Tíminn - 31.03.1976, Síða 15
Miðvikudagur 31. marz 1976.
TÍMINN
15
Fjölbreytt
menningaratriði
á Sæluviku
Skagfirðinga
G.ó.-Sauðárkróki — Sæluvika
Skagfirðinga hófst á Sauðárkróki
sl. sunnudag, með guðsþjónustu i
Sauðárkrókskirkju. Kl. 16,00 á
sunnudag var opnuð málverka-
sýning i safnahúsinu. Benedikt
Gunnarsson listmálari sýnir þar
24 myndir. Þar af eru 6 mynd-
anna úr Skagafirði.
Dagskrá sæluvikunnar er mjög
fjölbreytt að þessu sinni. Auk
efnis, sem áður hefur verið getið,
flytja Andrés Björnsson útvarps-
stjóri, og Hörður Agústsson list-
fræðingur fyrirlestra i Safna-
húsinu á Sauðárkróki. Andrés
flytur sinn fyrirlestur á þriðju-
dagskvöld, en Hörður á föstu-
dagskvöld.
A fimmtudag kl. 21.00 verða
tónleikar i safnahúsinu þar sem
Ruth Little Magnússon syngur.
Einnig koma þar fram Jósef
Magnússon flautuleikari og
Agnes Löve pianóleikari.
Arnarflug heitir
nýja flugfélagið
— gengið hefur verið frá kaupum á
flugvélum fyrir 120 millj. kr.
Mó-Reykjavik — Þaö bárust um
500 uppástungur aö nýju nafni
fyrir Flugfélagið Viking, og hefur
nú verið ákveðið að velja nafnið
(EAGLEAIR) Hlutafjársöfnun i
félagið hefur gengið mjög vel og
TÆKNISKÓLINN
AAÓTMÆUR
„Almennur nemendafundur
Tækniskóla Islands mótmælir
harðlega þeim seinagangi og
fljótfærnisvinnubrögðum sem
Menntamálaráðherra hefur við-
haft við afgreiðslu námslána og
frumvarps að lögum fyrir LÍN.
Sérstaklega mótmælir fundur-
inn tviræðu orðalagi frumvarps-
ins og að ekki skuli kveðið á um
fulla námsaðstoð svo og þvi end-
urgr. fyrirkomulagi sem þar er
gert ráð fyrir.
Fundurinn skorar á Mennta-
málaráðherra að gera tillögur
kjarabaráttunefndar náms-
manna um námslán að sinum, en
gera nám ekki að sérréttindum
hinna efnameiri.”
eruhlutafjárloforðnú orðin um 80
milljónir króna frá 550 aðilum.
Ákveðið er að hefja móttöku á
hlutafénu n.k. fimmtudag 1.
april., i bráðabirgðahúsnæði fé-
lagsins i Pósthússtræti, en skrif-
stofuhúsnæði hefur félagið tekið á
leigu i Sfðumúla 24. Þangað verð-
ur flutt svo fljótt sem kostur er.
Stjórn félagsins hefur nú undir-
ritað samning við Oliufélagið h.f.
og Samvinnubankann um kaup á
flugvélum þeim, sem Air Viking
áður átti, ásamt öllu fylgifé og
varahlutalager, fyrir sama verð
og þessir aðilar keyptu af þrota-
búinu, eða 120 milljónir króna.
20% af kaupverðinu verða greidd
á næstu mánuðum, en fyrir eftir-
stöðvunum hefur fengizt hag-
kvæmt lán I islenzkum krónum.
Samið hefur verið við Air
Lingus um ársskoðun á einni þotu
félagsins, og ákveðið hefur verið
að rifa þá elztu i varahluti. Munu
tveir af hreyflum hennar senni-
lega verða seldir, en tveir hafðir
sem varahreyflar fyrir þoturnar.
Þá hefur Magnús Gunnarsson
viðskiptafræðingur verið ráðinn
framkvæmdastjóri fyrir félagið.
ungmenm
sýna grafík
RAS 76 nefnist sýning á graflsk-
um myndum eftir þrjú ung-
menni, en sýningin er haidin i
vinnustofu Guðmundar Árna-
sonar að Bergstaðastræti 15.
Þau sem þarna sýna eru
Reinhild Patzelt, Asgeir
Einarsson og Skúli Olafsson.
Þau eru öll nemendur i Mynd-
listar- og handiðaskólanum og
ljúka prófum núna i vor. Þau
eru öll rúmlega tvitug að aldri.
