Tíminn - 31.03.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.03.1976, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 31. marz 1976. TÍMINN 13 að 'minna mig á þetta. Jafnvel aldursmunur okkar var tilefni flimtinga okkar i milli. Svona nú sæta sextán ára snót, sagði ég stundum. Farðu i reið- stigvélin og Crystalbúninginn fyrir mig. — Svei þér, gamli klámkarl, svaraði hún að bragði. Ég minnist þess að Nate leit einusinni á Patty og sagði svo við mig: — Hún er að heilla þig, Steve... Og þetta var bæði satt og rétt. Við fyrstu kynni okkar sýndi Patty ákveðni og viljaþrek. Á grundvelli þessara eiginleika breytti Patty húsinu i Menlo Park i heimili. Hún tók á sig þá ábyrgð, sem fylgir umsjón með heimilis- útgjöldum. Það heföi mátt halda að ég v æri ófær um a ð s já um m ig sjálfur. Allt gerðist þetta smám sáman. Það var raunar ekki fyrr en a 11- mörgum mánuðum eftir að hún flutti til min aö mér varð ljóst, að ákveðnar grundvallarbreytingar voru orðnar á liferni minu. Ég minnist sérstaklega eins kvölds. Þetta var undir lok annarrar námsannar. Ég sat á sófanum og leit upp af tilviljun og horfði á hana. Patty sat andspænis mér og las i skólabók. Húð hennar var sólbrún og hraustleg. Ljóst hárið lék frjálst um axlir hennar. Ösjálfrátt hugleiddi ég hvað hún hafði fallegar axlir. Þar fyrir utan hugsaði ég um hversu dá- samleg stúlka hún væri, og siðast en ekki sizthugsaði ég um hversu heppinn ég var að hafa hana hjá mér. Patty fann að ég var að horfa á hana. Hún leit upp og horfði brosandi á mig, eins og hún læsi hugsanir minar. Skömmu siðar tókum við að ráðgera bú- ferlaflutning okkar til Berkley. Patty valdi hentugan tima til að segja foreldrum sinum frá þessu. Hún ákvað að segja móður sinni tiðindin, þegar hjónin komu til Menlo Park til að vera viðstödd hátiðarathöfn, þar sem heiðra átti Patty fyrir að skara fram úr i sinum bekk. En minnstu munaði að allt færi út um þúfur, þegar siðameistarinn fór að segja lit- lausa brandara og heldur óviðeig- andi i viðurvist frú Hearst og ann- arra foreldra. Af þessum sökum ■ frestaði Patty þvi aö segja móður sinni tiöindin, þar til þær voru búnar að koma sér þægilega fyrir á vinalegu gistíhúsi. Frú Hearst bjóst við kyrrlátri máltið með dóttur sinni. En hún skefldist áætlanir dóttur sinnar. — Ég bjóst við að þú ættir eftir að segja mér eitthvað þessu likt, sagði hún þreytulega. Næsta dag kom herra Herarst frá New York. Patty sagði mér frá viöbrögðum hans: — Hvað gerðum viö rangt? spurði hann. Þá varaöi hann dótt- ur sina við þvi að fá á sig léttúðar- stimpil. Ensmám saman stilltist hann: — Nú jæja. Þaö er bezt að við hittum þennan náunga. Það hafa komið upp meiri vandamál en þetta. Við hljótum að geta leyst þetta. Sjálfur var ég alls ekki viss um hvemig ég átti að snúa mér. Frá þviPatty sagðimóður sinni allt af létta og þangað til ég átti að hitta Hearsthjónin þetta kvöld hafði sá atburður orðið, að Vicky fékk ein- kunnabók sina frá Crystal- skólanum. Hún fékk vitnisburð- inn F i algebru, og ég vottaöi það i einkunnabókinni. Ég sendi Hearsthjónunum reglulega yfirlit yfir framfarir, eða öllu heldur árangur, Vicky. Þar benti ég á að i&iv;.:. Patty á skólaárum sinum hún tæki alls engum framförum. Fyrr á námsönninni hafði ég jafn- vel hringt i herra Hearst og rætt við hann um þetta. Hann var