Tíminn - 31.03.1976, Síða 16
16
TÍMINN
Miðvikudagur 31. marz 1976.
r
A FLOTTA FRA ASTINNI
Eftir Rona Randall 1
styrkti hana rétteins og drykkurinn haföi gert áöan. Hún
heyrði rödd sina segja eitthvað ógreinilegt og Venetiu
hlæja stríðnislega: — Kvenkyns læknir! En gaman!
Þessi litli heili, sem ég hef, er i fótunum á mér, ekki satt
elskan? Hún sneri sér brosandi að Brent.
Þessi athugasemd varð til þess að Myru fannst hún
vera eitthvað hundleiðinlegt og grátt af ryki, gjörsneytt
öllum kvenlegum þokka. Skyldi Venetia líta þannig á
hana? Hún renndi augunum yfir til Brents. Sér til undr-
unar fann hún, að hún var ekki óstyrk, en hvort það var
að þakka drykknum eða snertingu AAarks, vissi hún ekki.
Hún brosti rólega og vingjarnlega til Brents og rétti
fram höndina:
— En gaman að hitta þig hér, Brent..óvænt ánægja!
— Þekkist þið? spurði Estelle undrandi.
— Já, við hittumst einhverntíma fyrir löngu, svaraði
AAyra létt. — Ég man ekki hvar, manst þú það, Brent?
— Ég kom til pabba þins, þegar ég meiddi mig. Ég
skar mig í hendina.... manstu það núna? spurði hann
þurrlega.
— Auðvitað, sagði hún, eins og hún hefði skyndilega
dottið ofan á það. Hún tók eftir að hann horfði á hana
með undrun og efa í svipnum. En Estelle hélt áfram að
kynna: — Justin Brooks, sagði hún. — Ég held, að þér
haf ið hitt föður hans við móttökuna í sendiráðinu, ungf rú
Harlow.
— Já, auðvitað. En gaman að kynnast yður.
Augu Venetiu athuguðu unga manninn gaumgæf ilega.
Augnaráð hans var f ullt aðdáunar — gott merki, hugsaði
húnánægð. Venetia vildi að karlmenn, einkum þeir ungu
og efnuðu — sýndu aðdáun sína. Þá kom hún auga á
AAark —dálítið að baki hinum, hlédrægan eins og alltaf.
Það var eins og andlit hennar kyrrðist, öll athygli henn-
ar beindist að honum. Hann vakti þegar áhuga henn-
ar...það var eitthvað virðulegt og ögrandi við hann...
— Frændi minn, AAark Lowell, kynnti Lafði Lowell.
Hún leit á þau til skiptis og hugsaði um hvað þau væru
fallegt par. Svo stakk hún handleggnum undir handlegg
Justins og dró hann með sér burt.
Brent og AAyra stóðu svolítið afsíðis. — Jæja, AAyra,
sagði hann svolítið óöruggur. — Ég verð að segja, að
þetta kom mér sannarlega á óvart.
Hún brosti. — Já, það má segja. Ekki datt mér í hug að
þú kæmir, þegar Lagði Lowell bauð mér hingað. Ég hefði
mátt búast við að sjá Venetiu hérna. Justin sagði mér, að
Estelle gætti þess að hafa alltaf einhvern merkisgest í
veizlum sínum.
Hún var alveg róleg núna, hugsaði AAyra og varð undr-
andi á því. Hún leit á AAark og sá að hann var niðursokk-
inn í samræður við Venetiu. Hún varð fyrirvonbriaðum
— eins og samsærismaður hennar hefði svikið hana.
Vonbrigðin voru svo mikil, að þau deyfðu alveg áfallið
við að hitta Brent.
— Hvað rekur þig hingað, AAyra? Hvað ertu að gera i
París?
Hún neyddi sig til að líta á Brent aftur. Það var
gremjusvipur á fríðu andliti hans. Sér til undrunar hló
hún. — Vertu ekki smeykur, Brent, ég var ekki að elta
þig hingað. Ég hafði satt að segja ekki hugmynd um, að
þú værir í Paris. Ég kom hingað fyrir nokkrum vikum,
sem aðstoðarlæknir við St. Georges sjúkrahús. Ég var
sem sagt hingað komin á undan þér!
Var stríðnisglampi í augum hennar? Hann var ekki
viss um það, hann var ekki viss um neitt. Gat það verið
einskær tilviljun, að þau hittust hérna? En hvernig hafði
henni þá tekizt að koma því svo fyrir?
Hann fór að hugsa um seinasta f und þeirra. Hún hafði
tekið óskaplega nærri sér, að hann sagði henni upp— já
það hafði verið verra, en hann hafði búizt við. Auðvitað,
veslings stúlkan hafði verið svo óskapkega ástfangin af
honum......allt frá því þau sáust fyrst. Hann hafði séð
það í augum hennar um leið og hún opnaði dyrnar fyrir
honum. Hann mundi það svo vel. Það hafði verið orðið
framorðið ....búið að loka læknisstofunni. Hann hafði
ekki átt von á að falleg, ung stúlka tæki á móti honum.