Reinhild er þýzk, en stundar sitt
listnám hér.
Forsaga þessarar sýningar er
um margt dálitið óvenjuleg. Á
sinum tima, aðallega fyrir for-
göngu Braga Asgeirssonar, list-
málara og kennara við mynd-
listarskólann var ráðizt i að fá
kunnan þýzkan grafiker, Rudolf
Weissauer til þess að halda
námskeið i grafik við skólann.
Kom Wiessauer, sem Islend-
ingum er að góðu kunnur hingað
til lands á seinasta hausti og
dvaldist hér á landi til jóla.
Kenndi hann i rúman mánuð við
Myndlistarskólann og þau þrjú
sem þarna sýna eru meðal
þeirra nemenda er hann kenndi.
Auk þess hafa þau stundað nám
i grafik hjá öðrum kennurum
skólans, svo sem venja er til.
Myndlistarskólinn á mjög full-
komin tæki, þar á meðal vand-
aða pressu (prentvél) og eru
myndirnar þrykktar i skólan-
um.
A sýningu þeirra þriggja,
RAS 76 eru um 27 verk. Ein-
þrykk og fjölþrykk, aquatintur,
mjög vel gerðar, sumar hverj-
ar, einkum með tilliti til þess
reynsluleysis sem óhjákvæmi-
lega er bakvið byrjendaverk.
Tæknihlið málsins er vel borgið
og maður kennir meistara
þeirra og leiðbeinanda bakviö
sumt, annað er persónulegra.
Það sem einkum virðist áfátt
er sú milda mýkt sem er svo ó-
missandi i grafik, ásamt smá-
munasamri vandvirkni. Að öðru
leyti eru þetta skemmtilegar
myndir lyriskar og bera meö
sér góðan þokka. Ekki verður
gert hér upp á milli þeirra
þriggja, ekki að sinni,. þvi svo
jöfn eru þau á leið sinni sem
stendur.
Rudolf Weissauer kennari
þeirra sagði einu sinni við þann
er þetta ritar, að finir grafiker-
ar væru sjaldgæfir. A að gizka
40.000 manns stunda þessa list-
grein i Þýzkalandi einu, innan
við hundrað eru verulega góðir.
Hér á landi virðist langt i land
að grafikin verði almennings-
eign, eins og önnur myndlist.
Myndirnar eru þrykktar af i
takmörkuðum upplögum
50—200 er algengt meðal stærri
þjóða. Þetta er útbreidd mynd-
listytra, en almenningur kaupir
þó ekki myndlist að marki,
nema á Norðurlöndum, heldur
velmenntað.efnað fólk. Grafikin
er þvi ekki einasta myndlist,
heldur er henni lika safnað eins
og frimerkjum. Grafik getur
orðið mjög verðmæt, t.d. sagði
austurriskur diplomat mér það
að góðir Austurrikismenn,
grafikerar væru komnir i mjög
hátt verð 80—100.000 krónur is-
lenzkar, en myndirnar seldu
þeir fyrir örfá þúsund þegar þær
voru gerðar.
Það sem einkum gæti gert
grafikina áhugaverða á tslandi
væri ef með þvi móti tækist að
útrýma eftirprentunum, alls
konar rusli sem hér hefur verið
selt i ósmáum skömmtum, grát-
andi drengjum, dádýrum i
Alpalandslagi og fl. og fl.
Grafikin er það millistig, sem
allir eiga að geta keypt, þvi
venjuleg aquatinta kostar að-
eins 2—7 þúsund krónur, og oft
er aðeins þrykkt af i 12 eintök-
um, en siðan en platan (mynd-
mótið) eyðilagt.
Nokkur skriður virðist nú
vera að komast á þetta mál.
Grafikerar hafa með sér félag
og hafa gengizt fyrir sýningum
á grafik. Grafikmyndir eru lán-
aðar út i Norræna húsinu, likt og
bækur, við vægu gjaldi og nú
seinast kemur þetta átak frá
Myndlistarskólanum, þar sem
fenginn var fær kennari til þess
að halda námskeið og ungmenn-
in þrjú eru bezt til vitnis um
þann árangur sem náðst hefur.
Guðmundur Arnason hefur
lengi haft góða og vandaða
grafik á boðstólum i vinnustofu
sinni og er hans hlutur að mál-
inu þvi ekki ómerkari en ann-
arra.
Jónas Guðmundsson.
