Tíminn - 31.03.1976, Page 17
Miðvikudagur 31. marz 1976.
TÍMINN
17
ASÍ EINDREGIÐ
Á MÓTI FRUM-
VARPINU „UM AÐ
BJARGA MJÓLK
FRÁ EYÐILEGG
INGU" í VERK
FÖLLUM
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands
íslands hefur einróma samþykkt
að senda Alþingi eftirfarandi um-
sögn um frumvarp, er Jón Ar-
mann Héðinsson lagði fram ný-
lega:
„Með bréfi dags. 9. þ.m. er
beiðst umsagnar ASI um frv. til
laga um að bjarga mjólk frá eyði-
leggingu þskj. 399, 190 mál.
Miðstjórn ASÍ hefur athugað
frumvarpið og er einhuga um að
mótmæla þvi eindregið, Kemur
þar til m.a. að:
frumvarpið felur i sér afnám
verkfallsréttar allfjölmennrar
starfsstéttar, er viö mjólkur-
iðnað vinnur, eða gegnir störf-
um i beinu sambandi við hann,
þ.e. t.d. við flutninga og dreif-
ingu og sölu mjólkurafurða.
Frumvarpið er þvi i algerri
mótsögn og andstöðu við
ákvæði vinnulöggjafarinnar
um samningsréttarstöðu
verkalýðsfélaganna, sem nú
eru uppi um ráðagerðir um að
útvikka til fleiri aðila en áður
en ekki færri (sbr. samnings-
réttarmál opinberra starfs-
manna).
Miðstjórn ASÍ litur á samnings-
rétt og þar með verkfallsrétt,
verkafólks sem lýðræðisleg
mannréttindi og varar þvi mjög
sterklega við öllum tilraunum til
að rýra þau eða eyðileggja, en
frumvarp þetta myndi að hennar
dómi skapa háskalegt fordæmi i
þá átt.
1 sambandi við þetta mál þykir
miðstjórn ASl ástæða til að vekja
athygli á að framleiðslufyrirtæki
i mjólkuriðnaði hafa kosið sér
stöðu i kjarasamningsmálum við
hlið annarra atvinnurekenda i
samtökum þeirra, og hafa að
sjálfsögðu þar með einnig valið
sér að þola það óhagræði og
áhættu, sem þvi fylgir óhjá-
kvæmilega.
Miðstjórnin vill einnig taka
skýrt fram, að hún telur að
verkalýðsfélögin hafi ávallt i
sambandi við verkfallsfram-
kvæmdir gætt ýtrustu hófsemi
gagnvart m jólkuriðnaðinum,
m.a. með þvi að veita nauðsyn-
legar undanþágur til framleiðslu
mjólkur fyrir sjúklinga, börn og
gamalmenni, og nú i siðustu
verkfallsátökum einnig með þvi
að aflétta verkfalli algjörlega
nokkru áður en samningar tókust,
en sú undanþága varð til þess, að
aðeins mjög litið magn af mjólk
eyðilagðist vegna verkfallsins og
viða um sveitir alls ekkert.”
Erfiðleikar með
mjólkurflutninga
d Vestfjörðum
SJ-Reykjavik. Erfiðleikar eru á
mjólkurflutningum á Vest-
fjörðum vegna þess að djúpbátur-
inn Fagranes er bilaður, en hann
strandaði fyrir hálfum mánuði og
öxull brotnaði i honum.
Djúpbáturinn hefur sótt mjólk i
Isafjarðardjúp, og einnig mjólk
bænda i Dýrafirði, önundarfirði
og Súgandafirði, þegar ófært er á
landi til tsafjarðar.
Mjólk hefur verið flutt landveg
til ísafjarðarúrDjúpi, þaðan sem
næst er kaupstaðnum, og sjó-
menn á rækjubátum hafa reynzt
bændum i Æðey, Vigur og á Snæ-
fjallaströnd hjálplegir við
mjólkurflutninga.
Hafnsögubáturinn nýi á tsafirði
hefur nú fengizt léður til að sækja
mjólk i tsafjarðardjúp, og annast
áhöfn Djúpbátsins þær ferðir,
ásamt einum úr áhöfn hafnsögu-
bátsins.
Mjólk úr Dýrafirði, önundar-
firði og Súgandafirði hefur verið
flutt landveg, þegar fært hefur
verið, og með þeim skipaferðum,
sem fallið hafa til tsafjarðar.
Breiðdalsheiði er nú ófær á ný,
og eru bændur i þessum fjörðum i
vandræðum með ilát undir mjólk
og sumt af henni orðið það
gamalt, að þeir þurfa trúlega að
fara að hella niður mjólk, ef ekki
rætist úr með mjólkurflutning-
ana. Siðast var flutt mjólk frá
þessum fjörðum á föstudag.
Búizt er við að viögerð á Djúp-
bátnum Fagranesi taki a.m.k.
mánaðartima.
Egilsstaðir:
Héraðsvakan hafin
JK Egilsstööum — Það hefur ver-
ið árlegur viðburður nokkur
undanfarin ár, að Menningar-
samtök Héraðsbúa hafa gengizt
fyrir svonefndri Héraðsvöku á
Egilsstöðum. Héraðsvakan I ár er
fjölbreytt að vanda, cn hún hófst
s.l. laugardag og stendur til 25.
april. Sveitirnar eru allar með
sina kvöldvökuna hver, þá verður
málverkasýning, bókmennta-
kynning og fleira.