— Ég var að mála, hafði hann útskýrt. — Ég var búinn
að brýna palettuhnífinn til að ydda blýantana með hon-
um....það er alltaf svo mikið drasl í vinnustof unni, að ég
fann ekkert annað....jæja, ég skar mig á honum og hér
er ég kominn....ég vona, að faðir yðar sé ekki sofnaður.
Hún hafði brosað feimnislega. — Við lokum aldrei
hérna, sagði hún og hún hafði ekki ónáðað föður sinn,
heldur hreinsað sárið sjálf og bundið um það.
— Komdu aftur eftir tvo daga, ég vil að pabbi líti á
þetta, en það er áreiðanlega allt ílagi með það.
Þannig hafði það sem sagt byrjað. Það var eitthvað við
hana — eitthvað leyndardómsfullt, sem hafði heillað
hann. Hann hafði ákveðið að fá hana til að segja sér allt
og það hafði glatt hann, að finna hlýtt hjarta undir skel-
inni, sem hún brynjaði sig með. Hann hafði raunveru-
rÞessi naungi var ekki að grinast,
^ hvað gátum við annað gert?
WÞ ------ -----------------r*&7\
Rétt, um leið og þið sögðuð já^
fyrst, var orðið of seint að snúa
við. Þeir hefðu hent ykkur út )//
úr flugvélinni hvort sem var
<íyj.
fFramhald á morgun „T”.
Flokkur Nomads
ræðst á jarðnámustöðina
á norður-Mongo.
Miðvikudagur
31. marz
7.00 Morgunútvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagau: „Þcss
bera menn sár” eftir
Guðrúnu Lárusdóttur Olga
Sigurðardóttir les. (5)
15.00 Miðdegistónleikar:
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn.
17.10 útvarpssaga barnanna:
Spjall um Indiána Bryndis
Viglundsdóttir heldur
áfram frásögn sinni (12).
17.30 Framburðarkennsla i
dönsku og frönsku
17.50 Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 VinnumálÞáttur um lög
og rétt á vinnumarkaði.
20.00 Kvöldvakaa. Einsöngur
Hreinn Pálsson syngur
islensk lög. Franz Mixa
leikur á pianó. b. „Við skul-
um róa duggu úr duggu”
Eirikur Eiriksson frá
Dagverðargerði flytur frá-
söguþátt, fyrri hluta. c
Sagan endurtekur sig i
gamni og alvöru. Gunnar
Valdimarsson les kvæði eft-
ir Oddnýju Guðmundsdótt-
ur. d. Margt má böl bæta
Sigurður Guttormsson flyt-
ur frásögu e Kvæðalög
Þorbjörn Kristinsson
kveður úr rimum Sigurðar
Breiðfjörð og Arnar Arnars-
sonar, svo og lausavisur. f.
Eina viku i álfheimumTorfi
Þorsteinsson bóndi á Haga i
Hornafirði segir frá. g.
Kórsöngur Kammerkórinn
syngur. Rut L. Magnússon
stjórnar.
21.30 Útvarpssagan: „Siðasta
freistingin” eftir Nikos
Kazantzakis
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Lestur
Passiusálma (37)
22.25 Kvöldsagan: „Sá svarti
senuþjófur”:
22.45 Djassþáttur Jóns Múla
Árnasonar.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
31. mars
18.00 Björninn Jógi. Banda-
risk teiknimyndasyrpa.
Þýðandi Jón Skaptason.
18.25 Robinson-fjölskyldan:
Breskur myndaflokkur
byggður á sögu eftir Johann
Wyss. 8. þáttur. Hafvilla.
Þýðandi Jóhanna Jóhanns-
dóttir.
18.45 Ante. Norskur mynda-
flokkur I sex þáttum um
sama-drenginn Ante. 3.
þáttur. í hriðinni. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
Hlé.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Vaka. Dagskrá um bók-
menntir og listir á liðandi
stund. Umsjónarmaður
Magdalena Schram. Stjórn
upptöku Andrés Indriðason.
21.20 Bilaleigan. Þýskur
myndaflokkur. Þýðandi
Briet Héðinsdóttir.
21.45 Navahó indiánar. Bresk
heimildamynd um indiána i
Arizona-fylki i Bandarikj-
unum. Þeir eiga sér gamla
og gróna menningu, sem
eflir samheldni þeirra og
þjóðarvitund. En þessi
menning á Lvök að verjast i
þjóðfélagi nútimans, þar
sem hvitir menn sýna indi-
ánum sjaldnast skilning eða
virðingu. Þýðandi og þulur
Jón Skaptason.
22.30 Dagskrárlok.