::::::
RAF-
MÓTORAR
GÍR-
MÓTORAR
VEM
Útvegum allar stærðir mótora og
veitum tæknilega aðstoð
••••••
•••••*
••••••
♦♦••••
••••••
••••••
••••♦•
••••♦•
••••♦•
♦•••••
•♦••«•
••••••
••••••
«•••••
•♦♦♦•♦•♦♦•*♦♦♦•♦•♦•♦♦•♦••♦♦•♦♦•♦♦♦♦♦♦•*♦♦♦♦•♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦*•♦♦••♦♦♦♦•♦••••♦♦•♦♦♦•••••♦••♦•*•••••♦♦•••♦••♦♦♦•••♦♦•♦♦*♦♦••*•••••♦••♦•••••*♦♦••♦♦*•♦•♦♦♦títt
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦•♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦•♦♦♦♦*♦•*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦•♦♦•♦♦♦♦•*♦♦♦*•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦•♦••♦•♦♦♦•
♦•♦•••••♦♦♦♦•••♦•♦••♦••••♦•••♦•••••♦•♦•♦♦♦♦•♦•♦•♦•«♦V***************«**4*******«*****•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦•♦♦•♦♦•♦•♦♦♦♦•♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦••♦♦♦•♦♦
♦♦♦♦•••♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦f♦*♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦{♦♦♦♦♦♦♦♦{♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦'♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦•♦•♦f ♦♦••♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•*****•♦f♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦••
♦ ♦♦
Eigum að jafnaði
fyrirliggjandi;
GÍRMÓTORA
1/3—15 hestöfl/ 220/380 volt, 3ja fasa/
ýmissa snúningshraða.
Vanalega vatnsþétta
RAFMÓTORA
1/3—3 hestöfl, 220 volt, eins fasa, 1450
snúningar/min.
1/3—15 hestöfl, 220/380 volt, 3ja fasa,
1500 snúningar/mín.
FÁLKIN N
VÉLADEILD
Suðurlandsbraut 8 - Sími 8-46-70
♦♦♦♦•♦
♦♦♦♦♦•
♦♦♦♦♦♦
♦•♦♦♦♦
♦♦♦♦♦•
♦♦♦♦♦♦
•♦♦♦♦•
♦♦♦♦♦•
•♦••♦♦
♦•♦♦♦♦
♦♦♦♦♦♦
•♦♦♦♦•
♦♦♦♦•♦
♦♦•♦♦♦
♦♦♦♦♦♦
♦♦♦♦♦♦
♦♦♦♦♦•
♦•••♦♦
♦♦••♦♦
♦♦•♦♦♦
♦♦♦♦♦•
•♦♦♦♦♦
♦♦♦♦♦•
♦♦♦♦♦♦
♦♦♦♦♦•
♦♦♦♦♦♦
•♦♦♦•♦
♦♦♦♦♦•
♦♦♦♦♦♦
♦♦♦♦♦♦
♦♦♦♦♦♦
♦•♦♦•♦
♦♦♦•♦♦
••♦♦♦♦
::::::
♦♦♦♦♦•
♦♦♦♦♦•
•♦♦♦♦♦
♦•♦•♦•
♦♦♦♦♦•
•♦••••
♦♦♦♦♦•
♦♦♦•♦♦
•♦♦♦♦•
♦♦♦••♦
♦♦•♦♦♦
♦♦♦♦•♦
♦♦♦•♦•
♦♦•♦•♦
♦•♦•♦•
♦♦♦♦♦•
•♦♦♦♦♦
♦♦♦♦♦•
♦♦•♦♦♦
♦♦♦♦**
••♦•♦♦
♦♦•♦•♦
• ♦•'♦•♦
••♦♦♦•
•♦♦♦♦♦
•♦♦•♦•
♦♦••••
>♦♦♦♦•♦♦♦♦•♦♦♦♦••♦♦♦♦♦••♦•••♦•••♦•♦♦♦♦•♦•♦♦
••♦♦••♦••♦♦♦♦♦♦♦♦••♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦••♦♦♦♦♦♦♦♦
•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦'
............* ' ♦♦♦■
♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦•♦•♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦ ♦♦♦♦
*♦•♦♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦4
♦ ♦♦♦♦
♦ •♦♦♦
♦ ♦♦♦♦
•«♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•«♦•♦♦♦♦•♦♦
♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦*«♦♦♦♦♦♦♦•♦♦«♦♦♦♦
:♦♦♦♦♦♦♦♦«••♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦•♦•♦♦♦**
•♦♦•♦•♦♦♦♦♦♦♦•♦•♦♦•♦♦♦♦^♦•♦♦♦•*