgrimsson forsætisráð-
herra lagði áherzlu á það, að Is-
lendingar notfærðu sér Atlants-
hafsbandalagið sem vettvang til
aö koma skoðunum sinum á
framfæri eins og Norðurlanda-
ráð. Þá minnti hann á skuldbind-
ingar okkar við Atlantshafs-
bandalagið og sagði loks, að rikis-
stjórnin hefði ekki rætt viö Fær-
eyinga, Þeir hefðu áður gripið
sjálfir til aðgerða gagnvart Bret-
um, málstað okkar til stuðnings.
Hann teldi það mál Færeyinga
sjálfra að ákveða hvað þeir
gerðu.
Friðaða svæðið
Matthias Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra gerði grein fyrir
opnun friðaða svæðisins. Skýrði
hann frá þvi, að skipstjórar á
Austfjarðamiðum hefðu sent
erindi til ráðuneytisins um lokun
svæðisins á Berufjarðaráli og
Papagrunni. Hann hefði sent
þetta erindi áfram til Haf-
rannsóknastofnunarinnar, sem
hefði ekki haft tiltæk gögn um
ástand þessa svæðis, en heföi þó
mælt með lokun þess út frá al-
mennu ástandi fiskstofnanna.
Sjávarútvegsráðherra sagöi, að
þrátt fyrir að venjan væri sú að
ákveða ekki friðunarsvæði, nema
að undangenginni visinda-
rannsókn, hefði hann tekið
ákvörðun um lokun svæðisins.
Hafrannsóknastofnunin heföi
siðan rannsakað þetta svæði
betur, og þá hefði komið I ljós, aö
sáralitill fiskur væri á svæöinu,
mest ufsi, en litið um þorsk. Þess
vegna hefði ekki verið ástæða til
að loka þessu svæði, og hefði það
verið þrengt.
Matthias Bjarnason ræddi
nokkuð um viðgerðarþjónustu
Færeyinga við brezk skip. Taldi
hann óeðlilegt, að við værum að
blanda okkur i innanrikismál
þeirra, þó að hann teldi óeðlilegt,
að Færeyingar veittu þessa þjón-
ustu. Þá sagðist sjávarútvegsráð-
herra verið ósammáia Lúðvik
Jósepssyni um það, að báðir tog-
ararnir færu til Landhelgisgæzl-
unnar. Hafrannsóknastofnunin
þyrfti á sliku skipi að halda, t.d.
til karfaleitar.
Einnig tóku þátt i umræðunum
Karvel Pálmason (SFV), Ragnar
Arnalds (Ab) og Lúðvik Jóseps-
son aftur.
Páll Pétursson
Fæst
leið-
rétting?
Páll Pétursson (F) hefur lagt
fram svohljóðandi fyrirspurn til
félagsmálaráðherra um skyldu-
sparnað:
Hvað hyggst ríkisstjórnin gera
til þess að leiðrétta visitölu- og
vaxtareikning á inneign skyldu-
sparnaðarinnleggjenda hjá
Byggingarsjóði ríkisins og hve-
nær má vænta þess að leiðrétt-
ingin verði gerð?
nHHm
—
■