Tíminn - 31.03.1976, Blaðsíða 12
12
TÍMINN
Miðvikudagur 31. marz 1976.
LEIT MÍN AD PATTY HEARST
FIAAAATI
HLUTI
Að hausti ársins 1971 hóf ég aft-
ur kennslu við Crystal-skólann og
Patty innritaðist i Menlo-háskól-
ann. Svo átti að heita að hún væri
i herbergi með stúlku að nafni
Nazi Rohani. Foreldrar hennar
voru yfirstéttarfólk i Iran. Nazi
hafði sérkennilega andúð á flest-
um Amerikumönnum, eins og
flest fólk frá Mið-Austurlöndum.
Þó féll henni vel við Patty og virti
einkalif hennar. Patty eyddi nær
öllu skólaárinu með mér i húsinu,
sem ég hafði á leigu. Nazi fékk
heimavistarherbergið til eigin
umráða. Þetta fyrirkomulag
reyndist i alla staði vel.
Sú hálfa ekra, sem fylgdi leigu-
húsnæöi minu i Menlo Park, var
algróin runnum, illgresi og blóm-
gróðri, auk sjö eikartrjáa. Hverf-
ið varenn ekki að fullu mótað og i
vexti. Þarna mátti sjá hlýleg
gömul hús innan um nýbygging-
ar. Og framan viðhúsin mátti sjá
yfirgefin bilhræ jafnt og nýjar
Cadiilac-bifreiðar. Ibúarnir voru
einnig góður þverskurður af
Ameriku. Þarna bjógamalt fólk á
eftirlaunum, hippar, svertingjar,
fólk af suður-ameriskum ættum,
mikill fjöldi barna, auk fjögurra
hunda, sem nágranni okkar, stór-
vaxinn maður og fyrrum sjóliði,
átti. Einnig bjó hópur Vitisengla
nokkru neðar i götunni. Þeir
stilltu mótorhjólunum sinum
stoltir framan við bleiklitað og
niðurnitt hús, sem þeir höfðu til
umráða.
Ég átti ekki peninga til að
kaupa vönduð húsgögn. Húsið
mitt, sem brátt varð „húsið okk-
ar”, skartaði þvi sundurleitum og
æði ósamstæðum innanstokks-
munum. Þar voru gamlir sófar
frá frændum og frænkum. Þá má
nefna teppi, sem mér tókst að
bjarga af skrifstofu föður mins og
gamla tágastóla, auk sundurleits
safns eldhúsmuna.
Upp á einn vegginn i stofunni
var ég búinn aö hengja risastórt
og fáránlegt plakat i neoklassisk-
um stil. Þar mátti greina kindur
og nautpening á beit. 1 baksýn
grillti i smalana. Þessari mynd
hnuplaði ég af háaloftinu i
Crystal-skólanum. En mestan
svip setti á stofuna skyrta ein ó-
dýr, sem móðir min gaf mér. Ég
haföi látið ramma inn skyrtuna i
sellófani, eins og hún kom, og
hengt hana yfir arinhillunni.
Þegar Patty var flutt til min,
kom þaö oft fyrir að vinir hennar
heimsóttu hana. Þeir komu yfir-
leitt þegar ég var við kennslu i
skólanum. Ég var enn ekki viss
um hverja stefnu samband okkar
kynni aö taka. En vinir og kunn-
ingjar Pattyar geröu sér þess
fulla grein að Patty ætlaði sér
annaö og meira en að halda hér
heimili til bráðabirgða.
— Patty reyndi mikið til aö
uppfylla allar þær skyldur, sem
sambúðin lagöi henni á herðar,
segir Kate. Við flettum blöðum og
reyndum að finna þær verzlanir,
sem buðu hagstæðustkjör. Einnig
töluðum við um kökuuppskriftir á
meðan Patty þvoði diskana.
Stundum spurði hún mig hvað
fjölskyldan heföi borðað kvöldið
áöur. Svo spurði hún mig hvernig
sá matur væri eldaður og fram-
reiddur. Henni féll ekki við hús-
skreytingar Steves. Einkum og
sér i lagi var henni illa við inn-
rammaða skyrtuna. Hún gaf
FJOL-
SKYLDAN
— eftir Steven Weed, fyrrverandi unnusta Patty Hearst
Radolph llearst og Catherine á heimili sinu i San Fransisco.
fyllilega i skyn að skyrtan myndi
hverfa i náinni framtið. Hún beið
réttrar stundar. Hún vildi full-
vissa sig um að sambandið við
Steve væri annað og meira en
dægurfluga. Hún gaf aldrei neina
ástæðu til að sh’ta þessu sam-
bandi. Einusinni ræddum við um
hjónabönd. Ég spurði hana hvers
vegna hún væri svo viss um að
Sveve myndi kvænast henni.
