Tíminn - 09.04.1976, Qupperneq 7

Tíminn - 09.04.1976, Qupperneq 7
Föstudagur 9. april 1976. TÍMINN 7 Þannig var hallinn i janú- ar-febrúar 1975 rösklega 4 mill- jarðar króna, en um 1100 miil- jónir á sama tima á þessu ári. Þó verður að gæta þess, þegar þessar tölur eru nefndar, að lán- tökur erlendis hafa verið meiri nú en á sama tima i fyrra. Nettóútkoman er þvi skárri nú sem svarar um 1700 milljónum króna. Þessi timiárser almennt óhagkvæmur ur á gjaldeyris- sviðinu, en samt taldi Ólafur ó- vist, hvort þessi bati héldist, en jafnvel þótt svo færi, væri á- standið ekki svo gott sem skyldi. Þessum málum hefur verið bjargað ibili með þvi að fá fé að láni erlendis, sagði Ólafur, og þess vegna eru enn nægar vörur á boðstólum i landinu og enn er hægt að efna til lystiferða til út- landa, en hér verður að verða breyting á til hins betra, ef ekki á illa að fara. Hinar erlendu skuldir okkar eru að allverulegu leyti til skamms tima og greiðslubyrð- in, þ.e. vextir og afborganir af hinum erlendu lánum, verður þvi mjög þungur baggi á okkur á næstunni. Hæst verður greiðslubyrðin 1979 samkvæmt þeim spám, sem stuðzt er við eða nær 27% — þ.e. að verja verður rösklega fjórðu hverri krónu af ráðstöfunarfé okkar til vaxtagreiðslna og afborgana. Á þessuári verður greiðslubyrðin hér um bil 18%. 1983 er talið að greiðslubyrðin verði komin ofan i 22% eftir hámarkið 1979. Mjög erfitt verður að standa undir svo miklum greiðslum sagði Ólafur, ene.t.v. fástlánin lengd, þannig að afborganir dreifist á lengri tima. Þessu næst talaði Ólafur um afkomu atvinnuveganna og sagði, að i þvi efni væri útlitið yfirleitt ivið betra, en gert hefði verið ráðfyrir i spá fyrir siðustu kjarasamninga. Orsök þessa er hærra markaðsverð á mörkuð- um okkar erlendis. Nú væri spurningin hins vegar sú, hvert yrði aflamagn okkar i framtið- inni. Þá sagði Ólafur, að nú héldu ýmsir þvi fram, að keypt hefðu verið of mörg skip, en stað- reyndin væri eftir sem áðúr sú, að afkoma manna væri bezt, þar sem skipin væru. Erfiðara væri ástandið á þeim stöðum, þar sem ekki væru togarar t.d. á Húsavik og Þórshöfn. Ég er þvi ekki sammála þeim, sem halda þvi fram, að of mikið hafi verið keypt af skipum, sagði Ólafur. Atvinnuástand á landinu væri annað og lakara en nú er,ef ekki hefði verið keypt skip og unnið að uppbyggingu fiskvinnslu- stöðvanna — þetta tvennt gjör- breytti ástandinu úti um land. Rikisstjórnin hefur lagt megináherzlu á atvinnuöryggi og með fáum undantekningum hefur tekizt að tryggja það til þessa, en hætta er á ferðum, þvi að grundvöllur atvinnuveganna er ekki svo traustur sem skyldi. Þá kann lika svo að fara, ef dregið verður að mun úr opin- berum framkvæmdum eins og margir vilja, að af þvi geti leitt atvinnuleysi. Næst vék Ólafur Jóhannesson að skólamálum, námslánum og ibúðabyggingum, en þau mál öll sagði hann vera i deiglunni. Undir lok ræðu sinnar fjallaði Ólafur um orkumálin. A þvi sviði hefur verið mikið unnið, bæði hvað rafmagnsvirkjanir og hitaveitur áhrærir og miklu fé verið varið til rannsókna og undirbúnings. Sjálfsagt má deila um þessi mál sem önnur, sagði Ólafur, en varasamt er þó að átelja rikis- stjórnog þingmeirihlutann fyrir að hafa unnið ötullega að þess- um efnum, þvi að okkur er það mikil nauðsyn vegna oliuhækk- ananna. Við megum ekki gleyma þvi, að oliukaupin eru okkur langþyngst i skauti gjald- eyrislega. 1 lok ræðu sinnar, ræddi ólaf- ur um starf ungra framsóknar- manna og kvaðst vilja þakka þeim mikið og gott starf og árnaði SUF heilla. Mikið liggur við, sagði Ólaf- ur, að Framsóknarflokkurinn haldi stefnu sinni og reisn hvað sem á gengur. Það er undir þvi komið, hversu vel okkur tekst að halda á málum og túlka stefnu flokksins. Ljúka verður endur- skoðun stjórnarskrár- innar 3. Ljúka verður endurskoðun stjórnarskrárinnar hið fyrsta. Aherzla skal á það lögð, að þáttur i þeirri endurskoðun verði ný- skipan kjördæmaskiptingar og kosningatilhögunar. Framsókn- armönnum ber að taka frum- kvæði i þessum efnum þegar á þvi kjörtimabili Alþingis, sem nú stendur yfir. 1 þessu efni skal sér- staklega bent á þær tillögur, sem Stjórnarskrárnefnd Framsóknar- flokksins hefur látið frá sér fara. Áherzla lögð á fulla atvinnu 2. Efnahagur þjóðarinnar er nú mjög hætt