Tíminn - 31.03.1976, Síða 21
MiOvikudagur 31. marz 1976.
TÍMINN
21
Hvað kostar að bæta
öðrum fréttatíma við
hjá Sjónvarpinu?
BS skrifar:
„Mig langartil að spyrja yfir-
mann fréttadeildar sjónvarps-
ins Emil Björnsson, hvort mikill
aukakostnaður hlytist af þvl að
hafa tvo fréttatima i sjónvarp-
inu, þ.e. annan i upphafi dag-
skrár, eins og nú er, og hinn
siðari i dagskrárlok.
Þar sem ég þekki til erlendis
er þessi háttur hafður á, t.d. i
danska sjónvarpinu. En þá er
siöari fréttatiminn hafður með
þeim hætti, að sjónvarpsþulur
eða fréttamaður les einungis
upp siðustu fréttir, án þess að
myndaefni fylgi.
Fróðlegt væri að vita, hvort
breyting af þessu tagi þyrfti að
kosta svo mikið. Alla vega er
ljóst, að mikill fengur væri af
þvi að fá nýjustu fréttir lesnar
upp i dagskrárlok.
Ég vænti þess, að Emil
Björnsson eða einhver annar
hjá sjónvarpinu vilji svara
þessu.”
Úr Ijósinu í myrkrið
Sigurður Lárusson á Gilsá
skrifar okkur:
1 fyrrakvöld, 19. marz horfði
ég á þáttinn Kastljós i sjónvarp-
inu. Þar komu meðal annars
fram Helgi Seljan alþingismaö-
ur, og biskupsritari, ef ég hef
heyrt rétt.
Ég varð mjög undrandi að
hlyða á þá umræðu, þaö er
framkoma biskupsþjónsins. —
Ég hef alltaf álitiö það aðals-
merki prestslærðra manna að
vera öðrum til fyrirmyndar i
framkomu og allri breytni, og
sem betur fer hafa þeir margir
verið það.
Mér er enn i minni koma sér
Sigurgeirs Sigurðssonar þáver-
andi biskups, er hann visiteraði
hér isókninni, þegarég var ung-
ur. Mér fannst þvi likast sem
geislaöi frá honum mannkær-
leikurinn, og framkvæmd
kirkjuathafnarinnar öll á þann
veg. Ég mun aldrei gleyma
þeim áhrifum, sem hann hafði á
mig. Ég minnist á sama hátt
komu séra Asmundar Guð-
mundssonar biskups hér i kirkj-
una árið 1956, sem hafði svipuð
áhrif á mig.
Þannig hef ég hugsað mér
þjóna drottins, að maður fyndi
að út frá þeim geislaði mann-
kærleiki.
Margir prestar hafa einnig
haft þessi áhrif á mig, jafnvel i
gegnum útvarpið við messur.
Þess vegna hrökk ég ónota-
lega við að hlýða á mál þessa
þjóns kirkjunnar i fyrrakvöld.
Það var engu likara en hann
sæti á glóðum. Ég held að svona
málflutningur spilli meiru fyrir
boðun kristinnnar trúar en
margan grunar.
Það er ekki sannfærandi að
hlusta á mann, sem virðistekki
vera i andlegu jafnvægi. Þaö
má vel vera, að þetta sé trúaður
og ágætur maöur út af fyrir sig,
en þeir sem eru þannig skapi
farnir, að þeir þola ekki and-
mæli, áú þess aö fara úr jafn-
vægi, ættu ekki að gefa kost á
sér i opinberar trúmálaumræð-
ur, þvi ég held að meö þvi spilli
þeir góðum málstað.
Prestskosningar áfram
Ég vil taka það fram, aö ég er
samamála Helga Seljan um
flest sem hann sagöi þarna og
það sem ég hef heyrt úr ræðu
hans á Alþingi, sem biskups-
ritarinn vitnaöi i, i miklum
vandlætingatón. Ég vil til dæm-
is ekki svifta ^hinn almenna
borgara þejm retti aö velja sér
prest i beinum kosningum.