Patty svaraði þvi til, að hún hefði
á tilfinningunni, að hann myndi
gera það.
— 1 rauninni elskar hann mig,
sagði hún. Hún sagði það þýðum
róm. — Ég elska hann lika.
— Svo sagðist hún fá peninga
til umráða, þegar hún yrði 21 árs.
Með þessu gaf hún i skyn að pen-
ingarnir myndu gera hana enn
girnilegri i augum Steves.
Cris Johnson minnist svipaðra
samræðna um eldamennsku, ást
og kynlif. Hann segir meðal ann-
ars:
— Hún var heiðarleg og fór
aldrei i kringum hlutina. Patty
var þeirrar skoðunar, að væri
maður greindur, bólfimur, og auk
þess sæmilega vel að sér i elda-
mennsku, myndi allt stefna til
hins bezta.
Vinir minir komu einnig cft i
heimsókn. Þótt Patty væri ekki
gömul, varð þeim fljótlega ljóst,
að hún var annað og meira en
snotur táningastúlka. Hún var
svo sannarlega ekki fordekraður
milljónaerfingi. Þau kvöld sem
vinir okkar heimsóttu hana byrj-
uðu með góðri máltið og nýbak-
aðri brauðkollu. Patty annaðist
sjálf eldamennskuna. Við nutum
þessara kvöldstunda. Þegar
kvöldverði var lokið, tók Stu 01-
son, maður Diönu, yfirleitt fram
gitarinn og við kyrjuðum með
honum hjartnæma þjóðlaga-
tónlistum gamla hunda, deyjandi
smáhesta og einmana kúreka.
Við vorum hamingjusöm þetta ár
i Menlo Park. Patty sóttist námið
vel og fékk ágætiseinkunnir i öll-
um námsgreinum. Hún tók að
leggja stund á ljósmyndun. Hún
hafði nú i fyrsta sinn gaman af
skólanáminu. Sjálfur undi ég lif-
inu bærilega í Crystal. Um helgar
sóttum við stundum sýningar San
Francisco ballettflokksins. Við
vorum oftast litin æði óhýru auga,
þegar við birtumst i óformlegum
klæðnaði i einkastúku frú Hearst.
Sjálf fór hún sjaldan á slikar sýn-
ingar. Við nutum hins vegar þess-
ara sýninga i rikum mæli, auk
hressingar á milli atriða.
Þennan vetur notuðum við jóla-
friið til leynilegs stefnumóts i
sumarbústað Hearsthjónanna á
Hawaii. Þessi bústaður var afar
sjaldan notaður. Við leigðum
okkur vélhjól og þeystum á þvi
fram og aftur um eyna. Þetta
voru dýrðardagar, Patty var rik
stúlka. Við notuðum okkur
skammlaustýmsa kosti þess. Við
nutum með öðrum orðum lifsins
i rikum mæli.
Þetta ár i Menlo Park var auð-
vitað einnig timabil nánari
kynna. Viö tókum smám saman
að laga siði okkar og liferni hvort
aö öðru. Patty tók aö sér hlutverk
eiginkonu, og stundum móður-
hlutverkið. Án þess aö vita þaö né
viðurkenna, varð ég smám sam-
an eiginmaðurinn. Eöa eins og
Patty orðaði það: ,,geöillur skarf-
ur, eins og pabbi”. En að sjálf-
sögðu striddi ég henni á móti.
Einu sinni sem oftar kom ég
heim frá kennslu. Þá sat hún meö
krosslagða fætur á sófanum og
horfði á sjónvarpsbarnatimann
Sesame Street. Einnig var hún
með litabók fyrir framan sig og
vaxliti. Ég þóttist agndofa og
nöldraði og skammaðist eins og
foreldra er háttur. Samt sem áður
verð ég að játa, að ef ég missti af
kynningu á myndaflokknum Star
Trek, sem er sjónvarpsmynda-
flokkur byggður á visindaskáld-
sögu, þá var ég gersamlega óþol-
andi það sem eftir var kvölds.
Patty hafði mikla ánægju af þvi
Patty Hearst meö einum af prófessorum Mcnlo-háskólans 1972.