kurteis, en afstaða hans var sú sama og flestra for- eldra þeirra nemenda, sem stunduðu nám við Crystal-skól- ann. Ef dóttur hans gekk námið illa, var það fyrst og fremst sök kennarans. Ég skýrði fyrir hon- um að Vicky væri með eindæmum þrjózk, og neitaði hreinlega að leggja nokkuð á sig við námið. Þá sljákkaði aðeins i honum og hann minntistá lélegar einkunnir sinar á skyldunámsstiginu. En frú Hearst var alls ekki svona Patty og Steven Weed þegar þau voru ung og ástfangin. skilningsrik. Daginn áður en átti að kynna mig fyrir fjölskyldunni, trúði Patty mér fy rir þvi, að móð- ir hennar væri öskureið út i mig fyrir að fella Vicky. Ég var þess vegna allt annað en rór i skapi. Ég kom á heimili Hearst-hjón- anna stundvislega klukkan sjö. Emmy visaði mér inn i stofu. Hearst-hjónin risu úr sætum og buðu mig velkominn. Báðuin var álíka órótt innanbrjósts og mér. Þegar Patty heyrði mig koma, flýtti hún sér niður. Hún kynnti mig fyrir foreldrum sinum. Ég þrýsti hönd herra Hearst viðeig- andi fást. Eftir að hafa spjallað saman ofurlitla stund, fórum við inn i borðstofuna að snæða kvöld- verð. Máltiðin var frábær og samræðurnar hlýlegar og vin- gjarnlegar. Frú Hearst varð þó þykkjuleg i andliti, þegar Patty neitaði að fara út með mig og sýna mig. Henni fannst það heimskulegt. — Það er ekki heimskulegt, góða, sagði móðir hennar blið- lega. Það er gömul og góð hefð. XXX Að kvöldverði loknum gekk ég um garðana með frú Hearst við siðustu ljósskimu kvöldsins. Við ræddum um ýmis afbrigði rósa. Auðvitað vissi ég ekkert um þau mál. Siðan tók Patty i hönd mér og fór með mig i kynnisferð um öll 20 herbergi hússins. Ég hika við að nota orðið höfðingjasetur. Þá koma mönnum i hug háreistar súlur, útskornar herbergis- skreytingar og steinrunnir þjón- ar. I þessum skilningi var heimili Hearst-hjónanna ekki setur, held- ur öllu fremur risastórt þriggja hæða hús. A fyrstu hæð voru tvær risastórar stofur, bókasafn, tón- listarherbergi, borðstofa og eld- hús. A næstu hæð voru svefnher- bergi fjölskyldunnar, og á þriðju hæð voru vistarverur þjónanna. ÞegarPatty varbúinaðsýna mér herbergjaskipan, vorum við stödd i tónlistarherberginu. Veggirnir voru skrýddir afar- fornu byssusafni. Ég var einmitt að dásama þær, þegar herra Hearst kom inn. — Hefur þú áhuga á iþróttum. Steve, spurði hann. Ég sagði nonum frá iþróttaferli minum i skólanum, og sagðist auk þess hafa gaman af tennis. Honum virtist skemmt, en um leið varð hann ofurlitið vand- ræðalegur. — Hmm.. ég átti nú við anda- veiðar, siglingar eða eitthvað i þeim dúr, sagði hann svo. Við brostum báðir vandræðalega, og hann bauð mér glas af áfengi. Þetta var fyrsti misskilningur okkar. þótt i smáu væri. 1 heild var þetta skemmtilegt kvöld. Mér þóttu foreldrar Patty- ar bæði þægilegir, hlýir i viðmóti og sérlega skilningsrikir hvað snerti þá áætlun dóttur þeirra að búa með mér i Berkley. Patty hafði raunar varað mig við hinu gagnstæða. Þegar timi var kom- inn til brottfarar, fylgdu þau mér til dyra og kvöddu. Ég þakkaði þeim fyrir kvöldverðinn og Patty fylgdi mér að bilnum minum. — Nú jæja? Hvað fannst þér? spurði hún. Ætli þú lifir þetta af? — Það var ekki sem verst. Ég held að foreldrar þinir séu fyrir- taks fólk. NÆST; FYKSTA YFIRLÝSING SLA SAMTAKANNA. SJÖTTA GREIN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.