1 framhaldi af þvi vil ég
spyrja hvort prestarnir i land-
inu séu tilbúnir að afsala sér
réttinum til að kjósa biskup? Og
i ööru lagi, halda menn aö það
yrðu minni átök um að kjósa þá
kjörmenn, sem velja ættu
safnaðarprestinn hverju sinni,
ef sá háttur yrði á haföur, en i
söfnuðunum við prestskosning-
arnar?
Mér finnst að vel kæmi til
mála að kjörtimabil prests yröi
til dæmis fimm ár, en ekki ævi-
starf. Ég held það myndi hvetja
prestinn til að starfa sem mest
og bezt og vel gæti svo farið að
prestur sem ekki nýtur sin til
fulls I sinum söfnuði, næði betur
eyrum fólks i öörum söfnuði.
A þessu kunna að vera gallar,
en ég held að það sé þess vert,
að skoða það nánar.
Skálholtssamþykkt
hafnað
Þá vil ég minnast á hina
frægu Skálholtssamþykkt i
fyrrasumar. Ég held að slikar
samþykktir séu ekki til þess
fallnar að efla kristni i landinu
eðasamstöðu þeirra,sem trúa á
Jesú Krist. Sú þröngsýni, sem
þar kom fram er að minu viti
ekki til að efla samstöðu
kristinna manna i landinu,
heldur miklu fremur til að
kljúfa þjóðkirkjuna og valda
upplausn. Það þarf enginn að
halda, að nú á siðari hluta tutt-
ugustu aldar sé hægt að hræða
menn til hlýöni við kirkjuna likt
og á miðöldum. Ég vil þvi beina
þeirri áskorun til æðstu manna
kirkjunnar hér á landi, að leyfa
öllum sem i einlægni leita Guðs-
rikis, að fara þær leiðir sem
samvizka þeirra býður þeim.
1 dag hlustaði ég á útvarps-
messu séra Árna Pálssonar i
Kópavogi. Mér þótti þessi ræða
allnýstárleg og sverja sig all-
mikið i ætt við Skálholts-
Deilt um
Grágæsin hefur valdið ýms-
um hræringum i hugarheimum
manna i vetur. Hér kveður
Þórarinn Helgason frá Þykkva-
bæ sér hljóðs:
,,Ég las i Morgunblaöinu 24.
þ.m. fréttabréf úr Holtum. 1 lok
þess ræðir höfundur M.G. um
grágæsina. Telur hann að ekki
séu færðar sönnur á að gæsin
geri meira tjón en gagn. Gagn-
inu hef ég aldrei kynnzt og veit
ekki hvaðM.G. meinar meö þvi,
tjónið aftur á móti þekki ég vel.
Þar sem M.G. er greindur
maður og gegn, eftir þvi sem ég
veit bezt, hlýt ég að álita að
Holtin hafi sloppið blessunar-
lega við þá gæsaplágu, sem
margar aörar sveitir hafa liðiö
geysilegt tjón af. Ég trúi þvi
ekki að M.G. væri sáttur við að
sjá tún sitt þéttsetið af gæs svo
að það væri yfir aö lita grátt en
ekki grænt. Grænfóður og há
ætlað til eldis á sláturfé, uppétið
á fáeinum dögum af gæs.
Tjón af þessu liggur i augum
uppi, en miklu meira er i húfi.
Úthaginn i byggð og afrétti fær
lika á þessu að kenna. Þegar
þessir herskarar hefja sig til
flugs, dettur manni i hug mýið i
Grafningi, sem Jónas Hall-
grimsson kvað um.
— Svo mikið er það af mýi, að
mökk fyrir sólu ber.... —
Haldi menn að frásögn min sé
orðum aukin, er þvi til að svara,
aö ég get haft á reiöum höndum
umsögn fjölda manna aö svo er
ekki.
samþykktina. Ef þetta er það
sem koma skal, óttast ég um
framtið islenzku þjóðkirkjunn-
ar.
Mér virtistsvo sem þar talaði
hinn hreini syndlausi maður og
varaði hann menn mjög við
djöflinum, sem hann nefndi oft-
ar I ræðu sinni en ég fékk tölu á
komið.
Ég hlustaöi agndofa á þessa
prédikun og hugsaöi hvort þetta
væri veruleiki eða mig væri aö
dreyma æðstu prestana i
Gyöingalandi, sem rifu hár sitt
fyrir nær tvö þúsund árum.