S.l. laugardag, 27. marz, hófst
Héraðsvakan með þvi að sextán
félagar úr Atthagasamtökum
Héraðsbúa i Reykjavik héldu
kvöldvöku á Egilsstöðum. Mikið
var um skemmtiatriði, og var
vakan bæði vel heppnuö og fjöl-
menn. Um næstu helgi verður
unglingavaka, en þaö eru skól-
arnir á Eiðum, Hallormsstað og
Egilsstöðum sem sjá um hana.
Um páskana verður opin mál-
verkasýning Steinþórs Eirlksson-
ar. Og helginaeftir páska, 24. - 25.
april, verður bókmenntakynning,
þar sem Iesið verður upp úr verk-
um Bjarna Benediktssonar frá
Hofteigi, leikinn verður einþátt-
ungur eftir hann, ,,Sá saitjándi”,
sem félagar úr Leikfélagi Fljóts-
dalshéraðs sýna, Adda Nára Sig-
fúsdóttir, ekkja skáldsins, flytur
ávarp, og Sigurður Blöndal á
Hallormsstaö flytur erindi. Sömu
helgi verður Hjaltastaðahreppur
með kvöldvöku.
Töflusamstæða, sem Samvirki hefur framlcitt fyrir Samband islenzkra samvinnufélaga. Hún mun
verða i Birgðastöð StS við Sundahöfn.
Mennirnir eru, talið frá vinstri: Lúðvik ögmundsson, Ásgeir Eyjólfsson, Jón B. Pálsson og Sigvaldi
Kristjánsson. Timamynd Róbert.
SAMVIRKI FLYTUR
í NÝTT HÚSNÆÐI
VS-Reykjavik. t ársbyrjun 1973
stofnuðu tuttugu og fimm raf-
virkjar framleiöslusamvinnufé-
lag og byggðu á lögum og skipu-
lagsskrá, sem Hannes Jónsson,
félagsfræðingur og ambassador,
gerði að beiðni þeirra. Þetta félag
rekur starfsemi sina undir nafn-
inu Samvirki, og hófst rekstur
þess i mai 1973.
Helztu verkefni sem Samvirki
hefur unnið að á undanförnum
árum, eru m.a. raflagnir i Þör-
ungavinnsluna i Karlsey við
Breiðafjörð, Hótel Hof i
Reykjavik, ýmis verkefni fyrir
tsal i Straumsvik og Samband isl.
samvinnufélaga, lagnir i margar
opinberar byggingar, auk fjöl-
margra verkefna fyrir einstakl-
inga.
Stærsta verkefnið, sem Sam-
virki vinnur nú að, er öll raflagn-
ingavinna við Sigölduvirkjun á
vegum Brown Boveri Cie. A.G.,
og er gert ráð fyrir að á vegum
fyrirtækisins verði allt að 30 raf-
virkjar, járnsmiðir og linumenn
við þær framkvæmdir.
Töflusmið hefur orðið æ stærri
þáttur I starfsemi fyrirtækisins
upp á siðkastið. Áherzla hefur
verið lögð á vandaða framleiðslu
og nýtizkulegt útlit, og hefur
fyrirtækið mikinn áhuga á þvi aö
stórauka þessa framleiðslu og
brydda upp á ýmsum nýjungum á
þvi sviði.
Samvirki er rekið sem fram-
leiðslusamvinnufélag og byggir i
einu og öllu á lögum um sam-
vinnufélög frá árinu 1937. Áherzla
er lögð á að allir starfsmenn njóti
sömu launa og taki virkan þátt i
félagslegri uppbyggingu sam-
vinnufélagsins.
Mjög ánægjuleg samskipti hafa
verið við samvinnuhreyfinguna,
sem hefur sýnt þessu rekstrar-
formi mikinn skilning.
Allt frá upphafi hefur félagið
átt við húsnæðisvandræði að
glima. En árið 1974 var félaginu
úthlutað lóð við Skemmuveg 30 i
Kópavogi, og var þá þegar hafinn
undirbúningur fyrir væntanlegar
framkvæmdir vegna húsbygging-
arinnar. Byggingarframkvæmdir
hófust svo I júlimánuði siðast
liðnum. Þetta hús er 620 fermetr-
ar á tveim hæðum. Samvirki tek-
ur nú i notkun helming þess.
Þetta nýja húsnæði mun ger-
breyta allri aðstöðu fyrirtækisins,
og vænta forráðamenn Samvirkja
þess að geta nú stóraukið þjón-
ustu við ' viðskiptamenn fyrir-
tækisins.
A þeim þrem árum, sem Sam-
virki hefur starfað, hefur felagið
getað boðið ódýra og góða
þjónustu. Þvi til sönnunar má
nefna, að það hefur gert hagstæð
og raunhæf tilboð, þegar það
hefur tekið þátt i útboðum á raf-
lögnum.
Formaður félagsins er Jón B.
Pálsson, formaður alm. deildar
er Tryggvi Arason og form. rafv.
deildar er Ásgeir Eyjólfsson, sem
jafnframt er framkvæmdas'J.,, i.
Tæknilegur forstöðumaður gagn-
vart Rafmagnsveitu Reykjavikur
er Sigvaldi Kristjánsson.
Félagsmenn Framleiðslusam-
vinnufélags rafvirkja erunú um
áttatiu talsins, og þar af eru
starfsmenn tuttugu.
Járnabindingamenn
Við óskum eftir að ráða nokkra
járnabindingamenn, sem hafi
a.m.k. 2ja ára reynslu í slíku starfi.
Skriflegar umsóknir séu sendar á skrifstofu vora í
Reykjavík, Suðurlandsbraut 12, þar sem greint sé frá
reynslu umsækjanda, og tilgreint hjá hvaða vinnu-
veitanda viðkomandi hafi unnið við járnabindingar.
ENERGOPROJEKT
Sigölduvirkjun