kominn. Útgjöld al- mennings og rikisins hafa að und- anförnu farií) fram úr fram- leiðslugetu hagkerfisins, samfara mjög veikum rekstrargrundvelli útflutningsatvinnuveganna. Þessi vandi kemur meðal annars fram i miklum viðskiptahalla við útlönd, greiðsluhalla rikissjóðs og mikilli fjárvöntun til framkvæmda I landinu. Ef ekki á að stefna gjald- eyrisöflun og atvinnuöryggi i bráðan voða, verður að beita ýtr- asta aðhaldi i rikisbúskapnum, innflutningi og almennri eyðslu. Enda þótt mikil almenn kjara- skerðing hafi orðið, er það mikils vert, að enn er atvinnuöryggi i landinu. Allstórir samfélagshóp- ar virðast hafa talsverð fjárráð til eyðslu, og getur það ekki við- gengizt til lengdar, að byrðunum sé velt yfir á þá, sem minna mega sin. Ef kemur til aukinnar tekju- öflunar rikisins til að mæta greiðsluhallanum, verður að hafa félagsleg réttlætissjónarmið i huga. . Þvi ber að fagna, að núverandi rikisstjórn hefur i sambandi við efnahagsmálin lagt áherzlu á fulla atvinnu, andstætt þvi sem viðreisnarstjórnin gerði á árun- um 1967-’69. Fyrst og fremst býr þjóðin þó við atvinnuuppbyggingu vinstri stjórnarinnar. En horfur gefa ekki tilefni tíl'bjartsýni og skiptir þar mestu, hve illa er komið á ts- landsmiðum. Astæða er til þess aö vara við þvi að þróun siðustu mánuða get- ur hæglega leitt til alvarlegs at- vinnuleysis með haustinu. Allir tapa á verkföllum Nokkrir miðstjórnarmenn. 4. SUF harmar þau vinnubrögð, sem aðilar vinnumarkaðarins hafa tileinkað sér á undanförnum Sveinn G. Jónsson gjaldkeri SUF i ræöustól Þrjár ungar stúlkur úr miðstjórninni ÁLYKTANIR FUNDAR MIÐSTJÓRNAR SUF Fundur miðstjórnar Sambands Ungra Framsóknarmanna, hald- inn i Reykjavik dagana 3. og 4. april 1976, ályktar: Koma verður viti fyrir Breta 1. Brýnasta baráttumál íslend- inga nú er landhelgismálið. Ekki verður annað séð en Bretar stefni að tortimingu fiskistofna með ránum sinum á íslandsmiöum. Framtið islenzku þjóðarinnar er i húfi, og verður þvi að beita öllum tiltækum ráðum og ýtrasta stjórn- málaþrýstingi, ekki sizt gagnvart Atlantshafsbandalaginu og á Haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð-1 anna, til þess að viti verði komið fyrir brezk stjórnvöld. Jafnframt hljóta Islendingar að kosta kapps um að búa Landhelgisgæzluna svo vel sem unnt er. Landvarnarmönnum Islands, starfsliði Landhelgisgæzlunnar, verður seint fullþakkað starf þeirra og fórnfýsi. árum við lausn kjaradeilna. Það virðist ófrávikjanleg regla, að til verkfalla komi. Staðreyndin er, að það tapa allir á verkföllum. SUF telur þvi nauðsyn á að tek- in verði upp nýskipan þessara mála i nánu samráði við samtök vinnuveitenda og launafólks. Bæta verður almennan hag og treysta undir- stöður þjóðarbúsins 5. Rikisstjórnin, sem nú situr, setti sér það i upphafi að berjast gegn vandanum i efnahagsmál- um, sem þá blasti við. Við þessum vanda hefur ekki verið brugðizt af festu eða framsýni. Með tilliti til ástandsefnahagsmála nú, má öll- um vera það ljóst að þjóðinni er þörf á að rikisstjórnin sýni einurö á sviði efnahagsmála, leggi til hliðar allar bráðabirgðalausnir og stefni ótrauð að þvi marki að bæta almannahag og treysta und- irstöður þjóðarbúsins. t stað verðbólguhugsunarháttar og samkeppnissjónarmiða verður að setja félagshyggju og skipulags- hyggju i öndvegið. Til þess að það megi takast verður forystu Framsóknarmanna að gæta meira en verið hefur i stjórnar- samstarfinu og á Alþingi. Til þess eru vandamálin, að tekizt sé á við þau og lausn fund- in. Fyrir mestu er, að ekki verði horfið að bráðabirgðalausnum, heldur tekizt á við vandann með tilliti til framtiðarhags þjóðarinn- ar. Alþingismenn hafi meira samband við kjósendur 6. Fundur miðstjórnar SUF hald- inn i Reykiavik dagana 3.-4. april 1976, samþykkir að skora á ai- þingismenn Framsóknarflokks- ins að gera meira af þvi að hafa samband við kjósendur sina með fundum i kjördæmum. Þá telur fundurinn einnig mis- brest á þvi að dagblaðið Timinn túlki störf og stefnu flokksins nægilega skýrt og vel og telur sér- staklega brýnt eins og ástæður eru, að úr verði bætt. Ennfremur hvetur miðstjórn SUF blaöstjórn Timans til að ráða launaða fréttaritara og verði þeir staðsettir á landsbyggðinni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.