Glæðið hið góða
Skoðun min er sú, að eitthvað
gott búi i öllum mönnum og að
hlutverk prestanna sé að hlúa
að þvi góða eftir beztu getu.
Auðvitaö gengur það misjafn-
lega. En hvflikur reginmunur er
á ræðum margra ágætra presta,
sem predika umburðarlyndi og
mannkærleika og reyna að
framkalla hið góða i hverri sál,
eða ræðunni hans séra Árna
Pálssonar.
Að lokum tek ég mér orð
skáldsins i munn.
— Trúðu á tvennt i heimi
tign sem æðsta ber.
Guð i alheimsgeimi,
Guð i sjálfum þér. —
Eins og áður segir, ber frétta-
bréf M.G. þvi vitni, að hann hef-
ur ekki haft fyrir augum þá
áreitni gæsarinnar, sem viða
má sjá á Suðurlandi, ella myndi
hann ekki rita i háðulegum tóni
um viðleitni Búnaðarþings að
stemma stigu við þvi eignatjóni
og gróðureyðingu sem gæsin
veldur. Næg huggun má það
vera gæsavinum að Finnur
Guðmundsson fuglafræðingur,
telur enga hættu á þvi að gæs-
inni verði eytt með öllu, þó að
dráp á henni verði aukið. Annað
mál er það, að skylt er að gera
þaö á mannúölegan hátt.
Ekki veit ég hvernig M.G.
heldur að færa megi sönnur á
tjón oggagn af gæsinni. Gagn af
henni held ég að þá fyrst komi
til greina, aö hún sé drepin til
matar, nema drit hennar sé
verðmætara en tað búfjárins,
sem lifir á sama fóðri.
Kannskti hafa verið færðar
sönnur á það!
Tjónið held ég að erfitt sé að
færa tölulegar sönnur á. Ekki
verður gæsin hamin i tilrauna-
hólfum eins og búfé. Mikiö er
rætt um ofbeit á úthaga og sauð-
fénu mest um það kennt. Sums
staðar er þetta á rökum reist,
einkum þar sem land er farið aö
blása upp.
En þegar talað er um ofbeit,
er þvi gjarna enginn gaumur
gefinn, hve gæsin á þar veiga-
mikinn þátt i. Og heldur legg ég
nú til aö fækka gæsinni en án-
um. Það held ég að M.G. muni
lika gera.”
grágæsir
TÍMA- spurningin
Rannveig Eyjólfsdóttir húsmóðir:
— Það er svo margt sem mætti breyta. Hafa skemmtilegri
þættiog meira fræösluefni. itölsku þættirnir eru afleitir og ættu
ekki að sjást.
Viltu láta breyta einhverju i dagskrá sjón-
varpsins?
Gestur Guðmundsson þjóðfélagsfræðinemi;
— Það er anzi margt. Það er varla neitt i sjónvarpinu, sem er
þess virði að horft sé á það. Fréttirnar eru mjög slæmar,
skemmtiefni fyrir neðan allar hellur, kvikmyndir þriðja flokks.
Það væri nær að spyrja hverju ekki ætti að breyta. Það væru þá
helzt veðurfregnirnar og stöku sinnum eru góðir skandinaviskir
fréttaþættir, t.d. einn um Portúgal nú i vetur.
Rósa Hilmarsdóttir verzlunarskólaneini:
— Sjónvarpinu er ábótavant á margan hátt. Dagskráin mætti
vera lengri og fjölbreyttari. Það mætti vera meira af nýlegum
biómyndum. Og sjónvarpið ætti að vera lengur fram eftir á
kvöldin.
Erlingur Páll Ingvarsson myndlistarnemi:
— Ég horfi sjaldan á sjónvarp, þar sem mér finnst það yfir-
leitt mjög lélegt. Það mætti gjarnan fækka útsendingardögum i
þrjá, það væri engin eftirsjá að þvi. Ég get ekki nefnt einstakt
dæmi um hverju ég vildi breyta.
Ari Stefánsson gagnfræðaskólanemi:
— Það mætti vera meira af kvikmyndum.